Keane og Barry! (surprise!)

Tvennt, sem ég ákvað að henda inn ef menn vilja spjalla um.

– Martin O’Neill hefur lýst frá því á opinberu Aston Villa heimasíðunni að hann hafi talað við Gareth Barry, sem hafi útskýrt fyrir honum að hann vilji fara til Liverpool!

– Tottenham hafa svo kvartað yfir framkomu Liverpool og Man U í eltingaleik þeirra við Keane og Berbatoc. Fergie hefur tjáð sig mjög opinberlega um Berbatov og það sárnar Spurs mönnum. Stjórnarformaður Tottenham segir:

“Today’s public comments by Manchester United’s manager, announcing that he has made an offer for Dimitar and is confident that the deal will go through with time working in their favour, is a blatant example of sheer arrogance and interference with one of our players”

“It is also probably one of the worst offences by any manager in the Premier League to date and is unbelievably hypocritical given his recent comments in respect of Cristiano Ronaldo and Real Madrid.

“This comes after a series of events, dating back to last summer, which have shown Manchester United to be in breach of Premier League (PL) rules. As a result, we have today made an official complaint to the PL about the conduct of Manchester United.

“Benitez made similar comments in respect of Robbie recently and we made an official complaint to the PL about the conduct of Liverpool earlier this week.

“The behaviour of both clubs has been disgraceful. We told both clubs very early on that we had no interest in selling Robbie or Dimitar, respectively, and that they should refrain from pursuing the player. Both clubs arrogantly chose to ignore this request and we now have evidence that both clubs have systematically been working to prise the players away from us, outside of PL rules of conduct.

“Our subsequent position has been severely compromised by both clubs making their intentions widely known and indeed making contact with the players and their agents, without the club’s permission.

“I have absolutely no wish to sell either player and to date we have not accepted any offer for either. However, when a player’s head is turned and their commitment is absent, particularly when they occupy key positions such as that of striker, they become a negative influence in a team dressing room in which they were once a positive addition and influence.

“This is the situation we now have on our hands, with both Dimitar and Robbie having made it clear that they wish to leave for Manchester Utd and Liverpool respectively.

Jammmmm! Gaman gaman.

Það er þó eitt í þessu varðandi Keane að þarna er í fyrsta skipti staðfest opinberlega að Keane vilji koma til Liverpool. Það vissu þó flestir fyrir, en hann hefur núna greinilega tilkynnt forsvarsmönnum liðsins það.

26 Comments

 1. Ég held að þetta veðmál sem þú hentir fram í morgun EÖE muni standast. Kæmi mér verulega á óvart úr þessu ef bæði Keane og Barry komi EKKI fyrir lok næstu viku.

 2. OWF hefur í sjálfu sér ekkert tjáð sig mikið meira um Berbatov en Benitez gerði um Keane. Fyrsta beina quote-ið í OWF birtist í viðtali á heimasíðu norska ManU klúbbsins, en sú frétt var tekin niður skömmu síðar og einhver ræfilsleg útskýring sett þangað inn. Það quote hefur svo verið endurunnið í mörgum samsetningum í mörgum fréttum.

  En það er auðvitað búið að vera ljóst í nokkurn tíma að báðir leikmenn eru á barmi þess að fara, og liðið sem á þá getur ekki gert neitt til að stjórna því. Mér finnst eiginlega að Levy hefði átt að sleppa því að tilkynna þessi brot til PL, enda barnalegt að ætlast til þess að það verði tekið á málum í líkingu við þessi.

 3. Ég geri ráð fyrir að við Liverpool-aðdáendur hættum núna að tala um Ferguson sem e-n skítakarakter og um Real Madrid sem ömurlegt drasl fyrir að reyna að stela leikmönnum og þjálfurum (t.d. Gerrard og Benítez) frá okkur með blaðri í blöðin 🙂
  Annað væri hræsni er það ekki…?

 4. Jú ég myndi gera ráð fyrir því Kjartan, en það gleður mitt Liverpool hjarta á samt súran hátt að loksins erum við farnir að spila hardball, við þurfum að stíga á tær til að komast á toppinn, það er ekkert flókið.
  Vona að báðir þessir mætu menn Keane og Barry verði komnir í fallega rauða búninginn á allra næstu dögum.
  Það var vitað mál að þegar Rafa fór að skarta kleinuhringnum að nú væri ekkert meira helv….mister nice guy 🙂

 5. EF við fáum bæði RK og GB, finnst mér við vera með fullkomið lið fyrir leiktíðina, þvílík SNILLDAR kaup, báðir vanir deildinni og gert frábæra hluti þar, eru lykilmenn í landsliðum sínum, hungraðir í meistaradeildinni og miklir aðdáendur Liverpool, er hægt að biðja um meira? Rafa er að fullkomna liðið. Þvílík breidd mætt á Anfield, fátt getur stoppað okkur í ár. En það er að segja ef þetta gerist? Spennandi.

