Uppgjör: Tímabilið 2007/08

Í gær lauk í raun enska knattspyrnutímabilinu í efstu deildinni með úrslitaleik Bikarkeppninnar ensku. Það var lið **Portsmouth** sem vann bikarinn að þessu sinni og óskum við á Liverpool-blogginu þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju (þá sér í lagi Hemma Hreiðars sem átti þetta fyllilega inni eftir að hafa verið að ég held þrisvar í falliði í Úrvalsdeild), alveg eins og við óskum (með semingi þó) stuðningsmönnum **Manchester United** einnig til hamingju með að hafa borið sigur úr býtum í ensku Úrvalsdeildinni þetta tímabilið, eins og í fyrra.

Í þessu uppgjöri ætlum við þó að líta okkur nær og gera upp tímabilið hjá okkar eigin liði, Liverpool FC.

Eins og við höfum vanið okkur á hér á Liverpool Blogginu höfum við tekið okkur til og kosið um sum af helstu atriðum tímabilsins í vetur, um allt það besta og versta. Þetta virkar þannig að við erum sjö sem skrifum á Liverpool Bloggið, við kusum í átta flokkum í ár og hver okkar mátti setja 1.-3. sæti í hverjum flokki. Nú, við kusum, stigin hafa verið talin og niðurstaða kviðdómsins er sem hér segir:

LEIKMAÐUR ÁRSINS:

  1. Fernando “El Nino” Torres – 21 stig
  2. Steven Gerrard – 9 stig
  3. José Manuel “Pepe” Reina – 4 stig

MESTU FRAMFARIR:

  1. Alvaro Arbeloa – 9 stig
  2. Javier Mascherano – 8 stig
  3. Martin Skrtel – 7 stig

BJARTASTA VONIN:

  1. Ryan Babel – 12 stig
  2. Emiliano Insúa – 6 stig
  3. Martin Skrtel/Krisztián Nemeth – 5 stig

MESTU VONBRIGÐI (LEIKMAÐUR):

  1. John Arne Riise – 13 stig
  2. Harry Kewell – 9 stig
  3. Andriy Voronin – 6 stig

MESTU VONBRIGÐI (Annað):

  1. Sjálfsmark Riise gegn Chelsea í ECL – 10 stig
  2. Eigendasápuópera Hicks & Gillett – 7 stig
  3. Árangur í Úrvalsdeild / fjöldi jafntefla í vetur – 5 stig

LEIKUR ÁRSINS:

  1. Arsenal, 4-2 sigur á Anfield í ECL – 21 stig
  2. Besiktas, 8-0 sigur á Anfield í ECL – 9 stig
  3. Marseille, 0-4 sigur á Stade Velodrome í ECL – 7 stig

MARK ÁRSINS:

  1. Steven Gerrard gegn Aston Villa á útivelli í EPL – 10 stig
  2. (jafnt) Fernando Torres gegn Marseille á útivelli í ECL – 7 – stig
  3. (jafnt) Fernando Torres gegn Chelsea á Anfield í EPL – 7 stig

KAUP ÁRSINS:

  1. Fernando Torres – 21 stig
  2. Ryan Babel/Martin Skrtel – 8 stig
  3. Lucas Leiva/Javier Mascherano – 2 stig

Einstaklingslistar eru birtir hér fyrir neðan:

OLLI:

Leikmaður ársins

    1. Fernando Torres
    2. Jamie Carragher
    3. Steven Gerrard

Mestu framfarir

    1. Martin Skrtel
    2. Fernando Torres
    3. Ryan Babel

Bjartasta vonin

    1. Fernando Torres
    2. Martin Skrtel
    3. Javier Mascherano

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. Steve Finnan
    2. John Arne Riise
    3. Xabi Alonso

Mestu vonbrigði (annað)
Eigendaskinkurnar

Leikur ársins

    1. Síðari leikurinn gegn Arsenal á Anfield í 8-liða úrslitum í Champions League.
    2. Útileikurinn gegn Marseille 11. desember
    3. Þegar við unnum 4-0 heimasigur á West Ham 5. mars þegar að Torres skoraði þrennu og Gerrard eitt fallegt í lokin.

Mark ársins

    1. Fernando Torres á móti Arsenal á heimavelli í Meistaradeildinni
    2. Steven Gerrard á móti Aston Villa á útivelli
    3. Fernando Torres á móti Middlesbrough á útivelli

Bestu kaupin

    1. Fernando Torres
    2. Ryan Babel
    3. Martin Skrtel

KRISTJÁN ATLI:

Leikmaður ársins

    1. Fernando Torres
    2. Steven Gerrard
    3. Pepe Reina

Mestu framfarir

    1. Alvaro Arbeloa
    2. Javier Mascherano
    3. Ryan Babel

Bjartasta vonin

    1. Ryan Babel
    2. Emiliano Insúa
    3. Krisztián Nemeth

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. John Arne Riise
    2. Jermaine Pennant
    3. Andriy Voronin

Mestu vonbrigði (annað)

