Keane, Carson, Barry… (uppfært)

Skv. ýmsum vefmiðlum í dag er Robbie Keane falur á ca. 20 milljónir punda og Ramos hefur sagt að öll tilboð í bæði Berbatov og Keane verði að skoða alvarlega. Það kæmi mér ekki á óvart að Keane myndi detta inn og að Gareth Barry díllinn sé dottinn upp fyrir en hann og O´Neill munu hafa átt sáttarfund í gær.
Ég ítreka mína afstöðu: Ef við fáum Keane og höldum Alonso þá er ég fullkomlega sáttur. Síðan mætti svo sem einn öflugur kantmaður detta inn en sjáum til.

BBC Sport greinir frá því að Stoke City hafi dregið sig úr “kapphlaupinu” að kaupa Scott Carson en WBA og Blackburn eru líklegustu kaupendurnir.

Daily Mirror kemur með ótrúlega frumlega frétt en þeir segja að Voronin verði seldur til að fjármagna kaupinn á Barry og að Finnan fari til Villa! Já þeir frjóir í hugsun hjá ensku slúðurblöðunum.


**Uppfært (EÖE) 11.31** Echo segja að Liverpool menn trúi því að liðið nái að klára kaup á Robbie Keane innan 48 klukkustunda!

Þeir tala líka enn um að Barry sé (einsog Keane) “desperate” í að ganga til liðs við Liverpool og að um leið og Keane kaupin gangi eftir, þá muni Rafa aftur snúa sér að Barry.

43 Comments

  1. mín spá er þessi Keane og Barry koma báðir plús að við tökum einn góðan winger. Þeir sem fara að mínu mati í viðbót eru Carson,Voronin,Finnan,Pennant,Alonso og Leto.
    ég husga að Silva sé enn inn í myndinni og Rafa reyni við hann um leið og spænska liðið kemur úr sumarfríi.

  2. held að þetta sé því miður bjartsýnisspá.. en væri til í þetta.. eigum ekki efni á þessum 3 leikmönnum, ef barry og keane koma þá er þetta komið í sumar, og jafnvel langt komið þótt bara annar þeirra komi.. því miður.

  3. Er ekki bara allt tal um að liverpool sé fjársvelta einfaldlega herkænska hjá eigendum og Benitez til að halda verðinu á leikmönnum niðri. Lið sem er orðað við 2 leikmenn í kringum 20 milljóna verðmiðann eftir að vera búið að kaupa leikmenn fyrir 10 milljónir og það þrátt fyrir að sala upp á 16 milljónir sé dottin uppfyrir er nú tæplega svo fátækt. Horfum bara á Keane/Berbatov dæmið, Liverpool er fjársvelta og þarf að borga 20 fyrir keane, manutd syndir í peningum og þarf að borga 30 fyrir berbatov. Berbatov hefur skorað 1 marki meira en Keane í deildinni undanfarin 2 tímabil en spilað 12 fleiri leiki, Keane er hálfu ári eldri. Í hverju liggur annars verðmunurinn, eiga ekki breskir leikmenn að vera miklu dýrari en aðrir?

    Ofan á þetta er svo vinna hafin við nýja völlinn, sem aftur telst varla merki um lið í fjárhagskrísu. Eru eigendurnir kanski bara búnir að redda sínum málum en eru loksins nógu gáfaðir til að halda bara kjafti til að gefa Rafa sinn vinnufrið án stanslaus ágangs fjölmiðla? Er þá nokkuð svo fráleitt heldur að voronin verði seldur til að losa pláss fyrir einn gæða vængmann? Maður má allavega láta sig dreyma…

  4. Svenni, enn hefur nú enginn verið keyptur fyrir miklar upphæðir þannig að eins og er þá er ekkert sem sannar að Liverpool FC eigi nóg eða mikið af peningum.

    Fyrst vil ég sjá kaup til að ég trúi því að klúbburinn eigi “loksins” pening.

    20 milljónir fyrir Keane er brandari. Mér fannst 15-17 milljónir nú nógu andskoti mikið. Það hlýtur að vera hægt að fá annan framherja og sterkari fyrir 20 milljónir punda. Átta menn sig á hvað það er mikil summa?

