Fréttir dagsins.

Eru aðallega tvær.

Fyrst það jákvæða, eins og sést á þessum tengli hér er Finninn fljúgandi að fá nýjan árs samning. Miðað við spilamennsku Sami í vetur er ég afar glaður með þetta. Ekki síst hans vegna því væntanlega endar hann á því að fá góðgerðarleik eftir 10 ára frábæra þjónustu fyrir félagið. Besta mál.

Neikvæðnin í dag kemur svo í framhaldi af helginni, kannski eins og við var að búast hefur Javier Mascherano verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun í kjölfar brottrekstursins um helgina. Ef hann óskar eftir því að verja sig þarf hann að vera búinn að því fyrir kl. 18 á fimmtudag, og svo verður dæmt í málinu á föstudag.

Allt getur gerst, frá eins leiks banninu og sektar og upp í fimm leiki. Margir telja líklegt að bann hans verði lengt um einn leik, og myndi þá þýða að hann yrði ekki með gegn Everton um helgina og gegn Arsenal í deildarleiknum á Emirates. Sjáum til.

14 Comments

 1. En er ekki verið að tala um að ef Liverpool áfrýjar (ef hann fær auka bann) að þá geti hann spilað Arsenal leikinn því það seinki banninu?

 2. Myndi segja að einn leikur aukalega væri hæfileg max refsing. Hegðun hans var jú fáranleg þó deila megi um réttmæti brottvísunarinnar og hæfni Steve Bennets. Væri fáranlegt að ef hann myndi fá 3 leiki þ.e. sama og Taylor. Auk þess væri meiri refsing en fáranlegri í ljósi framkomu A.Cole.
  Mest hræddur að Mascherano lendi í að verða fórnarlamb aðstæðna með þeim hætti að hann verði dæmdur í þungt bann til að verða öðrum víti til varnaðar.

 3. Það sem mér finnst fáránlegast við þetta allt saman er að Cashley Cole fær ekki einu sinni áminningu frá FA… Jújú, hann fékk ekki rautt og hann baðst afsökunnar en hvað með það? Það var jú hann sem að kom þessu af stað og hann sýndi alveg jafn mikla óvirðingu og Mashcerano ef ekki meiri.

  Það er líka gjörsamlega fáránlegt að taka á þessu á miðju tímabili. Þegar það er verið að leggja nýjar áherslur í dómgæslu þá á að gera það fyrir tímabilið. Kjaftbrúk frá leikmönnum hefur alltaf verið vandamál og það fer í taugarnar á öllum, en til þess að taka fyrir það þarf að leggja línurnar í upphafi keppnistímabils, ekki þegar titilbaráttan er í algeymi. Þannig var það gert þegar ákveðið var að refsa harkalega fyrir tæklingar aftan frá og líka þegar ákveðið var að spjalda fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að brot hafi átt sér stað.

  Þetta mál alltsaman er ekki bara vandræðalegt fyrir Javier Mashcerano, sem hagaði sér eins og hálfviti og sýndi að hann er greinilega ekki alveg búinn að átta sig á því hvað það er að vera leikmaður Liverpool, heldur líka fyrir Keith Hackett og félaga hans hjá Dómarasambandinu í Englandi. Ef að hann hefði komið fram með yfirlýsingu þess efnis að nú yrði tekið á þessu strax eftir atvikið með Cole þá hefði þetta verið allt annað. En í stað þess þá gaf hann Steve Bennett tækifæri til þess að taka einhverja geðþóttar ákvörðun og í rauninni leyfi til þess að taka málin í sínar eigin hendur.

  Mér finnst virkilega illa staðið að þessu öllu saman, hjá öllum aðilum.

  Svo hefði verið gaman að sjá Rafa húðskamma Javier eftir þetta, svona aðeins til þess að sýna honum hver ræður og að svona framkoma lýðist ekki, sérstaklega ekki í leik gegn Mancunt Utd.

 4. Ég er sammála Eisa með því að húðskamma Masch eftir þetta. Ég var eiginlega hálfpirraður yfir því að sjá hann verja hann eftir þetta atvik, þó svo að það hefði svosem verið það rétta í stöðunni. Ég ætla rétt að vona að hann hafi tekið Masch á teppið á bakvið tjöldin, enda var þetta rauða spjald aðalástæða þess að við héldum ekki í við Man Utd, þrátt fyrir skítaframmistöðu annarra leikmanna Liverpool í leiknum.