    1. Eigendasápuópera Hicks & Gillett.
    2. Sjálfsmark Riise gegn Chelsea.
    3. Töpin gegn Man Utd í Úrvalsdeildinni.

Leikur ársins

    1. Arsenal, 4-2 í ECL.
    2. Besiktas, 8-0 í ECL.
    3. Marseille, 0-4 í ECL.

Mark ársins

    1. Torres gegn Chelsea í deildinni í ágúst. Höfum beðið í mörg ár eftir leikmanni sem getur skorað slík mörk, var ótrúlegt að sjá hann skora sitt fyrsta slíkt af mörgum fyrir LFC.
    2. Gerrard gegn Aston Villa í deildinni í ágúst. Þegar boltinn fór í markhornið leyfði ég mér, í eina skiptið í vetur, að trúa því að kaaannnnsski væri þetta okkar ár.
    3. Torres gegn Marseille á útivelli í desember. Af því að ég hef aldrei séð lið hreinlega gefast upp eins og þegar Marseille fékk það mark á sig. Þeir litu í kringum sig og svipur þeirra sagði það allt: „Við getum ekki unnið þennan mann.“

Bestu kaupin

    1. Fernando Torres
    2. Ryan Babel
    3. Martin Skrtel

EINAR ÖRN:

Leikmaður ársins

    1. Torres
    2. Gerrard
    3. Reina

Mestu framfarir

    1. Arbeloa
    2. Skrtel

Bjartasta vonin

    1. Babel
    2. Insúa

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. Harry Kewell!!!
    2. Crouch (ég hefði viljað sjá hann spila mun oftar).
    3. Kuyt (þó hann hafi skánað með tímanum)

Mestu vonbrigði (annað)

    Öll þessi jafntefli.

Leikur ársins

    Liverpool – Arsenal á Anfield í CL

Mark ársins

    Torres gegn Inter í CL

Bestu kaupin

    1 Torres
    2 Skrtel
    3 Babel

SSTEINN:

Leikmaður ársins:

    1. Fernando Torres
    2. Steven Gerrard
    3. Pepe Reina

Mestu framfarir

    1. Fabio Aurelio
    2. Javier Mascherano
    3. Sami Hyypia (upp á fönnið, enda miklar framfarir frá síðasta tímabili)

Bjartasta vonin

    1. Ryan Babel
    2. Damien Plessis
    3. Lucas Leiva

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. John Arne Riise
    2. Andriy Voronin
    3. Steve Finnan

Mestu vonbrigði (annað)

    1. Titlaleysið
    2. Jafnteflahrúgan
    3. Meiðsli Agger

Leikur ársins

    1. Liverpool – Arsenal 4-2
    2. Liverpool – Besiktas 8-0
    3. Marseille – Liverpool 0-4

Mark ársins

    1. Torres vs. Marseille
    2. Torres vs. Chelsea
    3. Gerrard vs. Aston Villa

Bestu kaupin

    1. Fernando Torres
    2. Ryan Babel
    3. Martin Skrtel

MAGGI:

Leikmaður ársins

    1. Fernando Torres
    2. Javier Mascherano
    3. Pepe Reina

Mestu framfarir

    1. Fabio Aurelio
    2. Lucas
    3. Javier Mascherano

Bjartasta vonin

    1. Ryan Babel
    2. Lucas
    3. Kristian Nemeth

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. Andriy Voronin
    2. John Arne Riise
    3. Harry Kewell

Mestu vonbrigði (annað)

    1. 0-3 tap á Old Trafford
    2. Sjálfsmark Riies gegn Chelsea.
    3. Sigurmark Barnsley á Anfield.

Leikur ársins

    1. 4-2 sigur á Arsenal í CL
    2. 4-0 sigur á Marseille í CL
    3. 8-0 sigur á Besiktas í CL.

Mark ársins

    1. Fernando Torres gegn Marseille (Ú)
    2. Steven Gerrard gegn Aston Villa (Ú)
    3. Steven Gerrard gegn Inter (H)

Bestu kaupin

    1. Fernando Torres
    2. Martin Skrtel
    3. Ryan Babel

DODDI:

Leikmaður ársins

    1. Fernando Torres
    2. Steven Gerrard
    3. Javier Mascherano

Mestu framfarir

    1. Javier Mascherano
    2. Martin Skrtel
    3. Emiliano Insua

Bjartasta vonin

    1. Martin Skrtel
    2. Damien Plessis
    3. Emiliano Insua

Mestu vonbrigði (leikmaður)

    1. John Arne Riise
    2. Harry Kewell
    3. Sebastian Leto

Mestu vonbrigði (annað)

    1. Sjálfsmark Riise í undanúrslitum CL-deildarinnar
    2. Deildarárangur
    3. Eigendakrísan

Leikur ársins

    1. 4:2 sigurinn á móti Arsenal í 8 liða úrslitum CL-deildarinnar
    2. 8:1 sigurinn á móti Besiktas í CL-deildinni
    3. 4:0 sigurinn úti á móti Marseilles í CL-deildinni

Mark ársins

    1. Steven Gerrard úti á móti Aston Villa í deildinni, 11. ágúst 2007
    2. Fernando Torres heima á móti Chelsea í deildinni, 19. ágúst 2007
    3. Fabio Aurelio úti á móti Bolton í deildinni, 2. mars 2008

Bestu kaupin

    1. Fernando Torres
    2. Javier Mascherano
    3. Martin Skrtel

AGGI:

Leikmaður ársins: Fernando Torres! Ótrúlegur leikmaður og loksins erum við framherja sem stendur undir því að vera nr.9.

