Everton 1 – Liverpool 0

Ég held ég hafi horft á leiðinlegasta leik lífs míns í kvöld. Það voru ekki mörg augnablikin sem maður brosti allavega yfir þessum leik.

Lið Liverpool leit svona út.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Hyypia, Mascherano (inn f. Riera á 80. mín), Benayoun (inn f. Gerrard á 16. mín), Babel (inn f. Torres 101. mín), El Zhar.

Fyrri hálfleikur: byrjaði ekki vel fyrir Liverpool því að fyrirliðinn og markamaskínan Steven Gerrard þurfti að yfirgefa völlinn eftir einungis 16 mínútna leik, Benayoun kom inná í stað hans. Aftur dró til tíðinda skömmu síðar þegar að Carragher og Cahill fóru í skallaeinvígi. Ástralinn gerði sér lítið fyrir og rak höndina í andlit Carra, sem endaði í jörðinni og kveinkaði sér, sem maður sér ekki oft gerast. Dómari leiksins Alan Wiley sá ekki ástæðu til að reka Cahill af velli og gaf honum gula spjaldið. Leikar tóku að æsast mikið eftir þetta og leikmenn fóru að brjóta af sér útum allan völl, afar klaufalega sumir hverjir. Þegar nær dró hálfleik þá fóru brotin að verða ljótari og þá aðalega hjá heimamönnum. Pienaar braut t.d. hroðalega illa af sér og átti skilið rautt spjald að mínum dómi fyrir ljóta sólatæklingu en fékk gult. Það voru semsagt ekki mörg marktækifærin sem litu dagsins ljós í fyrri hálfleik enda varla hægt á móti jafn leiðinlegu liði og Everton, brotin voru þó allnokkur og Wiley lét leikinn fljóta vel, stundum full vel. Liverpool stjórnaði fyrri hálfleiknum en færin létu á sér standa, hættan af Everton var lítil sem engin og þeir komu greinilega inn í þennan leik eins og þá síðustu, að reyna að skora úr föstum leikatriðum og gefa engin færi á sér, drepleiðinlegt lið.

Síðari hálfleikur: hófst eins og sá fyrri endaði, leiðinlega. Ekkert gerðist af viti fyrr en á 70. mínútu þegar að Osman hamraði boltann í stöngina eftir ágæta sókn Everton. Stuttu síðar kom vendipunktur leiksins. Lucas fékk þá að líta rauða spjaldið eftir algjörlega fáránlega ótrúlega heimskulegt brot á Lescott. Lescott kom á jafn mikilli ferð og gömul kona með innkaupakerru, fór vinstra megin við Lucas sem að rak fótinn inn í fætur Lescott og fékk sitt annað gula spjald. Ekki í fyrsta skiptið sem ég hef séð Lucas gera þetta. Eftir rauða spjaldið tók Everton völdin en það kom mér nú ekki beint á óvart að þeim tókst ekki að skora og leikurinn endaði því 0-0 og grípa þurfti til framlengingar.

Framlengingin hófst með sókn Everton, en Liverpool með 10 menn lágu til baka og heldu. Þetta Everton lið er líklega eitt af leiðinlegri sóknarliðum í enska boltanum og á tímabili leit út fyrir það að leikurinn færi 0-0 eftir framlengingu. En nei, þá kom einhver 19 ára gutti sem ég hef aldrei heyrt um og skorar í stöng og inn eftir að 3 Liverpool menn höfðu staðið í kringum hann og ekki gert neitt. Arbeloa tekur skrefið til hægri, en til hvers í ósköpunum, það voru allavega 2 Liverpool leikmenn sem coveruðu skotið þeim megin frá. Þess í stað fær Dan Gosling opið færi og leggur boltann í fjær hornið á 118. mínútu, 1-0 lokatölur.

Maður leiksins: Ég veit ekki alveg með það. Torres fann sig aldrei, kantmennirnir voru slakir, Alonso setti held ég persónulegt met í lelegri frammistöðu, Lucas var mjög slakur, Mascherano gerði nákvæmlega ekkert, Arbeloa hefur átt betri leiki en mér fannst Dossena eiga sinn besta leik fyrir Liverpool til þessa og vera einn af ljósu punktunum í kvöld. Ætli Carra, Skrtel og Reina fái ekki titilinn menn leiksins, ég ætla ekki að fara að velja á milli þessara þriggja því þeir spiluðu voðalega svipað fannst mér. Carra og Skrtel voru bestu útispilararnir og Reina varði frábærlega nokkrum sinnum og varla hægt að kenna honum um markið, hann sá boltann mjög seint og reyndi hvað hann gat. Ég ætla ekki að fara að velja á milli þeirra eins og áður segir, enda finnst mér það bara ekki skipta neinu einasta máli, ekki nokkru.

Það sem skiptir máli er að við töpuðum fyrir Everton, sem er hræðilegt. Ef menn ætla eitthvað að fara að böggast út í Rafa Benítez í kommentunum hér á eftir þá finnst mér það út í hött. Hvað í ósköpunum átti hann að gera? Gerrard fer meiddur af velli eftir c.a. korter, við missum mann af velli um miðjan síðari hálfleik og þetta Everton lið er með mjög sterka varnarmenn, ekki hægt að segja það sama um sóknartönnina hjá þeim reyndar.

En ég persónulega ætla að gleyma þessum leik sem fyrst, því fór sem fór og þetta kvöld var ekki okkar kvöld því miður. Ég vona bara svo innilega að Gerrard sé ekki alvarlega meiddur, því það veikir lið okkar fáránlega mikið.

Næsti leikur er á móti Portsmouth á laugardaginn og þá er eins gott að liðið bjóði upp á skemmtilegri og betri leik.

Mynd var fengin af vef BBC.

110 Comments

  1. Þetta var altílagi endi á Leiðilegan leik með stóru L-i. Mér finst ágætt að þurfa ekki að hugsa um þessa dollu.. bara einbeita sér af deildini og meistaradeildini..

  2. Tveir bestu menn kvöldsins Mike Riley og Arnar Björnsson…
    Leikurinn hefði þróast allt öðruvisi ef hann hefði haft kjark til að reka Cahill útaf og svo átti Pineear(who gives about spelling) líka að fjúka.
    Annars fannst mér Carra, Skrtel og Lucas vera okkar bestu menn og Kátur náttúrulega hleypur og hleypur…

  3. Hvað dæmdi hann margar aukaspyrnur á Everton síðustu 60 mín? 1 eða 2 ?

    Alonso og Torres fá falleinkunn.

  4. Dómarinn heitir víst Alan Wiley en það gerir dómgæsluna ekkert skárri. Annars lélegur leikur og ömurleg dómgæsla og við áttum bara ekkert meira skilið en að tapa.

  5. Alonso átti ansi mörg kæruleysisleg moment, það hlaut að koma að því að það kostaði eitthvað.

  6. Guð minn almáttugur….
    Hvað kom fyrir Alonso og hans sendingar? 1 jákvætt við leikinn í kvöld er að Lucas spilar ekki næsta leik!!

  7. Mike Riley ? Alan Wheily, meinaru…. Áttum ekkert skilið úr þessum leik ! Torres var ekkert síðri en Kuyt, frábær skipting…. Hörmung !!!

  8. Ok, 1-0 tap á útivelli gegn liðinu sem er í 6. sæti deildarinnar. Plús það að þetta er stærsti leikur tímabilsins hjá hinu liðinu og að við missum fyrirliðann okkar út eftir korter og erum einum færri í 45 mínútur – og þá eru þetta ekki svo hræðileg úrslit.

    En voru menn samt ekkert að grínast með þessi leiðindiÐ Ég man ekki hvenær ég labbaði seinast út af Liverpool leik. En það gerðist eftir venjulegan leiktíma í kvöld. Ég einfaldlega nennti ekki að horfa á þetta. Lélegur dómari, ömurlegur mótherji og grófur mótherji og slappt Liverpool lið var nóg til að fá mig til að drífa mig einfaldlega heim. Ég sé ekki eftir því.

  9. Lucas = 1 brot í leiknum = 2 gul spjöld !!!!!!!
    Everton leiðinlegasta og LANG GRÓFASTA lið veraldar. Hvað var þeim veitt oft TILTAL í leiknum, fengu endalausa sénsa eftir LJÓT brot án þess að fá spjald.
    En þá er það víst gamla góða klisjan….einbeita sér að PL og CL. Þetta verður vendipunkturinn á tímabilinu, sjáið þið til, hér eftir er aðeins ein leið….upp á við.
    YNWA

  10. Alan Wiley er réttdræpur eftir þennan leik. Þvílíka heimadómgæslu hef ég ekki séð í háa herrans tíð. Pienaar átti að vera fokinn útaf í fyrri hálfleik. Tim Cahill, Tony Hibbert, Phil Neville voru líka allir mjög heppnir að vera ennþá inni. Sá enginn þegar Neville sparkaði Torres niður á miðjunni þegar við vorum að hreinsa ?? Annað gula spjaldið þar og útaf með hann. Þetta er bara útaf því sem gerðist í Chelsea leiknum. Alan Wiley var staðráðinn í að leyfa Liverpool ekki að komast upp með NEITT. Þvílíkur aumingi. Seinna gula spjaldið á Lucas var rétt en það fyrra ekki, alls ekki. Torres slakur, Alonso ekkert spes, Dossena mjög slakur, Riera alveg ömurlega slakur. Kuyt, Benayoun, Carra, Skretel og Arbeloa menn leiksins.

  11. Og af hverju í andskotanum eru menn að æsa sig útí Lucas? Þetta rauða spjald var grín og hann var talsvert skárri en Xabi Alonso. Xabi var svo lélegur í kvöld að það var nánast farsakennt.

  12. Slökum á, anda rólega … þetta er enginn heimsendir. En vinur minn David Moyes er ansi snjall gaur.

    Hvað gerist eiginlega með þessa bakverði okkar á Goodison? Er enn með martraðir frá því þegar Finnan dróst svo svakalega að hafsentinum að hann gleymdi alveg fjærstönginni. Arbeloa hefur ekki fengið minnisblaðið um það skelfingarmark.

