Carson til W.B.A. (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hefur selt Scott Carson til W.B.A.

Talið er að kaupverðið sé 3,25 milljónir punda.

13 Comments

  1. Eru menn ekkert hissa á þessu ?

    Það eru svona sirka 3 vikur síðan við buðum Villa þennan leikmann á 7 milljónir. Ég held að að flestir hafi verið að vonast eftir mun meiri penining fyrir þennan mann. Við vorum t.a.m. að kaupa okkur varamann fyrir Reina sem kostaði meiri pening (3,5).

    Ég veit að hann vildi fara og átti lítið eftir af samningnum sínum, þetta er engu að síður algjör brandari fyrir mér.

  2. Þetta er fáranlegt.

    Reyndar kostaði brassinn tvær milljónir en samt fyrir enskan landliðsmann sem er ekki nema 23 ára þá er 3,25 m punda brandari. Ætla að vona að inní þessum samningi sé einhverjar viðbótargreiðslur eins og hve oft hann heldur hreinu, eða ef Stoke sleppur við fall og kannski 20-30% af næsta söluverði kappans.

  3. Lolli – “eða ef stoke sleppur við fall” STOKE í alvöru?
    Ég held að þið sem ætlið að gagnrýna kaup og sölur Benítez verðið fyrst að hafa staðreyndirnar á hreinu.

  4. Samkvæmt LFChistory þá var kaupverðið á brassanum 3.5 mills, en ég var ekkert að grafa það sérstaklega upp á fleiri stöðum.

    Brynjar, plís ekki breyta þessu í einhverja sandkassa vitleysu. Það er fullt af Liverpool mönnum ósáttir við þessi viðskipti og það kemur málinu ekkert við hvort þeir styðji Benitez eða ekki.

  5. Svarið einni spurningu: Ef þetta er svona lágt verð, af hverju var ekki fullt af liðum spennt fyrir Carson?

    Það var meira að segja orðið opinbert fyrir viku að Liverpool var að taka tilboði frá öðrum liðum fyrir undir 4 milljónum punda. Þrátt fyrir það var ekkert lið betra en W.B.A að sýna áhuga á honum.

    Og í síðasta landsleik voru þeir Joey Hart og David James markmenn númer 1 og 2. Ég held að Capello hafi ekki enn valið Carson í landsliðshóp.

  6. Það var engin barátta um hann og hann fór á þessa upphæð. Við vorum búnir að dingla honum framan í Villa á 7 mills. Bjóða hann með í einhverjum pakka kaupum á Barry og ég veit ekki hvað og hvað.

    Rafa varð auðvitað að taka því boði sem kom í manninn annars myndum við trúlega enda á því að fá ekkert fyrir hann.

    En ef tekið er mið af því lofi sem þessi maður hefur hlotið undanfarin ár þá er 3.25 hinn mesti brandari Einar.

  7. Sniðugt hjá Rafa að vera síkaupandi unga leikmenn… Ef 3.25 er slakt fyrir Carson sitjum við á gullnámu því Carson hefur ekkert gert með viti.

  8. Þetta þýðir þá væntanlega að Liverpool hefur fengið u.þ.b. 7 milljónir Punda í tekjur af leikmanni sem kostaði liðið 750 þúsund Pund á sínum tíma. Þegar ég horfi á þessar tölur, og að mér finnst Carson stórlega ofmetinn, þá finnst mér þetta vel ásættanleg niðurstaða.

  9. Brynjar:
    “Lolli – “eða ef stoke sleppur við fall” STOKE í alvöru?
    Ég held að þið sem ætlið að gagnrýna kaup og sölur Benítez verðið fyrst að hafa staðreyndirnar á hreinu.”

    Fyrirgefðu en er það staðreynd að Stoke á eftir að falla, var að skilja þig þannig?

    Vissulega er þetta spurning um framboð á eftirspurn eftir frambærilegum markmönnun, Carsson er stórlega ofmetinn en markmaður frá Úganda af hans kaliber ætti að kosta 3,25 miljónir, skv formúlunni eiga einskir að vera 50-500% dýrari en aðrir leikmenn. Svo fimm milljónir hefði verið lágmarkskrafa um markmann sem gæti auðveldlega komist í hóp Cappello ef hann stendur sig jafnvel og hann gerði t.d. hjá Charlton.

  10. Ég held raunar Lolli að Brynjar hafi verið að meina að Carson er alls ekkert að fara til Stoke, heldur WBA. Þó er ég ekki svo glöggur í að lesa í broskallalausan texta, þannig að mér gæti skjátlast.

    Hinsvegar voru viðbrögðin yfirdrifin, miðað við tilefnið. Barnaleg jafnvel, en það er bara mitt mat.

  11. Þetta hækkar uppí 4m eftir ákveðinn leikjafjölda, samkvæmt mbl.is
    Ég er alveg sáttur við þetta, þar sem hann átti ekki það mikið eftir af samninginum og þar sem við erum búnir að fá einhverjar rúmmar 7m held ég fyrir hann í heildina.

Keane, Carson, Barry… (uppfært)

Keane og Barry! (surprise!)