Gullöld enskra liða í Evrópu

Á morgun munu í fyrsta sinn tvö ensk lið mætast í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, sem nú heitir Meistaradeild Evrópu. Því miður fyrir okkur Púllara eru okkar menn ekki annað þessara liða, en engu að síður þurfum við vart að harma hlut okkar manna í Evrópu undanfarin ár.

Það er hins vegar annað sem er skemmtilegt í þessu, og það er að þótt Liverpool hafi komist í úrslit Meistaradeildarinnar tvisvar á síðustu fjórum árum þurfa hin þrjú topplið Englands ekki beint að harma hlut sinn heldur. Svo ég bendi á hið augljósa, þá má segja að nú standi yfir ákveðin gullöld enskra liða í sterkustu deild Evrópu. Sumum kann að finnast það undarleg staðreynd eftir nærri því tveggja áratuga langa útlegð enskra liða frá stóra sviðinu (með einni undantekningu árið ’99). Það er þó enn undarlegri staðreynd að skoða hverjum er í raun fyrir að þakka þessa gullöld Liverpool, Man Utd, Arsenal og Chelsea í Meistaradeildinni.

Það er í raun við hæfi að þessir yfirburðir enskra liða í Evrópu séu innsiglaðir með úrslitaleik í Moskvu, því maðurinn sem stendur sennilega á bak við þessa velgengni kemur einmitt frá Rússlandi. Þegar Roman Abramovich keypti Chelsea FC sumarið 2003 var hrundið af stað atburðarás sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hin toppliðin í Englandi, auk Chelsea. Er Abramovich hóf að dæla peningum í Chelsea-liðið sáum við það lið stökkva upp um marga gæðaflokka í einum vettfangi. Ári síðar höfðu Chelsea-menn dottið út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar og í kjölfarið ráðið José Mourinho, þjálfara sigurliðsins það árið, og aftur eytt fúlgum fjár í bestu leikmennina hvaðanæva úr Evrópu.

Í kjölfarið var hinum þremur ensku liðunum stillt upp við vegg. Arsenal-liðið var nýbúið að stíga djúp spor í enskri knattspyrnusögu með að fara ósigraðir í gegnum deildartímabilið enska, en það var ljóst að í þeirra röðum voru leikmenn sem voru annað hvort komnir yfir hæðina eða allavega að nálgast toppinn. Arsene Wenger stóð frammi fyrir endurnýjun síns liðs og nú dugði ekkert hálfkák, þar sem Chelsea-liðið hafði sýnt með því að slá Arsenal út úr Meistaradeildinni í 8-liða úrslitum að drottnunartími Arsenal myndi vera skammvinnur ef þeir sofnuðu á verðinum.

Á sama tíma stóðu tvö sigursælustu lið enskrar knattspyrnusögu úti á túni og fylgdust með atburðarás Lundúnarliðanna í fjarska. United vann titilinn vorið 2003 en hafði hvorki komist nærri sigri í Englandi né Evrópu árið á eftir, á meðan Liverpool áttuðu sig á því að þeir væru komnir inn í blindgötu undir stjórn Gérard Houllier og þurftu að gjöra svo vel og ráða hinn Evrópumeistara ársins 2004 – Rafa Benítez hjá Valencia – til að eiga einhvern séns í Arsenal, Chelsea og United á næstu árum.

Þessi atburðarás hófst með stökkbreytingu Chelsea-liðsins, sem í kjölfarið neyddi hin liðin til að gangast undir sínar eigin stökkbreytingar. Nú, fimm árum eftir að Abramovich keypti Chelsea og fjórum árum eftir að Mourinho og Benítez stigu á enska grundu, er árangurinn augljós. Chelsea eru komnir í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, eftir að hafa þrisvar á síðustu fjórum árum verið sigraðir í undanúrslitum. Man Utd fylgja þeim í úrslitin sem ríkjandi Englandsmeistarar og eftir að hafa dottið út í undanúrslitunum í fyrra. Liverpool duttu út í undanúrslitunum í ár eftir að hafa farið tvisvar á þremur árum þar áður í úrslit, á meðan Arsenal komust í úrslitin 2006 og virtust ósigrandi í Evrópu í vetur … þangað til þeir þurftu að mæta ensku liði. Maður fær á tilfinninguna að ef Arsenal og Liverpool hefðu ekki dregist saman í 8-liða úrslitunum í ár hefðu ensku liðin verið fjögur í undanúrslitunum.

