Riise óánægður

Hvernig væri að drullast til að spila almennilegan fótbolta áður en þú ferð að væla í norskum fjölmiðlum yfir því að þú skulir ekki vera valinn í hvern leik?

>“I am used to playing in 80 per cent of all the games, but if I don’t get to play as much as I want to I have to make a choice this summer as to whether I should stay or not.

Gangi Riise vel að finna lið af svipuðu kalíberi og Liverpool þar sem hann fær að spila 80% af leikjum liðsins með álíka frammistöðum og hann hefur sýnt á þessu tímabili.

Ég gjörsamlega þoli ekki svona væl.

40 Comments

  1. Með fullri virðingu, þá finnast mér þetta ósanngjörn ummæli hjá þér Einar. Það les sálfsagt þessi ummæli hver með sínum augum, en ég les þetta svo sem ekki sem neitt sérstakt væl. Eðlilega vill hann spila og ef hann fær ekki að spila með Liverpool, þá er eðlilegt að hann hugsi sér til hreyfings. Ég get hvergi séð þarna, að hann sé endilega að tala um lið af sama kaliberi og Liverpool, miklu líklegra að hann hafi bara ástríðu fyrir leiknum og vilji spila knattspyrnu.
    Ég er þess alveg fullviss að Riise er sjálfur hundóánægður með frammistöðu sína í vetur, og ég hef hvergi séð hann kenna neinum öðrum en sjálfum sér um það að hann fái ekki að spila..en í ljósi þess hvernig hann hefur verið að spila,getur þá ekki verið eðlilegt að hann hugsi hagsmunum sínum betur borgið annarsstaðar ? Hugsanlega er nú hagsmunum Liverpool betur borgið sé sá hátturinn hafður á einnig 🙂

    Kveðjur að norðan..Carl Berg

  2. Farið hefur fé betra. Ef hann er hundóánægur með eigin frammistöðu þá hefði hann átt að segja, “ég veit að ég þarf að spila betur til að halda stöðu minni í liði eins og Liverpool” eða eitthvað álíka. Ekki væla að hann hafi alltaf spilað fullt af leikjum og sé fúll yfir að fá ekki að gera það áfram óháð frammistöðu.

  3. Sammála Einari Erni. Það verður hreinn knattspyrnulegur unaður að losna við þann norska!
    🙂

  4. Ef ég sé stjörnuhrap á himni.. þá óska ég mér þess heitast að þessi maður drulli sér sem lengst frá Liverpool borg!

    Amen

  5. Hans tími hjá Liverpool er löngu liðinn. Lið með leikmann eins og Riise innanborð, tala ekki sem myndi leika meira en 80% leikja verður aldrei Englandsmeistari. Það er hreinlega skömm að leikmaður af svipuðum styrkleika og Riise skuli hafa leikið reglulega í aðalliði Liverpool undanfarin sjö ár. Það segir ýmislegt um það ástand sem ríkt hefur á Anfield. Veikleikar hans eru mun fleiri heldur en styrkleikar, sem reyndar er bara einn þ.e. að geta skotið fast. Hann er hægur, á slakar sendingar, er með lélegt touch, þokkalegur varnarmaður, kemur sárasjaldan í overlap, slaka krossa o.s.frv.

  6. Mér finnst svolítið hart að vona að “þessi maður drullu sér sem lengst frá Liverpool borg!”…. hann er búinn að skila helling fyrir Liverpool liðið, þrátt fyrir vægast sagt hörmulegt tímabil, en hver man ekki eftir aukaspyrnuni á móti Man U? 😉 Gæti ekki verið að hann sé búinn að gera sér grein fyrir að hanns tími sé búinn á Anfield, og sé að reyna að láta þetta allt líta út fyrir að hann vilji fara? einungis getgáta 😛

  7. Mér finnst enginn ástæða fyrir því að vera að þenja sig yfir þessum ummælum. Hver er annars staða hans hjá Liverpool. Hann hefur skilað sínu verki vel í sjö ár. Það er ekki honum að kenna að hann sé takmarkaður knattspyrnumaður, það er klúbbnum að kenna að ekki hafi fengist betri maður í verkið. Hann er metnaðarfullur, baráttuglaður og hefur yfirleitt verið besti kostur okkar ýmist á vinstri kantinn eða í vinstri bakvörðinn.