  5. Sammála Svenna. Rafael Benitez gengur um skælbrosandi og án erfiðleika, það myndi hann ekki gera ef ekki væru til peningar.
    Hef lengi haldið það að þessi umræða um peningavandræði sé bara taktík. Hvers vegna? Skoðið bara Barry dílinn. Aston Villa setja upp stóra upphæð og reikna með að LFC geri bara eins og Chelsea. Borgi fáránlega hátt verð, eins og t.d. 16 millur punda fyrir meðalgóðan hægri bakvörð! Vegna þess að þeir halda að Liverpool ætli að eyða botnlaust.
    Eftir þessa endalausu sögu held ég að öll lið sjái að LFC ætla ekki að eyða “silly money” í leikmenn sem ég tel afar jákvætt. Hins vegar er ég alveg til í að henda öðrum 5000 kalli með Einari Erni og tvöfalda veðmálið, er alveg sannfærður um Barry og Keane.
    Svo held ég að í kringum 15.ágúst fáum við stórt nafn til viðbótar, þá komi í ljós hvar peningarnir liggja.
    En svo skulum við ekki gleyma því að LFC er nú að græða á uppbyggingarstarfi Benitez og frábærri njósnadeild þjálfaranna. Ég slefa yfir Pacheco, Nemeth og Gulasci búnor að skjóta Ungverjum í undanúrslit EM U-19, Darby og Spearing á fínu róli og Anderson og Hammill fá mikla reynslu í næstefstu deildinni næsta vetur. Menn hafa lengi talað um Wenger og hans stefnu með Arsenal, Rafa er nú búinn að setja sín fingraför á liðið til frambúðar og ég tel framtíðina vera bjarta. Við þurfum 3 stór nöfn í sumar tel ég, en svo frá næsta sumri er ég sannfærður um að ný nöfn koma úr unglinga- og varaliðunum til að styrkja málstaðinn. Handviss!

  6. Rosalega er ég sammála Svenna of fl. Benítez hefur engan áhuga á að fá það orð á sig sem Chelsea hefur haft á sér síðan Abra keypti klúbbinn. “Silly-Money-Club”.

    Ég er samt ekki jafn viss um að Barry komi. En ég er eins og MA mjög sáttur var Keane og ein kantara auk þess að halda Alonso.

  7. Skil ekki afhverju mönnum finnst 18 – 20 m punda of mikið fyrir Robbie Keane þegar að við erum að fá 11m fyrir Crouch sem að átti 1 ár eftir af samningi Keane er eins og Svenni segir ekkert síðri leikmaður og að mínu viti meiri winner fyrir liðið Berbatov er latur fílupúki.Og menn eru alltaf að tala um afhverju kaupum við ekki einhvern annan striker fyrir 18 – 20 m nefnið einhvern topp striker sem hefur mikla reynslu í enska sem að eins og Keane hefur gert í frekar slöku liði Spurs skorað yfir 20 mörk á tímabili. Og svo er ég hjartanlega sammála Rafa með það sem að hann hefur sagt að hann vil leikmenn sem vilja koma til Liverpool og fórna sér fyrir klúbbinn 100%

  8. Annars verð ég nú bara að játa að eftir því sem nær kaupum á Keane dregur verð ég mun spenntari fyrir því að sjá hann í Liverpool búning, og mér er persónulega alveg slétt sama þó við þurfum að borga einhverjum 2-3 millum meira en hann ætti kannski að vera metinn á.

    Keane hefur margoft sýnt að hann er frábær karakter og baráttuhundur út í gegn. Ólíkt t.d. Kuyt sem er líka þessi baráttuhunda týpa þá er Keane líka góður og skorar alveg slatta af mörkum. Ofan á það er hann á besta aldri og ætti að styrkja liðið from day 1.
    Ég yrði allavega mikið mun rólegri að sjá Keane upp á topp í þeim leikjum þegar Torres er ekki með heldur en t.d. Voronin og Kuyt. Eins ætti hann að henta leikkerfi okkar mikið betur en t.d. Crouch gerði og getur alveg leyst stöðu aftari sóknarmanns líka.

    Ég er allavega ekki að sjá ókosti þess að fá Keane, þó það kosti 20 millur.

    Það er engu að síður magnað að sjá hvað hann hefur verið viðloðandi stór félagsskipti í gegnum tíðina. 7.m.p fyrir sex árum þótti t.a.m. hellings peningur.