    En þetta miðvikudagskvöld var vonandi útúrdúr. Og látið Lucas í friði, þetta var ansi strangt að dæma á þessi brot en ekki mörg önnur.

  13. Að þurfa spila 210+ mín gegn Everton á þessum tímapunkti gæti farið langt með að eyðileggja leiktíðina fyrir Liverpool. Rafa mun spara liðið í næstu 2 leikjum fyrir rimmuna gegn Real Madrid. Gætum misst stig gegn Portsmouth.
    Var of flókið að klára þetta fullkomlega hugmyndasnauða long-ball Everton lið á 90mínútum á Anfield?

    Lucas er bara of veikburða líkamlega fyrir enska boltann. Brýtur hrikalega klaufalega af sér því hann er alltaf skrefinu á eftir í návígjum og vantar alla vöðva og sjálfstraust.

    Ömurleg úrslit, hræðilega andlaus spilamennska og vondar fréttir af Gerrard þó þetta séu léttvæg meiðsli. Hver á að skora fyrir okkur þegar Torres er svona hægur og andlaus?

    Farinn að bíta í koddann og gráta mig í svefn. 🙁 🙁 🙁

  14. Af því klukkan er orðin margt og ég ætla snemma í ræktina í fyrramálið ætla ég ekki að bíða eftir skýrslunni í þetta skiptið.
    Veruleg vonbrigði. David Moyes er enginn kjáni og sennilega vann hann “sálfræðistríð” ef menn vilja það því dómarinn féll í gryfjuna hans, fyrra gula spjald Lucas var ekki einu sinni brot, en því miður náði Brassinn ungi sér í annað á klaufalegan hátt.
    Og verst í því var að með honum fór okkar eini skapandi leikmaður í kvöld. Ég veit ekki hvað í ósköpunum Xabi Alonso var að gera inná vellinum! Eftir að Gerrard meiddist var ljóst að hann varð að kippa í spottana og hann gerði það sko heldur betur ekki! Endaði svo á því að tapa boltanum svakalega kjánalega sem skilaði sér í sigurmarki Everton. Ömurleg frammistaða hjá Xabi fannst mér. Svo aðeins að innkomu Mascherano. Javier er meter hægari í vetur en í fyrra held ég. Hann vinnur 80% færri bolta og er orðinn svo sendingafælinn að hann sendir boltann bara eitthvað þegar hann fær hann í flestum tilvikum.
    Svo ætla ég að fá að segja það að í sigurmarki Everton kristallaðist enn hversu erfitt við eigum með völdun fjærsvæðis í “krosssendingum” á okkur. Alvaro Arbeloa er góður leikmaður, en alls ekki mjög góður leikmaður og varnarleikur hans þarna var sorglegur og tap staðreynd eftir 210 mínútur í bikarslag.
    Ekki hægt að segja að Torres karlinn hafi verið að svipta upp mörgum markahurðum og mér fannst allt annað líf koma í liðið með innákomu Ryan Babel. Ætla bara að fá að segja það að í kvöld var ég feginn að Keane var ekki á bekknum, því mér fannst Ryan líta vel út þær mínútur sem hann fékk og vonandi bara heldur hann svona áfram.
    Sannarlega hrikalega fúlt. Ekki Wembley og enn eitt árið erum við að detta út úr FA cup á fyrstu metrunum!
    Enda á jákvæðum nótum. Skrtel og Carra eru hafsentaparið. Það sýndu þeir í kvöld að mínu mati. Feykilega grimmir og Skrtel fínn að bera upp boltann. Agger á erfitt með að komast upp á milli þeirra. Dossena er að vakna, svei mér þá. Auðvitað þarf hann að bæta sendingarnar en hann er að skilja leikkerfið og sitt hlutverk í því mun betur og varnarlega var hann alveg hreint ágætur.
    Svo veit ég að Dirk Kuyt mun fá einhverja punkta, en frá mér fær hann jákvæða strauma eftir þetta kvöld. Þvílíkur vinnuhestur! Hann var enn að pressa á 116.mínútu þó við værum einum færri og hann var sá sem hélt best boltanum, ótrúlegt en satt.
    Svo er bara að sætta sig við það að þetta minnkar leikjaálagið í deildinni og það er jákvætt. Ég elska FA cup og vill ólmur fá hann sem fyrst, en enska titilinn vill ég fá atlögu að.
    En til þess að svo verði vona ég að Gerrard sé ekki mikið meiddur og Xabi og Javier þurfa í endurhæfingu.
    Þetta þarf að vera klárt fyrir laugardag…

  15. Gerrard ætti að fá núna fína hvíld.. spurning með portsmouth leikinn annars ekki leikur fyrr en 22 feb

  16. Að tapa leik getur aldrei talist annað en hræðileg úrslit. Því fyrir það fæst ekkert. Þetta var erfitt í kvöld, slappur sóknarleikur sama hvort við vorum 10 eða 11 inn á vellinum.

  17. Besta mál að tapa, fór bara allt of mikil orka í þessa leiki. Já Doddi þetta er allt eftir bókini.
    Gerrard maður leiksins (bara fyrir að gefa skít í þetta strax)

  18. Þetta er náttúrela bara hrein hörmung og ekkert annað. Afsakið að ég fari út fyrir þráðinn og er á jaðri þráðráns þá er þetta bara uppsafnaður pirringur því ég hef bara einu sinni haft gaman að leik með mínu liði eftir að þynnkan fór úr mér eftir gamlaárskvöld, enda ekki furða, sjá hér:

    10 Jan, 2009 Stoke City Barclays Premier League A 17:30 Y N Y 0-0
    19 Jan, 2009 Everton Barclays Premier League H 20:00 Y N Y 1-1
    25 Jan, 2009 Everton FA Cup 4th Round H 16:00 Y N Y 1-1
    28 Jan, 2009 Wigan Athletic Barclays Premier League A 19:45 Y N Y 1-1
    01 Feb, 2009 Chelsea Barclays Premier League H 16:00 Y N Y 2-0
    04 Feb, 2009 Everton FA Cup 4th Round Replay A 20:10 Y N Y 0-1

    Sama hvað hver reynir að verja liðið og stjórann þá er þetta hörmung. Ég man ekki eftie einu einasta færi Liverpool á þessum 120 min í kvöld.
    Liðið er bara algjörlega steingelt sóknarlega þó við höfun unnið s.l sunnudag (enda mátti ekki miklu muna þá tímalega séð). Versta var að ég hafði M.Utd. mann hjá mér í mat sem horfði á leikinn með mér og hann þakkar guði fyrir og hlær og hlær fyrir hversu miklu ástfóstri Rafa tekur Kuyt. Hann hló í hvert skipti sem hann kom nálægt boltanum og ég skammaðist mín á meðan. ENNNN eins og oft áður,,,,, vonandi verðum við betri á næsta tímabili.

  19. og nú hafa LFC menn 8 leiki til að finna almenninlega spilamennsku þar til minn fer á völlinn

  20. Miðað við lýsingarnar sem eurosport voru að gefa af leik everton virtust þeir alveg mega fjúka út af fyrir olnbogaskot og fl.

    sá hinsvegar bara ~ síðustu 30 min af seinni halfleiknum og hverju bíst fólki við með manni færri gegn liði sem er með mjög sterka vörn(by the way fer Hibbert óstjórnarlega í taugarnar á einhverjum fleiri hérna en mér?) hinsvegar fannst mer XA afspyrnu slappur það sem ég sá af honum, spurning hvort breiddinn sé að koma niður á lfcnúna?

  21. Nr. #23 (Arnar) , hvað ertu að bulla, burt með Rafa??? Við lékum einum færri í klst. og misstum fyrirliðann okkar eftir 16 mínútna leik. Þetta er drullu erfitt lið að spila við. Ég er miklu sáttari við þetta tap heldur en þau jafntefli sem við höfum verið að gera við lið á borð við Stoke og Wigan.

    Nú þurfum við ekki að hugsa um þessa dollu lengur, einblínum á CL og þá sem skiptir okkur öllu, deildina!!!

  22. Einar Örn: “Og af hverju í andskotanum eru menn að æsa sig útí Lucas? Þetta rauða spjald var grín ”
    Af því að seinna spjaldið var fullkomlega réttlætanlegt og það sáu það allir á vellinum. Alltof seinn og hreinlega heimskulegt brot. Atvinnumaður ÆTTI ekki að vera svona vitlaus.
    Var Alonso svo lélegur? Ég sá leik þar sem allt líf í sóknarleik Liverpool fór í gegnum Alonso eða Benayoun, Lucas gat ekkert frekar en venjulega.

  23. Góða nótt kæru vinir og hættið að tala um að reka stjórann, það gerir YKKUR ekkert betri menn að reka hann, einbeitið ykkur að staðreindum um liðið… bara svo að þið getið sofið rótt. Sjáumst 😀

    Avanti Liverpool – RAFA – http://www. kop.is

  24. Albert Riera voru semsagt stærstu kaupin okkar seinasta sumar?
    Það verða lítil framför ef við kaupum ekki alvöru leikmenn. ohhhh

  25. Bara örstutt, skil ekki hvernig menn hér inni geta verið ánægðir með að tapa og það fyrir Everton. Kannski eru þeir bara ekki betur innréttaðir en það

  26. Vááá, ég skammast mín nánast að lesa þessi komment hérna. Eru menn virkilega að kenna dómaranum og hversu leiðinlegt lið Everton er um??
    Sjá menn ekki að þetta er vegna gjörsamlega hugmyndasnauðs sóknarleiks hversu Liverpool liðið hefur verið dapurt síðustu 5 vikurnar??
    Ég veit að það er huggun að kenna öðrum um en vandamálið er á Anfield en ekki hjá dómurum eða mótherjum. Af hverju eru þessir sömu leiðinlegu mótherjar (t.d. Stoke, Hull og Everton) ekki jafn leiðinleg á móti M.Utd. Það er bara vegna þess að á þeim bænum kunna menn að taka á svona liðum. Hættið svo þessu væli um dómara og leiðinlega mótherja, það er vonlaus og barnaleg afsökun.

  27. Eftir þessar þrjár viðureignir gegn Everton ætla ég einfaldlega að viðurkenna það að Everton átti skilið að fara áfram.