    En núna hefur hann átt slakt tímabil. Samkeppnin er harðari og leikstíll hans hentar einfaldlega ekki Liverpool-liðinu í dag jafnvel og hann gerði undir stjórn Houllier eða þegar liðið var enn undir áhrifum frá hans hugmyndafræði. Staða hans innan liðsins er ekki sú sama og áður. Hann er ekki lengur fyrsti kostur.

    Er það eðlileg krafa til knattspyrnumanna á besta aldri að þeir sætti sig við að vera á bekknum? Nei. Það væri annað mál ef hann væri ungur og efnilegur, það er hann ekki. Ef hann kemst ekki í liðið í dag er ekki líklegt að hann komist í liðið í framtíðinni.
    Hann er ekki að kvarta, hann er ekki að gagnrýna liðsval Benitez, hann er einungis að segja að finnst að staða er orðin svona, þá gæti það verið best fyrir hann að fara. Finnst mönnum það nokkuð óeðlilegt? Bjuggust menn við því að hann yrði á bekknum hjá Liverpool restina af sínum knattspyrnuferli? Væri það æskilegt?

  8. P.S. Hann er ekki einu sinni að segja að hann vilji fara, eða hann muni fara, heldur einungis að segja að það sé möguleiki.

  9. Lið með leikmann eins og Riise innanborð, tala ekki sem myndi leika meira en 80% leikja verður aldrei Englandsmeistari.

    Hann er hægur, á slakar sendingar, er með lélegt touch, þokkalegur varnarmaður, kemur sárasjaldan í overlap, slaka krossa o.s.frv.

    En lið með Fabio Aurelio eða Arbeloa í vinstri bakverði orðið Englandsmeistari? Ég tek Riise fram yfir þá tvo any day. Síðan er það ekki undir honum komið hvort hann komi oft í overlap eða ekki, menn fá oft fyrirmæli um það frá þjálfara að sækja ekki mikið fram, og koma þá ekki mikið í overlaps.

    En úr því Riise er svona ömurlegur, hvern vilja menn þá eiginlega sjá í liðinu þannig að það geti orðið Englandsmeistari? Getið þið nefnt 4-5 vinstri bakverði sem eru fáanlegir og þið vilduð sjá í Liverpool? Ég er ekki að sjá það að Philipp Lahm eða einhverjir í hans klassa séu á leiðinni til Liverpool fyrir minna en 25 milljónir punda, og Benitez fær greinilega ekki að eyða svo miklum pening í bakvörð miðað við þessar endalausu fréttir síðustu sumur um verðmiðann á Daniel Alves.

  10. Ég styð Einar algerlega í þessu mati.
    Þjálfarar velja alltaf það lið sem er líklegast til að vinna leiki. Riise hefur spilað illa í mestan part vetrarins og fínt hefði nú verið hjá honum að lauma því í þessa ræðu sína, sem er fullkomlega óþörf, hvort sem um væl er að ræða eða ekki.
    “Let your football do the talking”!!!
    Aurelio hefur að mínu viti spilað gríðarlega vel að undanförnu, frábær gegn Inter og Bolton, einn fárra sem var eins og maður á OT um helgina og verðskuldar það klárlega að vera í liðinu umfram Norðmannsins geðþekka.
    Skulum ekki gleyma því að Benitez var búinn að kaupa Gabriel Heinze í fyrra og ég er handviss um að vinstri bakvörður verður einna efstur á listanum í kaupum. Lahm er auðvitað frábær kostur, en ég sé líka viðráðanlegri leikmenn í verði, t.d. Nicky Shorey sem manni skilst að sé falur fyrir 5 milljónir. Svo bíð ég nú alltaf eftir því að fá að sjá Insua spila.
    Riise endar spái ég með “hasbeens” eins og Butt, Carr, Viduka, Smith og Capaca hjá Newcastle, þ.e. ef Keegan heldur liðinu uppi!
    En auðvitað eigum við að þakka honum fyrir ágæta frammistöðu í gegnum tíðina, Riise hefur alveg átt góða tíma, en líka afar slaka. Stabíll leikmaður er hann ekki, það þarf stabíla leikmenn til að vinna deildir.