Mestu framfarir: Er Alvaro Arbeloa var keyptur til félagsins frá La Coruna voru ekki margir sem þekktu til hans. Ég vonaði bara að hann væri betri en Josemi og Kromkramp en átti frekar von á því hann myndi vera back-up fyrir Finnan. Arbeloa átti gríðarlega sterka innkomu á tímabilinu áður en dalaði þegar á leið. Á þessu tímabili var hann næstu sjálfvalinn í liðið og stóð sig gríðarlega vel. Gerrard, Carragher, Torres og Reina voru þeir einu sem spiluðu meira á tímabilinu en hann og það segir okkur nú eitthvað. Spilaði einnig sig fyrsta landsleik fyrir Spán.

Bjartasta vonin: Ungverjinn Krisztian Nemeth hefur sprungið út með varaliðinu og síðan hann skoraði 2 mörk í sínum fyrsta varaliðs leik í nóvember endaði hann á að skora 9 mörk í 16 leikjum.. Hann er einungis 19 ára og trúi ég ekki öðru en að hann komi til með að fá nokkra leiki á næsta tímabili. Þess má geta að hann skoraði 7 mörk í 3 U19 ára leikjum og 7 mörk í 6 U21 árs leikjum fyrir Ungverjaland. Ég hlakka mikið til að sjá þennan dreng spila.

Mestu vonbrigði (leikmaður): Það eru nokkrir leikmenn sem koma uppí hugann eins og Pennant, Riise, Voronin, Kewell og Alonso en ég vel Harry Kewell sem náði einungis að spila 607 mínútur á þessu tímabili (Reina spilaði 3452 mínútur) þar sem hann breytti til og meiddist. Núna er nr.7 laus og vonandi fáum við leikmann sem stendur undir því að spila nr. 7 á komandi árum.

Mestu vonbrigði (annað): Þegar Riise skoraði Markið því ég vissi innst inni að þetta mark væri okkar dauðadómur í Meistaradeildinni. Djö…. ég er ennþá pirraður yfir þessu.

Leikur ársins: 4-2 sigurinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Hreint út sagt ótrúlegur leikur.

Mark ársins: Skallamarkið hjá Hyypia gegn Arsenal í leik ársins. Ótrúlegt mark.

Bestu kaupin: Það liggur beinast við að segja Torres og Rafa gerði frábær kaup í þessum Spánverja en mig langar að nefna annan sem var miklu óþekktari stærð þegar hann kom til félagsins, Lucas. Hann hefur tekið miklu meiri ábyrgð í vetur en ég átti von á og algjörlega staðið undir því. Verður án efa lykilmaður í liðinu á komandi árum.

38 Comments

  1. Hvernig eru framfarir metnar hjá ykkur? Yfir allt tímabilið eða frá fyrra tímabili? Ég allavega skil ekki hvernig leikmenn á fyrsta ári geta sýnt mestu framfarir…þeir eiga frekar heima í “bjartasta vonin” eða “bestu kaupin”…en það er bara ég.

    En verður maður ekki að setja upp sinn eigin lista…svo það sé hægt að gagnrýna mitt val á þessu 🙂

    Leikmaður ársins: Torres, Gerrard, Reina

    Mestu framfarir: Mér dettur eiginlega engin í hug. Arbeloa kannski helst en samt ekki, hann hefur ekkert verið neitt frábær í vetur, bara svona fínn eins og tímabilið á undan.

    Bjartasta vonin: Babel, Plessis, Nemeth

    Mestu vonbrigði(leikmaður): Kuyt, Kewell, Riise

    Vonbrigði annað: Sjálfsmark Riise gegn Chelsea, eigenda fíaskoið og öll jafnteflin á heimavelli(spáið síðan í það, fallliðin tóku 7 stig af okkur)

    Leikur ársins: Besiktas 8-0, Arsenal 4-2 og Inter 2-0

    Mark ársins: Ekkert eitt mark stendur uppúr, frekar Torres og hans 33 mörk

    Bestu kaupin: Torres, Mascherano/Babel/Skrtel

    Nú þarf bara að horfa til næstu leiktíðar og styrkja byrjunarliðið svo um munar….enga meðaljóna, bara alvöru þungaviktamenn!!!

  2. Sammála með Hemma Hreiðarss, en hefur hann ekki fallið 4 sinnum? Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich og Charlton?

  3. Aggi, það er rétt. Ég var að reyna að rifja þetta upp í gær og gleymdi Ipswich. 🙂

    Annars skil ég ekki þá sem setja Riise-sjálfsmarkið ofar, eða flokka það sem meiri vonbrigði, en eigendakrísuna hjá Hicks og Gillett. Það voru mikil vonbrigði að sjá sigurleik breytast í slæmt jafntefli á síðustu sekúndunni með slæmu sjálfsmarki, en það er samt bara einn leikur í einni keppni, og liðið fær annað tækifæri þar strax á næstu leiktíð. Eigendakrísan er miklu meiri vonbrigði af því að hún hefur (mögulega) miiiiklu verri áhrif á framtíð klúbbsins eins og hún leggur sig. Hvernig fólk getur verið daprara yfir einu sjálfsmarki heldur en eigendamálunum skil ég ekki.

