Kaup Rafael Benitez – seinni hluti.

Sæl öll.

Ég lauk fyrri hluta skoðunar minnar á því að rifja upp að fyrstu 2 leiktímabil Benitez hafði hann eytt 51.9 milljón í leikmenn, 27.4 milljónum meira en hann seldi fyrir. 70.3% kaupa hans mat ég góð, 10.7% þokkaleg og 19.9% slök.

Við erum komin í júní 2006 og Liverpool nýlega orðnir FA-bikarmeistarar. Nú var meiningin að gera alvöru atlögu að enska titlinum og því biðum við öll með eftirvæntingu hverjir bættust í hópinn þá um sumarið. Þetta sumar voru stóru liðin í Englandi róleg í eyðslunni. Arsenal keypti Tomas Rosicky og William Gallas, United keypti bara Michael Carrick, en Chelsea reyndar eyddi ágætlega, 30 millum í Shevchenko, 16 í Mikel og 5 millur auk Gallas fyrir Ashley Cole, auk „dýrsins“ Bhoularouz. Að auki seldi United hrossið Nistelrooy til Real og rétti þar verulega hlut Ferguson í „nettó“ kaupum, upp á 10.2 millur.

Kaup Benitez leiktímabilið 2006 – 2007

En hvað keypti Benitez? Ég treysti því að flestir hafi lesið fyrri pistil minn um þetta efni og held mig við sama kerfi og áður, plús fyrir góð kaup, mínus fyrir slök og samasemmerkið fyrir hlutlaus, hvorki góð eða vond.

Fyrstu kaupin voru á Craig Bellamy (=) 6.0, welski vandræðagemsinn átti viðunandi tímabil á Anfield, skoraði 9 mörk og átti 10 stoðsendingar, besti leikurinn hans var á Camp Nou þar sem hann var lykilmaður í frábærum sigri. Seldur með hagnaði sumarið 2007. Gabriel Palletta (-) 2.0 millur, argentínskur varnartáningur sem réð ekki við enska boltann. Fabio Aurelio (=) frítt, byrjaði vel, meiddist svo illa og aðeins núna nýlega verið að sýna aftur á sér góðar hliðar. Jermaine Pennant (+) 6.7 millur, efast ekki um að margir eru mér ósammála hér en mér finnst Pennant hafa verið góð kaup, vissulega er hann óstöðugur en vorið 2007 fannst mér hann ótvírætt sýna hæfileika sína sem gamaldags kantmaður. Dirk Kuyt (=) 9.0, kröftug byrjun, fjaraði niður og þetta leiktímabil hrikalegt fram í febrúar. Virðist eiga betri tíma í nýrri útfærslu á leikkerfi. Í janúar bættust tveir leikmenn í hópinn, einungis annan tel ég með í þessu tímabili, Alvaro Arbeloa, (+) 2.5 millur, spænskur bakvörður sem Rafael pikkaði upp og maður vissi ekkert um en var fljótur að sætta sig við, strax í fyrsta leik! Hinn sem kom í janúar var Javier Mascherano sem ég ætla að telja með þessu ári í kaupum.

Reyndar keyptum við nokkra unga leikmenn, dýrastan Astrid Ajdarevic fyrir 750 þúsund pund en ég tel bara upp hér þá sem keyptir voru fyrir aðalliðið, aðrir ungir sem komu þarna voru m.a. Nabil El Zhar, Ronald Huth og Fransisco Duran

Heildarvirði kaupa Benitez þetta leiktímabil: 26.2 milljónir. Tveir leikmenn fá plús, þrír hlutlausan og einn mínus.

Sölur Benitez leiktímabilið 2006 – 2007

Þetta leiktímabil var enn verið að selja leikmenn sem Houllier hafði verið að byggja á, en þó sáum við líka það að Benitez er fljótur að selja menn sem hann telur ekki standa sig. Fyrst sáum við það með Josemi, nú var það annar Spánverji, Fernando Morientes fór heim aftur fyrir 3.0 millur, greinilegt að Benitez hafði gefist upp á honum. Bruno Cheyrou fór fyrir óvissa upphæð (örugglega ekki mælda í milljónum!), Didi Hamann endaði í Man. City eftir viðkomu hjá Bolton, Djimi Traore fór til Charlton (2.0), Jan Kromkamp til PSV (1.75), Neil Mellor til Preston (0.5), Chris Kirkland til Wigan (3.5), þetta gerðist allt sumarið 2006. Í janúar fóru þrír leikmenn, Darren Potter til Wolves (0.25), Stephen Warnock til Blackburn (1.5) og loksins losnuðum við undan launum Salif Diao sem fór án greiðslu (skandall!!!) til Stoke. Í maí var svo staðfest að annar ungu frönsku snillinganna, Pongolle var farinn, til Recreativo á Spáni fyrir 2.7 millur.

