Af meiðslum fyrirliðans

Í dag bárust alls ekki góðar fréttir á opinberu heimasíðunni. Fréttirnar voru af meiðslum Steven Gerrard sem hann varð fyrir í leiknum gegn Everton í gær. Gerrard yfirgaf völlinn eftir 16. mínútur eftir að hann hafði beðið sjálfur um skiptingu. Menn tala um að hann verði frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla í aftanverðu læri sem eru hroðalegar fréttir fyrir Liverpool.

” A club spokesman told Liverpoolfc.tv: “A scan today has confirmed a tear in the hamstring of Steven’s left leg. He will be out of action for about three weeks.”

Þar höfum við það. Hann mun því pottþétt missa af leikjum gegn Portsmouth (Ú), Manchester City (H), Real Madrid (Ú) og Middlesbrough (Ú). Svo er leikur við Sunderland 3. mars og Real Madrid heima 10. mars, sem er leikur sem hann VERÐUR að ná.

Fyrir mér hefur Gerrard verið okkar lang lang langbesti leikmaður á þessu tímabili og því hræðilegt fyrir liðið að njóta ekki krafta hans inn á vellinum næstu 3 vikurnar. En það er gott að Torres er orðinn góður og hann einfaldlega verður að haldast heill og fara að sýna sitt rétta andlit í næstu leikjum. En við sjáum hvað setur, engin ástæða til að panikka.

38 Comments

  1. þetta er alls ekki gott… hvað eru torres og hann búnir að ná mörgum leikjum saman í vetur….

  2. Hann missir ekkert pottþétta af leiknum gegn Real og M’boro. Ef hann nær snöggum bata getur hann alveg náð þeim tvem, allavega seinni leiknum.
    Samt alveg hroðalegar fréttir.

  3. Ég vona bara að Benitez hafi þá vit á að setja Benayoun í holuna. Hef trú á honum og hef haft lengi, þó hann geti verið mistækur. Hann ætti nú að þekkja þá stöðu og einnig þarf þá ekki að riðla öllu leikskipulagi til að redda þessu.

  4. Alonso, Lucas og Mascerano verða bara að taka sig á. Ég held að Benitez hefði átt að sjá það að það vantar betri bekk. Jæja annars gekk okkur ágætlega þegar Torres var meiddur.

    Þetta gefur kanski öðrum leikmönnum tækifæri á að taka skrefið uppávið.

    Okkur líður best þegar við eru vægbrotnir. Þá náum við oft að lyfta okkur upp og gera góða hluti.

  5. Spái því að hann verði með á Santiago Bernabeu, hann hefur yfirleitt verið fljótari að ná sér en reiknað er með og mögulegt líka að verið sé að byrja eitthvert blöffstríð við Real Madrid….
    Varðandi ummæli nr. 2, þá held ég að fullreynt hafi verið að það einfaldlega gekk alls ekki. Ég styð tillögu Togga og á laugardaginn vona ég að við sjáum bara Dani Pacheco á bekknum og eigum möguleika á að skella honum eitthvað þar inn. Mikið meira en margt vitlausara en það held ég. Sannfærður um að hann verður maðurinn sem mun geta leyst þessa stöðu í framtíðinni.
    En ef það er rétt sem maður heyrir sums staðar að þetta hafi verið ástæðan fyrir skiptingunni frægu gegn Wigan eykst álit mitt á Rafa, því hann hélt þá munni yfir því og með því dró hann úr pressunni á SG fyrir helgina.
    Höldum áfram að trúa!!!

  6. “…engin ástæða til að panikka.” NÚ… hvenær í öskupunum viltu þá frekar panikka ? Þegar Liverpool er búið að skíta upp á bak í þessum leikjum sem taldir voru upp og við með 1-2 stig eftir þá….
    Ástæða til að panikka var þegar Keano var afhentur Spurs eftir testdrive á Anfield og enginn… ha, jú enginn, var fenginn í staðinn !!!!!!!!
    BULL

  7. Þetta verður fróðlegt um helgina, Gerrard meiddur, Lucas í banni og Xabi í banni. Hvernig verður miðjan?

  8. Það er einmitt þetta sem gerist í þessum helvítis derbyum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir að kallinn átti að nota varaliðið, helvítis FA Cup

  9. Það var eins gott að falla úr FA bikarnum því við höfum ekki mannskap í allar þessar keppnir. Það hefði nú verið gott að grípa í Keane núna vegna meiðsa Gerrards. En tveir góðir leikmenn voru látnir fara frá Liverpool og engin keyptur í staðinn. Afar skrýtið!