  11. Carl Berg, hann talar nefnilega aldrei um að hann hafi sjálfur spilað illa. Mér finnst þetta vera væl þar sem hann gefur í skyl að hann eigi að spila meira af leikjum Liverpool.

    Ef hann hefði sagst vera ósáttur við eigin frammistöðu, þá hefði ég kannski varið hann – en þar sem þetta er bara væl yfir því að vera ekki valinn í liðið þá finnst mér þetta fráleitt.

    Ef þetta væri t.d. Crouch eða einhver sem gæti raunverulega kvartað yfir ósanngirni í liðsvali, þá myndi ég skilja þetta, en Riise hefur svoooo ekki efni á að væla yfir þessu. Ef eitthvað er, þá er hann búinn að spila of marga leiki í ár. Og ég tek það fram að í gegnum árin hef ég ansi oft varið hann sem leikmann og er ekki haldinn þessu blinda hatri á honum einsog margir aðrir stuðningsmenn.

  12. Skil ekki af hverju menn eru að skíta Riise út og hef aldrei skilið. Þessi leikmaður er alls ekki fullkominn, en hvaða leikmaður er það nú? Man ekki betur en að Riise hafi fórnað talsvert að sínum peningum til þess eins að koma til Liverpool og að mínu mati hefur hann staðið sig vel í gegnum tíðina. Aukaspyrnumarkið hans gegn manjú er að mínu mati eitt allra fallegasta mark sem ég séð.

  13. Sælir félagar.
    Mér finnst ástæðulaust að drulla yfir Riise. Hann hefur lagt sitt af mörkum fyrir þetta lið í gegnum tíðina og markið hans fræga gegn MU gerir það að verkum að hann á alltaf svolítið inni hjá mér.
    Ég álít að Arbeloa sé betri leikmaður en Riise en Aurelio er slakari. Aurelio hefur átt einn eða tvo leiki góða fyrir LFC og er leikurinn á OT sá skársti sem hann hefur átt. Það er líka ef til vill viðmiðið við aðra leikmenn sem gerir það að verkum að manni fannst hann tiltölulega góður því nánast allir aðrir voru arfaslakir.
    Nei það er ekki réttlætanlegt að drulla yfir menn sem hafa lagt sig fram fyrir klúbbinn árum saman af allri “sinni” getu.
    Hinsvegar held ég að hann ætti að fara annað, þar sem hann fær að spila meira, fyrir sæmilegan pening því ég er sammála því að hann er ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar í framtíðinni (vonandi) að gera atlögu að enska meistaratitlinum.
    En þegar hann fer mun ég þakka honum framlag hans fyrir LFC því hann lagði fram alla sína takmörkuðu krafta af alhug og trúmennsku.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. Algjörlega sammála Einari. Þvílíkt væl í Riise. Við þurfum að losa okkur við Riise, Voronin, Kuyt, Pennant, Kewell (samningur að klárast) og Itjante.

  15. Það er ekki rétt að vera væla í fjölmiðlum um að fá ekki að spila það þarf að sanfæra stjóran á æfingarsvæðinu og ef færi gefst þá þarf að nýta það, en það er akkúrat það sem Riise hefur ekki gert þetta tímabil, hitt er svo annað mál að liðið þarf alveg verulega á góðum vinstir bakvörðum að halda, mér finnst þeir bakverðir sem liðið hefur ekki enitt frábærir nema Finnan hann stenur altaf fyrir sínu. En með Riise þá held ég að hans tími sé liðin hjá þessu félagi og bara gott fyrir hann sjálfan að færa sig um set með fullri virðingu fyrir honum hann er bara ekki lengur eins góður og hann var….