  Olli mættur á svæðið, nice

 6. Ég er farinn að verða hræddur um að við fáum ekkert annað en miðlungsleikmenn í sumar… Það virðist enginn vilja selja, sem er svosem skiljanlegt.
  Ef við ætlum á toppinn þurfum við einfaldlega að punga út fullt af peningum og lið eins og við (Liverpool) sem er að tuða yfir 1-2 mills sem Villa vill fá meira fyrir GB er ekki að punga út peningum…
  Sorry svartsýnina/raunsæina…

 7. Þessi ummæli hjá Tottenham eru með öllu fáránleg. Skoðum sönnunargögnin:

  Sir Alex Ferguson viðurkennir að hann hafi lengi dást að Berbatov sem leikmanni og að hann voni að hann fái hann í sumar.

  Benítez segir við blaðamenn að David Villa sé ekki á leið til Liverpool en staðfestir um leið að Robbie Keane sé eitt af nöfnunum á lista yfir leikmenn sem Liverpool eru að skoða og íhuga.

  Punktur. Hvað er ólöglegt við þetta? Það gera þetta allir. Harry Redknapp sagði eftir að Liverpool höfnuðu fyrsta tilboði Portsmouth í Crouch að hann vildi helst fá Crouch og vonaði að hann kæmi. Juande Ramos sagði sjálfur um daginn að hann vær til í að fá David Bentley. Paul Ince viðurkenndi að hann væri að skoða Jermain Pennant, og svo mætti lengi telja. Það gera þetta allir.

  Þessi hræsni hjá Tottenham, sem hafa sveimað svona yfir bestu leikmönnum lakari liða í mörg ár (dæmi: Darren Bent í fyrra, sem Tottenham viðurkenndu að þeir vildu fá og það varð til þess að hann neitaði West Ham) en grenja svo yfir því þegar aðrir gera það. Eins var Ferguson duglegur að grenja yfir Real Madríd, þegar það eina sem Madríd gerðu var að játa í viðtölum að þeir vildu ólmir fá Cristiano Ronaldo. Það var ekki það sem olli vandræðunum hjá United, heldur það að Ronaldo var í alvöru að íhuga að fara. Til samanburðar, þá segjast Real á hverju ári hafa áhuga á Kaka og/eða Fabregas, en þeir tveir skjóta það jafnharðan niður með því að segjast ánægðir þar sem þeir eru. Ronaldo gerði það ekki og því hófst sirkusinn.

  Þetta er bara væll í Tottenham-mönnum. Eins og þeir viðurkenna í þessari frétt vilja Berba og Keano báðir fara og þeir eru einfaldlega að segja þetta til að leggja áherslu á að þeir hafi neyðst til að selja þá báða. Þá geta þeir kennt vonda Benítez og illa Ferguson um, rétt áður en þeir snúa sér í hálfhring og haga sér alveg eins gagnvart þeim klúbbi sem lendir í að þurfa að selja besta framherjann sinn til Tottenham í stað Keano og Berba.

  Hræsni. Leikmenn fleygja sér í grasið og væla, forráðamenn kvarta sáran yfir því sem þeir stunda sjálfir. Þetta er því miður hluti af leiknum í dag.

 8. Góðan daginn.það er ekki margt í gangi þessa dagana, svo að mig langar að pæla svolítið. Mér fynnst liverpool aðdáendur vera að óska eftir hinum og þessum leikmönnum, en samt eru þettað aðalega NÖFN á mönnum.Borga þettað og hitt bara af því að hann eða hinn heitir þettað . Má ég benda á það, að á sínum tíma kom Kewell sem var stórt nafn, og þar var kominn V- kantur sem átti að redda öllu,en hvað gerðist ???? Ekki neitt..Fernando eða hvað hann heitir ,kom sem framherji ???? Gerði ekki rasssssgat, en var nafn.Sem sagt EKKI KAUPA NÖFN.Svona til gamans vil ég benda á það að vinsælasta og stærsta hljómsveit allra tíma eru THE BEATLES frá LIVERPOOL, en þeir voru ekki bestu hljóðfæraleikarnir í heiminum, en þeir náðu svona frábærlega saman.Ég er með smá hugmynd . Fljótlega fer boltinn að rúlla og eigum við ekki Púllarar að tippa á það ,í hvaða sæti LIVERPOOL lendir og vona ég að Einar Örn eða Kristján Atli haldi utan um það.OK ég segi sæti NR 2.Auðvita vil ég NR 1 en ég verð að vera hreinskilinn