Við reyndar seldum nokkra unga menn sem gætu skilað okkur pundum (Raven, Foy og Barragan) en í samræmi við vinnulag pistilsins reikna ég það ekki inní.

Heildarvirði sala Benitez: 15,2 millur og þar með mismunur kaupa og sala 11 milljónir leiktímabilið 2006 – 2007.

Svo komu Kanarnir.

Eftir tap í Aþenu kom Benitez brjálaður á blaðamannafund og heimtaði nú stuðning á leikmannamarkaðnum. Miðað við pistla mína hér var á þessum tíma Liverpool búið að kaupa aðalliðsleikmenn fyrir 78.1 milljón punda og nettóeyðslan þýddi að liðið hafið eytt 38.2 milljónum punda meira í kaup en það fékk fyrir sölur.

Það er meðaltalseyðsla, nettó, upp á ca. 13 milljónir punda á ári. Á sama tíma, 2004 – 2007 eyddu t.d. Man United 81 milljón en fengu vissulega stórar upphæðir í sölum á Nistelrooy og Mikel. Ekki megum við nú gleyma að sumarið 2004 var United aðeins sterkara en Liverpool, meðal leikmanna sem voru þá í United voru m.a. Ferdinand, Neville, Silvestre, Scholes, Giggs, Nistelrooy, Ronaldo, Brown og Louis Saha. Þessi þrjú ár eyddi Chelsea a.m.k. 216 milljónum punda!

Ég skildi alveg reiði Benitez, mér finnst augljóst af upptalningu okkar hér að framan að ekki er hægt að segja að við höfum verið samkeppnisfærir, þurftum að búa til lið frá gruni en samt búnir að eyða minna en liðin sem voru langt umfram okkur í getu þegar Benitez tók við! Reyndar er hægt að benda á Arsenal með allt aðra stefnu, eyddu um 40 millum á þessum tíma, en afar erfitt er að finna út t.d. verð á Denilson, Clichy, Senderos og fleirum ungum leikmönnum sem voru keyptar á litlar upphæðir sem eru að hækka þessa dagana vegna góðrar frammistöðu. En við skulum ekki gleyma því að sumarið 2004 voru Arsenal líka ósigraðir meistarar með feykisterkt lið sem kostaði talsvert í innkaupum og launum, lið með Campbell, Vieira, Henry, Bergkamp, Lehmann, Pires, Gilberto, Wiltord, Lauren, Edu og Ljungberg sem kostuðu talsvert á sínum tíma.

En Kanarnir lofuðu peningum til að kaupa alvöru leikmenn, Benitez hafði í maí 2007 aðeins fengið einu sinni að kaupa leikmann fyrir 10 milljónir eða meira, Xabi Alonso nokkurn.

Kaup Benitez leiktímabilið 2007 – 2008

Vissulega er erfitt að ætla að fara að dæma menn núna, svo stuttu eftir að ferill þeirra hefst. En til að klára pistilinn á sömu nótum geri ég það nú samt….. Byrjum á Lucas (+) 5.0, klárlega góð kaup á miklu brasilísku efni, var á undan flestum stærstu liðum Spáns og Ítalu. Sebastian Leto (-) 1.8, virðist ekki ætla að ná tökum á enskum bolta og virðist stefna í sömu átt og Palletta. Fernando Torres (+) 20.6, þ.e. eftir greiðslu fyrir 20 mörk um helgina. Þarf ekki rökstuðning held ég. Andriy Voronin (-), held að Benitez hefði ekki tekið hann ef hann hefði verið viss um peninga um sumarið. Ekki nógu góður. Yossi Benayoun (+) 5.0, fínn lipur leikmaður sem hefur sannað sig sem góður „squad player“ strax á sínu fyrsta ári. Ryan Babel (+) 11.5, gríðarlegt efni og þegar orðinn góður. Kom á óvart en mun gleðja okkur mikið á næstu árum tel ég. Charles Itandje (=) frítt. Hlutlaus, ágætur varamarkmaður. Martin Skrtel (+) 6.5, lítur verulega vel út, en vissulega lítið búið af ferlinum hans. Javier Mascherano (+) 17.0 millur.

