Biðin langa hafin

Hver man ekki eftir sumartímanum sem gerir það að verkum að refresh takkinn er notaður oft og mörgum sinnum á hverjum einasta degi? Jú, þetta er byrjað. Það er ekkert að gerast í fréttum í dag og þrátt fyrir að Rafa vilji klára sem flest af sínum transfer málum, þá fer í hönd þessi óþolandi tími þar sem vonir og væntingar fara sem rússíbanareið í hugum stuðningsmanna Liverpool FC. Erum við að fara að versla heimsklassa leikmenn? Vonandi. Hverja? Ja, þegar stórt er spurt þá er oft lítið um svör.

Margir af fremstu knattspyrnumönnum álfunnar eru að undirbúa sig þessa dagana fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í sumar. Eflaust vilja flestir klára sín mál fyrir hana, en óhjákvæmilega þá hefur þessi keppni áhrif á þann tíma sem er til stefnu. Menn eru ekkert að flykkjast á samningafundi í miðju móti. Það verður því fróðlegt að fylgjast með næstu 2-3 vikum, því það er þá eða eftir mót. Nema auðvitað leikmenn sem ekki taka þátt í mótinu góða, og eru þeir nú fjölmargir og sumir hverjir ansi sterkir. Ég ætla mér ekki strax að setja upp line up target listann sem við erum vanir að setja upp og meta hvern fyrir sig. Það er bara allt svo óljóst ennþá. Nöfn sem helst eru í fjölmiðlum þessa dagana í sambandi við að færa sig um set eru t.d. Davidarnir Villa og Silva hjá Valencia. Joaquin hjá sama félagi. Dani Alves eina ferðina enn. Luis Fabiano félagi hans hjá Sevilla og svo menn eins og Lahm, Barry og Huntelaar. Ég segi fyrir mitt leyti að allir þessir leikmenn myndu sóma sér vel hjá okkur og ég gæti hugsað mér að næla í (þó það sé alveg á tæru að það er ekki raunhæft að ná í meira en 2-3 slíka stóra pósta) og aðeins Luis Fabiano af þessum leikmönnum vekur ekki hjá mér talsverðan spenning.

Keep the ball rolling.

24 Comments

  1. Rosalegt að Chelsea eru strax búnir að ganga frá einum heimsklassaleikmanni samt eiga þeir eftir að spila úrslitaleik CL.
    Við ættum að taka það til fyrirmyndar og vonandi gerist eitthvað í herbúðum okkar næstu daga…

  2. 1. Það er bara erfitt að taka sér til “fyrirmyndar” klúbb sem hefur endalaus og þá meina ég e n d a l a u s fjárforráð : /

    Hitt er svo annað mál að Rafa sagði fyrir mánuði síðan c.a. að hann væri búinn að trygga okkur þjónustu þriggja leikmanna, hverjir eru þeir?
    Getum við ekki fengið að vita hverjir þeir eru núna strax?
    Er hann kannski að bíða eftir að tímabilin hjá viðkomandi leikmönnum ljúki?

    Uss, þessi spenna : )

  3. Af hverju hlægja allir að mér þegar ég sting uppá Lukas Podolski til Liverpool ? Hann er klassaframherji og hefur lítið fengið að spila hjá Bayern síðasta vetur OG hann vill fara frá félaginu. 22 ára gamall og var ansi öflugur á HM ef e-r man eftir því.

  4. 3… það finnst mér líka gáfuleg hugmynd. Hef miklar mætur á honum og væri alveg til í að sjá hann í Liverpool. Ef það væri hægt að fá hann fyrir upphæð í minni kantinum þá eru þetta mjög kaup ef horft er til aldurs leikmannsins og náttúrulega getu

  5. Ég skal lofa að hlægja ekki að þér elsku Þráinn minn. 🙂

    Lucas Podolski. Það er spurning. Roque Santa Cruz var einmitt varamaður hjá Bayern Munchen og náði sér ekki á strik þar. Hann hefur verið að spila stórvel með Blackburn í ár.
    Podolski er nokkuð svipaður leikmaður og Torres(hraður, teknískur og vill hlaupa í svæði), bara ekki jafn góður. Hefur sáralítið skorað í Þýskalandi og ég er hræddur um að hann sé bara ekki rétta týpan frammi með Torres. Of líkir og ekki rétta týpan af sóknarmanni til að koma Liverpool á enn hærra level.