    Við erum í lægð og það eru fáir að spila vel í þessu liði sem nú samt náði að vinna Chelsea 2-0 um síðustu helgi (hvað segir það um Chelsea?)

    Everton er með feiknarsterkt lið sem spilaði af skynsemi og Moyes er líklega einn mest spennandi stjórinn í deildinni.

    Ég lifi þetta tap fullkomlega af svo já SVO framarlega sem við vinnum næstu leiki í deildi og meistaradeild.

    Over&out

  28. Eftir að Evertonmönnum var ljóst hvernig dómarinn tæki á málum var leikurinn þeim í hag. Þeir voru grófi í öllum sínum leik og það er akkúrat það sem Liverpool hefur átt í vandræðum með í vetur. Líkamlega sterk lið sem leika ,,fast” með samþykki dómara. Betri liðin; sigur á Utd, Chelsea (x2) og jafntefli við Arsenal. Þessi lið leika öðruvisi og það ráðum við við. Í þennan leik hefði þurft Souness og Ruddock, þá hefði þetta ekki verið neitt mál:-) Everton er í enska boltanum ca. 1994 og gaman væri nú að sjá framfarir á fótboltasviðinu á þeim bæ, ekki bara líkamsburði

    Brottvísunin var fáránleg og merkilegt hvað brjóta mátti á Lucas án spjalda en honum strax refsað!

    En að sjálfsögðu styðja allir Liverpool áfram. Er það ekki annars?:-)

  29. DaðiS: Já, Alonso var svo lélegur. Þú segir að allt líf í sóknarleik Liverpool hafi farið í gegnum hann, sama mætti segja um sóknarleik Everton. Algjörlega sofandi fyrir því hvað var að gerast nálægt sér þegar hann fékk boltann í fæturnar og átti margar bestu sóknarsendingar Everton.

  30. 20 “Lucas er bara of veikburða líkamlega fyrir enska boltann. Brýtur hrikalega klaufalega af sér því hann er alltaf skrefinu á eftir í návígjum og vantar alla vöðva og sjálfstraust.”

    Akkúrat það sem ég ætlaði að segja…

  31. Já þetta er ótrúlegt. Ég sá leikinn með öðru auganu svo ég er kanski ekki sá besti til að dæma þetta en það litla sem ég sá var hræðilegt.
    Ég vill koma inn á einn punkt sem ég hef sagt áður hér og nokkrir hafa nefnt, en það er varðandi Lucas. Einar varði hann með því að segja að Alonso hefði verið mun verri, en við vitum öll hva Alonso getur og þegar Alonso á dapran leik réttlætir það ekki hversu slappur Lucas er. Fyrir mér hefur Lucas bara ekki enn náð að sýna sitt rétta andlit og það finnst mér miður. En drengurinn er allt of klaufskur í brotum sínum á vellinum, brotin hans eru klaufsk, mörg og oft á fáranlegum andartökum þegar lítil hætta er á. Það er munur á hvernig hann brýtur á sér og stöðvar sóknir eða hvernig Hamann gerði þetta svo lysta vel á sínum tíma.
    Og rétt áður en Lucas svo fékk spjaldið hugsaði ég að hann yrði að fara útaf því hann var kominn með spjald og Mascherano var til taks á bekknum. Ég vona svo innilega að drengurinn fari að sýna sitt rétta andlit, og ég tek ekki Newcastle leikinn með þar sem hann var ágætur, þar sem ég hefði leyst hans hlutverk ágætla því svo slappir eru/voru Newcastle.

    “Lucas ég er ekki pabbinn þinn”

  32. 42: Lucas var augljóslega á undan í návígum gegn Pienaar, munurinn var bara sá að Pienaar fékk að vera inn á þrátt fyrir tvö brot sem réttlættu gult.

  33. Vá á hvaða leik varst þú að horfa “Á.G.A” (38) ? Þú ert sem sagt að gefa það í skyn að leikmenn mega fara í sólatæklingar og brjóta illa á andstæðingnum því það er hluti af leiknum ?? Dómarinn var klárlega 12 og 13 maður Everton í kvöld. Ég er ekki að kenna honum um tapið en það er í höndum dómara að vernda leikmenn þegar að svona bull tæklingar eru fljúgandi út um allan völl. Ég er bara svekktur yfir því hvað hann er lélegur dómari ekkert annað. Liverpool hefur spilað betur en að sjálfsögðu átti dómarinn sinn hlut í þessu. Þetta eru atvinnumenn sem eru að reyna spila fótbolta en ekki fastir í “1994” eins og var sagt hér fyrir ofan. Þú hefðir verið með öðruvísi ummæli ef t.d. Torres hefði meiðst eftir svona tæklingu. Koma svo.

  34. Þrennt sem situr í mér eftir þennan leik:

    1. Dossena átti afbragðs fyrrihálfleik en var þó ekki eins áberandi eftir það.

    2. Sóknarleikur, HALLÓ VÉLA BENITEZ!!!

    3. Einar Örn er ekki meiri Liverpool maður en það að hann labbaði út af þessum leik!

    Mér er skítsama um atriði þrjú en ég var sáttur við það fyrsta en enn og aftur(og búið að vera meira og minna í allan vetur) brjálaður yfir atriði tvö. Skrtel, Carra, Dossena(í fyrri) og svo Babel eftir að hann kom inná eru þeir einu sem geta haft smá virðingu eftir þennan leik. Lucas átti aldrei að fá fyrra gula spjaldið en fyrst hann fékk það þá var hann svo mikill kjáni í því seinna. Að því sögðu þá dettur mér ekki í hug að kenna dómaranum á nokkurn hátt um þetta tap, Véla Benitez gerði bara í buxurnar sóknarlega enn og aftur. Vil samt leiðrétta Magga í einu. Mascherano gerði engin mistök í þessum leik því hann sást ekki allan þann tíma sem hann var inná. Hvernig getur hann þá gert einhver mistök(ætla vona að þú náir kaldhæðninni í þessu 🙂 )

  35. Til hvers vorum við að tapa fyrir Everton….?
    Hver er ástæðan á bakvið það?

  36. menn eru ekki endilega pirraðir út í Lucas af því að hann fékk rautt í kvöld heldur einfaldlega að maðurinn er gjörsneyddur hæfileikum…

    en er annars orðlaus yfir getuleysi minna manna….

    og er einhver hér sem getur svarað því af hverju í ósköpunum Torres leggst alltaf grenjandi í grasið… vá hvað þetta var umkunnarver á að horfa í kvöld.?

  37. Ég ætla að leyfa mér að vera hraustlega ósammála mönnum sem rakka Lucas niður en mæra svo Javier Mascherano.
    Það finnst mér hróplega rangt! Mér finnst það fullkomlega óskiljanlegt eftir síðustu leiki Javier, ja bara í allan vetur, og frammistöður Lucas að undanförnu.
    Svo aðeins varðandi Xabi. Eftir meiðsli hans nú nýverið hefur hann átt dapra leiki. Marga. Í kvöld hlustaði ég á enskan þul sem átti ekki orð yfir hræðilegri frammistöðu hans og í uppgjörinu voru menn farnir að ræða um það að líkamsburðir Xabi (þyngd) hefðu valdið honum vanda í gegnum tíðina og virtist vera að koma í bakið á honum enn einu sinni.
    En af því hann hefur átt góða leiki skulum við ekki gagnrýna hann. Heldur Lucas. Veit ekki með þau rök alveg.
    En ég hef miklar áhyggjur af Xabi og Masch. Lucas er ungur enn og ég held að hann sé á góðri leið. Hinir tveir eru ásarnir okkar og verða að spila sem slíkir.
    Javier Mascherano er að líkjast manninum sem West Ham gat ekki notað núna síðustu mánuðina og það viðurkennir hann sjálfur og eru skelfilegar fréttir.
    En samt á ekki að gagnrýna hann?????
    Ha????

  38. Benni.
    Náði þessu og er hjartanlega sammála. Of seinn í allt og aldrei nálægt neinu.
    Við erum góðir, þ.e. ég og þú!!! 😀

  39. Mér fannst við spila ágætlega miðað við að vera einum færri og án Gerrard. Lucas var sýndist mér orðin þreyttur í seinni hálfleik og spurning um að rafa hefði ekki átt að taka hann útaf áður en hann fékk rauða. Fyrra rauða var samt engan veginn réttur dómur og dómarinn átti fannst mér frekar lélegann leik.

  40. Svar til Maðurinn að austan (45). Málið er bar að þetta í kvöld er engin tilviljun. Ertu búinn að skoða recordið hjá liðinu undanfarið?? og hvenær átti Liverpool liðið möguleika á að skora í kvöld?? að mínu mati aldrei. Með svona frammistöðu í fimm af hverjum 6 leikjum þá er það ekki dómara eða mótherja að kenna. Svona einfaldur er ég ekki.

  41. Karl (#48) ég hafði einmitt orð á því við félaga minn hvað Torres virðist aaaaaalltaf vera í grasinu. Í öllum návígum þá er hann farinn niður, ég held að gæjinn sé með eitthvað jafnvægis vandamál :0)

  42. Ég veit “Á.G.Á” en enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Jagielka var hrikalega góður í þessum leik. Það hafa væntanlega allir heyrt þegar að Arnar Björns var að hæla honum hvað eftir annað. Torres var ekki nógu beittur í kvöld og það nýtti vörnin hjá Everton sér. Það munar greinilega svakalega um Gerrard og það er áhyggjuefni.

  43. Manni hefði svo sem verið nokk sama um þessa keppni….. BARA EF þetta hefði ekki verið fokking Everton. Tapa fyrir Everton í bikarleik er bara síðasta sort. Þvílík píning. Það hefði verið þolanlegra að tapa fyrir Torquay United … Bara ekki Everton. Hörmungans.

  44. Maggi.
    Vissulega er hægt að gagnrýna Alonso fyrir leikinn í dag. En Lucas á ekki betri leik af því að Alonso var lélegur. Þetta eru bara taktarnir sem einkenna hans leik. Og það þykir mér miður.
    En varðandi Mascherano þá hefur hann líka verið slappur, en hann er líka ungur svo að ég örvænti ekki.