Að auki komu ótal ungir leikmenn víðsvegar að úr heiminum í yngri liðin okkar, sem við sjáum til hvernig þróast.

Heildarvirði kaupa Benitez þetta leiktímabil: 67.4 milljónir. Sex leikmenn fá plús, einn hlutlausan og tveir mínus.

Sölur Benitez leiktímabilið 2007 – 2008

Rafael karlinn hélt áfram að losa leikmenn. Zenden (Marseille), Dudek (Real Madrid) og Fowler (Cardiff) fóru frítt, en sölur á Garcia til Atletico Madrid (4.0), Djibril Cissé til Marseille(6.0), Craig Bellamy til West Ham(7.5), Mark Gonzales til Real Betis (3.5), Gabriel Palleta til Boca Juniors (1.2) og nú í janúar Momo Sissoko til Juventus (8.2) þýða ágætis útkomu.

Heildarvirði sala Benitez: 30.4 millur og þar með mismunur kaupa og sala 37 milljónir leiktímabilið 2007 – 2008.

Hvernig kemur þetta svo út?

Núna við lok fjórða tímabilsins fæ ég það út að Rafael Benitez hafi keypt leikmenn fyrir 145.5 milljónir í aðalliðið, þar af um 47% frá kaupum Kananna. Í það heila tel ég að 8 leikmenn séu góð kaup síðustu tvö ár, kaup upp á 74.8 millur. Hlutleysingarnir kostuðu okkur 15 millur síðustu tvö ár og slöku kaupin voru upp á 3.8 millur.

Samtals segi ég semsagt að góð kaup séu upp á 111.3 milljónir punda (76.5%), hlutleysingjarnir fá verðmiðann 20.6 milljónir (14.2%), slök kaup Benitez hafa kostað 13.6 milljónir (9.3%)

Nettó eyðsla Benitez er í dag komin í 18.85 millur á ári, eða 75.4 milljónir punda frá því hann kom.

Ef við setjum í samhengi t.d. að meistarlið síðustu leiktíðar eyddi 77 milljónum í sumar til að kaupa leikmenn finnst mér það einfaldlega vera það sem við þurfum. Þeir fjórir leikmenn (Torres, Alonso, Babel og Mascherano) sem kostuðu meira en 10 milljónir hafa allir reynst vel, minni bara hér á Veron, og Shevchenko! Benitez hefur náð í marga klassaleikmenn fyrir lítinn pening og ég er alveg sannfærður um það að liðið er í heilbrigðri stöðu núna þessa dagana varðandi leikmannamál, hvort sem skipt er um þjálfara eða ekki.

Mér finnst ljóst líka að kaupin á síðasta tímabili voru ekki góð, en þetta tímabil er allt annað uppi á teningnum. Ég skrifa það einfaldlega á það að þegar þarf að finna senter, fyrst undir 10 milljónum og svo má hann kosta meira en 20 milljónir, þá er ljóst að munur verður á gæðunum sem þú færð.

Ég er líka sáttur við það að Benitez hikar ekki við að láta menn fara sem ekki virka, nefni sem dæmi Josemi, Morientes, Gonzalez, Sissoko og Palletta. Það hefur þýtt það að við höfum tapað litlum peningum, eða jafnvel grætt á viðskiptum með þá.

Eftir að hafa legið yfir þessu talsverðan tíma er því niðurstaða mín að hægt sé að gagnrýna Rafael fyrir margt, leikstíl, róteringu, innáskiptingar og annað tengt leiknum sjálfum, en mér finnst afar ósanngjarnt að telja hann hafa gert sig sekan um slök leikmannakaup í stórum stíl!

18 Comments

  1. “Ef við setjum í samhengi t.d. að meistarlið síðustu leiktíðar eyddi 77 milljónum í sumar”
    Er þetta ekki eitthvað vitlaust? Annars góður pistill

  2. United:
    Nani 14 millur
    Anderson 17 millur
    Hargreaves 17 millur
    Tevez 29 millur
    Samanlagt þýðir þetta 77 milljónir. Fer afar hljótt skal ég segja ykkur!!!