  16. Langaði bara að bæta við þetta hjá mér, ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum að Liverpoo hefur ekki unnið titilinn í að verða tvo áradugi og eitt er alveg víst frá mínum bæjardyrum séð að Riise er ekki sá maður sem mun spila stórt hlutverk í því að ná í titilinn, held að það væri skinsamlegt að selja hann og reina að fá eitthvað fyrir hann það yrði bara góður bussnis…

  17. Eins og ég hef sagt í 3 ár. VONLAUS LEIKMAÐUR. slakur bakvörður og lélegur kantari.

    Hann fengi ekki einu sinni 80% af leikjunum hjá liðunum um miðja deild.

  18. Hef sagt það lengi að ég vil sjá þennan mann fara frá Liverpool. En ég segi að við verðum að vera komnir með mann í staðin áður en við seljum hann. Vil ekki sjá okkur lenda í öðrum eins farsa og með hægri kanntinn um árið, þegar liðin hækkuðu verðið upp úr öllu valdi af því að við nauðsynlega þurftum á leikmanni á kanntinn. Vissulega erum við með Aurelio í vinstri bak og Babel í staðin á vinstri kant (tel Kewel ekki með, ein stór meiðslahruga sem því miður virðist ekki ætla að komast í gang) en ég vil sjá að við leysum þessar tvær stöður áður en við losum við hann. Hefur verið skelfilega slappur í vetur en er þó “lausn” á þessum stöðum í versta falli.

    Varðandi hugsanlega eftir menn þá hef ég nú enga ákveðna í huga, bara fjölbreyttari og betri knattspyrnu menn en einhæfa og einfætta rauðhæra nojarann.

  19. Sammála síðast ræðu manni þarf að fá nýnan mann áður en við losum okkur við Riise, en varðandi Aurelio hvað er það sem menn sjá svona við hann, mér finnst þetta meðal maður og ef hann lendir á móti hröðum kantara þá gerir hann bara í buxurnar, það ætti að vera forgans efni að manna bakvarða stöður liðsins fyrir næstu leiktíð, finnst algert skilirði að vinna titilinn næsta ár bara algerlega verður að vera þannig…

  20. Riise er hræðilegur bakvörður í alla staði, en staðreyndin er sú að hinir þrír eru reyndar líka ákaflega takmarkaðir. Finnan skilar þó iðulega sínu, en er þó of varnarsinnaður og blómstrar of sjaldan. Hann er svona stöðug 7a og er fínn “rotation squad player”. Ég er á þeirri skoðun að það þurfi nýja bakverði í báðar stöður. Einn af ókostum við leik liðsins í dag er skortur eða réttara sagt vanhæfni bakvarða að taka “over löp”. Hraðari og teknískari bakverði og fleiri overlöp, takk.

  21. já það er rétt að það þarf að manna báðar bakvarða stöðurnar en ég er samt ekki sammála að Finnan sé of varna sinnaður hann kemur mikið upp kantin og á góðar sendingar fyrir markið hann er stöðugur og skilar sínu en honum vantar einhvern til að keppa við um stöðuna og þannig þarf þetta að vera um allar stöður hjá klúbbnum… þannig næst árangur…

  22. Menn sem væla í fjölmiðlum um að þeir seu ekki að spila núna en hafi áður spilað 80 % eru greinilega ekki að fatta að það er ekki hægt að gerast áskrifanid af stöðum í Liverpool og þá verða þeir bara að fara eitthvað annað, bara algerlega fáranlegt að vera væla í blöðum um þetta… það er ekki mikil fagmaður sem gerir svona…. burtu með hann Riise… þó að hann hafi skorað mörk hér áður fyrr… það er núið sem gildir…