  45. já.. ég tók vel eftir því að Fernando, félagi okkar allra, hann nýtur þess að spila svona leiki! í hvert skipti sem hann vildi fá aukaspyrnu og fékk ekkert, brosti hann útaf eyrum! “ég meiddi mig :D” hugsaði hann. en samt ekki góður leikur hjá honum (eða nokkrum öðrum í liðinu..)

  46. En Bjartmar, Mascherano er þremur árum eldri en Lucas?
    En við skulum bara vera sammála í að verða ósammála held ég. Er ekki sammála því að Lucas hafi leikið illa utan þess að hann braut klaufalega af sér. En það er víst eins og alltaf persónulegt mat….

  47. Ummælin koma hratt hér inn og ég hef aðeins rennt yfir þau öll 54 þegar hér er komið við sögu. Mér er alveg sama hvort menn séu ósammála um Lucas eða Alonso eða Mascherano … öllum er frjálst að hafa skoðanir. Og þessi vefur er rómaður fyrir mismunandi skoðanir. Hugsið ykkur hvað kop.is yrði fljótt leiðinlegur ef allir yrðu sammála síðasta ræðumanni…. 🙂 ég er það stundum, en ég læt skoðun mína í ljós.

    2009 er með einn ljósan punkt: sigur á Chelsea. En það yljar manni ekkert svakalega mikið þegar klúðrið er svo mikið annars staðar. Þó svo að Everton sé gott lið, þá eigum við að vera betra lið. Það er ekkert svakalega flókið finnst mér. Moyes er góður þjálfari, en er hann jafngóður og Rafa?

    Rafa viðurkennir áhættuna við það að hafa selt Robbie Keane og það verður að viðurkennast að sóknarleikurinn hefur lítið breyst við brottför hans … 🙂 En þetta lið er að leika LANGT UNDIR GETU!!!! Liverpool árið 2009 finnst mér bara vera afar slappt!

    Ég hef nokkrum sinnum sagt eftir síðasta slappa leik (t.d. Stoke), að nú verði menn að sparka í rassinn og hífa sig upp. Nota sjokkið til að hrista sig saman og rúlla af grimmd yfir mótherjana. Fá killer instinct!!!!! En það er ekki að finna það í Liverpool þessa dagana. Þar spilar þjálfarateymið stórt hlutverk finnst mér. Af hverju koma ekki hættuleg færi hjá Liverpool? Er leikur liðsins fram á við svo steingeldur að andstæðingar eru farnir að kortleggja leikina fyrirfram bara mjög vel?

    Hvað er að?

    Ég er viss um það að ef Rafa vissi það og hefði lausn … þá myndi hann auðvitað vinna í henni! En liðið kemur frá stórkostlegum sigri á Chelsea og hrynur í sama hæga ömurlega farið!!!

    Nú verða menn bara að taka sig saman í andlitinu … og spyrja sjálfa sig: er ég stoltur af því að vera að spila fyrir Liverpool, hef ég trú á því að ég geti unnið titla með liðinu og vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að svo geti orðið?

    You can accomplish anything, if you put your mind into it … kannski er það hugarfarið?

    Alla vega … ég er ekki að heimta neinn út úr liðinu, ekki vil ég REKA RAFA núna … ég vil bara sjá breytingar og sjá menn axla ábyrgð: þjálfara sem og leikmenn. Fall er fararheill vonandi og feita konan syngur vonandi We are the champions fyrir okkur tvisvar í maí 🙂

    Áfram Liverpool!

  48. Maggi (#49) jújú auðvitað á maður kannski ekki að rakka einn niður og mæra annan, en reyndar get ég alveg gagnrýnt Mascherano. Persónulega hefur mér ekki fundist hann vera svipur hjá sjón á þessu tímabili og fannst hann fínn í fyrra, þó hann ætti það til að vera pínu glórulaus, en með því þá öðlaðist hann mögulega virðingu andstæðinga sem að gefur alltaf örlítið forskot…

    er búinn að sjá þá nokkra leikina í vetur og það sem að ég hef séð er ekki svo gott en svo fannst mér ég sjá svolítið af gamla Masch í leiknum á móti CFC en viti menn Beítes setur hann á bekkinn í næsta leik á eftir og í staðinn fáum við.. en ekki hvern, Lucas! jibbícóla…

  49. Slakur leikur og ég hef ekki séð Torres svo lélegan ever.

    Annars þá verða menn líka að átta sig á því að Everton hefur ekki verið með heilan sóknarmann í á þriðja mánuð, þannig að það er ekki furða að þeir séu svolítið styrðir í sókninni.

    Annars þá vil ég bara að Liverpool einbeiti sér bara að deildinni og Evrópu 🙂 og við gleymum þessum leik bara sem fyrst

  50. Já hann er 3 árum eldri en ekki gamall samt. En það sem ég er að tala um er að Lucas er mjög oft að brjóta svona klaugalega af sér. Þess á milli á henn fína spretti, en þetta er bara stór galli á hans leik.

  51. Váááá hvað Alan Wiley er léééééélegur dómari!!!! Við fengum þetta rauða spjald sem Frank Lampard fékk um helgina heldur betur í bakið. Ok, okkar menn voru ekkert að spila sérstaklega vel en hefðu klárlega unnið þennan leik ef hann hefði ekki hent Lucas útaf. Pieenar og Cahill áttu að fjúka útaf fyrir mjög gróf brot og Lucas átti þetta aldrei skilið.

    Í stuttu máli: Dómarinn henti Liverpool útúr þessari keppni. Helvítis fokking fokk!!

  52. Mér þótti Lucas einmitt spila vel fram að þessu … Notaði boltan vel og var lítið í því að gefa þessar “neikvæðu varnarsendingar” sem ykkur er svo illa við.
    Það er lítið mál að pakka sóknarmönnum saman ef þú mátt sparka þá niður að vild.

  53. Það sem mér finnst leiðinlegast við þetta er að Benitez sér ekki að það þarf 2 framherja í enska boltann. 4-2-3-1 virkar etv gegn toppliðunum en þetta kerfi er alveg steingelt gegn liðum sem liggja til baka…

  54. Reynir. #44#
    Hversu ósanngjarnt sem fyrra spjaldið var (Pienaar) breytir það því ekki að Lucas vissi að hann væri með gult spjald á bakinu, samt fer hann hikandi og hræddur aftan í Lescott. Hann á að vita betur en að fara í svona klaufskar tæklingar verandi nýlega uppúr þurru búinn af gefa víti gegn sama liði í deildinni á Anfield.
    Face it, Lucas er ekki nógu sterkur persónuleiki fyrir enska boltann.

    Maggi #49#
    Hver í þessum þræði var að hrósa Mascherano. Hann kom inná og sást ekki í mynd allan tímann, lokaði bara svæðum. Ekkert um það að segja.

    Það sem gerir mann óttasleginn er fullkomlega geldur sóknarleikur Liverpool og sú staðreynd að við áttum vart skot á mark í 120mín í kvöld. VIÐ BARA NÁUM EKKI EINU SINNI AÐ SKAPA OKKUR FÆRI.
    Það og að Moyes sagði í fjölmiðlum að hann teldi sig vita hvernig ætti að stöðva Liverpool og gerði það fullkomlega. Núna munu líklega öll miðlungslið á Englandi herma eftir Everton og við fá kannski 1-2 færi í flestum leikjum út tímabilið.

    Að lokum hef ég alltaf verið á því að það eigi að selja Xabi Alonso. Hann hefur bara ekki skrokk og hraða fyrir ensku deildina, of mikið af þversendingum og getur ekki tekið menn á. Hann er alltof kærulaus stöðugt missandi boltann á hættulegum stöðum ef hann fær ekki sínar 3 snertingar. Flestar hættulegustu sóknir og mark Everton komu eftir hans mistök. Það er góð ástæða fyrir því að hann fékk nánast ekkert að spila á EM í fyrra og Rafa ætlaði að selja hann þá. Án Gerrard vantaði okkur sóknarleiðtoga á miðjuna og Alonso er og verður aldrei sá leikmaður. Punktur.

    Dossena smá að koma til en Arbeloa verður aldrei betri en þetta. Carragher og Skrtel mjög gott miðvarðapar. Torres var hræðilegur í þessum leik og virtist hreinlega ekki hafa nokkurn metnað í svona derby-slag (ef hann er sparkaður niður missir hann oft bara áhugann). Riera mjög slakur en Kuyt skárri hinum megin. Benayoun reyndi allavega.

    VIÐ VERÐUM ALDREI ENGLANDSMEISTARAR NEMA VIÐ FÖRUM Á ÚTIVELLI EINS OG GOODISON PARK OG ÞORUM AÐ SÆKJA GEGN GRÓFUM LIÐUM…

  55. …nema vissulega ef maður er með heimsklassa kantmenn sbr. Ronaldo, Messi o.fl.

    Sé samt ekki ManU spila þetta kerfi gegn minni liðunum.

  56. Mikið væri gaman að sjá liðið spila einhverntíma smá sóknarleik. ÞETTA ER BARA ÖMURLEGUR BOLTI HJÁ OKKUR.

  57. Mér sýnist allt vera stefna í það sem ég sagði í byrjun árs.
    Mér fannst þá komið bakslag í spilamennsku liðsins og ég óskaði þess að Benitez fengi ekki nýjan samning fyrr en árangur þessa tímabils yrði metinn.
    Tók ég sem dæmi að liðið myndi detta út gegn Everton, enda í baráttu um 4 sæti og detta út gegn Madrid, væri komin upp allt önnur staða en um áramót og staðreyndin að liðið myndi enda í sömu sporum og venjulega.

    Fyrir utan einn leik gegn Chelsea þar sem heilladísirnar voru með okkur eftir að Lampard var rekinn útaf er liðið búið að vera með skítinn í buxunum. Vandamálið……hið eilífa hugmyndaleysi í sóknarleik liðsins undir stjórn Benitez.