  3. Skemmtilegur pistil hjá þér Maggi, meira svona 😉
    Ég er á því að Rafa hafi gert frábæra hluti á leikmannamarkaðinum sé litið til þess hvernig þeim fjármunum sem hann hefur haft á milli handanna til leikmannakaupa sl. ár hefur verið útdeilt til hans. Hann hefur margsinnis þurft að hætta við kaup á þeim leikmanni (nr. 1) sem honum hefur hugnast að kaupa og þurft að færa sig yfir í leikmann nr.2 eða janfvel nr.3 á listanum.
    Að mínu mati þarf hann nú að fjárfesta í heimsklassa vinstri bakverði, vinstri/hægri kanntmanni og ef nóg er af penningum, Daniel Alves 24 ára bakvörður, kantmaður, framherji og framherja eins og t.d. Samuel Eto 26 ára (99 leikir/70 mörk með Barca 🙂 )
    En það er einnig ljóst að Rafa hefur hug á að hægja á þessari eyðslu eins og má sjá á því hvernig hann hefur byggt upp á ótrúlega skömmum tíma net manna út um allan heim til þess að finna unga og efnilega leikmenn og styttist í að við fáum upp úr unglingastarfi liðsins heimsklassa leikmenn. Unglinalið Liverpool hafa verið að standa sig frábærlega á sl. 2 árum og er varalið Liverpool sem saman stendur af mjög ungum leikmönnum nú með 8 stiga forskot í varaliðsdeildinni og er að spila frábæran fótbolta.
    Spennandi tímar framundan eftir róstursamt tímabil, ekki satt?

    Að mínu mati finnst mér engu að síður mikilvægasta púsluspilið í þessu öllu að Rafa fái að halda áfram að byggja upp liðið og fái að klára það sem hann byrjaði á, að henda út restinni af þeim leikmönnum sem honum finnst ekki virka t.d. Riise og þvi miður Kewell og eins og ég sagði áðan, kaupi heimsklassa leikmenn í þær stöður sem honum finnst vanta uppá.

    YNWA

  4. Flottur pistill og ég er alveg samála öllum plúsum og mínusum þarna. Kuyt er samt svona mitt á milli (=) og (+) myndi ég segja.
    United fer ekki hátt um þessa leikmenn en maður sér að það hefur vel gengið þessi kaup á þessum leikmönnum, allir að standa sig vel, því miður.

  5. Glæsileg úttekt hjá Magga. Þegar maður les þetta er ekki hægt annað en vera nokkuð sáttur hvað fengist hefur fyrir þessar smá-summur.
    En mér þykir ljóst að við verðum að losa okkur strax við þá sem ekki eru að standa sig. Sé hægt að losna við Kuyt og Voronin fyrir þannig pening að ekki sé um tap að ræða verði að drífa í því.

    Torres er bara að sýna okkur að allt tal um ,,aðlögun” leikmanna í úrvalsdeildinni er bara þvaður.
    Annaðhvort ertu nógu góður STRAX eða ekki. Kuyt er bara góður senter til þess að gera en er ekki í neinum sérklassa. Mér þætti gaman ef einhver væri til í að taka saman hvaða leikmenn væri spennandi kostur fyrir okkur að fá fyrir næsta season. Alvöru menn sem hafa sannað sig svo um munar.

  6. Ég segi bara takk fyrir fróðlegan og mjög vel settan fram pistil. Þú átt hrós skilið fyrir þessa færslu.
    Það er einmitt soldið merkilegt hversu erfitt er að sjá fyrir hvort menn plumi sig í enska boltanum eða ekki. Ég segi fyrir mig að ég var alveg viss um að Sheva myndi vera instant hit hjá Chelsea og eins taldi ég að Veron myndi standa sig vel hjá United á sínum tíma. Eins hafði ég nokkrar áhyggjur af Torres fyrir þetta tímabil og var alveg viss um að hann þyrfti góðan tíma til að komast inn í hlutina. Svo þegar menn með þetta háan verðmiða skora ekki í einhvern tíma þá er pressan dugleg að hakka menn í sig. Því taldi ég víst að strákurinn gæti átt erfitt fyrsta tímabil fyrir höndum, man was I wrong !