  10. Sælir félagar
    Þetta eru slæmar fréttir og er nú nóg samt. Ég er að vísu ekki í vafa um að SG mun jafna sig fljótar en sagt er í dag. Og ef til vill er fyrst og fremst smáhvíld sem hann þarfnast. Hann hefur borið liðið uppi ásamt Carra og Reina og veitir ekki af smá pásu.
    Ég tek undir það að nú þurfa menn eins og Alonso að stíga upp. Eins væri gott að fá einhverja af yngri leikmönnum til að koma og lífga uppá steingeldan sóknarleik liðsins. Við sáum í síðasta leik hvað ungir leikmenn geta gert.
    (Ansinn, -maður á ekki nefna snöru í hengds manns húsi).
    Torres verður að sýna að hann geti leikið án Gerrards og svo er nauðsynlegt að nota menn eins og Babel meira því hvað sem má segja um hann á þessarri leiktíð þá hefur hann þann kost að hann sér ekkert nema markið þegar hann fær boltann.
    Það er bæði kostur og löstur en afar dýrmætur eiginleiki í liði sem virðist stundum fyrirmunað að gera mörk. Hann átti fína innkomu síðast og það á að nýta það og styrkja hann í sínum leik.
    Ég hefi kvartað undan RB undanfarið og geri enn. Samt vil ég taka undir sjónarmið Magga að það var góð tillitsemi að kippa SG útaf í Wigan með þeim formerkjum sem Maggi nefnir.
    RB má eiga það sem hann á bæði gott og slæmt. Hann á rétt á því að njóta sannmælis eins og allir aðrir en um leið er hann síður en svo hafinn yfir gagnrýni.
    Ég vona að ég sé ekki með þessu hjali farinn að stela þræðinum eða tína honum.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Skelfilegar fréttir. Er þetta þá ekki líkleg miðja og sókn í næsta leik?

    Kuyt – Mascherano – Plessis – Riera
    Benayoun
    Torres

    Get ekki sagt að mér lítist vel á blikuna. Benayoun er jú góður, en allt of mistækur. Hef alltaf hatað Kuyt, og finnst Riera svona lala leikmaður.

  12. Nr 2#
    Ertu ekki með heila þessa daga eða… Keane var seldur til Tottenhams..hehe.. EN annars vonum að hann verði með gegn Real madrid og nú verður Torres að koma að kicka inn . Victor (nýji íslenski gaurinn) spila á miðjunni , væri snilld

  13. Ætlaði einmitt að nefna Plessis.
    Málið er bara það að við þurfum núna á varaliðsmönnunum að halda, eins og United hafa þurft að undanförnu. Við höfum hingað til verið ljósárum á eftir United og Chelsea í þeirri deild og nú kemur það í ljós hvort eitthvað hefur lagast í þeim efnum.

  14. Jamm, Keane hefði án efa nýst við þessar aðstæður, ætli hann haldi ekki uppteknum hætti gegn Arsenal um helgina og setji mark.

    Hvað L’pool varðar þá er ljóst að vandamálunum fer ekki fækkandi. Nú reynir virkilega á Benitez og hans stuff. Portsmouth hefur verið í djúpri lægð undanfarið og fínt að mæta þeim núna. Þó svo að Gerrard verði ekki með í þeim leik þá er krafan 3 stig og allt annað óásættanlegt.

  15. Hér hefur þráðrán verið framið um hábjartan dag.
    Á þessi þráður ekki að fjalla um meiðsli Gerrard en ekki liðsuppstillingar gegn Portsmouth??

    Hræðilegar fréttir af Gerrard. Vonandi að þetta sé líka eitthvað blöff ætlað Real Madrid.
    Gerrard var tekinn útaf gegn Wigan sökum þreytu. Þegar leikmenn eru þreyttir aukast alltaf líkur á álagsmeiðslum, sérstaklega þegar þeir eru kaldir í upphafi leikja.
    SG er búinn að vera frábær í vetur en hann er greinilega búinn að keyra alveg út í vetur til að lyfta liðinu stöðugt upp. Vonandi að hann fái góða hvíld núna og Liverpool læri að leika án hans. Það er algjörlega crucial að leikmenn eins og Babel, Riera, Benayoun og Kuyt sýni hvað þeir geta sóknarlega í næstu leikjum.

  16. Maggi ljósárum á eftir í varaliðsdeildinni unnum þá keppni í fyrra

  17. Væri ekki frekar að hafa Benayoun á miðjunni með Mascherano og Babel uppi á topp með Torres og hafa Plessis til taks á bekknum en hvað er að frétta af Insua, hvenær eigum við von á að sjá hann ?

  18. Ég hefði verið til í að sjá Babel og Torres bara saman uppá topp, hafa tvo ógnandi leikmenn efst. Kuyt er duglegur og allt það en það stafar engin ógn af honum sóknarlega, menn panika hins vegar ef annað hvort Torres eða Babel fær boltann sökum hraða þeirra.