  23. ,,það er ekki hægt að gerast áskrifanid af stöðum í Liverpool og þá verða þeir bara að fara eitthvað annað”

    Er þetta ekki nákvæmlega málið? Þá verða menn að fara eitthvert annað, og þá gera menn það. Þetta er sú staðreynd sem allir sjá og allir vita. Hlutverk Riise er ekki það sama í liðinu og það var. Það gæti leitt til þess að hann muni fara frá félaginu. Ég endurtek, það gæti leitt til þess að hann muni fara frá félaginu. Hvar er fréttin? Hvar er vælið? Ég sé enga frétt. Ég sé ekkert vandamál.

    Hvað átti maðurinn að gera? Neita því að hann væri ekki fyrsti kostur í liðið? Neita því að hann væri HUGSANLEGA á förum frá félaginu? Væri það ekki að stinga höfðinu ofan í sandinn? Þegar Zenden eða Fowler lýstu því yfir í fyrra að þeir væru hugsanlega á förum frá félaginu datt einhverjum í hug að saka þá um væl? Nei, menn höfðu vit á því að þakka þeim fyrir störf sín fyrir félagið. Mér finnst við ættum að gera það sama núna. Ef hann fer.

  24. Ég hefði auk þess viljað sjá þessa frétt í einhverju samhengi. Að hverju var fréttamaðurinn að spyrja ? Hvert var heildar svarið ? Ég tek þessu alls ekki sem einhverju væli, þangað til ég hef allar forsendurnar fyrir framan mig.
    Ef spurning fréttamannsins var ; er óggislega gott a spila me liverpúl? , þá er vel hægt að skilja þetta sem eitthvert væl. Ef fréttamaðurinn spurði hinsvegar eitthvað á þá leið, hvort yrði sáttur við að sitja á bekknum hjá Liverpool út ferlinn sinn…þá verður svarið kanski eðlilegra.

    Áfram Liverpool…Carl Berg

  25. Þeir sem þekkja mig vita hvaða skoðun ég hef á Riise og fyrir þá sem ekki þekkja mig þá get ég upplýst þá um að ég hef aldrei verið hrifinn af Norðmanninum. Hins vegar hef ég ekki verið tilbúinn að afskrifa hann frá Liverpool fyrr en við erum í það minnsta komnir með betri mann í hans stöðu og í dag erum við einfaldlega ekki með það. Aurelio er alltílagi leikmaður líkt og Riise en er hins vegar ótrúlega oft meiddur og þess vegna tek ég Riise fram yfir Aurelio.
    Ég vil samt sem áður óska þess að Rafa finni betri leikmann en Riise í sumar og Aurelio verði back-up fyrir þann leikmann. Riise má þá fara til t.d. Tottenham, Aston Villa eða Newcastle, ég er viss um að öll þessi lið eru tilbúinn að borga feita summu fyrir norska Beckham.
    Hvað varðar þessi ummæli hjá Riise þá er nú oftast betra að tala minna og gera meira…

  26. Mér finnst nú bara nokkuð gott hjá honum að hafa metnað til að spila fótbolta annað en margir sem hanga sem varamenn hjá liðunum í mörg ár held líka að það sé kominn tími fyrir hann að halda áfram í sínum ferli hefur átt marga góða leiki fyrir liverpool en því miður hefur það ekki verið síðustu 2 tímabil

  27. Hæga hægan….

    Hvað sem hægt er að segja um Riise. getur enginn tekið af honum að hjartað spilar með Liverpool. Að tala um að hann eigi að drullast hingað og þangað, geti ekkert og aldrei getað… osfrv. er bara algert þvaður.
    Hans tími er löngu liðinn, það er löngu ljóst. En þá ættu menn að þakka fyrir það góða. Ekki eitthvað drullutal.

  28. hann fer í sumar vonandi, höfum lítið við hann að gera. hann er löngubúinn að toppa og ferill hans hjá liverpool er á niðurleið. alveg eins og með sissoko. hann fer, vonandi fyrir sig og fyrir liverpool.