  7. Kaup/sölur sem ég mundi vilja sjá í sumar.

    Út: Riise (6-7mills), Kewell (5mills), Kuyt (10mills), Voronin (1-2mills)
    Samtals: 22-24 mills í kassann

    Inn: Phillip Lahm frá Bayern. Þessi gæji gæti kostað 20 mills+ en ég held að hann væri frábær kaup (Þ.e.a.s ef Bayern vill selja hann). Hann verður 25 ára í nóvember og er því á besta aldri. Hann getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð og verður því tilvalinn til að fylla skarðið sem Riise vinur okkar skilur eftir sig. Ég hef reyndar ekki séð mikið af honum með Bayern en ég sá hann á HM 2006 og þar leit hann viriklega vel út. Ég vill fá hann á Anfield ekki seinna en í sumar. Ég var að spá í að setja Dani Alves á innkaupalistann en ég hef frekar Lahm vegna þess að okkur vantar klárlega vinstri bakvörð. Við höfum menn eins og Finnan, Arbeloa og Carra sem leysa hægri bakvarðastöðuna með sóma.

    Inn: Obafemi Martins frá Newcastle. Þessi litli köggull ætti að vera falur eftir tímabilið þar sem Newcastle eru að fara að falla og ég get ekki ímyndað mér að hann hafi áhuga á að spila í næstefstu deild. Ég gef mér það að Newcastle falli og því segi ég að hann fáist fyrir u.þ.b 8-10 mills. Hann hefur sýnt fína takta með slöppu Newcastle liði og ég efast ekki um að hann myndi passa vel við hliðina á Torres fyrir framan Stevie G sem finnst ekki ábyggilega ekki leiðinlegt að hafa tvo svona snögga framherja til að mata á stungusendingum. Svo höfum við alltaf möguleikann á að nota Crouch eða Babel frammi þegar þannig liggur við.

    Svo er ég viss um að Benni fái 2-3 semi ódýra gæja til að berjast um stöður við þá sem fyrir eru, einn ungan og efnilegan striker og síðan kantmann og/eða varnarmann/bakvörð. Síðan, eins og Maggi benti á þá er varalið Liverpool að rústa varaliðsdeildinni og því ættu einnig að vera einhverjir gæjar þar sem fara að banka á dyrnar hjá aðalliðinu.

    Þetta eru kaup fyrir ca 40 mills (+ – 5mills) og nettó eyðsla næsta sumar væri þá í kringum 15-20 mills, sem mér sýnist alls ekki vera óraunhæft miðað við eyðslu síðustu ára.

    Áfram Liverpool, við þurfum að fara að hirða þennan PL titil.

  8. Glæsilegur pistill Maggi. Ég er á því að nú eigi Rafa að bæta við fáum en góðum mönnum við hópinn sem fyrir er. Við höfum mikið rætt um bakverðina og kantmenn, ásamt bætingu í framlínuna. Ég held að menn séu í svolitlum draumaheimi ef menn halda að við munum kaupa 2 heimsklassa bakverði, tvo heimsklassa kantmenn og tvo heimsklassa sóknarmenn í sumar. Af þessari ástæðu þá vil ég halda manni eins og Kuyt sem hluti af 4 sóknarmönnum, en skipta út Voronin fyrir einhvern klassa mann. Kuyt og Crouch sem 3 og 4 framherji er ekki slæmur kostur.

    Ég vil sem sagt sjá Rafa kaupa einn góðan framherja í sumar og svo öflugan hægri kant. Við þetta mætti svo bæta við einum klassa bakverði í súpuna og þá erum við að verða assgoti góðir. Ég er persónulega mjög hrifinn af Arbeloa sem hægri bakverði og Finnan er ekki slæmt backup (farinn að eldast, en er ekki svo gamall af varnarmanni að vera) og vinstra megin bind ég miklar vonir við Insúa. Þannig að ég myndi vilja setja í fyrsta og annað sæti að kaupa öflugan sóknarmann og hægri kant.

  9. góð samantekt maggi og alltaf gaman að velta sér upp úr svona tölfræði og hversu mikið af hreinu fé frá eigendum fer í að fjármagna ný blóð.