 5. Javier Mascherano á eftir að fá auka bann fyrir framferði sitt og við því er ekkert að segja, að mínu mati á hann það fyllilega skilið. Menn verða að átta sig á því að það er ekki verið að lengja bannið hans útaf alvarleika rauða spjaldsins, það eitt og sér á auðvitað bara 1 leiks bann skilið, en framferði hans eftir að hafa verið vísað af velli á sunnudaginn er óafsakanlegt og það er svo langt frá því að það sé verið að setja eitthvað fordæmi með því að ákæra mascherano. Þó ég nenni ekki að fletta upp einhverju sérstöku dæmi að þá man ég vel að menn hafa áður verið dæmdir í lengri bönn eftir að hafa rifist of mikið eftir að hafa verið vísað útaf og það er nákvæmlega það sem verið er að gera hér. það er ekkert verið að setja neinar nýjar línur, FA hefur alltaf litið á það sem “improper conduct”, eða hvað þeir nú kalla þetta, að neita að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið rautt.

  Hvað svo varðar það að FA sé eitthvað að skjóta sig í fótinn og sýna misræmi með að ákæra ekki Cashley fyrir vanvirðingu sína við dómarann að þá eru hendur þeirra algjörlega bundnar af FIFA reglum. Reglurnar segja einfaldlega að á meðan dómari tekur á einhverju atviki í leik og ekki er um það að ræða að rangur aðili hafi verið spjaldaður er knattspyrnusamböndum óheimilt að breyta refsingum eftir á, með þeirri undantekningu þó að hægt er að fella niður rauð spjöld. Mike Riley tók á Cashley atvikinu með því að spjalda hann fyrir brotið og sleppa honum fyrir vanvirðinguna og því er ekkert sem FA getur gert. Riley ákvað refsinguna og henni er einfaldlega ekki hægt að breyta.

  Svo eru þessi dæmi náttúrulega langt frá því að vera eins, því eins og áður sagði er Mascherano ekki að fá lengt bannið fyrir að láta reka sig útaf fyrir að rífast við dómarann. Hann er að fá aðra ákæru fyrir að neita að yfirgefa völlinn eftir að hafa verið rekinn útaf og skynsamlegast þætti mér nú að hann játaði sig bara sekann og fengi þá einn auka leik í bann (en fyrir slíkri refsingu er fordæmi sem ekki er nú eldra en ) og kæmi ferskur og með vikuhvíld á bakinu í báða CL leikina gegn Arsenal.

 6. Javier Mascherano á eftir að fá auka bann fyrir framferði sitt og við því er ekkert að segja, að mínu mati á hann það fyllilega skilið. Menn verða að átta sig á því að það er ekki verið að lengja bannið hans útaf alvarleika rauða spjaldsins, það eitt og sér á auðvitað bara 1 leiks bann skilið, en framferði hans eftir að hafa verið vísað af velli á sunnudaginn er óafsakanlegt og það er svo langt frá því að það sé verið að setja eitthvað fordæmi með því að ákæra mascherano. Þó ég nenni ekki að fletta upp einhverju sérstöku dæmi að þá man ég vel að menn hafa áður verið dæmdir í lengri bönn eftir að hafa rifist of mikið eftir að hafa verið vísað útaf og það er nákvæmlega það sem verið er að gera hér. það er ekkert verið að setja neinar nýjar línur, FA hefur alltaf litið á það sem “improper conduct”, eða hvað þeir nú kalla þetta, að neita að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið rautt.

  Hvað svo varðar það að FA sé eitthvað að skjóta sig í fótinn og sýna misræmi með að ákæra ekki Cashley fyrir vanvirðingu sína við dómarann að þá eru hendur þeirra algjörlega bundnar af FIFA reglum. Reglurnar segja einfaldlega að á meðan dómari tekur á einhverju atviki í leik og ekki er um það að ræða að rangur aðili hafi verið spjaldaður er knattspyrnusamböndum óheimilt að breyta refsingum eftir á, með þeirri undantekningu þó að hægt er að fella niður rauð spjöld. Mike Riley tók á Cashley atvikinu með því að spjalda hann fyrir brotið og sleppa honum fyrir vanvirðinguna og því er ekkert sem FA getur gert. Riley ákvað refsinguna og henni er einfaldlega ekki hægt að breyta.

  Svo eru þessi dæmi náttúrulega langt frá því að vera eins, því eins og áður sagði er Mascherano ekki að fá lengt bannið fyrir að láta reka sig útaf fyrir að rífast við dómarann. Hann er að fá aðra ákæru fyrir að neita að yfirgefa völlinn eftir að hafa verið rekinn útaf og skynsamlegast þætti mér nú að hann játaði sig bara sekann og fengi þá einn auka leik í bann (en fyrir slíkri refsingu er fordæmi sem ekki er nú eldra en frá því í gær) og kæmi ferskur og með vikuhvíld á bakinu í báða CL leikina gegn Arsenal.