    Liðið fékk eitt ágætt færi í 120 mín gegn Everton. Ekki eitt einasta færi fyrstu 60 mín.
    Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að Lucas fékk gulaspjaldið var að hann yrði að fara fljótlega útaf. Moyes tók Fellini útaf þar sem hann var á gulu spjaldi og búinn að hafa sér óskynsamlega. Benitez hafði ekki þetta sense gagnvart Lucas, sem er að mínu mati einstaklega óskynsamur leikmaður, þrátt fyrir að hafa átt mun betri leik en Alonso. Niðurstaðan tap gegn nágrönnum Everton.

    Dómarinn var slakur en ég kenni því ekki um. Liverpool voru hörmulegir og það á við um alla inná vellinum að Reina undanskildum.
    Alls ekki sammála sumum hérna að það sé gott að vera dottið útúr keppninni. Þetta er FA Cup, stór titill og að tapa gegn Everton er jafnsárt og að tapa gegn Man Utd og ég er ekki í vafa að þessi leikur á eftir að sitja í mönnum á laugardaginn kemur.

  58. 66

    Um hvað ertu að tala? Hlutverk Xabi Alonso er klárlega ekki að taka menn á, þversendingar hans eru oftast nær mjög góðar og í heimsklassa og hann hefur ekkert ómerkilegri skrokk en flestir í Liverpool liðinu.

    Hlutverk Xabi er að stjórna leik liðsins, dreifa spili, koma með sínar snilldar sendingar. Ef Xabi er ekki inná þá er þetta lið ráðalaust. Ég skal viðurkenna það að hann hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu 3-4 leikjum, en fram af því hefur hann verið einn af bestu leikmönnum liðsins í vetur. Man sérstaklega eftir því þegar hann var meiddur og spilaði ekki fyrir stuttu síðan, þá var leikur liðsins hræðilegur, enginn heili, enginn ákveðinn sem menn leituðu uppi með boltann.

    Mér finnst fáránlegt að vera að gagnrýna Xabi jafn harkalega og ég sé hér að ofan í sumum ummælum, menn mega greinilega ekki eiga örfáa downleiki (eftir meiðls!!!!!!) þá eru þeir hörmulegir og einfaldlega hraunað yfir þá, get a grip.

    Gagnrýni á Mascherano er hins vegar miklu réttmætari þar sem að hann hefur varla á einn góðan heilan leik í vetur.
    og getur einhver sagt mér hvað torres gerði í þessum leik? ég tók ekki eftir miklu…

  59. Staðreyndir

    *LFC átti ekki skilið að vinna þennan leik
    *óásættanlegt að vinna ekki a.m.k. 1 af þessum 3 leikjum á móti Everton
    *óásættanleg frammistaða Lucas-ar í síðustu leikjum (gefa víti og fá rautt í þessum leik)
    *Benitez átti að vera búinn að taka Lucas útaf (af því hann var á gulu og er algjör klaufi)
    *það vantar allt drápseðli í liðið þessa daganna samanber öll þessi jafntefli sem við erum búnir að gera að undanförnu
    *Benitez hefði betur sleppt því að vera “trassa” Ferguson
    *Mascherano hefur lítið getað síðan Maradona sagði að hann væri eini maðurinn sem ætti fast sæti í argentíska-landsliðinu
    *okkur vantar sterkan skallamann í liðið – við getum nánast sleppt því að fara inní box í hornspyrnum og aukaspyrnum utan af kanti (Sammi er eini maðurinn sem kann að skalla í átt að marki andstæðinganna)
    *Dossena er þriðji besti vinstri bakvörðurinn sem við eigum en jafnframt sá dýrasti
    *ég er orðinn hundleiður á ástar-þrí-skiptingunum hjá Benitez þ.e.a.s. Babbel-Riera-Benayoun
    *Það var fáranlegt hjá Benitez að hafa Keane á bekknum eftir að hann hafði skorað í tveimur leikjum í röð um daginn
    *við erum búnir með slæma kaflann okkar
    *við vinnum Ensku Úrvalsdeildina 2008/2009
    Áfram Liverpool

  60. 67 einare: “Moyes tók Fellini útaf þar sem hann var á gulu spjaldi og búinn að hafa sér óskynsamlega. Benitez hafði ekki þetta sense gagnvart Lucas”

    þetta er einfaldlega rangt. hér að neðan eru gulu spjöldin hjá everton í leiknum. fellaini var ekki á gulu spjaldi þegar að moyes tók hann útaf þannig að benítez gat varla haft þetta “sense” eins og moyes.

    Tim Cahill (19)
    Steven Pienaar (43)
    Phil Neville (48)
    Mikel Arteta (71)
    Tony Hibbert (113)

    • sorry mín mistök hélt að Fellaini hefði fengið spjald í fyrri hálfleiknum, það má þó segja að sensið hjá honum hafi falist í að setja Meyde og Gosling inná sem lagði upp og skoraði markið.
  61. Mascherano hefði átt að vera kominn inn fyrir Lucas áður en hann fékk annað gula spjaldið. Sá brasilíski getur bara ekkert og á ekki heima í hinu frábæra liði Liverpool

  62. Ég held að ég hafi verið að horfa á leiðinlegasta leik sem ég hef séð á ævi minni í kvöld og ef að valið stæði á milli þess að skræla tonn af kartöflum eða horfa á þennan leik aftur þá mundi ég velja kartöflurnar með ánægju!

    Alonso var svo skelfilegur í kvöld greyið maðurinn, hann átti nokkrar aukaspyrnur utan af velli sem fóru allar með tölu yfir “pakkan” í teignum og afturfyrir endamörk, hornspyrnurnar hans voru alls ekki góðar og það er ótrúlegt að þetta eigi að vera einn af okkar BESTU spyrnumönnum.
    Ef það er tilfellið þá er ég ekki til í að sjá okkar VERSTU spyrnumenn spreyta sig. Þegar kom svo að því að verjast þá var Alonso ekki sá besti og hann lúðraði tuðrunni oftast bara langt fram á völl þegar að hann vann boltan í vörninni og var settur undir smá pressu þar sem Torres átti að reyna vinna skallaeinvígi á móti Lescott og hinum gaurnum (sem by the way var hrikalega öflugur fyrir Everton í kvöld og hreinlega pakkaði okkar heimsklassa sóknarmanni saman í kvöld, Torres átti einfaldlega ekki séns í kvöld!) í staðin fyrir að reyna “drepa” boltan og koma honum í spil og ef þetta er framhaldið hjá Alonso þá erum við Liverpool menn í vondum málum. (Hann átti jú að vísu eina snilldar sendingu á Rieira.)

    Því það sannaðist endanlega í kvöld að ef að Gerrard er ekki með á miðjunni/holunni þá er liðið gjörsamlega glatað sóknarlega. Hann er svo mikill lykilmaður í þessu liði að það er HÆTTULEGT, við erum svo langt frá því að vera með einhverja heimsklassa miðju að það er sorglegt.

    Ég tel að öll gagnrýni í Benítez séu útí hött, hann þurfti strax á 16mín að breyta leikskipulagi sínu eftir að missa Gerrard útaf og það er ekki hægt að ná sama flæði í leikinn með Benayoun inná í staðinn fyrir Gerrard.
    Það veikir liðið bæði sóknarlega og varnarlega að missa Gerrard útaf. Tala nú ekki um í svona massívum leik. Að spila svo manni færri síðustu 20mín tæplega á móti svona varnarsinnuðu liði (leiðinlegu liði) er ekki það auðveldasta sem þú getur gert.

    Það jákvæða var hinsvegar að Skrtel er að finna sitt gamla góða form.

    Ég er ekkert alltof bjartsýnn á framhaldið.

  63. Ég átti vægast sagt ekki skemmtilega kvöldstund fyrir framan sjónvarpið.
    Hins vegar verður þessi leikur algjörlega grafinn og gleymdur í mínum huga ef næsti deildarleikur vinnst.

  64. Afhverju eru menn að trasha Lucas og Javier M. þegar að Carragher átti alveg jafn lélegan leik og þeir? Furðulegt að alltaf þegar liðið á lélegan leik þá velja menn alltaf Carragher sem besta mann liðsins. Í svona leikjum þá sést hversu tilgangslaust það er að hafa hann í liðinu, fyrst að liðið vill byggja upp sóknir frá aftasta manni afhverju ekki að hafa Agger í liðinu heldur en Carra, djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum dúndrum hans upp völlinn. Barátta hans er góð það vantar ekki, en það er bara ekki nóg. Lætur kannski ekki neinn fífla sig úr skónum, en er heldur aldrei frábær.
    – Lélegur að koma boltanum í leik, töltir oft með hann, stoppar, hoppar í kringum tuðrunu, veit ekkert hvað hann á að gera við boltann og svo sendir hann bolltann til baka á Reina sem dúndrar fram og við töpum boltanum.
    – Les oft háa bolti vitlaust, gerist nánast í hverjum leik að það kemur hár bolti fram völlinn og Carra “misreiknar” boltann og boltinn fer yfir hann. og oft sFinnst skrýtið að það nefnir þetta aldrei neinn hérna á þessu spjalli.
    – Ég er ekkert að verja Lucas, hann fór alveg ótrúlega í taugarna á mér í kvöld, ég er bara benda á að Carra virðist alltaf fá hrós frá öllum eftir svona leiki þar sem allir leikmennirnir eru að kúka uppá bak.
    – Menn gera og oft grín af Gary Neville, Wes Brown og fleirri pappakössum, en sjá svo ekki hversu virrkilega hæfileikalaus Carra sé í raun og veru., segja bara: já, hann er sko alveg rauður í gegn,berst fram í rauðann dauðann fyrir liðið, er þetta það eina sem maður þarf að hafa til að eiga fast sæti í liðinu?

    Er virkilega pirraður yfir spilamennskunni í seinustu leikjum LFC, en er meira pirraður á þessarri Carra dýrkun.

  65. Fín leikskýrsla Olli !!!
    Þú færð heldur betur skemmtilega leiki upp á síðkastið, þegar þú ert með skýrslu 🙂

  66. Hvað er að mönnum? Dossena átti ekki góðan leik, kom varla góðum bolta fyrir og er hægari en Robbie Savage. Og finnst engum pirrandi hvað við erum búnir að henda frá okkur mörgum hornspyrnum með því ap taka þær stutt, af hverju er ekki hægt að drulla boltanum inní boxið strax. En ég segi eins og alltaf í byrjun febrúar, það gerist á næsta tímabili.