Árið í ár var annað árið í röð sem þrjú ensk lið eru á meðal fjögurra síðustu í keppninni. Í ár er enskt lið í úrslitaleiknum fjórða árið í röð, og nú í fyrsta sinn eru bæði liðin í úrslitum frá Englandi. Þegar rennt er yfir listann yfir skærustu stjörnur heimsknattspyrnunnar kemur í ljós að undarlega margar þeirra spila fyrir þessi fjögur lið; Gerrard og Torres, Ronaldo og Rooney, Drogba og Lampard, Fabregas og Adebayor, Carragher, Ferdinand, Gallas og Terry. Það væri hægt að mynda heimslið úr bestu leikmönnum toppliðanna fjögurra í Englandi, og ég efa að margir fleiri en Leo Messi og Kaká hefðu rétt á að móðgast yfir því að vera ekki með.

Ég fór út úr bænum daginn eftir að okkar menn töpuðu gegn Chelsea í undanúrslitunum í lok apríl. Einhverra hluta vegna var ég fáránlega pirraður yfir þessu daginn eftir leik, þangað til ég áttaði mig á því að Liverpool hafði verið að spila í undanúrslitum Evrópukeppninnar þriðja árið af síðustu fjórum, og var nú loksins að klikka á því að komast alla leið í úrslit. Auðvitað vilja metnaðarfullir menn vinna alla titla og alla leiki, en það er einfaldlega til of mikils ætlast af nokkru liði að vera alltaf í úrslitum bestu félagsliðakeppni heims. Fyrir fjórum árum hefðum við þegið einn úrslitaleik grátandi af þakklæti. Það hefðu stuðningsmenn Arsenal, Chelsea og Man Utd líka. Í ár pirra stuðningsmenn þessara fjögurra liða sig yfir því að tapa í undanúrslitum.

Yfirburðir þessara fjögurra liða setja deildarkeppnina í Englandi einnig í athyglisvert samhengi. Við erum að tala um deild þar sem liðið í fjórða sæti mætti liðinu sem var að tryggja sér titilinn á Ítalíu þriðja árið í röð, og Ítalíumeistararnir áttu aldrei séns. Margfaldir Evrópukóngar AC Milan áttu aldrei roð í liðið í þriðja sæti í Englandi, á meðan Man Utd og Chelsea fóru – fyrir utan, mætti segja, taugatrekkjandi mínútur í framlengingu gegn Liverpool – í úrslitin allt að því með vinstri hendinni einni saman.

Þegar maður hugsar ensku Úrvalsdeildina í þessu samhengi, í ljósi drottnunar Man Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool í Evrópu síðustu fjögur árin, virðist skyndilega ekki jafn hræðilega lélegt að vera „bara“ í fjórða sæti í Úrvalsdeildinni ensku. Reyndar þori ég að fullyrða það að ef þú tækir Arsenal-liðið eða Liverpool-liðið í dag og létir það leika deildarkeppnina í Englandi tímabilið 2002/3 myndu meistarar þess árs, Man Utd, ekki eiga roð. Þessi stökkbreyting á gæðum, þar sem liðið í fjórða sæti í ár getur með góðri samvisku talist betra á evrópskan mælikvarða heldur en liðið í fyrsta sæti fyrir fimm árum, er að miklu leyti til Roman Abramovich að þakka.

Á morgun mætast þau tvö lið sem eru að mínu mati sterkustu lið Evrópu í ár. Chelsea og United hafa unnið tvo titla hvort í sterkustu deildarkeppni heims á síðustu fjórum árum, farið tvisvar og fjórum sinnum í undanúrslit á síðustu fimm árum, og eru sennilega með dýrustu leikmannahópa heims. Þau eru vel að því komin að vera í þessum úrslitaleik og við hin getum lítið annað en vonað að leikurinn verði góð skemmtun fyrir hlutlausa (ég er hlutlaus, ég hata þessi lið jafn mikið).

Liverpool verður, þetta árið, að gera sér að góðu að vera þriðja-til-fjórða besta liðið í Evrópu (fremri Arsenal í Meistaradeildinni, síðri í Úrvalsdeildinni). Það er ekki svo slæmt, þegar öllu er á botninn hvolft. 🙂

49 Comments

  1. Ætlar einhver að horfa á þennan leik? Ég a.m.k. sem Liverpool aðdáandi neita að horfa upp á annað hvort Manure eða fokking John Terry lyfta þessum bikar og mæli með að aðrir geri það líka. Sýna í eitt skipti fyrir öll að það heldur enginn með hvorki United né Chelsea og gera þennan leik að áhorfsminnsta úrslitaleik síðustu ára!