    hvað varðar framtíðina vill ég að 4-3-3/4-5-1 kerfið verði notað áfram. það eru vinstri bakvörður, hægri kantur og striker sem þarf. en við kaupum aldrei 3 heimsklassa leikmenn fyrir eitt og sama tímabilið, forget about it. ég myndi vilja sjá góðan bakvörð vinstra megin keyptan, ég tel það mikilvægustu kaupin eins og staðan er í dag, ég rökstyð það með því að benda á uppspil liðsins sem fer æði oft í gegnum miðjuna eða ekki í gegnum neitt. arbeloa á annað veifið gott spil upp kantinn en andstæðingarnir þurfa líka að hafa áhyggjur af hinum kantinum. sjáið hvernig evra er að gera fyrir united.
    hægri kantur verður held ég ekki keyptur, benayoun og pennant ættu að geta leyst þá stöðu sæmilega. striker verður keyptur vonandi og voronin seldur fyrir slikk. ef við fáum okkur heimsklassa striker og vinstri bakvörð ætti það ekki að kosta meira en c.a. 15+20=35. og ef bandaríkjamennirnir geta ekki fjármagnað kaup fyrir 35 milljónir punda þá eiga þeir bara að færa sig yfir í smærri pakka.

  10. Binni, finnst þetta nokkuð ofmat á verðum á leikmönnum út. Það kaupir enginn Riise fyrir meira en 3.5 millur. Kewell er samningslaus eftir tímabilið og fer því frítt. Kuyt er ekki að fara, tel það næsta öruggt. Annars er ég sammála þér um Lahm, væri einnig til í að fá Chiellini frá Juve, eða sjá Insúa fá aukin tækifæri. Finnst Aurelio hafa verið að sýna fína takta í síðustu leikjum og vil gefa honum tíma út þetta tímabil, og ef hann stendur sig vel að hann yrði fyrsti kostur á næsta tímabili og Insúa varamaður fyrir hann.
    Það sem ég vil sjá í sumar er klassa vinstri kantmaður sem getur einnig leyst hægri kanntstöðuna af með sóma. Annar framherji væri vel þeginn lýst vel á Martins, er fljótur og sterkur.

  11. góður pistill, ég hefði samt sett = á Voronin, hann kom frítt, og er svosem enginn klassaleimaður, en hann er fínn back up leikmaður að mínu mati.

  12. Ákvað að láta upphæðirnar ekki ráða útkomu, heldur bara hæfileikum. Bara svona mín sérviska. Varðandi leikmennina er ég hjartanlega sammála með hvar vantar. Dauðlangar í Lahm en er ekki viss um að við fáum hann, Bayern er örugglega að fara að keppa í CL og sleppa honum ekki svo glatt. Þess vegna hefði ég viljað gera aðra tillögu við Heinze og gefa svo Insua sénsa. Ef við spilum þetta leikkerfi þurfum við að vera með góða varnarbakverðir fyrst og síðast, en þeir verða þó að geta sótt.
    Miðað við þetta leikkerfi núna vill ég að fyrsti kaupkostur sumarsins verði Ricardo Quaresma, sóknarlína með Babel, Quaresma og Gerrard fyrir aftan Torres er skuggaleg. Reyndar langar mig mest í Ashley Young en held að það sé um tómt mál að tala.
    Ég held að Crouch sé á útleið, hann má kaupa samninginn sinn upp í sumar og ég held að hann geri það, því þurfum við góðan senter. Veit að ekki eru allir mér sammála hér en ég vill frelsa Michael Owen og taka hann heim aftur. Fengjum hann örugglega ódýrt, held að þetta leikkerfi myndi henta honum fullkomlega og þegar hann og Torres væru saman í tveggja sentera kerfi myndi það held ég matcha fínt upp.
    Svo takk fyrir góðar kveðjur, fannst aðeins þurfa að rifja upp kaup Rafael eftir umræðu á alls konar síðum um mikla eyðslu í vitleysu.

  13. JMB, það gæti verið rétt hjá þér að þetta sé ofmat… En það væri ekki vitlaust að reyna að losna við eitthvað af þessum gæjum bara í skiptidíl ef sá möguleiki er fyrir hendi. Þannig er hugsanlegt að meira virði fáist út úr þeim. Ef það er rétt hjá þér að Kewell sé samningslaus í sumar þá fáum við nátturúrulega ekkert fyrir hann. Point taken 🙂 En ef við fáum ekki allavega 10 fyrir Kuyt þá held ég að við ættum að halda honum frekar. Þó hann kunni ekki að taka á móti boltanum og losa hann almennilega þá skilar hann yfirleitt sínu vinnuframlagi og er duglegur í leikjum. Við keyptum hann á 9 eða 10 mills ef ég man rétt og ég held að Benni vilji ekki tapa á honum, mér sýnist hann líka hafa tröllatrú á honum miðað við hvað hann fær mikinn spiltíma.