  67. Mér finnst komentið um Xabi #64 óttalega bjánalegt hann er búinn að vera okkar besti maður í vetur. Það er aldrei gaman að tapa, en lets face the facts. Við höfum engan veginn nægilega breidd til að vera í öllum þrem keppnunum. Og einu mistök Rafa voru að mínu mati það að nota ekki varaliðið á móti Everton og tapa bara strax ( Eða kanski vinna þar sem enginn pressa hefði verið á þeim)
    Berið saman mannskapinn hjá okkur og United og Chelsea. Við höfum mannskap í eina keppni og varla það miðað við þá.
    Nei, nú á að leggja allt undir fyrir Premier league.

    Og til ykkar sem gagnrýnið Benitez sem mest, hvar voruð þið frá 91 til 2004′?
    LFC var hörmung öll þessi ár (að einu ári undanskyldu, þegar við fengum litlu þrennuna)

    VIVA LA RAFALUTION

  68. Nýjar fréttir.

    Liverpool hefur selt Fernando Torres!

    Hann er nú eign Phil Jagielka!

  69. Sælir félagar. Ég ætla að taka upp handskann fyrir Lucas. Auðvitað var þetta fáranlegt brot, en hann var búinn að hlaupa eins og Duracell kanína allan leikinn, með hálf slappann Alonso sér við hlið og mér fannst Benitez alltof seinn í skiptingum. Auðvitað ruglaðist allt skipulagið hans en drengstaulinn gat varla staðið í fæturnar þegar hann framdi þetta brot.

    Það sem mér finnst verst er að við virðumst vera komnir með allmikið af mönnum sem ekki standast 90 mínútna leik. Yossi, Dossena, Lucas eru allt dæmi um leikmenn sem ekki geta staðið í fæturnar í 90 mínútur.

    Mér er alveg nákvæmlega sama yfir því að Liverpool er dottið úr FA Cup. Hefðum mátt detta út fyrir öðru liði. Ég var samt gríðarlega stoltur af því að sjá ekki rauða skyrtu sleföskra framan í dómarann þegar leikmaður liðsins fékk rautt.

  70. Þrennt sem situr í mér eftir þennan leik:

    Einar Örn er ekki meiri Liverpool maður en það að hann labbaði út af þessum leik!

    Benni Jón, þú ert einfaldlega sorglegur. Það að það sem helst sitji í þér eftir Liverpool leik sé hvernig maður, sem þú þekkir EKKI NEITT og býr í öðru landi, hagar sér – er einfaldlega sorglegt.

    Eftir 90 mínútur hefði ég verið tilbúinn að veðja sirka milljón á að Everton var að fara að vinna þennan leik. Í stað þess að koma heim löngu eftir miðnætti brjálaður, þá ákvað ég einfaldlega að gera kærustunni minni þann greiða að koma ekki viðbjóðslega fúll heim eftir enn ein Liverpool vonbrigðin á þessu ári, sem hefði klárlega gerst ef ég hefði þraukað áfram á bar fullum af Everton stuðningsmönnum.

    Sumir hlutir eru jú mikilvægari en Liverpool – ótrúlegt en satt.

  71. Varðandi umræðuna um Xabi þá hefur hann spilað vel í vetur þó hann hafi misst flugið upp á síðkastið. Hann á alltaf erfitt í leikjum gegn líkamlega sterkum liðum sem spila ,,fast”. Sama gildir um Lucas. Af þessari ástæðu var Garreth Barry svo mikilvægur í plönum Rafa, enskur leikmaður með mikinn líkamlegan styrk og þokkalegan hraða en stjórn félagsins því miður hafði aðra skoðun og Keane keyptur. Þar að auki skorar Barry reglulega sem gerist ekki hjá Alonso, Lucas og Mascherano! Það er nauðsynlegt að Benitez fái sama vægi hjá Liverpool og Ferguson, Wenger og Scolari (Mourinho) hjá sínum liðum!

  72. Sælir félagar
    Nenni ekki að tjá mig um þennan leik. Allir semm sáu leikinn skilja hvers vegna. Og alltaf skil ég betur og betur hvers vegna Carra er minn uppáhalds leikmaður. Og alltaf skil ég betur og betur hvað ég skil lítið í ánægju manna með Lucas Leiva og RB.
    Það er nú þannig

    YNWA

  73. Tek undir með mörgum hér að menn ættu að anda í gegnum nefið áður en sum komment eru skrifuð. En varðandi leikinn þá fannst mér Everton komast upp með að spila full fast. Ótrúlegt að vita til þess að Cahill skildi ekki fá rautt fyrir að gefa Carra olnboga í andlitið. Dómarinn sér brotið og dæmir á það, samkvæmt reglunum beint rautt. Svo sleppur Fellini við gult spjald þegar hann sparka aftan í Skrtel út við endalínu, eingöngu til að meiða leikmanninn. Síðan í framlenginu kemur Lescott með aftaní tæklingu á Babel út við hliðarlínu og fær tiltal, hvað var það? Það skiptir engu máli hvað liðið heitir ef andstæðingurinn fær að sparka þig niður trekk í trekk og uppsker tiltal í hvert skipti þá nærðu ekki upp þínu besta spili. Svo til að toppa slaka dómgæslu í kvöld lætur dómarinn Arteta plata sig í fyrra gula spjaldi Lucas Leiva þar sem engin raunveruleg snerting átti sér stað.

    Varðandi leik Liverpool þá fannst mér þeir algjörlega stjórna leiknum þar til á 76 mín þegar þeir urðu einum manni færri. Eftir það var á brattan að sækja. Að missa Gerrard útaf á 16 mín í svona leik hefur eðlilega áhrif á liðið en engu að síður voru Liverpool með öll tök á leiknum þar til á 76 mín eins og áður segir. Varðandi mark Everton þá hefur maður séð betri dekkningu en engu að síður hefur boltinn viðkomu bæði í Arbeloa og Skrtel áður en hann svífur í stöngina og inn (lukkudísirnar þurfa líka að vera til staðar).

    Það er eitt sem fer sérstaklega í taugarnar á mér í leik liðsins, hornspyrnur, hversu lítið hættulegt er liðið í þessum blessuðu hornspyrnum sínum þegar Hyypia er ekki inná. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að menn æfi þær sérstaklega á æfingarsvæðinu því uppskeran er lítil sem engin.

    Varðandi Lucas Leiva þá hafði hann staðið sig ágætlega í leiknum og hefur að mínu mati bætt leik sinn frá því í fyrra. EN rosalega er hann að kosta liðið í síðustu leikum. Í fyrsta lagi gefur hann fáránlegt víti gegn Wigan þar sem LFC var með unnin leik í höndunum. Í öðru lagi að fá annað gult spjald og rautt gegn Everton fyrir aftur fáránlegt brot í leik sem LFC hafði stjórnað og var líklegra til sigurs. Ég hafði allavegna alltaf þá trú að Liverpool myndi vinna meðan jafnt var í liðum.

    Nú þýðir lítið annað en að hafa trú á liðinu sínu og vonandi leiðir það til mikils fögnuðar meðal okkar stuðningsmanna í vor.

    Kv
    Krizzi

  74. Sælir
    Nú eru kominn 3 ár síðasn við unnum síðast bikar og hvað hefur Rafa gert til að bæta liðið síðustu 3 árin ???

    Liðið sem vann bikarinn 2006!!
    Reina
    Finnan-Hyppia-Carra-Riise
    Gerrard-Momo-Alonso-Kewell
    Cisse-Crouch

    Í gær!!!
    Reina
    Arbeloa-Skretl-Carra-Dossena
    Kuyt-Alonso-Lucas-Riera
    Gerrard
    Torres

    Mitt mat er að vörnin og markvörðurinn er á pari…
    Miðjan 2006 betri!!! í gær vantaði alveg að þarna væri einhver með hugmyndaflug og getu til að halda boltanum..
    Sóknin núna mun betri… en hún þarf stuðning frá miðjunni…

    Rafa þarf að fara nýta betur það fjármagn sem hann fær til að styrkja liðið.. Ég kaupi það ekki að hann hafi ekki viljað Keane!! þá hefði hann aldrei notað hann frá byrjun!! Við erum síðustu ár búnir að missa alltof góða bita frá okkur þar sem þessir menn.. þá segi ég bæði Rafa og Parry hafa ekki getað unnið saman þar með látið alltof marga menn frá sér… ber þar helst að nefna menn eins og Dani alves, Simao og Barry

    Held að við værum betur staddir EF þeir hefðu pungað út auka 5-7 mill punda sem þeir týmdu ekki í þessa menn..því á endanum hefði það komið til baka því við værum ekki að kaupa Pennant, kuyt ( þar eru 15.7 mill punda) og fleiri í staðinnn..

    Reina
    Alves-Carra-Skretl-Insua
    Simao-Alonso-Barry-Riera
    Gerrard
    Torres

    Þetta er liðið sem á að vera en nei Rafa og Parry gátu ekki komið sér saman um eitt né neitt.. þess vegna sitjum við uppi með alltof marga miðlungsmenn…Sem segir mér að þeir báðir eru ekki starfi sýnu hæfir!!!
    En þetta er bara mín skoðun

  75. Þetta var ömurlegur leikur og það er fáránlega ömurlegt að ná ekki að vinna Everton í þremur tilraunum, hreinlega til skammar.

