Liðið gegn Luton

Jæja, Rafa ætlar að vinna í kvöld, það er nokkuð ljóst:

Itandje

Arbeloa – Carra – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Xabi – Babel

Crouch – Torres

Á bekknum: Martin, Kewell, Aurelio, Kuyt, Lucas.

Ekki varð SSteina að ósk sinni þar sem að Riise er í liðinu. Mikið óskaplega hlýtur Rafa að hafa lítið álit á Insúa víst hann kemst ekki einu sinni í liðið gegn Luton á meðan að norska kyntröllið er gjörsamlega að drulla uppá bak í hverjum einasta leik.

En allavegana, Crouchy er frammi, sem er frábært. Já, og Babel á kantinum. Fullt jákvætt.

18 Comments

  1. 6-0 sigur Carra og Crouchinho eitt mark hvor og síðan Babel og Torres tvö hvor

  2. Gaman að sjá svona mikið að hungruðum ungum varaliðsmönnum. Þeir fá ekki einusinni pláss á bekknu. En áfram Liverpool!!!

  3. ef frá er talinn rauðhærði Norðmaðurinn þá er þetta ágætis lið

  4. Ef Reina og Agger væru inni fyrir Itandje og Hyypiä, og Aurelio í stað Riise, væri þetta sennilega það lið sem ég myndi kalla okkar sterkasta í dag.

    Ég vona að Crouch skori, helst meira en eitt ef ég leyfi mér að vera gráðugur. Við þurfum svo innilega á því að halda að fá fleiri en Torres í gang. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvort hversu mörg mörk Fernando Torres og Ryan Babel geta skorað gegn þessu liði.

    Ég segi þetta aldrei fyrir leiki, en ef þessi leikur endar ekki með mjög stórum sigri er eitthvað að. Ég bara trúi ekki að Luton sleppi frá leik á Anfield gegn þessu 11-manna liði með minna en 4-0 tap á bakinu.

    Æjá, við slógum kaupmetið okkar fyrir varnarmann í síðustu viku með því að borga 6.5m fyrir Martin Skrtel. Í dag eru Chelsea að kaupa Branislav Ivanovic, sem er ætlaður sem varaskeifa fyrir bakverðina þeirra (Belletti/Ferreira, Cole/Bridge) og miðverðina (Terry/Carvalho/Ben Haim). Þessi varaskeifa þeirra kostar 9m punda.

    Þetta er ástæðan fyrir því að við getum ekki enn keppt við Chelsea, United og Arsenal (sem hafa líka eytt hellings pening, látið engan segja ykkur neitt annað) í deildinni. Þessi lið eyða meira í “squad” leikmenn en við getum eytt nema í örfáa lykilmenn.

  5. vá! sterkt lið, vonandi að menn mótiveri sig almenninlega fyrir kvöldið og rústi þessu smáliði.

  6. ERU ALLIR AÐ GLEYMA ÞVÍ AÐ GARRAGHER ER AÐ SPILA SINN 500X LEIK FYRIR LIVERPOOL OG ER FYRIRLIÐI ÞESS VEGNA!!!!!

  7. Árni ekki sáttur. Xabi og Pennant eru ekki komnir í form. Ouch er ekki heldur í leikformi af því að hann fær aldrei að leika.
    Samt gott lið en ekki sterkasta liðið. Þannig að núna eru þrír hálfmenn í liðnu: Riise og svo hinir tveir sem eru hálfir (Xabi og Pennant).
    Vonandi dugar þetta, veit ekki samt.

  8. Við erum að spila á móti Luton í bikarnum og Gerrard og Torres eru báðir í byrjunarliðinu.

    Það sýnir mjög hversu mikið Rafn Beinteins þarf á sigri að halda.

    En Pétur í Krás (spiderman) frammi með Torres frænda, verður gaman að sjá hvernig það samstarf gengur!

  9. Einar, jú klárt mál, ef allt ástandið á Anfield væri eðlilegt.
    Ef allt væri í standi, þá væri þetta “unglingaliðsleikur” ef það má orða það svo. Ég vil bara meina að ef Luton sýnir sama leik og síðast, og Xabi og Pennant verða jafn miklir farþegar og í síðasta leik sem þeir léku, þá verða púllararnir í vandræðum.
    Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en ég er ekki mjög confident í kvöld.
    Það er eitthvað stórt í aðsigi.

  10. “Mikið óskaplega hlýtur Rafa að hafa lítið álit á Insúa VÍST hann kemst ekki einu sinni í liðið gegn Luton”
    Plís strákar ekki fara að hleypa þessari óhuggulegu málfarsvillu inn á þessa síðu.

  11. Riise er gloryhunter dauðans en hann má nú eiga það að eitt af hverjum 250 skotum hans verður að glæsilegu marki, það er nú ágætt! 😀

  12. Djöfull er ég hrikalega sammála Málfræðipípunni. Einar, “plís” hættu að nota þetta “víst” orð í þessu samhengi 🙂 (Gleymdi að orða þetta við þig um daginn).

    Ég þoli líka ekki heldur þegar Siggi Stormur notar “Hér og HVAR” í sjónvarpinu. OK ég veit hvar “Dyrin er”

Rafa vill vera áfram

Liverpool 5 – Luton 0