  19. Rétt Davíð. Fyrirliði argentínska landsliðsins og fyrirliði ísraelska landsliðsins verða saman á miðjunni um helgina. Hef trú á að þetta miðjupar eigi eftir að koma skemmtilega á óvart. Benni var einmitt keyptur eftir góða leiki í þessari stöðu fyrir West Ham.

  20. Tek undir með síðasta ræðumanni. Núna er tækifæri Babels komið, vona að hann fái 4-5 leiki í byrjunarliði í röð frammi með Torres. Held að þeir gætu skapað hættulegt sóknarpar. Það sem Babel þarf er leikæfing og sjálfstraust og núna er búið að skapast tækifæri fyrir hann í fremmstu víglínu (í holu fyrir aftan Torres) þar sem Keane er farinn og Gerrard frá.

    Ef Babel fær ekki byrjunarliðstækifæri nú, þá held ég að framtíð hans sé Liverpool sé ráðin undir stjórn Benitez ráðin. Ef hann fær ekki sénsinn núna þá hvenær?

  21. Ætli líklegast sé ekki Benayoun í Gerrard stöðunni og Plessis og Mascherano á miðjunni gegn Portsmouth?

    Það væri líka alveg óskandi að Babel myndi fá fleiri tækifæri og svo nýta þau almennilega svona til tilbreytingar.

  22. æðislegt
    Rafa Benitez has dispelled fears that Fernando Torres was injured during Wednesday’s FA Cup exit to Everton.

    Torres was withdrawn during extra time as Liverpool threw on Ryan Babel in an attempt to freshen up their striking options.

    The live match coverage persistently claimed Torres was injured, yet the Spaniard was merely suffering from exhaustion due to his new training regime.

    The Reds have put Torres on an intense strength-training programme to improve his hamstrings, meaning his physical levels have dropped in the short term.

    “Torres was really tired and that’s why I took him off,” Benitez confirmed after the match.

    “He needs to keep playing games and keep training because his match fitness is not the best but that will come.”

    http://www.setanta.com//uk/Articles/Football/2009/02/05/Prem-Benitez-explains-Torres-substitution/gnid-38780/

  23. Gerrard er meiddur og Torres er á nýju æfingaprógrammi sem veldur því að þolið hjá honum er ekki upp á sitt besta næstu dagana. Frábært.

    Það er alveg klárt að ef við ætlum að vinna einhverja titla í ár verða Benayoun, Babel, Riera og Kuyt að gjöra svo vel og stíga upp á næstu vikum. Yossi hefur verið að gera það ágætt í síðustu 2-3 leikjum en hinir eiga að mínu mati allir mikið inni og verða að gjöra svo vel og sýna það.

    Við gátum unnið United í haust án bæði Gerrard (kom inn sem varamaður minnir mig) og Torres (var uppí stúku) þannig að við getum alveg höndlað Portsmouth eða Real Madrid án þeirra. En að geta er ekki það sama og að gera og menn verða að standa undir stóru orðunum í næstu leikjum.

    Þetta verður áhugavert.

  24. Vona að Benayoun fái núna tækifæri í stöðunni hans Gerrard. Hugsa að þetta sé hans náttúrulega staða og hann er búinn að standa sig vel að undanförnu. Hef alltaf haft trú á þessu leikmanni, vona að hann standi undir því á næstunni.

  25. Benítez hlýtur að fara í 4-4-2 með Mascherano og Benayoun á miðjunni, Babel og Torres frammi – já eða Kuyt frammi með Torres og Babel á hægri kantinum. En nú er ansi dýrt að vera fáliðaðir fram á völlinn meðan t.d. Agger og Hyypia sitja sem fastast á bekknum, og Hyypia jafnvel ekki í hópnum.
    Vonum bara að Tony Adams fari ekki blása mönnum sigur í brjóst núna frekar en í síðustu 8 leikjum eða hvað það nú er.

  26. Robbie Keane var með á móti United.

    Og ætla menn virkilega að bera það saman að missa Torres og að missa Gerrard.

    Segir sig sjálft hvern af þessum má frekar missa úr liðinu.

  27. Væri nú alveg til í að hafa Pennant og Keane í hópnum en það er nú önnur saga. En ég vona að ungu strákarnir okkar fái nú sjéns til að sína hvað í þeim býr. Væri hrikalega til í að sjá Pacheco fá einhverjar mínútur þar sem ég hef tröllatrú á þeim peyja.
    En þó svo að okkar hópur sé e-ð farinn að þynnast þá hljótum við að ráða við Portsmouth, ef ekki þá eigum við bara ekkert skilið að lenda í efsta sæti. Ég meina sjáið bara United þeir eru búnir að vera að spila út mörgum kjúklingum og hvar eru þeir ????
    Verðum bara að fara að treysta á fleirri leikmenn en Gerrard og Torres.
    Áfram Liverpool

  28. Einhver nefnir þráðarán að tala um liðsuppstillingu gegn Portsmouth. Ég get ekki fallist á það.

    Það er í raun engin umræða sem getur skapast um meiðsli Gerrard, nema ef allir lesendur síðunnar væru bæklunarlæknar og færu að pæla nánar í því læknisfræðilega hvernig meiðslin væru.