  4. Rosalega er þetta óþolandi !!!
    Besta LFC síðan getur ekki einu sinni haft hlutina í lagi og dissa/vanmeta Carra eins og allir aðrir. Auðvitað ætti hann að komast á top 3. Ég vill meina að hann eigi að vera ofar en Torres. Kallinn hefur verið bestur eða með þeim bestum í flestum leikjum liðsins. LFC væri í 8.sæti ef hann væri ekki þarna. Og þá væru allir að grenja um að kaupa heimsklassa miðvörð í svipuðum gæðaflokki og torres. Sorglegt þegar menn sem maður telur að hafi vit á fótbolta sjá ekki það rétta. Ég spyr mig en og aftur, þarf Carra að hafa strípur eða hárband til að vera tekinn alvarlega ? Menn sögga svo mikið fyrir þessum nöfnum, allavega efstu 2. Torres var vissulega frábær á tímabilinu, en ekki gleyma því að það voru nokkrir leikir sem hann var ekki mikiða ð gera í og hreinlega ekki með. Ef Carra væri þannig í sumum leikjum þá væru þeir tapaðir. Og hvað geirst þegar Carra er meiddur í langan tíma? Þá bortnar liðið allt niður að innan, það hefur sýnt sig undanfarin ár að þegar hann er ekki með í langan tíma vegna meiðsla þá er þetta búið. Þannig að það er ekki bara getan á vellinum, heldur hausinn á þessum gaurum sem Carra hedur í lagi. Já já þessi maður er langt frá því að komast á top 3 hjá ykkur á kop.is. Gefum okkur að hann væri með hár niður á axlir og strípur í því. Spilaði með band í hárinu og væri vel tanaður. Væri svo reglulega úti á lífinu og með frægri kellingu og þessi pakki. Þá væri hann talinn besti varnamaður á englandi og ábyggilega lika af kop.is. Ég spyr mig fyrst að allir og kop.is láta hárið og tanið villa fyrir sér, er þá ekki Merzedes Club besta hljómsveit í heimi að ykkar mati ?

  5. Vonbrigðin eftir mark Riise voru rosaleg, maður var hálf miður sín…þó var ég alltaf bjartsýnn á að við gætum farið á Stamford Bridge og skorað mörk…sem varð raunin, vörnin bara hélt ekki.

    En með eigendurna, þeir eru búnir að kaupa dýrt og mér finnst þetta mál oft miklu uppblásnara en það er í raun og veru. Auðvitað er ástandið ekki ásættanlegt, en himin og jörð eru ekkert að farast ennþá, þeir hafa verið að eyða pening í alvöru leikmenn og styrkja liðið, það eitt og sér er allavega mjög jákvætt. Þú segir Kristján að eigendafíaskóið hafi mögulega miklu verri áhrif á framtíð klúbbsins. Jújú, auðvitað er það mökuleiki, en það er ekki eini möguleikinn. Það getur vel verið að þessi krísa þeirra verði til þess að þeir selji til “alvöru” eigenda eða fari að reka klúbbinn af meiri festu.

    Annað í þessu er a eigendafíaskóið gerist smá saman yfir heilt tímabil, og því kannski ekki alveg það sama og ein stór vonbrigði eins og með Riise markið. Það sjálfsmark setti okkur í gríðarlega erfiða stöðu, og þrátt fyrir hetjulega baráttu á Stamford Bridge, þá dugði það ekki til útaf þessu sjálfsmarki.

    Ég er ekkert að segja að eigendafíaskóið sé ekki mikil vonbrigði, ég dokaði aðeins við þegar ég var að velja, en valdi svo Riise því það var mun meiri vonbrigði en klaufalegt PR sem hefur verið helsta vandamál kanana hingað til.

  6. Pétur minn, vertu nú alveg rólegur. Ég get alveg lofað þér að Carragher fær klárlega það hól sem hann á skiliið hérna. Þetta er minn uppáhalds Liverpool leikmaður. Hann aftur á móti átti lélega byrjun á mótinu en kom sterkur inn eftir áramót. Hann er því eðlilega ekki á þessum þriggja manna lista…

    …og tan/strípur/hárlegnd kommentið er auðvitað ekki svaravert.

  7. Pétur, kemur þú ekki bara þitt álit og þeir sitt?

    Carra er klárlega lykilmaður i liðinu og hryggsúlunni en ekki okkar besti maður í ár. Að segja að hann fái aldrei neitt hrós hérna ber öll þess merki að þú hafir ekki lesið þessa síðu nógu lengi.

  8. Pétur, þú getur verið alveg rólegur því ég lofa þér því að það er nákvæmlega enginn að vanmeta Carra á þessari síðu.

    Ég persónulega kaus Torres, Gerrard og Reina af mjög einföldum ástæðum. Ég taldi að þeir þrír, ásamt Carra, Hyypiä og Mascherano, ættu erindi á svona lista fyrir þetta tímabil. Ég valdi úr þannig að af því að Carra átti frekar misjafna byrjun á tímabilinu, Hyypiä var ekki fastamaður í liðinu eftir áramót og í raun var búinn að missa sæti sitt til Skrtel undir það síðasta, og Mascherano fékk mínus í kladdann fyrir brottreksturinn gegn Utd um páskana.