  2. Verð að vinna á morgun til 1 um nóttina. Það verður slökkt á símanum.

    Btw, áhugaverður pistill KAR. Ég hef aldrei pælt í hlutunum frá þessu sjónarhorni. Skemmtilegur vinkill.

  3. Drengir er ekki allt í lagi með ykkur, auðvitað horfir maður á stærsta fótboltaleik ársins þótt að manns eigið lið sé ekki að keppa. Þetta er eins og að neita að fara á fínasta veitingastað í bænum bara vegna þess að mamma manns eldar ekki matinn þar. ég meina kommon, þessi biturleiki útí chelsea og man u eru bara að taka yfir skynsemina, staðreyndin er bara sú að þetta eru 2 bestu liðin og þá er ekkert annað hægt að gera heldur en að vona að ykkar menn hreinsi til í sínum herbúðum og komi sterkari inn á næsta ári. Allavegna vona ég að liverpool batni á næsta ári því þá fáum við bara ennþá meira spennandi deild á næsta ári og ég er jú man u maður.

  4. Auðvitað horfir maður á úrslitaleikinn í meistaradeildinni. Þótt að Liverpool er ekki að keppa. En ég vona að Chelsea vinnur því ég þoli ekki þessa lúða í ManU

  5. Sammála Jóni, af tvennu illu þá vona ég að Chelsea taki þetta. United er farið að nálgast okkur leiðinlega mikið í titlum, og ef Chelsea vinnur þá getur vel verið að þeir sleppi því að eyða £100m þetta sumarið.

    Og fyrir alla sem hafa farið á Chelsea leik, þá er ekki hægt annað en að heillast af frumlegum söngtextum þeirra: “Chelsea, Chelsea, Chelsea, Chels…”

    Hrikalegt fjör á Stamford alltaf hreint.

  6. Mjög athyglisverður vinkill á þetta hjá þér.
    Tek undir með mönnum að maður veit ekki alveg hvað manni á að finnast um þennan leik í kvöld. Þetta er jú úrslit í meistaradeildinni og auðvitað vekur það áhuga. En það er erftit að geta ekki haldið með öðru hvoru liðinu.

  7. Jesús……þá finnst mér Manjú skárra en hið óhugnarlega leiðinlega lið Chelsea. Ég skil ekki hvernig það er hægt að koma jafn mörgum leiðinlegum leikmönnum í eitt og sama liðið.

  8. “The aim has to be to find the Messi of Newell’s Old Boys Youth, the Ronaldo of Sporting Lisbon and the Kaka of Sao Paulo.”

    Svoooo sammála þessu.

  9. Arnar Nr. 4
    Þú gerir þér grein fyrir að þetta er Liverpool síða er það ekki??? Ég held að það sé bara fullkomlega eðlilegt að vera ekkert spenntur fyrir þessum leik!! Mér leiðist að sjá Chelski vinna(kaupa) titla og ég hata að sjá United vinna, bar þó það sé Derby sem þeir eru að vinna.

    En all in all og miðað við tímabilið þá finnst mér að United eigi þetta örlítið meira skilið……….en mikið rosalega mun ég halda með Chelsea 😉

    Come on Chelsea FC
    You need to get some history
    No europian cup, only three league
    Yon need to get some history

    (er ekki hægt að snúa Chelsea laginu okkar svona við bara í kvöld?) 😉

  10. Já, menn hneykslast yfir því að sumir hérna hafi ekki áhuga fyrir þessum leik. Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að ég hef ekki minnstan áhuga á leiknum og ætla ekki að gera mér ferð til að sjá hann. Sú tilhugsun að sjá Ryan Giggs/Gary Neville/John Terry káma út bikarinn okkar er eitthvað sem mér líkar ekki og því hef ég hreinlega ekki minnstan áhuga á þessum leik. Fyrst svo er, þá ætla ég að nýta mér rétt minn til að horfa ekki á hann. Ég ætla mér að nýta tímann í annað og mun betra, ég ætla að fara á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar Liverpoolklúbbsins á Íslandi á meðan þetta fer allt fram. Hef margfalt meiri áhuga á þeim málum 🙂

    Þeir sem vilja horfa, flott fyrir þá. En er samt ekki allt í lagi með okkur hina sem ekki viljum horfa Arnar?