  9. já.. það væri snilld ef þetta tal væri bara til að halda verðinu niðri.. ef barry, keane og einn efnilegur kantari koma þá skal ég ekki skíta lengur á kanana, þeas ef þeir byrja líka looksins á vellinum…. ég er samt skíthræddur um að þetta sé satt

  10. Þar sem ég tapa alltaf veðmálum varðandi fótbolta, þá þori ég ekki í veðmál við Einar (nr. 5) en þetta Barry-mál er afar fróðlegt. Ég er hins vegar mjög spenntur fyrir Keane og tilfinningin í mér varðandi komandi tímabil er virkilega góð.

  11. Svo er Carson farinn til WBA.

    “Scott has signed a four-year deal with West Brom. They will pay £3.25million which will rise to £4million for Scott.”
    sagði umboðsmaður hans.
    SkySports hefur heimildir fyrir þessu.

  12. eru framkvæmdirnar byrjaðar ? hversvegna er það þá að maður les ennþá að þeir eigi í veseni með að fjármagna völlinn ? mér er skítsama hvort þeir byrji að moka holu ef þeir eiga ekki fyrir því að fylla hana

  13. Sælir félagar

    Það er líf í umræðunni og merkilegt hvað það er mikið að gerast um leið og það gerist í raun ekki neitt. Barry-málið er náttúrulega það sem sker sig úr hvað varðar fullkomið atburðaleysi og væri gaman að vita hvað Barry vill í raun og veru. Hann getur, ef hann hefur bein í nefinu, krafist sölu og komið til okkar. En það er haltu mér, slepptu mér syndromið sem virðist vera að fara með manninn.

    Líklega er innlegg Dags #9 það eftirtektarverðasta í þessum þræði og er þess eðlis að allir geta verið honum sammála eða ósammála eftir atvikum. Svoleiðis innlegg eru gulls ígildi þegar svo lítið gerist sem raun ber vitni um.

    Vonandi er þó Robbie Keane málið að komast í höfn og er hið besta mál. Hann er einn af mínum uppáhalds leikmönnum í ensku af þeim sem ekki spila fyrir L’pool. Maður sem aldrei gefst upp og berst til síðasta blóðdropa.

    Það er nú Þannig.

    YNWA

  14. 3 – alveg rólegur að vera að bera saman Berbatov og Robbie Keane. Berbatov er í klassa með Torres, Keane er ekki nálægt þeim klassa.

    Að tala um fjölda marka og spilaðar mínútur er bara hálf saga.

  15. Já nákvamlega arro, bara hálf saga. Taktu nú inn í reikninginn hvað þeir voru með margar assist hvor, þar er ég viss um að Keane hefur mikla yfirburði. Plús það að hann hleypur og er mun duglegri en Berbatov. Ég hef eiginlega akkurat öfuga skoðun við þig, ég tel Keane vera mun betri leikmann en Berbatov og mundi nýtast okkur betur. Keane eru bestu kaup sem við getum gert þetta sumarið.

  16. arro.
    Þegar þú setur Berbatov í sama klassa og Torres tekur þú þá bara leikina sem hann nennir að spila og getur eitthvað í?

    Ég myndi aldrei vilja sjá Berbatov í mínu liði því latari og óútreiknalegri mann er vart hægt að finna. Þegar hann nennir að spila þá er hann frábær en því miður fyrir hann og Tottenham þá er það frekar undantekning.

  17. Ef við berum saman Robbie Keane og Berbatov í tölfræðilegu máli frá seinasta seasoni þá spilaði Berbatov einum leik meira á tímabilinu í deildinni í fyrra eða 33 leiki. Robbie Keane skoraði 15 mörk bara í deildinni á seinasta tímabili og það gerði Berbatov einnig. Berbatov átti 11 stoðsendingar en Keane 7.

    Í öllum keppnum skoruðu þeir líka jafnmörg mörk eða 20 mörk þannig á blaði virðast þeir vera svipaðir leikmenn en mér finnst persónulega Liverpool vera að borga of mikið fyrir Keane ef þeir borga Spurs 20 milljónir.
    En þetta skýrist vonandi bráðum 🙂

  18. þeir skoruðu reyndar báðir 23 mörk samkvæmt official síðu Spurs en við erum að tala um 18-20 m fyrir Keane en 28 – 30 m fyrir Berbatov segir sig sjálft að við erum að gera betri díl til að mynda keypti Spurs Darren Bent í fyrra á 16 m frá Charlton !!!!! Og ég segi aftur við seldum Crouch á 11m með eitt ár eftir af samningi fyrir utan það er Keane fyrirliði Spurs nánast allt tímabilið í fyrra

  19. ég er sammála því að 20 millz er of mikið fyrir keane.. en svona heimskulegur er einfaldlega markaðurinn með enska leikmenn í dag.. ofmat ofaná ofmat á þessa ensku leikmenn, barry t.d. er góður en hann er aldrei 18 milljón punda leikmaður þetta er bara komið í rugl því miður

  20. Las einhvers staðar að við munum borga 10 millur núna, 5 millur eftir ákveðinn leikjafjölda Keane og síðustu 5 millurnar séu einungis borgaðar ef við vinnum deildina.