    Á hinn bóginn skoraði Nando 34 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool, Gerrard skoraði 21 mark og átti víst 23 stoðsendingar líka, og Pepe Reina hélt þriðja árið í röð oftast allra marki sínu hreinu í Úrvalsdeildinni. Þess vegna raðaði ég þeim þremur ofar en hinum þremur, en það er ekki þar með sagt að mér þyki hinir þrír lélegir eða ekki mikilvægir leikmenn liðsins.

  9. Alveg rólegur á Carra. Veit ekki betur nema langflestir hér inni hafa mikið álit á Carra. Ekki veit ég hvaða tölfræðiútreikninga þú notaðir til þess að fá út að Liverpool hefði endað í 8.sæti ef hann hefði ekki verið til staðar. Það að gera lítið úr Torres til þess að hefja Carra upp segir e.t.v. meira um vit þitt á fótbolta en hinna sem þú gerir lítið úr.
    Carra er frábær leikmaður en eins og Benni Jón þá var hann slakur í upphafi móts og langt frá sínu besta. Torres var nokkuð jafn og skoraði jafnt og þétt yfir mótið, tvímælalaust sá leikmaður sem Liverpool hefur vantað undanfarin ár. Samvinna Gerrard og Torres seinni hluta mótsins var síðan frábær seinni hluta mótsins og þeir tveir voru mennirnir sem drógu vagninn þegar liðið fór í gang.
    Það má alveg deila um þriðja sætið, Reina verðskuldar það að því leyti að fyrir að vinna gullhanskan þrjú ár í röð.

  10. Já.
    Svona val verður auðvitað alltaf persónulegt og alveg klárt að þetta verður hægt að rífast um fram í ágúst.
    Ég er að mörgu leyti sammála því að erfitt er að velja “framfaraverðlaun”. Ég valdi Aurelio og Masch vegna þess að mér fannst þeir mun betri í ár en fyrra og Lucas frá því í haust.
    Ég hef reynt að lágmarka pirring minn á eigendunum og eftir verslunarferð þeirra í janúar, þar sem Skrtel og Masch komu formlega og fljótlega þar á eftir fékk Benitez traustsyfirlýsinguna hef ég einhverja trú á því að þetta verði leyst. Það segir alls ekki að ég vilji hafa Hicks og Gillett áfram, en ef að þeir sjá til þess að liðið verði samkeppnishæft gef ég þeim séns, þó þeir séu ekki vinir. Minn enn á að eigandi Scum United hefur séð einn leik “live” hjá sínu liði. Nuff said.
    Tek svo undir mótmæli gegn Pétri varðandi Carragher. Hann er minn uppáhaldsleikmaður hjá LFC og met hann mikils. Mér fannst frammistaða hans í vetur ekki eins góð og undanfarin ár og því er hann ekki inni á topp þremur listanum mínum. Er hins vegar sannfærður um það að þrátt fyrir Agger og Skrtel eigi Carra áfram sess hjá okkar liði um ókomin ár. Þetta árið var Torres langmikilvægastur, Gerrard með þátt í 44 mörkum hlýtur að vera að gera þokkalegt mót og Reina átti frábært tímabil.
    En persónulegar skoðanir eru jú persónulegar skoðanir……. Enda sjáið þið að við fótboltamannvitsbrekkurnar erum nú ekki sammála um margt……

    • Carra er frábær leikmaður en eins og Benni Jón þá var hann slakur í upphafi móts og langt frá sínu besta.

    Haha var Benni í meiðslavandræðum í upphafi móts? gat bara pikkað inn með vinstri eða einhvað?

  11. Menn eru greinilega á einu máli hérna að mestu leyti. En þegar litið er á tímabilið í heild, þá er eiginlega um tvö, jafnvel þrjú gjörólík tímabil að ræða. Í fyrsta hlutanum þá töpuðum við ekki leik en gerðum heldur mörg jafntefli. Spiluðum 4-4-2 með Kuyt markalausan frammi með Torres. Gerrard spilaði ef ég man rétt manna best ásamt Reina á þessum kafla. Næst kom hörmungartímabil, tap gegn United á heimavelli og erfiðir tímar þar sem sennilega Carra og Mascherano voru nánast þeir einu sem stóðu fyrir sínu. Í þriðja hluta tímabilsins, í 4-3-3 (4-2-3-1) kerfinu stóðu Gerrard og Torres klárlega upp úr. Reina fékk á sig klaufamörkin (þau einu á tímabilinu) gegn United, Mascherano fríkaði út með hjálp Bennett og Babel fór að spila nokkuð stöðugt og vel. Þannig að á heildina held ég að menn séu með þetta nokkuð gott, það er auðvitað hægt að setja Carra og Mascherano þarna með, eða í staðinn fyrir t.d. Reina. En Reina hefur spilað alla leiki nema einn nánast óaðfinnanlega.

  12. Hvernig nokkur maður nennir að tuða gegn því að Torres sé leikmaður ársins skil ég ekki. Það voru margir sem stóðu sig ágætlega en Liverpool hefur ekki átt framherja í þessum klassa í langan langan tíma og það er mjög merkilegt að hugsa til þess að ekkert þessarra 33 marka er þetta týpíska “tap in” mark.