 9. Það er ljóst að O´Neill hefur ætlað að sannfæra Barry um að vera áfram en Barry tjáð honum að það komi ekki til greina. Þessu drama hlýtur því að fara að ljúka. Síðan er fáu við athugasemd Kristjáns Atla að bæta varðandi seinna atriðið.
  Birnir: ég trúi því ekki að þú haldir að liðið sé fullkomið þótt við fáum þessa menn. Eru bakvarða- og kantstöðurnar fullkomnar?? Þetta hefur ótrúlega oft verið sagt áður, t.d. eins og einsi kaldi bendir á með Kewell. Hins vegar er staðan í nútímafótbolta einfaldlega sú að erfitt er að ætla sér á toppinn án þess að vera með leikmenn alls staðar á vellinum sem eru nöfn í boltanum af því að þeir hafa skapað sér nafn.
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 10. Það eru ekki bara ummæli stjóranna í fjölmiðlum heldur líka það að félögin hafa sett sig í samband við umboðsmenn leikmannanna og leikmennina sjálfa án heimildar frá Tottenham. Hvort það sé satt eða ekki veit maður ekki en það er örugglega alltaf erfitt að sanna það.

  D.Levy:

  “Both arrogantly chose to ignore this request and we have evidence both have worked outside league rules.

  “Indeed both clubs made contact with the players and their agents without the Tottenham’s permission.”

 11. jæja nýjasta slúðrið kannski ekki allveg að marka það en skemmtileg pæling 🙂 Torres til chelsea Drogba til Barce og Eto til liverpool og við fáum shitload of money til að klára kaup á Barry og Keane. persónulega hef ég ekki trú á að þetta rætist en maður veit aldrei þegar peningar eiga hlut í máli, Benitez gæti freistast ef hann er að fá mikin pening :S las þetta held ég á Goal.com Tek það fram aftur SLÚÐUR 🙂

 12. Annað slúður sem ég tel líklegra og er hræddur við, Chelsea eru að fara að kaupa Kaka á 80M punda, og umboðsmaður hans hefur talað um þetta.http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=64272
  Ég veit að við eigum kannski ekki að velta okkur upp úr öðrum liðum en Kaka á eftir að lyfta Chelsea á annan stall, ég er ansi hræddur við þetta og finnst þetta vera pínu svindl.

 13. Kristján: Það sem er ólöglegt við þetta er að það á undir öllum kringumstæðum að tala við klúbbinn fyrst. Ef það er ekki búið að tala við klúbbinn áður en það er talað við leikmanninn er það ólögleg nálgun. T.d. að kasta því fram í fjölmiðlum að klúbburinn vilji einhvern leikmann getur haft áhrif á leikmanninn sem er ólöglegt nema vera búnir að hafa samband við klúbbinn hans fyrst.

  Þú tekur dæmi með Crouch, þar voru Portsmouth búnir að hafa samband við klúbbinn, búnir að bjóða.

 14. Kristján Atli, djöfull ert þú vel tengdur og mikið inni í málefnum bæði Keane og Berbatov fyrst þú getur sett þennan punkt sem þú setur – sérstaklega í ljósi þess sem Levy segir í yfirlýsingunni. Þú kannski fræðir okkur hina um það, af hverju Levy ákveður þá að fara með þetta mál til PL, þegar hann veit það sennilega manna best að þó hann sé með einhvers konar sannanir að þá muni deildin í mesta lagi gera ekki neitt?

 15. Torres fer ekki frá LIV ,hans heitasta ósk var að spila hjá Liverpool og ef það hefði ekki gerst þá væri hann enn þá hjá sínu gamla félagi.Ef það skildi gerast að Torres færi til Chelvíti ,þá væri hann mesti svikari allra tíma. Annars, er Kaka ( sorry)ekki spánverji ?Ef hann er það þá hvers vegna var hann ekki valin í landsliðið, og ,alveg rétt, hann var ekki að spila neitt í evrópukeppnini.þá hlítur hann að vera terta en ekki kaka

 16. Kaka er Brasilíumaður og Brasilía er ekk í Evrópu þess vegna hefur hann ekki spilað í Evrópukepnninni…hugsa ég allavega..