  11. Síðuhaldarar, afsakið dónaskapinn. En þegar ég hugsa um þennan úrslitaleik milli ManUtd og Chelsea þá bara get ég ekki varist hugsuninni…

    Hver er munurinn á kúk og skít?!

  12. Ég mun ekki einu sinni kveikja á netinu til að heyra úrslitin.
    Hata þessi lið innilega og finnst bara ekkert ömurlegra en að horfa á Fat Boy Rooney, eða ruddann Terry brosandi með medalíu dansandi við “We are the Champions”.
    Horfi með konunni á Grey’s Anatomy eða skúra bílskúrinn.
    En pistill KAR er virkilega flottur, er 100% sammála honum. Meistaradeildin er að verða stærri útgáfa af skoska, og bráðum, enska boltanum. Alltaf sömu lið í keppninni, yfirleitt þau sömu í 8 liða úrslitum og yfirleitt þrjú af fjórum þau sömu í undanúrslitum. Utan við ensku liðin eiga bara Inter og Real einhvern séns á næsta ári tel ég.
    Hef áður sagt það hér að þessi keppni, sem átti að auka útbreiðslu fótboltans, er orðin að andhverfu sinni. Þau lið sem komast í þessa keppni tvisvar í röð öðlast fjárhagslega yfirburði og vinna nær allar keppnir í heimalöndum sínum. Lyon, Celtic, Rangers, PSV og ensku risarnir fjórir. Útbreiðslan nær því til á bilinu 1 – 4 liða í hverju landi og eykur á sófaaðdáendur.
    Held að aldrei aftur muni lið eins og Steua, Marseille eða Ajax vinna þessa keppni. Las nýlega að sumar sjónvarpsstöðvar í Þýskalandi hafa fellt þennan leik úr dagskrá sinni og ég spái því að lítið verði um dýrðir á Spáni.
    Ég hef nákvæmlega engan áhuga á þessari keppni nema þegar mitt lið er að spila. Gegnumgangandi varnarfótbolti alla keppnina út og löngu farinn ljóminn af leikjum eins og Liverpool-Inter, Manchester-Roma og Bayern-Real.
    Mitt mat er það að fækka eigi möguleikum þess að sömu lönd eigi marga þátttakendur. T.d. að lið í 3. og 4.sæti stóru landanna keppi saman í forkeppni og síðan verði það sett upp sem skilyrði í 16 liða úrslitum.
    Frá 8 liða úrslitum verði hætt að leika heima og heiman, heldur tekinn tími frá 15.maí og spilaðar þrjár síðustu umferðirnar á stærri hlutlausum völlum.
    Þá kannski eyddi maður ekki tíma í sjúkrahúsdrama á slíkum degi……

  13. Ég verð að játa að áhugi minn á þessum leik er ekki meiri en svo að ég er ekki viss um hvort hann sé í kvöld eða………
    Líklega mun ég tékka á því hvort Stöð 2 Sport muni virða þær reglur sem UEFA setti um að leikurinn verði að vera í opinni dagskrá, en annars mun ég ekki leggja mig fram : )

  14. Hvaða leikur er í kvöld?:P

    Ef það heitir ekki Liverpool þá hef ég ekki áhuga á því. Man Utd, Chelsea, piff, who cares. Af tvennu illu þá vil ég frekar að Chelsea vinni, þeir fara nefnilega ekki nærri því eins mikið í taugarnar á mér efitr að Jose ‘fucking’ Mourinho hætti.

    Ég geri því eins og SSteinn, fæ mér sæti við fundarborðið á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar Liverpoolklúbbsins á Íslandi, enda þau málefni mun áhugaverðari en þessi leikur nokkurntíman.

  15. Ég verð að segja, fyrir mig persónulega, að ég skil ómögulega þetta viðhorf sem þið Steini, Benni Jón, Hafliði, Maggi, Arnór og fleiri hafið gagnvart þessum leik. Það er mjög erfitt að lesa ummæli ykkar og sjá nokkuð annað úr þeim en tóman biturleikann yfir því að okkar menn hafi ekki komist alla leið.

    Ég er sár og svekktur yfir því eins og þið að liðið hafi ekki klárað Chelsea (og þá sérstaklega hvernig Riise gaf Chelsea líflínu í þessu einvígi) en ég er ekki bitur. Það á að vera starf Everton-manna að vera bitru stuðningsmenn Liverpool-borgar, enda kallaðir “The Bitters”, ekki okkar Púllara. Eins svekktur og ég er get ég alveg áttað mig á því að Chelsea voru vel að þessu komnir í ár, enda fjórða árið af síðustu fimm þar sem þeir komast í undanúrslit.