  14. Ég skil ekki hvernig menn geta dásamað 4-2-3-1 kerfið sem við spilum núna en heimta svo kaup á nýjum framherja í sumar, vilja menn virkilega eyða háum fjárhæðum í framherja til að spila honum svo út úr stöðu á kantinum, er ekki nóg komið af svoleiðis vitleysu. Eða eru menn kanski óánægðir með framlag Fernando Torres í vetur?

    Í mínum huga vantar okkur mikið frekar nýjan mann á hægri vænginn. Kuyt hefur verið ágætur upp á síðkastið og benayoun og pennant eru ekkert slæmir kostir en enginn þeirra er að mínu mati nægilega góður til að geta gert tilkall til að vera byrjunarliðsmaður í meistaraliði. Ef við bætum þessa stöðu sem og vinstri bakvörðinn lít ég svo á að við séum með að minnsta kosti jafngott byrjunarlið og liðin fyrir ofan okkur ef ekki hreinlega betra.

    Varamönnunum treysti ég svo alveg til að spila nokkra leiki og gefa byrjunarliðinu hvíld öðru hvoru. Ef Torres meiðist eða það þarf að hvíla hann er alveg hægt að færa babel fram, nota Kuyt, eða hreinlega leyfa þessu ungverska undrabarni, sem virðist fara á kostum í hverjum leiknum á fætur öðrum með varaliðinu (ef eitthvað er að marka leikskýrslurnar á opinberu heimasíðunni), að fá einhvern séns. Ég væri reyndar alveg til í að skoða það að fá Obafemi Martins, eða einhvern af hans kaliberi sem varamann fyrir Torres, ef hægt væri að fá hann á undir 10 milljónum en það er langt frá því að vera forgangsatriði og það má alls ekki koma niður á kaupum á gæðaleikmönnum í hinar 2 stöðurnar.

  15. Það sem okkur vantar til að verða meistaraefni á næstu leiktíð er;

    Sókndjarfur vinstri bakvörður Lahm?
    Sókndjarfur hægri bakvörður Alves?
    Kantmaður sem getur spilað vinstra og hægra megin; Quaresma?
    Heimsklassa sóknarmaður; Benzema?

    Við þurfum 4 stór kaup í stað getum við selt; Carsson, Voronin, Kuyt/Crouch, Riise, Aurelio, Finnan, Kewell, Leto og Pennant/Benayoun.

    Fyrir þessar 8 sölur ættum við að geta fengið sirka 35 milljónir sem ætti að vera nóg fyrir Quaresma og Alves, bætum við öðrum 35 milljónum punda við það og við erum komnir með lið sem getur challengað þeim stóru:

    Reina/Itjande
    Alves/Arbeloa – Carragher/Hyypia – Agger/Skrtel – Lahm/Insúa
    Quaresma/Pennant – Gerrard/Lucas – Mascherano/Alonso – Babel/Quaresma
    Torres/Kuyt – Benzema/Nemeth

    Þvílík óskhyggja er í manni að setja þetta svona upp því ég veit það jafnvel og allir aðrir hérna að þetta á ekki eftir að gerast. Hinsvegar er það staðreynd að ef við ætlum að setja alvöru pressu á hin 3 liðin þá verðum við að kaupa stórt og kaupa vel í sumar. Mun gáfulegra að kaupa 4 stór nöfn en 8 meðalnöfn.

  16. Í sambandi við Torres – getur einhver bent mér á solid heimild fyrir kaupverðinu á honum ???

  17. Það fer eftir því hver miðillinn er hvert kaupverðið á Torres er sagt vera, virðist vera á nokkru reyki. Oftast er talað um að kaupverðið á Torres hafi verið um 21 milljón punda, en maður hefur séð tölur frá 18 – 26 milljónum punda.

  18. Er sammála því að hressa þurfi verulega upp á hægri kantinn en finnst Quaresma ekki maður sem myndi gera það. hef ekki heillast af honum í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila í vetur. Það voru stór mistök að klára ekki kaupinn á Alvez þegar hann stóð til boða á ekki of mikinn pening. Hefði trúlega fengist á svipaðan pening og pennant og Bellamy kostuðu til samans það finnast mér döpur skipti. Benitez hefur líka gert góða hluti á markaðnum en notað svo leikmenn vitlaust.

Miðar á Man.Utd – Liverpool

Masche og DIC