  21. á þessum tímapunkti er ekki hægt að treysta neinu sem maður les held ég af gefinni reynslu…

  22. Kaupa Eto á 20 mills. Láta svo bara Carra og Agger tækla fjandann úr honum á fyrstu æfingunni. Klárt.

  23. Höddi, þú ert búinn að kommenta 26 sinnum á kop.is í gær og í dag. Það er fáránlegur fjöldi. Vinsamlegast slakaðu aðeins á.

    Við hvetjum menn að hafa kommentin færri, innihaldsríkari og vandaðari í stað þess að dæla hérna inn einnar línu kommentum sem svörum við engu og öllu.

    Tuttuguogsex komment á tveimur dögum (sérstaklega þar sem dagur númer 2 er bara hálfnaður) er fullmikið af því góða. Þetta er ekkert illa meint, heldur eingöngu vinsamleg ábending.

  24. það er dálítill fasistafnykur af þessari síðu… ekki illa meint hehe

  25. Sammála þeim sem segir að Keane séu snildarkaup. Hér er á ferðinni maður með sterkan karakter og einbeittan vilja…sigurvilja! það er það sem oftar en ekki skilur að mann og mús…Keane og Berbatov. Annars báðir góðir leikmenn.

  26. Tek alfarið undir með Einari í sambandi við þennan hödda. Held að þú ættir að eyða tíma í að vanda póstana þína, stafsetningu, málfar og uppsetningu í stað þess að hrúga inn kommentum við eitt og allt. Menn eru að reyna að halda smá standard hérna inni og hefur heilt yfir gengið mjög vel.

  27. Einar ég tek veðmálinu og verð mjög ánægður með að tapa því

  28. Eini munurinn sem eg se a thessum Barry og Keane malum er ad vid THURFUM Keane, ekki Barry. Barry atti bara ad fylla skard Alonso EF hann faeri, hann hins vegar virdist ekki vera a forum svo eg se engann tilgang i ad eltast vid hann lengur. Nuna a bara ad einblina a kantmenn sem kunna fotbolta, hvort sem hann heitir Silva, Mucho-skills-inho eda John McSmith! bara ad hann hafi metnad og getu til ad spila med storlidi LFC.

    P.S. Afsakid stafs. Er staddur i Danaveldi.

  29. voðaleg plebbasíða er þetta.. skiljanlegt afhverju þetta orð er komið á okkur lpool aðdáendur..

  30. Einhverjir komu með rök fyrir því að Keane væri amk. jafnoki Berbatov á velli og töldu upp ýmsa tölfræði því til stuðnings.

    Ég hef séð báða þessa leikmenn spila með eigin augum á WHL og þeir eru ekki í sama klassa það er mín skoðun. Það er alveg hægt að týna til einhverja tölfræði til að sýna það á blaði. T.d. skvt. Actim Stats þá er Wes Brown rateaður töluvert ofar en Carragher – hvorn vilduð þið hafa í ykkar liði ?

    Annars er ég alls ekki að segja að mér líki ekki við Keane eða vilji hann ekki í Lilverpool, bara að mér finnst Berbatov klassanum betri. Það þýðir samt ekki að hann henti okkur betur en Keane.

  31. Hvaða “orð” er það höddi(með litlu h-i)…að við viljum halda úti síðu þar sem er standard, þar sem menn skrifa rétt mál og vanda pósta sína?

    Þetta orð sem þú talar um er mjög líklega “klassi” og já, það er vel skiljanlegt afhverju það er sagt í sömu andrá og við Liverpool stuðningsmenn.

  32. Höddi, hér eru menn ekki að ritskoða þig (nema þú gerist sekur um dónaskap eða skítkast). Þú færð að segja það sem þú vilt, og þú færð að pósta 26 sinnum á tveimur dögum ef þér sýnist svo.

    Við megum hins vegar alveg biðja þig fallega um að slaka aðeins á. Við megum alveg benda þér á að ummælin þín eru ekkert sérstaklega innihaldsrík eða vönduð. Hvort sem það er ég, Einar Örn, einhver lesandi síðunnar eða e-r annar, þá má fólk tjá skoðanir sínar. Hvort sem það er með þér eða á móti.