    Það var ljóst samt að þetta var alls ekki að fara falla með okkur í gær:
    – Missum fyrirliðann útaf afar snemma en við það tækifæri sannaðist hversu rosalega frábær ákvörðun það var að minnka leikmannahópinn í janúar, já eða ekki. Keane hefði sannarlega getað gert jafnlítið gagn í þessum leik og Benayoun gerði t.a.m.
    – Everton fær að spila rúmlega sinn leik, þetta er þvílíkt ruddalið og Alan Wiley gugnaði gjörsamlega á því að taka á þeim í þessum leik. Hræsnarinn Moyes sagði fyrir leik að dómarnir hefðu fallið ofsalega með Liverpool undanfarið…….sást einmitt í þessum leik. Öll miðjan hjá þeim braut trekk í trekk af sér brotum sem verðskulduðu spjald, en það stóð sannarlega ekki á spjaldinu á Lucas í fyrri sem braut varla af sér ! Ég veit að þetta var derby leikur og þeir eru allajafna harðir, en öllu má nú ofgera.
    – Líkt og Chelsea voru óheppnir gegn okkur þá fengum við þetta nákvæmlega eins í bakið núna, Lucas fær ódýrt rautt spjald, seinna brotið var reyndar enn eitt klaufabrotið hjá Lucas og verðskuldaði spjald en að fá rautt fyrir þessi tvö brot var ekki sanngjart.
    – og líkt og við gerðum um síðustu helgi skora þeir á lokamínútunni. úff.

    Það er svosem engin heimsendir að detta út úr FA Cup þannig, en að tapa fyrir Everton er hrikalegt, og að það hafi tekið 210. mínútur á okkar aðalliði er alveg hroðalegt, sérstaklega á þessum tímapunkti.

    Mest pirrandi um þessar mundir er samt að Liverpool lítur aldrei út fyrir að vera sérlega líklegt til að vera fara að skora.

    • Það er eitt sem fer sérstaklega í taugarnar á mér í leik liðsins, hornspyrnur, hversu lítið hættulegt er liðið í þessum blessuðu hornspyrnum sínum þegar Hyypia er ekki inná. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að menn æfi þær sérstaklega á æfingarsvæðinu því uppskeran er lítil sem engin.

    Hjartanlega sammála þessu, Xabi Alonso er góður í mörgum hlutum, en í föstum leikatriðum er hann alveg steingeldur og átti ömurlegan dag í gær. Ég veit að Everton er með hávaxið lið, en við náum ekki einu sinni að vera næstum því hættulegir, boltin sendur aftur fyrir í aukaspyrnu á hættulegum stað og eitt hornið var bara sent beint á andstæðinginn, eins og hann væri litblindur (minnir að það hafi líka verið Xabi). Þessi nýting á föstum leikatriðum fer hrikalega í taugarnar á mér, sérstaklega þar sem flestir andstæðingar okkar virka mjög góðir í þessu hinu megin á vellinum.
    Bring back MacAllister ´n´ Danny Murphy 😉

  76. voru bara ekki tilbúnir í þennan leik þreytir pirraðir og slappir.
    hefðum bara átt að senda pjakkana í þennan leik.

  77. Fyndið að samkvæmt;

    http://www.skysports.com/football/user_ratings/0,19768,11065_3104103,00.html

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/e/everton/live_text/6204150.stm

    http://www.goal.com/en-india/news/780/fa-cup/2009/02/04/1093875/player-ratings-everton-1-0-liverpool-aet

    skuli Alonso vera kosin meðal bestu manna liðsins í leiknum í gær. Hérna er hann hinsvegar nánst aðalsökudólgurinn. Er einhver hjarðhugsun í gangi eða eru menn bara svona samstilltir inn á þessari síðu?

    Reyndar fannst mér hann ekkert sérstakur eins og nánst allt liðið, langt því frá samt slakastur inná vellinum.

  78. Jón (#76) ég held þú þurfir að skoða þín fótboltafræði aðeins betur. Tekur einn besta leikmann Liverpool síðustu árin og hraunar yfir hann. Þetta er svona einn af 3 bestu miðvörðum í deildinni og hefur fengið tilboð frá stærstu klúbbum Evrópu trekk í trekk í gegnum árin. Að halda því fram að Carragher sér lélegur er eins og að halda því fram að Ísafjörður sé ekki fyrir vestan. Gjörsamlega glórulaust komment hjá þér því maðurinn hefur bjargað Liverpool í svo mörgum leikjum að það er ekki hægt að telja það. Hann er kannski ekki bestur í að bera upp boltann en ég get lofað þér því að tölfræðin hjá honum í “heppnuðum sendingum” er með því hærra sem gerist í þessu liði. Ekkert svona kjaftæði.

    • Þetta er svona einn af 3 bestu miðvörðum í deildinni og hefur fengið tilboð frá stærstu klúbbum Evrópu trekk í trekk í gegnum árin.

    Ekki að ég sé ósammála á neinn hátt varðandi Carra, þá minnir mig nú að hann hafi verið að hlæja af því einhverntíma að engu liði hefði svo mikið sem dottið það í hug að reyna að fá sig frá Liverpool.

    Enda held ég að slíkt væri efni í bjartsýnisverðlaun þess árs.

  79. 90 Stefán Kr: “skuli Alonso vera kosin meðal bestu manna liðsins í leiknum í gær. Hérna er hann hinsvegar nánst aðalsökudólgurinn. Er einhver hjarðhugsun í gangi eða eru menn bara svona samstilltir inn á þessari síðu?”

    -hvar sástu að alonso hefði verið kosinn meðal bestu manna liðsins í leiknum í gær? varstu ekki bara að lesa aðra leikskýrslu því ég hraunaði yfir alonso í skýrslunni minni…

    76 Jón: “afhverju ekki að hafa Agger í liðinu heldur en Carra”

    -agger er einfaldlega að mínum dómi ekki jafn sterkru og carra og skrtel. carra er VARNARmaður frá a-ö, hann er sennilega einn af þeim betri í stöðunni maður á mann, gríðarlega öflugur í skallaboltum og berst eins og ljón um allan völl. hann var farinn að covera oft á tíðum fyrir dossena og mættur í allar varnarstöðurnar í gær og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að honum hafi ekki mistekist einu sinni í hjálparvörninni með hinum félögum sínum í vörninni.
    skrtel ber upp boltann vel, alonso er líka staðsettur neðarlega á vellinum þannig það er ekki mikið að bera upp, þeir spila boltanum á milli sín alonso og skrtel og sá fyrrnefndi losnar yfirleitt úr því og ber boltann þá á hina miðjumennina og hefur sóknina.
    agger hefur ekki sömu líkamsburði og skrtel og carra og er einfaldlega á eftir þeim tveimur. segir mikið að hann skrtel hafi verið meiddur í 3 mánuði, komi síðan inn og það taki hann 2-3 vikur að endurheimta sæti sitt í liðinu.

    78 Sigtryggur Jonatansson: “Hvað er að mönnum? Dossena átti ekki góðan leik, kom varla góðum bolta fyrir og er hægari en Robbie Savage.”

    -Dossena spilaði sinn skásta leik fyrir Liverpool í gær held ég að sé hægt að fullyrða. hann kom víst nokkrum mjög góðum boltum inn á teig og leikmenn leituðu oftar að honum en þeir hafa gert hingað til. það er óskandi að það komi smá sjálfstraust í hann.
    ekki misskilja mig samt, mér finnst hann mjög slakur leikmaður og vill ekki sjá hann í byrjunarliðinu, insúa er lang besti vinstri bakvörðurinn í þessu liði, en það kemur samt ekki í veg fyrir það á nokkurn hátt að dossena átti bara ágætis leik í gær, þó aðallega fyrri hálfleik.

  80. Sælir félagar.
    Ég ætlaði ekki að skrifa neitt meira um þennan leik en get ekki orða bundist. Fyrir það fyrsta þá er ég hissa á einni af lokasetningum annars ágætrar skýrslu. “Ef menn ætla eitthvað að fara að böggast út í Rafa Benítez í kommentunum hér á eftir þá finnst mér það út í hött”.
    Mér finnst RB vera fyrirmunað að skipuleggja sóknarleik. Til þess er hann einfaldlega of varnarsinnaður og varfærin. Hann virðist frekar vilja tapa leik 1 – 0 en vinna hann 4 – 3. Sigurinn á Chel$$$ vannst ekki fyrir frábæra sóknaruppbyggingu leiksins. Andstæðingurinn misti sinn besta mann útaf og á síðustu stundu tókst okkur að vinna þann leik eftir það. Fram að því höfðum við fengið eitt hálffæri í leiknum.
    Ég get fallist á það að það er erfitt að spila á móti vel skipulögðu og líkamlega sterku liði Everton. Enda hafði RB engin svör við leik þeirra. Það var hörmung að horfa á leik L’pool í þessum leik. Aðeins miðverðir liðsins og markvörður spiluðu vel. Allir aðrir spiluðu illa nema Babel þessar mínútur sm hann fékk. Torres var ömurlegur og það er greinilega langt í að hann nái sér á strik.
    RB kann eki að spila sóknarleik, færslan á liðinu er hæg og allltof lítil og aldrei neitt lagt ´æi sölurnar. Það er bara “öryggið á oddinn”. Það mætti halda að RB spilaði í smokk.
    Það er nú þannig

    YNWA

  81. Fyrra spjaldið á Lucas var vegna uppsafnaðra brota og þar með verðskuldað.

    Annars fannst mér Jagielka vera stórkostlegur í þessum leik og hafði Torres í vasanum allan tímann.

  82. (93 Olli). Ég held þú misskildir. Samkvæmt þeim miðlum sem ég vitna í (sjá linka) var Alonso meðal stigahæstu leikmanna liðsins í gær. Ég var að vitna í það.

  83. Hvað eru menn að æsi sig?? Voru þetta ekki bara eðlileg úrslit miðað við það hvernig leikurinn þróaðist? Misstum okkar besta leikmann útaf og það boðar sjaldan góða hluti. Margir leikmenn sem spiluðu þennan leik voru bara arfaslakir.

    Lucas er bara ekki að skila sínu drengurinn er kara kjánalegur inn á vellinum, fékk gult spjald sem hann átti skilið. En það breytir því ekki að þegar maður er kominn með gult spjald þá verður maður að passa tæklingar og öll nágvígi. Hálvitalegt seinna brot og það kannski lýsir honum svolítið vel. Hann er ekki tilbúinn fyrir þetta level á Englandi. Lucas…. legðu þig fram á sumar.

    Alonso átti sinn lélegasta leik á tímabilinu í gær. Flestallar spyrnur rötuðu ekki á samherja og sama má segja spyrnur úr föstum leikatriðum. En menn meiga eiga one off leik. Alonso er búinn að standa sig vonum framar í vetur og hefur komið sterkur til baka.