  29. Mér finnst nú bara nokkuð gott hjá honum að hafa metnað til að spila fótbolta

    Er það semsagt merki um metnað að fara vælandi í norsku blöðin?

  30. “Er það semsagt merki um metnað að fara vælandi í norsku blöðin?”

    Það er metnaður að vilja fá að spila alla leiki síns liðs og það er það sem hann er að segja að hann vilji spila meira, svo er það annað mál hvort að hann hafi unnið sér það inn með frammistöðu sinni á vellinum. Ég skil þig ekki Einar þegar þú tala um að hann sé vælandi, hann er bara að segja sína skoðun við fjölmiðla í sínu landi.

  31. Það vita allir að Riise er slakur leikmaður.

    Maðurinn getur ekki sent innanfótarsendingu skammlaust!

    Stig Inge Björnebye til baka, takk.

  32. Ég skil þig ekki Einar þegar þú tala um að hann sé vælandi, hann er bara að segja sína skoðun við fjölmiðla í sínu landi.

    Já, en skoðun hans er væl um að hann fái ekki að spila nóg. 🙂

  33. Sælir/sælar
    Ég held að við getum öll verið sammála um að þessi umræða er búin.
    Allir geta verið sammála um að tími Riise sé liðinn hjá Liverpool. Hann hefur ekki náð að bæta sig sem knattspyrnumaður þó svo að það efist engin um að hann leggi hart að sér í æfingarsalnum 😉

    Ég er sammála því sem sumir hafa verið að segja hér að Riise er ekki að “væla” en hann mér finnst engu að síður að hann hefði átt að fylgja góðu fordæmi vinar síns frá Finnlandi, Hyypia, og sína það og sanna á fótboltavellinum að hann sé þess virði að fá framlengingu á samninginn sinn.
    Til hamingju Hyypia
    “The veteran defender’s current deal runs out at the end of the season, but Rafa Benitez today spoke of his confidence that talks on an extension would be concluded this week.”
    “The defender has already notched up 37 appearances this season despite turning 34 last October, and is considered by many a contender for Liverpool’s player of the season.”

    Svona eiga menn að bregðast við, spila fram úr væntingum.
    Benites gaf það út fyrir tímabilið að leikmenn yrðu að sýna sér að þeir ættu skilið nýjan samning við Liverpool og þeir hefðu tímabilið til að sýna sér það.
    Ég held að við getum dregið þá ályktun að Riise sé ekki að fá nýjan samning og því sé hann farinn að auglýsa sjálfan sig til sölu í fjölmiðlum. Kewell var einnig að því með Ástralska U23 landsliðinu 🙂 en því miður losnar hann ekki við meiðsladrauginn og því má búast við því að hans tími sé liðin hjá Liverpool.

    Þetta er svo einfallt, ef menn vilja fá að spila fótbolta reglulega þarf að nýta þau tækifæri sem menn fá.
    Það reynist sumum erfiðara en öðrum!
    YNWA

  34. Það er spurning að skella einhverju fleiru persónulegu sem tilheyrir Riise á netið (annað en launaseðlinum) til að vekja hann aðeins 🙂

  35. Gríðarlega sammála Einari Erni. Þessi ummæli eru bara brandari. Væri frábært að losna við hann.

  36. Það er ágæt að Riise sé orðinn pirraður..

    ÉG ER BÚINN AÐ VERA PIRRAÐUR Á HONUM UNDANFARINN 2 ÁR

  37. Fínt…já sæll..Eigum við að ræða þetta eitthvað. Riiiise er búinn að vera og á að fara í smálið sem leyfir honum að spila alla leiki. Best væri fyrir hann að fara í bæ/borg þar sem hann getur verið aðalkarlinn….svona local hero.
    Þá gæti hann sent öllum smápíkum bæjarins SMS og sýnt launaseðilinn á pup-num.

Aðeins um dómgæslu í Englandi almennt.

Fréttir dagsins.