Masche og DIC

DIC hafa staðfest að þeir séu komnir langt í samningaviðræðum um kaup á hluta í Liverpool. Almennt er talið að þeir ætli að kaupa 50% eignarhlut Gillett í liðinu og selja svo 1% af því til Tom Hicks, þannig að hann hafi meirihlutavald. Miðað við síðustu vikur og mánuði, þá tel ég að þetta séu ágætar fréttir fyrir Liverpool. Þetta þýðir að skuldsetning liðsins mun minnka talsvert.

Og svo frábærar fréttir fyrir leikinn á morgun, en Mascherano fór með hópnum til Ítalíu.

13 Comments

  1. Ef DIC kaupir, fáum við þá ekki peninginn fyrir Masch bara beint til baka á Anfield? Það bara hlýtur að vera.

  2. Hljómar eins og Stefán sé að rugla saman MSI og DIC. Guð forði okkur nú frá því að Kia Joorabchian fari að þvælast með puttana sína eitthvað í stjórnun Liverpool.

    Annars las ég einhvers staðar að ef af þessum kaupum verður kemur DIC til með að taka yfir lánið (eða í raun borga það upp) sem kanarnir tóku til að hafa efni á klúbbnum sem þýðir þá að Tom Hicks kemur til með að skulda DIC fyrir sínum hluta af Liverpool liðinu, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að hann heimtar að eiga 51% hlut því annars væri valdataflið sennilega heldur betur DIC í hag. Slík staða ætti að geta boðið upp á ansi áhugaverðan farsa eitthvað áfram ef Hicks sér ekki að sér og lætur sig líka hverfa fljótlega.

  3. Uuuuhhhh, hvernig fór ég að því? Maður er búinn að vera að fylgjast með DCI í ár og MSI í tvö ár. Svefnleysi? 🙂

  4. Hæ.
    Er ekki viss um að ég vilji missa Hicks. Veit að sumir reka upp augu en hann hefur vaxið verulega í mínum augum frá áramótum. Hann virðist búinn að átta sig á möguleikum LFC og líka hvað þarf til að ná þar árangri, þ.e. þegja sem mest en láta verkin tala. Ég er t.d. sannfærður um að kaupin á Javier komu úr hans vasa, en rindillinn og ræfillinn Gillett ekki komið þar nálægt.
    Það er líka regla DIC þegar þeir koma inn í rekstur og skipta öllum út og raða sínu fólki inn. Það myndi í dag þýða nýjan stjórnunarstíl á öllu félaginu og nýtt uppbyggingartímabil sem ég tel ekki þörf á. Hicks hlýtur að vilja eiga félagið, held hann sé búinn að sjá að til þess að græða á viðskiptunum í fótbolta þarftu að vera bestur og því er ég alveg til í að sjá hvað gerist í samstarfinu.
    Gillett hefur verið skúrkurinn í þessu dæmi, nema að Hicks brenndi sig á að bulla við blaðamenn, mér virðist hann hafa lært af því.

  5. Æiiii ég veit ekki. Mér líst bara ekkert á þetta. Auðvitað er alger slumma af peningum að koma þarna inn en er málið ekki það að DIC er að kaupa hlut Gillett því að Hicks getur það ekki. Hicks gefur leyfi með því að hann fái að kaupa 1% í viðbót.
    Endar þetta vel??

  6. Ég vona svo sannarlega að DIC stuðli ekki að því að Rafa verði látinn fara. Hicks vill halda honum og því vonast ég eftir því að þetta 51% hans Hicks verði til þess að Rafa stýri skútunni áfram. Engu að síður þarf margt að breytast í innanhúsmálum (hjá Hicks og stórnarháttum) til að maður taki hann í sátt.
    Vonast til að DIC sýni okkur peninganna ásamt Hicks, fáum 2-3 stjórstörnur í sumar og málið er leyst!!:)

    Meiri peningar, minni afskipti…láta stjórann bara um þetta!!!

  7. Þetta er nú að verða meiri vitleysan, stefnir í harða valdabaráttu á bak við tjöldin. Verður fróðlegt að vita hvernig Bandaríkjamenn og Arabar muni koma til með að vinna saman að rekstri ensks Knattspyrnufélags.
    Las einhversstaðar ef DIC muni komast til valda munu þeir kaupa upp Carlsberg samninginn og framan á búningunum verður Fly Emirates.

  8. 11# Einere.

    Er ekki Arsenal með Fly Emirates á sínum búningum ?
    Og hver á Emiretes flugfélagið ?

Kaup Rafael Benitez – seinni hluti.

Hicks hættur að tala við DIC