    Ég mun horfa á þennan leik af áhuga. Ég er ekki spenntur fyrir honum og ég efast um að ég muni æpa upp yfir mig af gleði eða æsingi yfir honum, ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist (t.d. eitthvað rosamark eða umdeilt atvik) og auðvitað er ekki jafn gaman að horfa á þennan leik þegar liðið mitt er ekki að spila og ég held með hvorugu liðinu. En ég horfi samt á af áhuga, því þetta er jú stærsti leikur Evrópu á hverju ári.

    Ég get reyndar tekið undir með Magga að Meistaradeildin hefur tekið ljómann af Evrópu-hlutanum í þessari Evrópukeppni því nú eru tvær eða þrjár deildir farnar að einoka þennan bikar, en það er efni í aðra umræðu.

    Ég bara skil ekki hvers vegna menn þurfa að láta eins og smábörn og tala um kúk og skít, lýsa því yfir að það verði sko ekki horft á þennan leik (sko ekki! neheei!) og annað slíkt. Eru menn í fýlu eins og fimm ára krakkar yfir því að komast ekki í úrslit? Þetta er ykkur til minnkunnar.

    Þetta er allavega mín skoðun. Ég er Púllari, elska mitt lið og hef gert síðan ég var polli. En ég er líka knattspyrnuiðkandi, og knattspyrnuáhugamaður almennt. Ég mun horfa á EM í sumar þótt Ísland sé ekki á meðal þátttakenda. Ég fylgist með öðrum deildum en þeirri ensku, og ég mun horfa á þennan stórleik í kvöld þótt liðið mitt sé ekki að keppa þetta árið.

    Það að reyna að gera lítið úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar, sem er fyrir ykkur stærsti og ótrúlegasti viðburður mannkynssögunnar þegar Liverpool tekur þátt í honum, er ekkert sérstaklega málefnalegt. Bara mín skoðun. 🙂

  16. Held að enginn sé á því að horfa ekki á þennan leik því að Liverpool sé ekki í honum, ef þetta væru hvaða önnur lið sem er þá myndi ég horfa. Er það óskiljanlegt að Liverpool-menn hafi ekki áhuga á að horfa á annars vegar erkifjendur sína og hins vegar eitt leiðinlegasta fótboltalið Bretlandseyja leika til úrslita og lyfta þessum bikar? Ég gerði þau mistök að horfa á úrslitaleik FA Cup í fyrra og það er 120 mín af lífi mínu sem ég fæ aldrei aftur. Hef séð leiki í utandeildinni sem voru skemmtilegri og opnari. Ég sé ekkert barnalegt eða ómálefnalegt við það að vilja ekki horfa á annað hvort eitthvað United ógeð eða Terry lyfta bikarnum og tel mig ekkert verri mann fyrir vikið.

  17. Það vita nú líklega allir að þetta er stærsti leikur ársins í félagsliðaboltanum á hverju ári, það er enginn að gera lítið úr því.

    Það er hinsvegar verið að tala um hvernig þessi leikur snýr að okkur púllurum, eðlilega hafa mjög margir okkar akkurat engan áhuga á þessum leik, vilja að bæði lið tapi og vilja umfram allt ekki horfa á United menn eða Chelski lyfta bikarnum okkar og hafi því ekki löngun til að sjá þennan leik, því það er vissulega rétt að það er engin munur á kúk og skít 😉

  18. Bara svona til að svara Kristjáni þá vil ég bara segja fyrir mig að vegna tímaleysis (á 2 lítil börn) og vinnu þá næ ég yfirleitt yfir sísonið bara að sjá Liverpool leikina, reyni þó að sjá “stóru leikina” í deildinni líka en það tekst ekki alltaf.
    Eins og ég sagði í mínu kommenti #15 þá mun ég tékka á hvort leikurinn verði í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport (þoli ekki að skrifa þetta nafn) en annars mun ég ekki leggja mig fram til að sjá leikinn, það er ekki eins og ég sé að forðast hann.
    “Það er mjög erfitt að lesa ummæli ykkar og sjá nokkuð annað úr þeim en tóman biturleikann yfir því að okkar menn hafi ekki komist alla leið.”
    Ekk veit ég hvaða tilgangi svona setning þjónar hjá þér Kristján en persónulega finnst mér þessi setning hafa mátt missa sín, enda erum við ekki öll steypt í sama mótið og áhugi fólks misjafn á boltanum og því óþarfi að saka fólk um biturleika ; )