 17. nema að þú sért að tala um evrópukeppni félagsliða og þá botna ég ekkert í því hvað þú ert að segja og botna ekki heldur í því afhverju maður er að svara svona bulli. 🙂

 18. kaka hefur sjálfur gefið það út að hann vilji enda feril sinn hjá ac, berclusconi hefur sagt að hann fari ekki neitt, hann er með samning til 2012, angelotti er búinn að tala um þrenninguna frá brasilíu, kaka, pato, ronaldinho… ac milan er ekki félag sem vantar peninga. þetta er umræða sem greinilega hefur byrjað hjá umboðsmanni hans (fær 10-11 % af söluverði) kaka hefur alltaf sagt að hann ætli sér að vera hjá ac .

 19. Hjálmar kanski ertu ekki að svara neinu 🙂 Hvernig er það ,meiga ekki leikmenn eða þjálfarar sega hvað þeim langar .Má T.D ekki Gerrard segja ,mig langar að spila þarna eða þar,en svo segir hann (sem blaðamenn setja ekki í blaðið)ég er ánægður hjá liverpool.þettað er bara sandkassabull ef menn mega ekki láta skoðun sína í ljós um aðra leikmenn. Og Höddi þú ert bara búinn að blogga EINU sinni 🙂

 20. Einsidan, þú ert eflaust meira inní þessum Tottenham málum. Hvað telur Levy að Liverpool hafi gert, sem að þeir sjálfir hafa ekki gert í öðrum félagaskiptum?

  Og auðvitað erum við fótbolta-unnendur fullir af hræsni, það er fáránlegt að halda öðru fram. Við lofum eigin varnarleik, en sökum önnur lið um að spila leiðinlegan bolta, leikmenn byrja eða hætta að verða góðir eftir því hvaða lið þeir byrja að spila með og svo framvegis. Þá skiptir litlu með hvaða liði menn halda.

  Það er bara partur af þessu öllu saman.

 21. Ég veit það ekki, frekar en aðrir (t.d. Kristján Atli), hvaða upplýsingar Levy hefur undir höndum sem gera það að verkum að hann a) fullyrðir að haft hafi verið samband við leikmennina og/eða umboðsmenn þeirra, og b) er nógu viss í sinni sök til að fara með málið til PL.

  VIð Tottenham-menn þrífumst, rétt eins og þið býst ég við, á upplýsingum frá gaurum sem gauka að okkur innanbúðarupplýsingum. Það er sennilega óábyrgt að rekja það hér, sem skrifað hefur verið, en þar er af ýmsu að taka. Að vísu ekki jafn gróft og þegar Rio og Gary Neville gáfu Carrick ManU treyju með “Carrick 16” á bakinu á landsliðsæfingu 2006. Eigum við ekki bara að kalla þetta “hardball” taktík og dást að þeirri útsjónarsemi sem í henni felst? Jújú, gerum það bara.

  Svo get ég að sjálfsögðu verið sammála því að allir erum við upp að vissu marki hræsnarar, sem erum heitir í stuðningi við okkar lið. En ég skil ekki alveg, með fullri virðingu, hvað dæmið þitt á að sýna í tengslum við þessa leikmannasölu. (Ef það átti ekki að tengjast því, þá biðst ég afsökunar). Það eru ekki til neinar reglur um það hvort eða hversu mikinn varnarbolta lið eiga eða mega spila. Það sama er ekki hægt að segja um leikmannaskipti. Á þessu eru eðlismunur, en ekki stigsmunur.

  Annars held ég að ég tjái mig ekki meira um þetta mál, amk ekki að sinni 🙂

 22. Sem gerir þá alla þessa umræðu hér bara að einhverjum banter á milli liða?

 23. mafiosar og KGB kaupa Kaka til Chelsea og hann floppar
  getur ekki rass í enska boltanum og verður seldur til Real
  næsta vor

 24. benda þér á það að kaka (ómeiddur) er besti knattspyrnumaður í heimi… en ac voru ekki lengi að gefa þá yfirlýsingu út að hann er EKKI til sölu, sama hvaða upphæð chel$kí ætlar að bjóða, þeim vantar ekki peningana

 25. Það verður að skíra betur þetta gráa svæði sem virðist vera í kringum sölur á leikmönnum. Ef framkvæmdastjórar mega EKKI tala opinberlega um svona hluti þýðir það að svona 80% af þeim sölum sem eru gerðar í dag, eru ólöglegar. Annars er ég talsmaður þess að ef lið vil kaupa stjörnur úr öðrum liðum og leikmaðurinn sjálfur hefur mikinn áhuga (Keane, Barry, Berbatov osfrv.), þá sé borgað fyrir manninn í samræmi við hans getu + einhvers konar miskabætur ofaná. Leikmenn og agents ráða of miklu í dag. Samningur er samningur…punktur!

Carson til W.B.A. (staðfest)

Leikur gegn Wisla Krakow í dag