    Okkur vantar 2 sóknarmenn, 1 heimsklassa striker og einn líkamlega sterkan leikmann sem getur haldið bolta hátt uppi og unnið flesta skallabolta. Ég myndi vilja David Villa og Dean Ashton í þessi hlutverk.

  6. frekar myndi ég vilja sjá Huntelaar heldur en Ashton. Villa gæti orðið ágætis kostur en er ekkert að tapa mér. Væri allavega til í Silva á kanntinn. Hef samt meiri áhyggjur af bakvarða stöðunum okkar heldur en framherja stöðuni.

  7. var að horfa á UEFA Cup úrslitin og verð að segja, nr#10 hjá Zenith leit mjög vel út. Andryi Arshavin, virkaði hraður og þvílíkt auga fyrir sendingum. En er mjög sammála #3, skil ekki afhverju Podolski er ekkert linkaður við neinn

  8. Nú eru Arsenal að nálgast Ben Arfa fyrir 11M punda, ég spyr nú bara af hverju vorum við ekki með í því ? Toppleikmaður sem gæti orðið hrikalega góður hjá okkur.

  9. hvað eru margir leikmenn sem segast ekki vilja fara þangað og þangað? 😀 Peningar og áhugi ráða öllu í þessum málum. Auðvita vill hann fara til Liverpool og spila í meistaradeild með topp liði. Það er ekki eins og hann sé hjá Real Madrid. Allavega ekki ennþá…

  10. Segðu mér eitt áður en lengra er haldið Þráinn, hver var að hlægja að þér hérna?

  11. Raggi Liverpool eru kannski ekki með mestu peningana en þeir vilja bara koma því Liverpool er gott lið og með marga toppklassa leikmenn. Það væri alveg ágætt að fá eikkern í sumar (Podolski, Rafinha og Alves)?

  12. Ég held að Podolski yrði engu betri en Erik Meijer hjá Liverpool. Í mesta lagi svipað góður og Karl-Heinz Riedle. Held að ég eigi bara eftir að líkja honum við Markus Babbel en ætla samt að sleppa því.

  13. Segið mér eitt kæru spekingar og pælarar? Owen hefur verið orðaður við M U. Rafa var með hann í sigtinu á sama tíma og hann fékk TORRES,er hann að spá í hann núna??

  14. Stefán, skildi ég þig rétt, varstu að tala illa um Markus Babbel? Ef svo er þá vil ég bara óska þér til hamingju, þú ert fyrsti Liverpool maðurinn sem ég heyri gera það….og umgengst ég þá nú nokkra.

    Frábær leikmaður hjá okkur áður en hann veiktist, og þvílík synd sem þessi veikindi voru. ’00-’01 tímabilið var hann algjörlega frábær. Guð hvað maður saknaði Babbel mörg ár á eftir…

  15. Steinn #16 enginn hefur verið að hlægja að mér hér, hins vegar hef ég nefnt þetta við vini mína og fleiri og fæ ekki góðar móttökur.

  16. Alveg sammála Kristni (ummæli 12) Arshavin, nr. 10 hjá Zenit, er greinilega mjög öflugur leikmaður. Algjör yfirburðarmaður á vellinum reyndar voru Rangers alveg ótrúlega slakir.

  17. Babbel er besti bakvörður sem við höfum haft síðan Phil Neal. Topp varnarmaður sem var sprækur upp kantinn og skoraði helling, 8 kvikindi að mig minnir árið áður en hann veiktist.
    Malouda væri flottur díll, en okkur vantar samt meira hágæða menn á hægri vænginn, bæði back og vængmann. Alves væri klassi…

Chelsea bjóða 40m punda í Torres!

Dagurinn er fimmtudagurinn 15.maí