  19. Tek undir með nafna að úrslitaleikurinn í meistaradeildinni er einn af þeim leikjum sem ég sem knattspyrnuáhugamaður gæti ekki fyrir mitt litla líf sleppt þrátt fyrir að mitt lið sé ekki að spila. Ég vona af tveimur slæmum kostum að Chelsky vinni þar sem manu er í engu uppáhaldi hjá mér, auk þess sem Grant væri að afreka eitthvað sem Moron náði aldei að gera með Chelsky.

    Varðandi gæði ensku knattspyrnunnar þá hittir þú naglan á höfuðið Kristján. Í dag er þetta lang sterkasta og erfiðasta deildin í evrópuboltanum. Því er ekki óeðlilegt að gefa Benitez nokkur ár í viðbót til að móta lið sem gæti ógnað manu og Chelsky í deildinni. Það vantar ekki mikið uppá til að það náist og vonandi kaupir LFC rétta leikmenn í sumar sem klára púslið.

    Kv
    Krizzi

  20. Er ég bitur afþví að ég hef ekki áhuga á Man Utd eða Chelsea? Ég hef áhuga á Liverpool, ég horfði t.d. um daginn frekar á varaliðið spila en Barcelona – Real Madrid…er ég þá bitur? Ég horfi á EM og HM með öðru, afhverju, jú, mitt lið er ekki að spila og því hef ég takmarkaðan áhuga…er ég þá bitur?

    Bottom line, þetta er stæsti leikur sem félagslið getað komist í, ekki spurning, og bæði þessi lið eru vel að því komin, en það breitir því ekkert að ég hef ekki áhuga á þessum leik, einfaldlega vegna þess að mitt lið er ekki þarna.

    Að ég hafi takmarkaðan áhuga og vilji frekar sitja stjórnarfund hjá nýrri stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi þar sem gríðarlega spennandi tímar eru framundan…ef það gerir mig birtan, þá ok, ég er bitur.

    …ert þú bitur Kristján Atli afþví að við höfum lítin áhuga á leiknum???

  21. Benni, ég er gríðarlega bitur enda sýnist mér ég vera í minnihluta hér. Sannkallaður Everton-maður í þessu máli. 🙂

    Skemmtið ykkur vel á stjórnarfundinum, strákar mínir, en það skal enginn segja mér að þessi fundur hafi ekki viljandi verið settur á í dag, af öllum dögum, til að menn hefðu afsökun fyrir að sleppa þessum leik. 😉

  22. Gott og vel Kristján ef þú skilur ekki okkar viðhorf gagnvart þessum leik, en mér finnst algjör óþarfi að tala um okkur sem smábörn eða þetta okkur til minnkunar og þar frameftir götunum.

    Jú, það er enginn vafi þetta er stærsti fótboltaleikurinn á hverju ári, hvort sem það er Liverpool eða eitthvað annað lið að spila í honum. Þetta snýst ekki um það, þetta snýst um það hvort hver og einn PERSÓNULEGA hefur áhuga á leiknum sem slíkum. Ég viðurkenni það alveg að ég hefði haft talsverðan áhuga á honum ef Barca væri að spila við annað hvort liðið. Eða nánast sama hvað annað lið ætti í hlut (já, t.d. Arsenal) en þessum leik hef ég bara einfaldlega engan áhuga á. Þú mátt alveg kalla mig bitran, en þetta snýst hjá mér ekki bara um það að það sé ekki Liverpool sem sé að spila, mig hreinlega langar ekki að sjá leikinn. Myndi líklega gera það ef ég hefði ekkert annað að gera, en ég hef það.

    Ég er ekki að reyna að gera lítið úr þessum viðburði, þetta snýst um liðin sem þarna spila. Og með fundinn góða í kvöld, þá skal ég upplýsa þig um að ég boðaði tímann og þá hafði ég steingleymt að þessi leikur væri í gangi á sama tíma (segir kannski til um hversu ofarlega hann var í mínum huga) og mér var svo bent á þetta. Það voru þó allir til í að mæta, því greinilega fleiri en ég sem hafði ekki snefil af áhuga á að sjá hann.