    Aðalmálið er náttúrulega hvernig liðið ætlar að leika án hans, því hann hefur að mínu mati aldrei verið jafn mikilvægur fyrir Liverpool og einmitt núna.

  29. Ansi var nú hressandi, eftir hörmungina í gær, að horfa á Barcelona liðið spila áðan. Rifjast upp fyrir manni hvað fótbolti getur verið falleg íþrótt.

  30. skemmtilegt að þegar liverpool mátturinn er mér þrotinn þá get ég alltaf talað við aðra liverpool menn og þeir koma mér aftur á rétta braut og endurbyggja ástríðu mínafyrir klúbbnum. þannig að you´ll never walk alone á oft við.l Hins vegar þá hef ég ekki misst máttinn í ár enda erum við greinilega á réttri braut. ókei við erum kannski dottnir út út bikarnum who cares? Þetta er fyrir mér svona keppni fyrir þá sem geta ekki einbeitt sér að deildinni og CL. En það er bara ég . Málið er hins vegar að þegar lið vinnur deildina þá er alltaf hægt að marka í því liði sem einhvern einstakling sem stendur upp og gerir mun meira en til af honum var ætlast. Nú þegar SG er meiddur þá þarf bara einhver annar að stíga upp og gera það sem til þarf. það má vera varnamaður.miðjumaður, sóknarmaður eða jafnvel markmaður, það þarf bara einhver að stíga fram og gera e-h sem var kansnki ekki búist við af honum. Þetta tímabil er ekki búið að vera fullkomið en það er hins vegar búið að vera betra en mörg önnur… ó langan tíma
    p.s. Við kommentum hér til að segja okkar skoðun og deila með okkur en ekki til ða rífa niður sam aðdáendur með 1. setningar kommentum og pirra hvorn annan. í guðanna bænum ef þið getið ekki haldið ykkur innan góðvildar og skynsemis ramma síðunnar þá farið einhvert annað. Það er nóg að þurfa að verja liverpool innan um man. utd. aðdáendur án þess að þurfa að gera það við aðra stuðningsmenn.
    p.p.s Babu þó þetta komment sé langt þá mátt þú samt stytta skrif þín efitr leiki, nóg að lesa leikskýrsuna

    • p.p.s Babu þó þetta komment sé langt þá mátt þú samt stytta skrif þín efitr leiki, nóg að lesa leikskýrsuna.

    Haha hvernig fórum við úr umræðu um meiðsli Gerrard og hingað?, en allt í lagi, point taken Anton 😉

    ….gleymdu því samt bara strax að ég fari eitthvað eftir því ! Bendi frekar bara á hraðlestrarnámskeið eða gamla góða skroll takkann ef það koma hingað langlokur sem þú nennir ekki að lesa. Reyni nú yfirleitt að segja bara það sem mér finnst án þess að telja línurnar eitthvað frekar.

    En til að halda okkur við þráðinn þá gera þessi meiðsli Gerrard akkurat núna það eingöngu að verkum að ég skil ennþá síður söluna á Keane án þess að fá neitt í staðin. Þetta var nokkurnvegin það síðasta sem mátti gerast. Engu að síður þá trúi ég því að Gerrard hressist mjög fljótt eftir landsleik Englendinga. (verður fróðlegt að sjá hvort Capello vilji aftur fá að meta það sjálfur hvort hann er meiddur, á meðan Chelski og United menn komast í lag daginn eftir landsleik).

    Vonum það besta gegn Pompey, fyrst Alonso er með (sjá Reyni Nr.33) þá líður manni strax betur. Svo vil ég fá Babel í einhverja af stöðunum þremur fyrir aftan Torres, helst beint fyrir aftan hann svo hann þurfi ekki að sinna þeim bakvarðarskyldum sem kanntmennirnir okkar þurfa alltaf að skila.

  31. Jæja það er þó mikill léttir í því að Alonso verði með, þá vil ég að miðjan verði Benyoun-Mascherano-Alonso-Riera.
    Þó svo að það vanti Captain Fantastic þá hljótum við að taka þetta Portsmouth lið og flengja það.
    Koma svo Áfram Liverpool ( sendum góða strauma það veitir ekki af 😉

  32. 14: jú, ég er með ágætis heila, takk fyrir. Eitthvað virðist hins vegar vanta uppá að þú skiljir smá kaldhæðni…kannski kemur það að lokum :l

Everton 1 – Liverpool 0

Flottur sigur unglingaliðsins