    Hvernig síðuritarar gátu annars horft framhjá markinu hans á Stade Vélodrome í Marseille sem marki ársins er mér jafnóskiljanlegt. Maðurinn labbaði framhjá 5 varnarmönnum, sem vissu hvorki hvað sneri upp né niður á vellinum, og sá síðasti þeirra lyfti upp höndinni og leit í átt að línuverðinum í von um rangstöðu, ótrúlegt mark í alla staði og hreinlega slátraði trú marseille manna um áframhaldandi þáttöku í meistaradeildinni. Aukaspyrnumarkið hjá Gerrard gegn Villa var alveg prýðilegt mark, en maður hefur bara séð svona mörk svo oft áður og frá svo mörgum leikmönnum að maður er alveg hættur að kippa sér eitthvað sérstaklega upp við það.

    Annars er ég sammála flestu öðru á listanum nema helstu vonbrigðunum sem í mínum huga hljóta að vera vitleysisgangurinn í eigendamálunum. Þegar við lítum til baka yfir tímabilið hlýtur það að teljast ásættanlegur árangur að komast í undanúrslit meistaradeildarinnar, að krefjast úrslitaleiks er óraunhæft þó vonin og trúin eigi fyllilega rétt á sér þá hljóta menn að vera veruleikafirrtir ef krafan er sæti í úrslitaleiknum. Þó sjálfsmarkið hafi komið á slæmum tíma voru samt 90 mínútur eftir af viðureigninni og liðið náði að bæta upp fyrir þetta með því að skora á brúnni, hver veit hvernig Benitez hefði stillt þessu upp og hvort við hefðum yfir höfuð náð að skora ef fyrri leikurinn hefði endað 1-0. Eigendasápuóperan er hins vegar óásættanleg með öllu og þó hún hafi kanski ekki haft úrslitaáhrif á gengi liðsins í vetur að þá hjálpaði hún alveg örugglega ekki til, það þarf að fara að leysa þessi mál á einn veg eða annan, núverandi pattstaða er óþolandi. Eigendavitleysan er klárlega mín vonbrigði ársins, skelfilegir desember- og janúarmánuðir í 2. sæti og svo berjast riise, slakur árangur í FA cup og þrálát meiðsli Agger um 3. sætið.

  13. Hvernig er tad bjuggust menn vid miklu fra Voronin i byrjun timabils, ja eda tegar leid a timabilid? Hann kom fra “lala” lidi i Tyskalandi og var enginn lykilmadur tar og hann kemur fritt. Eg segir fyrir mitt leiti allavega ad to ad hann hafi alls ekki verid godur ta var hann langt i fra mestu vonbrigdin tar sem eg bjost ekki vid miklu i byrjun. En tad getur vel verid ad tid hafid verid med rosalega miklar vonir bundnar vid “Faxa” eg veit ekki en tid allavega kjosid hann sem mestu vonbrigdin. Fyrir mitt leiti myndi eg setja tarna mann inn sem er buinn ad vera hja lidinu og standa sig en hverfur svo a tessu timabili t.d. Riise, Finnan…….etc.
    Annars flott sida og eg kem herna oft en hef aldrei skrifad adur og vona ad tessu fyrsta kommenti verdi ekki tekid illa to eg se osammala mørgum med tetta val a Voronin sem leikmanninum sem olli mestu vonbrigdunum 🙂

  14. HFM – Voronin kom sem nýr framherji, sama hvað hann kostaði þá bara getur maðurinn ekki hafa verið annað en gríðarleg vonbrigði.

  15. Eg get alveg verid sammala um ad Voronin var alls ekki godur a timabilinu og jafnvel skelfilegur a timum en eg verd ad segja tad ad teir sem eru sannarlega bunir ad standa fyrir sinu og eru a akvednum stadli fyrirfram (sem eg get ekki sagt um Voronin, alveg otekktur og ekki buinn ad sanna sig) verda ad teljast stærri vonbrigdi en hann fyrir mitt leyti allavega. Tegar madur er med fyrirfram væntingar ta hljota vonbrigdin ad vera mest tar sem tær skila ser ekki en hja einhverjum sem madur hefur engar væntingar fyrir og kemur sem otekkt stærd.

  16. Dirk Kuyt sýndi mestu framfarirnar að mínu mati, amk tók hann sig ekkert smá saman í andlitinu eftir Barnsley-leikinn. Svo var hann einnig frábær í Meistaradeildinni.

  17. Sælir félagar.
    Ég geri ekki athugasemdir við niðurstöður þessa vals. Allir sem tilnefndir eru í öllum flokkum eiga tilnefninguna skilið og þó maður gæti séð fyrir sér fleiri nöfn nefnd (td Fabio Aurelio í vonbrigða flokknum og Carra oftar sem besti) þá er það nú þannig að menn meta hver fyrir sig og útfrá sínum forsendum. Ég skil pirring Péturs útaf Carra en þó verð ég að segja að mér hefur ekki fundist hann vanmetinn á þessum síðum í gegnum tíðina.
    Fyrir mér er Carra þegar orðin goðsögn og á heima á sérstökum stalli sem fáir hafa náð á. Því setur hann ekkert niður þó hann hafi ekki lent inná topplistanum. Hann er einfaldlega sér á parti bæði sem liðsmaður, leikmaður og persóna. Sem sagt afburðamaður.
    Ég er sammála þeirri gagnrýni að hann hafi átt misjafna byrjun á leiktíðinni en það lægðartímabil var stutt og breytti engu um gildi hans sem leikmanns ef hafður er í huga ferill hans og gildi fyrir liðið.
    Sem sagt ég er sáttur við niðurstöðu sjömenninganna þó alltaf sé það þannig að allt orkar tvímælis þá gert er.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. Einu vonbrigðin sem hægt er að tengja Fabio Aurelio við í vetur var kannski að meiðast gegn Chelsea og hleypa Riise inná völlinn. En það er nú varla hægt að segja að það séu mestu vonbrigði ársins. Annars finnst mér Aurelio besti bakvörður Liverpool í dag og er þess vegna meira á því að styrkja hægri bakvarðarstöðuna heldur en þá vinstri í sumar.