    Ég tengi þetta því ekki biturleika, nema við séum bara almennt bitrir. Við höfum nú áður viljað fá ákveðna pistla á forsíðunni neðar vegna þess að okkur líkar ekki við það sem þar stóð (vond úrslit, ManYoo að vinna titilinn etc.), það getur vel verið að þetta sé allt biturleiki.

    En bara skemmtið ykkur sem best við áhorfið og vonandi fáið þið góða skemmtun.

  23. Sælir

    Veit einhver hvort leikurinn verð sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport?

    Fyrsta og eina skipti sem ég segi þetta;

    áfram chelsea

  24. Spjallborðið á manutd.is (ekki banna mig) segir að leikurinn sé í opinni dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Nokkrir hafa hringd niðreftir og spurt að þessu og fengið bara jákvæð svör.

  25. Ég hef áhuga á þessum leik þar sem þetta er Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar en mér er í raun slétt sama hvernig hann fer. Vil bara sjá skemmtilegan leik. Var boðið á leikinn en afþakkaði og kannski segir allt um forgangsröðina þegar LFC er ekki að spila 🙂

  26. Þetta snýst ekki um biturleika í mínu dæmi.
    Ég hef ekki gaman af því að horfa á alla fótboltaleiki i heimi og finnst einfaldlega ekki ástæða til að taka kvöldið í að horfa á United-Chelsea. Sama hver keppnin er!
    Barnaskapur má það heita mín vegna ef mönnum líður betur með það…..

    • Var boðið á leikinn en afþakkaði og kannski segir allt um forgangsröðina þegar LFC er ekki að spila

    haha var verið að smala poolurum þanngað til að það yrði einhver stemming? 🙂

  27. En hmm, UEFA leikruinn var ekki í opinni dagsrká hjá mér, ætti hann ekki að hafa verið í opinni dagsrká eins og leikurinn í kvöld? En vitiði að ef hann er í opinni, þá get ég séð hann í gegnum Skjáinn, ég þarf ekkert að vera með loftnet eða Digital Island er það nokkuð?

  28. Eitt slúður í viðbót, (það er svo gaman að skoða það) en Arsenal eru búnir að leggja fram boð í Samir Nasri hjá Lyon,
    http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=537599&cc=5739

    Mér finnst hann mjög mikið potential og vona innilega að við séum eitt af þessum liðum sem eru einnig búnir að leggja boð í hann:
    ‘But I have also received other offers,’ Bernes told the southern French newspaper La Provence.

  29. Nasri er að sjálfsögðu í Marseille, afsakið þessi þrjú mismunandi comment. :/

  30. Jæja þá er þessu HRÆÐILEGA tímabili lokið. Þetta var KLÁRLEGA næstversta tímabil knattspyrnusögunnar og þegar á heildina er litið hrikaleg vonbrigði.

    Til hamingju United

    p.s hvað segið þið með tímasetninguna á þessu klúðri hjá Terry!!!

  31. Jæja…. Mancs höfðu þetta í all rosalegum leik. 🙁 Mér var svo sem samt eiginlega slétt sama hver hefði unnið. Af tvennu illu kannski upp á titlafjölda hjá Mancs þá betra að Chelsea hefði tekið þetta. En mikið óskaplega er þetta Chelsea lið óþolandi. Charvalho gerði heiðarlega tilraun til að gera út af við ferilinn hjá landa sínum Ronaldo crying out loud dívano. Og Drogba hagaði sér eins og honum er einum lagið… eina ferðina enn.

    Það er dálítið skrítið að horfa á svona stórleik og vera með sama púlsinn næstum því allann tímann. Fór aðeins að iða í sætinu þegar kom að vítaspyrnukeppninni… Kveikti einhverjar taugar .. sællar minningar 🙂

    Það er sjaldan sem maður sér svona vítaspyrnukeppnir fara í bráðabana og þessi fór í þrjá bráðabana.

    Annars er bara góða veðrið og vorið yndislegt.

  32. Taka úrslitaspyrnu í úrslitaleik meistadeildarinnar…renna á raskatið,hvílík snild og klúður ársins

  33. Hvar fá menn þetta hatur á Chelsea? Það er sem sagt nóg að eitthvað lið vinni 1-2 titla og séu með leiðinlegan þjálfara í 3 1/3 tímabil til að ná United sem helst hataðasta lið Liverpool manna? Ef Sheff Utd hefði unnið deildabikarinn með Neil Warnock ættu okkur þá í raun að vera sama hvort ynni í leik þeirra á milli, Man U eða Sheff Utd?
    Svo það sé á hreinu þá er Man Utd mesta ógeðislið sem fær að ganga á þessari jörð og Chelsea mun aldrei komast í hálf- né einu sinni fjórðungskvist á við þá!

