Dagurinn er fimmtudagurinn 15.maí

Dagurinn í dag virkar rólegur.

Helstu fréttir dagsins svosem sáust flestar í gær. Verið er að tala um að stálmúsin Sammy Lee muni sitja við hlið Rafael karlsins á næsta ári, verða hinn nýji Paco! Á nokkrum stöðum hef ég lesið að viðbúið sé að auki verði ráðinn „first team coach“ einnig í stað Alex Miller. Ég verð glaður ef Sammy kemur aftur, að mínu mati langbesti kosturinn í stöðunni, vel menntaður þjálfari sem hefur fengið mikla reynslu frá því hann fór frá Anfield. Gleymum því ekki að Rafa bauð honum þessa stöðu þegar hann kom, en Sammy ákvað að leita annað.

Ansi mikið pláss fer núna í umræðu um peningavandamál Tom Hicks. Auðvitað erum við orðin þreytt á því bulli öllu, en miðað við viðtöl við Rafael er kannski málið bara núna að Hicks ætlar að leggja aðaláhersluna á LFC og draga úr umsvifum í Bandaríkjunum. Eða hvað? Verst í þessu er auðvitað að framkvæmdir við nýja völlinn virðast vera í stöðugri seinkun.

Við höfum örugglega öll verið að lesa um kaup á Barry, og væntanlega brottför Crouch, Pennant og Riise. Hins vegar virðist ljóst að Xabi Alonso er ekkert á útleið, allavega er það ekki hans vilji. Nýjustu beygjur í leikmannamálum eru í dag þó þær að framherjinn David Villa sé að velja á milli stóru liðanna í Englandi, en allra nýjasta slúðrið er þó áhugi Rafael Benitez á franska vængmanninum Florent Malouda, sem á að vera til sölu fyrir 10 milljónir!

Svona til að hafa eitthvað til að hugsa um!

22 Comments

  1. Ánægður með að Xabi sé ekki að fara fet, og þessi setning hjá honum segir vel til um þankaganginn hans:

    “At the moment I feel I could stay here for many years. I have been here for four seasons already; why not seven or eight? “

    Ég væri ekki lítið til í David Villa, en geri mér akkúrat engar vonir um hann. Malouda dæmið held ég að sé uppspuni frá rótum, enda myndi Chelski aldrei taka á sig 6 milljón punda tap og í þokkabót láta okkur hann í té.

  2. Váá hvað yrði nú samt gaman að fá David Villa og sjá hann spila við hliðina á Torres, akkúrat eitthvað sem mundi lyfta manni hressilega upp svona þegar lítið er að gerast

  3. Er þetta Malouda dæmi ekki bara svar Liverpool við brandaranum um Torres?

  4. Ég geri mér nákvæmlega engar vonir um að við eyðum miklu í sóknarmann, og vil reyndar ekki sjá það. Ef Rafa ætlar að spila með Torres einan frammi á eðlilega að eyða meira í aðrar stöður. Frekar vil ég halda Crouch og eiga svo Kuyt og Babel í framlínuna, jafnvel Nemeth. Ef Crouch fer eyðum við aldrei 20 milljónum í sóknarmann, í mesta lagi 10.

  5. Vonadi koma fleiri með Liverpool-hjartað til okkar aftur. Ég myndi vilja sjá Owen aftur í Liverðpool-búningnum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    YOU NEVER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  6. Já, ég myndi segja að Owen væri með “liverpool hjarta”. Hann elskar klúbbinn og hefur sagt það marg oft, en þrátt fyrir það er ég alls ekki sammála Magnúsi um að fá hann aftur. Maður væri alltaf að hugsa “EKKI MEIÐAST, EKKI MEÐAST!!!”… enda kóngur meiðsla ásamt harry :p.

  7. Var það þess vegna sem hann tók landsliðið ALLTAF framyfir Liverpool? …útaf stóra Liverpoolhjartanu sínu? Var það þess vegna sem hann laug að stuðningsmönnum þess í marga mánuði að hann væri að fara skrifa undir nýjan samning en stökk síðan á fyrsta tækifæri til að fara? …var það líka útaf stóra Liverpoolhjartanu sínu???

    Ég er þakklátur Michael Owen fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið en að fá hann aftur eða tala um hann sem stórt Liverpool hjarta er bara hlægilegt…það er ástæða fyrir því að hann komst aldrei á sama stall hjá stuðningsmönnum félagsins úti eins og t.d. Fowler, Carrager eða Gerrard…jafnvel Torres er á góðri leið með að fara á hærri stall.

  8. fyrir hvað ertu ánægður með Owen? ekki einsog hann hafi unnið eithvað stóran bikar með liðinu! ekkert nema ræfill.. vill ekki sjá þennan júdas í mitt lið:) vill fá ferskleika og hann er engan veginn sá gaur!