  19. “Annars skil ég ekki þá sem setja Riise-sjálfsmarkið ofar, eða flokka það sem meiri vonbrigði, en eigendakrísuna hjá Hicks og Gillett. Það voru mikil vonbrigði að sjá sigurleik breytast í slæmt jafntefli á síðustu sekúndunni með slæmu sjálfsmarki, en það er samt bara einn leikur í einni keppni, og liðið fær annað tækifæri þar strax á næstu leiktíð. Eigendakrísan er miklu meiri vonbrigði af því að hún hefur (mögulega) miiiiklu verri áhrif á framtíð klúbbsins eins og hún leggur sig. Hvernig fólk getur verið daprara yfir einu sjálfsmarki heldur en eigendamálunum skil ég ekki.”

    Ég gat nú ekki annað en hlegið að þessu…. 🙂 Bara í góðu. Er sammála, en ef ég man rétt þá var KAR ekki alveg dús við Rauðhærða víkinginn þegar hann gerði okkur þennan óleik.. 🙂

    Mín mestu vonbrigði er að hafa misst af úrslitaleiknum og kenni ég ekkert Riise sérstaklega um það. JM og Arbeloa meiga mín vegna eiga alveg sinn skerf af þessu sjálfsmarki þar sem þeir misstu einbeitinguna á síðustu sekúndunum og hleyptu þessari fyrirgjöf fyrir markið.

    Torres er það sem hefur glatt mann mest á leiktíðinni. Og ég er vongóður um framtíðina. Eina sem veldur mér áhyggjum um þessar mundir að það ér óþægilega hljótt í herbúðum LFC þessa dagana. Lognið á undan storminum? Það er ekki gott að hugsa til þess ef það verður pattstaða í allt sumar hjá eigendum. En þetta kemur allt í ljós!

    (Koma svo Chelskiiii …..plsssssssssssssssssss)

  20. Jón, ég var vissulega pirraður út í Riise í einhverjar tvær vikur. En svo horfir maður til framtíðar og hlakkar til að sjá liðið spreyta sig aftur í Meistaradeildinni að ári.

    Ég er hins vegar búinn að vera reiður og allt að því sár út í Hicks og Gillett í u.þ.b. hálft ár núna.

    Það þýðir ekki einu sinni að reyna að bera þetta tvennt saman. 🙂

  21. Benni, ekki verð ég reiður og sár þegar einhver kemur mér þægilega á óvart, er það? Ætli það yrðu ekki frekar viðbrögðin ef einhver … tja … ég veit ekki … hvernig orðar maður það aftur … já alveg rétt! … ylli manni vonbrigðum? 🙂

  22. Jahá,,,,Degen???,,,verð að játa að þetta veldur mér töluverðum vonbrigðum. Var að vonast eftir sterkari leikmanni í þessa stöðu. Vissulega á maður ekki að dæma menn fyrirfram en ef þetta væri heimsklassa leikmaður þá væri hann eflaust búinn að spila með stærra liði og væri örugglega þekktari. Ekki minnkar bilið milli Liverpool og hinna stóru liðanna við þetta, það er alveg á hreinu.

  23. Ekki gleyma mönnum eins og Vidic og Skrtel. Að mínu mati eru þeir heimsklassaleikmenn, en það voru nú ekki margir hérna á síðunni sem vissu eitthvað um Skrtel þegar nafnið hans poppaði upp. Bíðum og sjáum. En auðvitað er ég sammála því að ég hefði viljað sjá RISASTÓRT nafn í þessa stöðu.

  24. Degen var nánast varamaður í vörn sem fékk á sig 62 mörk í Bundesligunni… Ég veit ekki alveg hvað manni á að finnast.

  25. Hehe, það er kannski rétt hjá þér Kristján….maður verður ekkert brjálaður ef einhver kemur manni þægilega á óvart 😛

  26. Ég er bara ekkert viss um að Degen verði fyrsti kostur í þessa stöðu alltaf. Hann er öflugur sóknarbakvörður skilst mér og hefur líka leyst stöðu hægri vængmanns.
    Ef að Agger og Skrtel verða heilir sé ég það fyrir mér að goðsögnin Carra leiki leiki á hægri vængnum sem bakvörður í einhverjum leikjum, þar sem varnarskyldan er meiri en sóknar.
    Finnan, sá öðlingur, átti slakt tímabil og ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með vetur Arbeloa. Þess vegna held ég að þetta séu skynsamleg kaup. Ég vill ekki eyða 10 millum plús í þessa bakvarðastöðu nema að Lahm birtist. Ég er alls ekki sannfærður um Sevillamanninn og vill miklu frekar eiga almennilegan pening í væng- og framherjastöðurnar……