    Riera Torres Dossena voru bara þarna að gera ekki neitt.

    Kuyt…… Hvað getur maður sagt………Duglegur? Já. Góður? Veit það ekki. Maðurinn er náttúrulega unhuman miðað við hvað hann hleypur mikið. En skilar engu sóknarlega. Mæli með því að Kuyt verði settur inn á miðjuna með Alonso. Afhverju, jú vegna þess að Marscherano er horfinn og virðist vera búinn að missa eldmóðinn. Kuyt getur þar af leiðandi sparað kraftana að hlaupa frá fremstu línu og verið bara á miðsvæðinu.

    Bebayoun Skertl Carra Reina voru einu mennirnir sem ekki er hægt að setja út eftir þennan leik.

    Tvær keppnir eftir sem er bara ágætt því breydd hópsins er svo takmörkuð að við ráðum ekki við meira.

  84. já þetta var nú meiri leikurinn. mér fannst nú helvíti hart að senda Lucas í sturtu, en svona eru þessir dómarar núna, farnir að gefa spjöld fyrir nákvæmlega ekki neitt.
    en hvað er þetta með Gerrard? er hann bara að verða meiri og meiri aumingi. það má nú segja að hann og Ronaldo eigi eitt sameiginlegt, þeir eru báðir grenjuskjóður og dívarar.
    en ég er ánægður með mína Everton menn að hafa náð að slá Liverpool út úr bikarnum. maður heyrir nú á götunni að Liverpool aðdáendum sé allveg sama um þennan bikar, hvað er það? þetta er einn elsti og virtasti bikar í heimi, keppni milli allra liða í enska boltanum. segir bara hverjir eru bestir á Englandi. svo er þetta náttúrulega upp á stoltið að vinna nágranna sína í bolta.

  85. Liv hefur ekki tapað mörgum leikjum á þessu tímabili, og ættum við ekki að vera fúlir, nema kanski vegna þess að þetta var Everton. Torres var ekki arfaslakur eins og margir segja, en hann var kanski ekki sá besti, fékk úr litlu að moða og reyndi oft að gera hlutina sjálfur, og það var passað vel uppá hann. Aftur á móti er maður alltaf skíthræddur þegar að Lucas er inná, alveg er það pottþétt að hann er í tómu tjóni í flestöllum leikjum, þótt svo að hann geti annars slagið gefið ágætar sendingar. Einhver sagði að RB verði að koma Lucas inn í spilið með hinum, en hann er bara ekki að ná þessu. Svo er enginn nema Gerrard, Alonso og kanski Riera sem taka langskot, hinir vilja helst sóla boltanum í markið. það er nauðsinnilegt að skjóta þegar að menn sjá markið, þá myndast HÆTTA. Vona að Gerrard sé ekki mikið meiddur. Koma svoooooo LIVERPOOL aldrei að gefast upp

  86. Gerrard frá í 3 vikur…..sem þýðir að hann verður ekki með gegn.
    Portsmouth (úti)
    Man City (heima)
    Tæpur fyrir
    Real Madrid (úti)
    Middlesboro (úti)
    Ljóst að febrúar prógrammið er erfitt og þetta var það sem liðið mátti síst við. Ekki verður þetta til þess að skerpa sóknarleikinn. Það hefði eflaust komið sér ágætlega að vera með Keane í bakhöndinni núna. Vona bara að það fari ekki fleiri í meiðsli.

  87. Gerrard meiddur í 3 vikur samkv. frétt á mbl.
    Slæmt að missa kallinn sem er búin að spila vel undanfarið, sem betur fer næstu tveir leikir í deildinni gegn liðum sem eru ekki að spila vel í augnablikinu og vonandi náum við í sigur án gerrards. Þessi meiðsl sína þó að nauðsyn er að hafa breidd og keane átti td aldrei að fara fyrr en í vor er búið var að undirbúa kaup á öðrum í hans stað.

  88. Ohh þetta var hundleiðinlegur leikur og sárt að vera 2mín frá því að fara í vítakeppnina þar sem Pepe hefði slegið bláa slímið út!
    Ekki vildi ég vera með rauða trefilinn minn núna í Bítlaborginni. Everton aðdáendur eru að kafna úr minnimáttarkennd, sem er eðlilegt!
    Verstu fréttirnar eru hins vegar að mínu mati að Gerrard verður frá í ca. 3vikur. Aldrei gott þegar hann meiðist.

    Fer Insua ekki að koma til baka úr þessari unglingakeppni?!

  89. Það hlýtur einhver að geta eitthvað í varaliðinu, svo held eg að Skertl eða Agger geta veri þarna, ekki er hægt að notast við Lucas vegna rauða spjaldsins. RB hlýtur að redda þessu, já Keane hefði eflaust getað verið þarna, en hann hefði bara verið þar. 🙂

  90. Það eru 4 hlutir sem Liverpool verður að læra.

    1. Ekki taka stutt horn. Þeir hafa bara aldrei kunnað það og geta ekki lært það!

    2. Ekki hvetja Lucas í tæklingar. Víti á móti Wigan og svo rautt.. need I say more.

    3. Það má nota 3 skiptimenn og það má skipta inn á fyrir 70 mín.

    4. Dekka menn í hornum og öðrum föstum leikatriðum.

  91. 82

    Vá Einar, þú segist ætla reyna hækka standardinn hérna inni(reyndar var það KAR en ég get mér þess til að það hafi verið sameiginleg ákvörðun ykkar) en samt ertu með persónuárásir og leiðindi. Kallandi mig sorglegan? Hvern djöfullinn er eiginlega að þér vinur?? Konan leiðinleg? Engir vinir? Eða bara einn af þessum dögum?

    Það er naumast sem þetta fór fyrir brjóstið á þér, jafnvel þó ég segði strax á eftir að þetta væri nú hlutur sem mér væri skítsama um. Þú skrifaðir þetta sjálfur þannig að rólegur á æsing í minn garð kallinn minn. Slappaðu bara af á háa c-inu, mér er nokk sama þó þú nennir ekki að horfa á Liverpool leiki, það er algjörlega þitt mál…ég bara hjó eftir þessu.

    Síðan stóð ég þig núna að því að hafa verði að bulla um daginn þegar þú sagðist ekki lesa kommentin mín, greinilega lítið að marka það sem þú segir, persónuárásir og ómarktakanlegur. Flottur karakter þarna á ferð.

    Viltu ekki bara reyna halda þig við efni þráðarins næst vinur svona eins og allir hinir eiga að gera 🙂 …veit að ég ætla að gera það 🙂

  92. Benni, er ekki í lagi hjá þér? Einar Örn persónugerði þetta ekki heldur svaraði fyrir sig. Þú persónugerðir þetta þegar þú sagðir að hann væri slakur Liverpool-maður fyrir að hafa ekki klárað að horfa á leikinn.

    Þetta sýnir bara út í hversu sorglegan farveg ummælin hjá þér eru komin þessa dagana. Ég hefði verið búinn að henda ummælum þínum um Einar út ef ég hefði séð þau í tæka tíð en úr því sem komið er (fyrst Einar er búinn að svara þér) fá þau að standa. Þau eiga samt ekkert skylt við þá umræðu sem er í gangi á þessum þræði, né svar þitt til Einars hér nr. 107, og ég er satt best að segja orðinn þreyttur á þessu persónugerða rugli í þér.

    Öllum frekari tilraunum þínum til að ræða þessi mál eða þykjast hneykslaður á okkur verður eytt. Haltu þig við málefnið, í þessu tilfelli Liverpool-leikinn í gær.

  93. Sé að næstnýjasta skeyti Benna Jóns hefur verið eytt út.

    44

    3) “Einar Örn er ekki meiri Liverpool maður en það að hann labbaði út af þessum leik!
    Mér er skítsama um atriði þrjú en ég var sáttur við…..”

    Mjög fallega orðað, þú hálf ýjar óbeint að því að þér sé “skítsama” um persónu Einars. Ef það er eitthvað sem Púlarar þola ekki þá er það þegar einhver efast um hollustu þeirra gagnvart Liverpool. Sérstaklega með svona barnalegu orðalagi.
    Þú varst að pikka þér fight með þessu kommenti og fékkst hann. Þú áttir upptökin.

    Ef það enda mikið fleiri þræðir hér á þennan hátt þá nenni ég hvorki að lesa né skrifa hérna framar. Veit að fleiri eru sama sinnis.

    Til að svara Olla #68 og Jónas Færeying #79 sem fannst mín skoðun óttalega bjanaleg. 🙂
    Já ég er staðfastur á því að það eigi að selja Xabi Alonso/kaupa betri leikmann þó Xabi hafi spilað ansi vel hingað til í ár. Hann er frábær leikmaður en verður aldrei burðarás hjá meistaraliði í Englandi. (Yrði afburða leikmaður á Spáni eða Ítalíu). Hann er of hægur frammá við, tekur aldrei hlaup inní teig og skorar nánast ekkert. Hann er þessi týpíska Jan Molby týpa.
    Gallinn er bara að nú er árið 2009, ekki 1987. Fótboltinn hefur gjörbreyst og þú þarf ógn bæði af miðjunni og köntum til að brjóta niður varnarmúra. Í dag tvöfalda andstæðingar á Gerrard og bakka frá Xabi og Kuyt því þeir ógna lítið frammávið, geta ekki tekið menn og gefa oftast til hliðar eða tilbaka.
    Þess vegna m.a. er sóknarleikurinn okkar svona fyrirsjáanlegur og við sköpum sáralítið af færum jafnvel þegar bæði Gerrard og Torres eru inná.

  94. … og þar með er mælirinn fullur. Benni Jón hefur verið bannaður, það var hans síðasta framlag á þessari síðu að setja inn fimm ummæli í röð hérna sem við eyddum út.

    Sem eigandi, stofnandi, ritstjóri og umsjónarmaður þessarar síðu ætla ég að gerast svo kræfur að segja að þessari umræðu er LOKIÐ.

Byrjunarliðið í kvöld.

Af meiðslum fyrirliðans