  9. Ég vil
    Sergio Aguero
    Gareth Barry
    Behrami
    Dani Alvés
    David Villa
    Klaas Jan Huntelaar
    Niko Kranjcar

  10. Ég væri sko alveg til í að fá Maluda. Það voru flestir til í að fá hann áður en hann fór til Chelsea í fyrra……halda menn að hann geti eitthvað minna núna, þó að síðasta tímabil hafi verið lélelegt hjá honum. Enda er ekki auðvelt að spila með leiðinlegasta liði á Englandi. Hjá Liverpool eru sko allir hressir og kátir.

    Held að Maluda yrði frábær með Torres en mér lýst hinsvegar ekkert á þennan Riera og hvað þá Owen…..jesús. Eru menn klikkaðir!!!

  11. Vil nú alls ekki Owen aftur. Villa og Torres væru skuggalegir þarna frammi.

  12. Tek undir með mönnum hér að ofan, vil ekki sjá Owen tilbaka og sá drengur er sko ekki með neitt Liverpool hjarta, það er á tæru.

    Ég var heldur ekki að segja hér að ofan að Malouda væri slæmur leikmaður, þvert á móti tel ég hann góðan leikmann. Ég var að leggja mat á ábyggileika fréttanna. Finnst þér líklegt Júl.li að Chelsea séu að fara að selja OKKUR hann á 6 MILLJÓN PUNDUM minna en þeir keyptu hann á fyrir ári síðan?

    Ég bara nenni almennt ekki að ræða orðróma sem eru svo fjarstæðukenndir að maður leggur akkúrat engan trúnað í þá. Let’s face it, það eru ekki að fara leikmenn á milli Chelski, ManYoo og Arse í sumar frekar en áður.

  13. Okkur vantar vistri bakvörð: Abidal eða Hainze. Insúa fær svo fleiri tækifæri.

    Hægri kant: Ro
    naldinho(hefur engu að tapa, allt að vinna eftir að hafa verið tekinn af lífi í fjölmiðlum), eða
    David Silva( bruna útsala hjá Valencia og ég held að Rafa kannist við nokkra úr því liði)

    Framherja:
    David villa (frábær framherji og spillir ekki að fá einhvern sem getur tekið aukaspyrnur inn í liðið.)
    Theirry Henry ( ef hann er á lausu og vill koma þá vitum við hvað hann getur.) eða Benzema

    Þetta er ósköp einfalt ef þú kaupir alltaf leikmenn fyrir 10 millujr verður liðið aldrei ofar en í 3.sæti. En ef menn kaupa fá leikmenn en dýra þá loksins fer eitthvað að gerast, sb. kaupin á Torres

  14. Fyrst þarf að losa um þennan sirkus í kringum eigendur liðsins svo getum við farið að tala um kaup og kjör.

  15. Ef við myndum kaupa Villa í framherjastöðuna, Silva á kanntinn og Abidal í vinstri bakvörð þá væri liðið okkar tilbúið í titilbaráttu næsta vetur ! Af hverju ekki ? þessir menn kosta kannski samanlagt 40-50 M

    Við seljum líklega Crouch og Riise og þar fáum við ca 15-20 M fyrir hinum kaupunum.

    Net spending fyrir 30 M, var það ekki sem talað var um að Hicks myndi gefa Rafa ?

  16. En er Silva ekki meiri vinstri kantur en hægri, ég held að það sé þannig. Ekki misskilja mig, væri alveg hrikalega sáttur við að fá kappann því hann er algjör klassi eins og nafni hans Villa. Það væri auðvitað draumur í dós að taka þrennuna á Valencia, Waakeen þá líka 🙂 Maður getur átt sinn draumalista en þetta er líka allt spurning um hversu raunhæft það sé að lið eins og Valencia (þó í kröggum séu) fari að láta allar sínar stóru kanónur fara á einu bretti.

  17. Henda Bebel á hægri kantinn (held það geti hentað honum vel) og Silva á þann vinstri… Ég skal skrifa uppá þetta hjá þér Joi… Koma þessu svo bara til skila til Rafa…

  18. Verið að tala um að Valencia sé í svo miklum fjárhagskröggum m.a. út af nýjum velli að þeir hafi ekkert val um annað en að selja sín stærstu nöfn fyrir utan það að menn eins og Joaquín, Villa og Silva eru komnir með upp í kok og jafnvel ennisholur af ruglinu í þessu liði.

  19. Þessi Hicks er drullusokkur af verstu gerð. Peningagráðugt svín. Fáviti og auli.
    Get the F out of our team. Eins og ég hef sagt áður þá ber MOORES og PARRY
    ábyrgð á því að hafa valið þessa trúða. MOORES ætti að láta söluna ganga til baka. Ég las á netinu að hann og hans fjölskylda væri metin á 1,2 miljarð punda…takk. Byggðu leikvanginn sjálfur…sucker.

Biðin langa hafin

Sammy Lee verður aðstoðarframkvæmdarstjóri