  27. Miðað við Wilkipedia er hann í dag, 25 ára, búinn að spila 160 leiki fyrir félagslið, skorað 6 mörk og er kominn með 26 landsleiki fyrir Sviss, á HM 2006 og svo í hóp fyrir EM 2008. Sjáum hann þar…………

  28. Það litla sem ég hef lesið þá virðist Degen hafa verið nokkuð efnilegur en hafa verið meira og minna meiddur síðustu 2 tímabil. Það er því spurning hvort það sé hægt að dæma kappann yfir höfuð af Þýskalandsdvölinni. Þó ég sé ekkert að rifna úr spenningi þá sé ég ekkert að því að semja við hann á free transfer. Rafa veit oftast hvað hann er að gera 😉

    Ég er sammála því að eyða frekar pening aðrar stöður … vinstri bakvörð, kantmann og striker. Þar erum við veikastir fyrir.

  29. …..rak einmitt augun í þetta að hann er talinn efnilegur….Maðurinn er 25 ára!! ef hann er ekki orðinn góður á þessum aldri held ég að sé betra að sleppa þessu:)

  30. Liverpool sterklega orðaðir við Marek Hamsik í dag, spilar með Napoli. Vita menn eithvað um þennan kauða? Séð hann spila? Hvaða stöðu spilar hann ? og svo framvegis 😛

  31. Pellegrino, Voronin ,zenden eru nú enginn stórkaup, en ég vildi að benitez keypti match winnera, leikmenn sem geta komið á óvart, gert hluti upp á engin spýtur, leikmenn sem hægt er að stóla á þegar ílla gegur. En bakverðir eru nú engir match winnerar.

    þá fyrsta lagi bakverði sem geta krossað, skotið og gefið þessa loka sendingu. Satt að segja veit ég ekki af hverju en ég held að þetta séu ágætis kaup, ég er ekki að fara að hoppa hæð mín en common gefum honum séns.

    allavega með leikmenn sem Benitez er búinn að kaupa eða reyndi að fá þekkti ég fáa þeirra áður..
    Alves,simao,agger,alonso,skertel,babel,reina,arbeloa,sissoko,kyut.
    Þannig ég ætlað að vona það best en búast við því versta.

  32. 33 einare … Degen VAR talinn efnilegur. Ef hann væri ennþá efnilegur (t.d. 20 ára gamall) væru líklega flestir kátir með þetta.

  33. Vill taka fram nokkuð sem þið hafið verið að segja um síðasta comment mitt og svara því. Fyrst þá er þetta lang lang lang besta LFC síða sem til er. Ég kem alltaf hingað fyrst. Og auðvitað meiga menn hafa sýna skoðun og skil ég sumt sem var valið af síðuhöldurum. En menn meiga ekki vera of hrokafullir þó svo að þeir séu með flotta síðu. Færsla 9 hjá einari sem segir “Það að gera lítið úr Torres til þess að hefja Carra upp segir e.t.v. meira um vit þitt á fótbolta en hinna sem þú gerir lítið úr.” Alltaf skemmtilegt þegar menn dissa vit annara á fótbolta og óþolandi comment. Ég þori að hengja mig upp á það að ég hef fylgt þessu Liverpool liði lengur en þú og svo hef ég mína skoðun sem segir ekkert um vit mitt á fótbolta. En ég skil að þegar menn eiga ekki orð og geta ekki svarað þá nota þeir svona. Annað sem kom þarna fram, með að gera lítið úr Torres. Torres er góður og allt það. Hann er framherji sem kostaði augun úr, og því ætti hann að setja nokkur mörk eins og kantmaður ætti að koma með fyrirgjafir. En það að ég sé að gera lítið úr torres með því að segja að Carra eigi að vera í 1.sæti er bara bull. Það er hrós fyrir Torres að vera næstur á eftir Carra. Og þessi orð hjá einari segja svo margt um álit manna á Carra. Er Carra svona lélegtur að bera hann við Torres sé bara móðgun, ja hérna. Þannig að með þessu er verið að sanna orð mín hér langt fyrir ofan með viðhorfið til Carra.

    Ég vill ekki gera lítið úr einum né neinum, bara að benda á það á ýmind knattspyrnumanna skiptir svo miklu máli orðið og það virðist brengla marga AÐ MÍNU MATI. Biscan kallinn átti ekki break því hann var ekket að spá í það að greiða sér fyrir leiki 🙂 Og þessir sönnu leikmenn eru ekki að fá það sem þeir eiga skilið. Heldur er ýmind og svona drami/ævintýri sem er að kicka of mikið inn.

    En auðvitað er mjög mjög erfitt að velja 3 bestu. Reina á það skilið, torres, steve og carra. Það segir okkur að við eigum allavega fleiri góða menn þetta árið. En steven og torres eru svo oft teknir fram yfir aðra bara út af því hverjir þeir eru. Steve hefur nú oft verið svo þunglyndir í leikjum að maður hefur haft áhyggjur af honum með hangandi haus. En heilt yfir er hann bara magnaður.

    Þeir sem eru stuðningmenn annara liða dissa Carra og skilja ekki að hann er meðal topp leikmanna í heimi. Og ég bara fer fram á það að LFC menn sjái aðeins í gegnum ýmind, strípur, tanið og ………….

One Ping

  1. Pingback:

Er Dossena næsti vinstri bakvörður?

Gullöld enskra liða í Evrópu