  34. Ég segi nú bara það sama og Arnór # 13: “Hver er munurinn á kúk og skít?”

    Annars skemmtilegur leikur, ég óska Manchester mönnum til hamingju því núna vita þeir hvernig okkur Liverpool mönnum líður ALLTAF! Þeir geta kíkt á Anfield út öldina og skoðað Big Ears þegar þeir verða að skila sínum, segir það sem segja þarf.

  35. Hvort sem ég hefði séð Man Utd eða Chelsea fagna hefði ég orðið flökurt….og mér varð flökurt. Leikurinn var samt sem áður fín skemmtun og þvílík dramatík.
    Slær þó ekki út besta úrslitaleik EVER í Istanbul.
    En til hamingju Man Utd aðdáendur. Þeir fóru taplausir í gegnum þessa keppni og eru verðugir sigurvegarar.

  36. Hvernig væri nú að fara að koma með nýja færslu svo við þurfum ekki að sjá þessa …. fána þegar við ætlum að skoða LIVERPOOL síðu.

    Bara svona smá tillaga 🙂

  37. Djö þurfum við að fara að gera stórkostlegar breytingar ef við ætlum að vinna þessa stóru titla, við ættum að vera að rústa þessum liðum í deildinni. Á meðan þessi kjánalegu eigendur eru við lýði þá verða engar stórkostlegar breytingar, byggingin á leikvanginum er ekki einu sinni byrjuð!

  38. Nr. 39 Kjartan
    Hatrið er að mestu fengið frá Rússlandi og þeim áhrifum sem Chel$ki ævintýrið hefur haft á fótboltaheiminn. Mannni finnst þeir einhvernvegin ekki verðugir…..

    Svo spilar líka inn í að við höfum spilað fáránlega marga leiki á hverju ári við Chelsea undanfarið þar sem mikill rígur hefur myndast milli liðana.

  39. Greinilegt að mönnum hefur þá ekki verið mjög illa við United ef eitthvað no-name lið getur náð sama status hjá Liverpool-mönnum á 3 tímabilum og United á 100 árum…

  40. þráinn:Ég segi nú bara það sama og Arnór # 13: “Hver er munurinn á kúk og skít?”

    Annars skemmtilegur leikur, ég óska Manchester mönnum til hamingju því núna vita þeir hvernig okkur Liverpool mönnum líður ALLTAF! Þeir geta kíkt á Anfield út öldina og skoðað Big Ears þegar þeir verða að skila sínum, segir það sem segja þarf.

    nú er helmingur ykkar búinn að tala um muninn á kúk og skít, hversu skítt er það þegar bæði kúkurinn og skíturinn eru betri en okkar lið(já ég er poolari)
    og hvernig okkur líður alltaf??? undanfarið hefur mér ekki liðið eins og manchester mönnum líður í dag,(þ.e.a.s í sigurvímu búinn að vinna 2 titla)
    afhverju? jú því að mitt lið hefur ekki unnið neitt,
    eins mikið og það syrgir mig þá eru erkifjendurnir í manchester og chel$ki einfaldlega með betri lið núna og vonandi gerist eitthvað betra á næstu árum

  41. Mér finnst þetta ekki endilega vera nein gullöld enskra liða. Það sem stendur uppi er eitt sigurlið, að komast í undanúrslit er gleymt eftir viku. Síðustu fjögur ár hafa tvö ensk lið unnið, eitt ítalskt og eitt spænskt. Yfirburðirnir eru ekki meiri en það. Þar áður vann MU 1999 og svo þarf að fara eitthvað lengra til baka til að finna enskan sigur.

  42. Kári, þú ert eitthvað að misskilja, þegar sagt er “gullöld” er ekki verið að tala um heila öld : )
    Að taka inn í dæmið leik sem fór fram fyrir 9 árum síðan skekkir því myndina þér í vil heldur betur, enda á síðustu öld : )
    Þú getur heldur ekki þrætt fyrir það að þetta ár og í fyrra hafa Ensk lið verið mjög áberandi þegar örfá lið eru eftir í pottinum.
    Þess vegna er verið að tala um að tími Enskra liða (gullöld) sé núna.

Uppgjör: Tímabilið 2007/08

Fimmtudagur til fræðslu og spjalls