 7. Mér finnst einmitt það versta í þessu að Mashcerano gæti farið í lengra bann einfaldlega því að Chel$kí fífl fór einu sinni enn að ráðast á dómarann…

  Ca$hley sneiddi nánast löppina af andstæðingi sínum og réðst svo á dómarann fyrir að voga sér að dæma á það, hvað þá þegar hann sá að dómarinn ætlaði að taka upp spjald… þá snéri hann bara bakinu í hann og sýndi honum tölvuvert meiri óvirðingu en t.d. Torres, sem fékk gula spjaldið sitt fyrir smá táknmál…

  Það að Mashcerano skuli hafa tekið þennan sprett og farið að röfla í dómaranum verður aldrei hægt að afsaka… sama þó hann hafi bara verið að spyrja “hvað gerðist”…
  En að dómarinn skuli ekki fyrir löngu hafa verið búinn að taka Mashcerano til hliðar og segja við hann að ef hann hætti ekki þessu röfli þá muni hann einfaldlega fjúka útaf, það skil ég ekki…
  Dómurum ber engin skylda til að vara leikmenn við áður en þeir spjalda fyrir svona… en góður dómari ræðir við leikmenn og róar leikinn þannig niður, hleypur ekki bara alltaf í burtu með puttann yfir munninum…

 8. eisi segir allt sem segja þar, vel mælt.

  ég vona að masch hafi munninn meira lokaðan héðan í frá, pirrandi þegar menn láta svona.

 9. Það eru alltaf ákveðnar tískubylgjur í dómgæslu, núna allt í einu er það tuð og dólgslæti leikmanna gagnvart dómurum. Mascherano situr þess vegna í súpunni. Það verður síðan eitthvað allt annað eftir nokkra mánuði. John Terry mun því óáreittur geta haldið áfram að frussa yfir dómara Úrvalsdeildarinnar og hóta því að éta börnin þeirra, líkt og hann hefur alla tíð gert!!

 10. Framkoma Mascherano er ekki til eftirbreitni það eru allir sammála um það en hvað er rétt refsingin það eru ekki allir sammála um það, satt best að segja þá er ég ekki viss hvernig á að taka á svona málum en mér finnst FA ekki vera taka rétt á málum með því að vera leggja reglurnar á þessum tíma punkti og að nú skuli taka á þessu í eitt skipti fyrir öll og Mascherano verður notaður sem blóraböggul til að sýna öðrum hverju þeir eigi von á, ef sú er raunin þá sita ekki allir við sama borð svo einfalt er það. Hvað hefur oft átt að taka á hinum og þessum málum, tökum dæmi tæklingar aftan frá, jú þetta átti að stoppa en það er nú eitthvað annað einn dómari tekur á þessu í einum leik og svo ekki í þeim næsta og annar dómari metur þetta á allt annan hátt… það er altaf sama gamla tuggan nú skal taka á þessu bl bla bla…. það er eitt að tala um hlutina og annað að framkvæma þá. Málið er bara ofur einfalt stæðsti gallinn á þessu er að DÓMARAR á Englandi eru ekki fyrstafloks eins og liðin og leikmennirnnir og það er ekki bara hægt að ætlast til að leikmenn gefi dómörum vinnufrið leikmenn þurfa líka að fá vinnufrið, það eru nú nokkrir dómarara á Englandi sem dá það að vera númer eitt í hverjum einasta leik, flautandi í tíma og ótíma og spjallandi við leikmenn, það er bara vegna þess að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir…. Auðvitað er það alveg rétt sem kemur fram hér að ofan að menn verða að læra af þessu og halda sér á mottuni og láta verkin tala á vellinum. Vonum að þetta verði ekki langt bann, áfram Liverpool….

 11. Sammála Eisa í ummæli nr 3. Auðvitað á að byrja á að taka á svona hlutum í byrjun tímabils en ekki á miðju tímabili. Þegar það er gert þá lítur þetta svolítið illa út fyrir F.A. eins og þeir séu í nöp við Liverpool eða eitthvað álika. Ég meina, EÖE nefndi réttilega áður að John Terry ætti að vera kominn í leikbann mörgum sinnum ef fara ætti að taka kjaftbrúk leikmanna í enska boltanum (og í raun allt Chelsea liðið en þeir halda alltaf allir rakleiðis að dómaranum til að segja eitthvað við hvern dóm sama hvort það sé þeim í hag eða óhag).
  Ég veit að Mascherano gerði mistök og er meira að segja búinn að fá Rafa til að vorkenna sér eftir þessa heimskulegu hegðun, en ég vil sjá Mascherano fá sekt frá Liverpool fyrir þetta agabrot. Það þarf að senda skýr skilaboð til leikmanna liðsins að agabrot sem þessi verði ekki leyfð.