    Ég vona að þér sárni ekki og að þú takir þessu bara eins og maður og bætir ummælin hjá þér (og fækkir þeim, for the love of all that is good). Það að setja á sig snúð og kalla þessa síðu plebbasíðu er þér ekki til framdráttar.

  33. það er bara of oft sem menn sem halda með þessu liði setja sig á of háan stall, þarafleiðandi skapi sér óvild meðal annarra stuðningsmanna. kallaði þetta nú bara fasistasíðu því ég sagði að maður sem er drasl sé drasl, þeas voronin og þá fær maður bara comment frá þeim sem er með hana að ef það hefði ekki verið búið að commenta á það þá hefði hann tekið það út. mér er drullusama hvort menn spili með liverpool eða ekki ég kalla þá réttu nafni, og hef aldrei né mun aldrei draga úr því ef ég finn þörfina til að tala þannig um menn sem eru hjá þessu liði sem maður eyðir fleiri kltímum á dag að fylgjast með á netinu, og seinustu 18 árum að halda með. þakka þér

  34. Höddi, ég skil hvað þú meinar og þú mátt alls ekki misskilja okkur. Við hvetjum fólk til að segja sína skoðun og við erum ekki að banna fólki að tjá neikvæðar skoðanir á klúbbnum eða leikmönnum. Við erum enginn halelúja-kór, fólk má segja það sem því finnst.

    En það er munur á eftirfarandi staðhæfingum:

    „Voronin er bara ekki nógu góður fyrir Liverpool. Hann skorar ekkert, leggur ekkert af mörkum til samherjanna og er allt of mikið meiddur. Svo kvartaði hann yfir því að þurfa að búa í Liverpool! Svona maður á ekki heima hjá liðinu.“

    „Voronin er bara drasl!“

    Þú hlýtur að sjá muninn. Annars vegar ertu með þína skoðun, setta fram á góðan og gildan hátt og jafnvel rökstudda, þannig að við hin sem stundum síðuna getum annað hvort tekið undir með þér eða verið ósammála þér og haldið áfram að ræða hlutina á þeim nótum.

    Hvað eigum við að gera við seinni ummælin? Segja, „nei, Voronin er ekki drasl“? Það er ekki merkileg umræða.

    Þess vegna, og aðeins þess vegna, biðjum við fólk um að halda sig á málefnalegu nótunum. Mér er skítsama hvort einhver pjakkur eins og Einar í Reykjavík eða einhver lesandi á Vopnafirði kallar Voronin ljótum nöfnum á þessari síðu, menn gera það hvort sem er í daglegu lífi. Og það er ekki eins og þessir leikmenn lesi það sem stendur hérna og geti sárnað það. En ef við leyfum nafnaköll, skítkast og dónaskap gerir það að verkum að umræðan á þessari síðu líður og það viljum við ekki, og því er þetta bannað.

    Við rekum þessa síðu í tvennum tilgangi; til að tjá okkur um Liverpool og til að fá skemmtilegar umræður um Liverpool. Ef umræðurnar eru ekki skemmtilegar og ekki málefnalegar eru þetta bara við, nokkrir egóistar að tala við vegginn, og við nennum því ekki.

    Þess vegna segi ég við þig sem og alla, og hef alltaf sagt: segðu þína skoðun! Endilega. Jákvæð eða neikvæð, fáránleg eða eðlileg, skiptir engu máli. Finnst þér Pepe Reina eiga að vera kantmaður? Tjáðu þig, segðu okkur frá því. En ekki koma hér inn með einnar línu komment sem bæta engu við umræðuna og gera ekkert annað en að draga hana niður á ómálefnalegt plan þar sem við getum ekki rætt hlutina. Ef þú vilt segja okkur hvað Voronin er lélegur, gerðu það þá, og gerðu það almennilega. Við sem rekum þessa síðu gerum það launalaust; vöndum okkur og leggjum mikið í hana fyrir ykkur lesendurna. Við megum ætlast til þess sama af ykkur.

  35. gæti samt, ef þú vilt haldið uppi málefnalegum umræðum um hvert einasta blogg, um hvern einasta atburð, leikmann eða leik lpool.. en ég held að ég nenni því ekki hehe

Sigur í gær og fimmtudagsslúður.

Carson til W.B.A. (staðfest)