 12. Nákvæmlega rétt hjá (9eikifr) Liverpool á að sekta Mascherano það er eina leiðin til að stoppa svona það er að koma við pingjuna….

 13. Ég held að menn séu svolítið að missa sig hérna og átta sig ekki alveg á stöðunni. Það er ekkert verið að bæta við bannið hjá mascherano fyrir ósæmilega hegðun gagnvart dómara leiksins. Refsingin fyrir það er 1 leikur og henni er ekkert verið að breyta. Hvort rauða spjaldið hafi verið rétt eða ekki hefur nákvæmlega ekkert með þessa ákæru að gera. Hún er fyrir það sem gerðist eftir að hann fékk rautt, þ.e.a.s. fyrir að neita að yfirgefa völlinn og Mascherano er langt frá því að vera fyrsti maðurinn sem FA ákærir af þeim sökum, m.a. var John Eustace, leikmaður watford, í fyrradag dæmdur í 1 leiks aukabann ásamt því að fá 1500 punda sekt fyrir að neita að yfirgefa völlinn eftir að hafa verið rekinn útaf. Eða eins og soccernet lýsti þessu:

  Earlier today, the FA heard the case of Watford’s John Eustace, who was sent off against Stoke on March 15 and subsequently charged with improper conduct for confronting the referee and failing to leave the field of play. Eustace admitted the charge and was today handed a further one-match suspension as well as being fined £1,500.

  Hljómar svolítið kunnuglega ekki satt, og Eustace er líka langt frá því að vera sá fyrsti til að lenda í þessu. FA er ekkert að setja einhverjar nýjar línur í refsingum, ef þeir hefðu ekki ákært mascherano hefði verið tiltölulega auðvelt að saka þá um að meðhöndla stórklúbba öðru vísi en aðra. Það skynsamlegasta í stöðunni fyrir Mascherano væri sennilega að játa sig bara sekan, taka út sinn aukaleik í bann og mæta ferskur með vikuhvíld á bakinu í báða CL leikina við Arsenal.

  Hvað Ca$hley atvikið varðar er svo einfaldlega ekkert sem FA getur gert, hendur þeirra eru bundnar af reglum FIFA sem segir að svo lengi sem dómari taki á atviki innan vallar er ekki hægt að breyta refsingum hans eftirá nema ef röngum aðila var refsað fyrir brot. Eina undantekningin er að það er hægt að fella niður rauð spjöld. Mike Riley tók á Ca$hley atvikinu með því að gefa honum gult spjald fyrir brotið og sleppa honum fyrir vanvirðinguna og þar sem ekki er hægt að halda því fram að Riley hafi ekki séð þetta atvik er ekkert sem FA getur gert. Hvort það er svo réttlátt er efni í allt annan pistil en eins og staðan er í dag eru FIFA reglurnar skýrar og Ca$hley sleppur, voru menn ekki annars að kalla eftir því að reglum væri ekki breytt á miðju tímabili?

 14. Ég ætla nú ekkert að erfa þetta við Mascherano. Hann var greinilega yfirspenntur í leiknum og kannski ekki skrítið…..það voru allir búnir að dásama hann fyrir leikinn. Hann átti að vera maðurinn sem stoppaði sóknir Manjú.

  Svona getur gerst hjá mönnum sem eru jafn heitir og Masc. Yfirleitt er þetta kostur hjá honum en hann dansar á línunnu og það gerir hann jafn spennandi leikmann og hann er.

  Hann er pottþétt búinn að læra af þessu og kemur sterkari til baka, það er fáránlegt að segja að Rafa eigi að sekta hann fyrir þetta. Væri hann þá ekki að gera nákvæmlega sama og Bennet (refsa mönnum án þess að ræða málin) og knattspyrnusambandið sem ætlar að gera hann að einhverju fórnarlambi líðandi stundar.

  Hann missti sig aðeins en hann er náttlega algjör snillingur sem verður síðri leikmaður ef það á að slökkva allan eldinn sem er í honum. Shitt happens….hann tekur út sitt bann og kemur síðan aftur sterkari og vonandi jafn ákafur og klikkaður (en lætur dómarana þó vera hér eftir).

Riise óánægður

Rafa til Barcelona, Real Madrid, Valencia, Atletico Madrid eða KR?