Rafa vill vera áfram

Jæja, það er komin yfirlýsing frá Rafa um þetta mál í kjölfar fábjánaháttarins hjá eigendum liðsins. Umboðsmaður Rafa segir í Echo:

>“Rafa wants to stay at Liverpool. “He is happy with the club, with the supporters and with the city. He does not want to leave.”

Okídókí. Hvernig væri að lyfta okkur aðeins upp með góðum sigri á Luton í kvöld?

35 Comments

 1. Já, veistu…ég er alveg til í að hann rífi okkur upp í kvöld, og komi okkur kannski á óvart með því að tefla fram Skrtel með Carra….líst vel á þann kappa.

 2. Rafa vill vera áfram…á hvaða forsendum þá? Að við töpum ekki leikjum heldur gerum jafntefli ofaní jafntefli og slumpumst á sigur í fimmta hverjum leik?? Er það málið. Að það sé roselga erfitt að vinna Liverpool en
  rosalega auðvelt að tapa ekki fyrir þeim. Mér er farið að sýnast að Rafa
  myndi sóma sér vel á Ítalíu þar sem þessi taktik hefur verið við líði í mörg ár. Mér finnst mannskapurinn sem við höfum alveg eiga að geta ógnað toppsætinu meira. Karlinn hefur bara unnið þetta vitlaust og kennt svo alltaf einhverju öðru eða öðrum um. Takk Rafa fyrir CL…þínu erindi er lokið.

 3. Mér líður betur að heyra að Rafa ætlar ekki að láta kanana hrekja sig burtu og að hann vill í raun og veru vera áfram.
  Hann er besta sending sem Liverpool hefur fengið síðan Kenni D var á Anfield. hann á eftir að koma liðinu á toppinn ef hann fær til þess frið og eitthvað gert í leikmannamálum af viti eins og hann vill.
  Luton mun fá háðulega útreið í kvöld. Sanniði bara til 4 – 0 eða 5 – 1 er mín spá.

  YNWA

 4. Skandallinn er að hafa ekki klárað málið í fyrri leik liðanna. Liverpool vinnur í kvöld það er pottþétt…því ef þeir geta það ekki þá geta þeir eins
  pakkað saman og farið að spila blak.

 5. “…..því ef þeir geta það ekki þá geta þeir eins
  pakkað saman og farið að spila blak.”

  🙂

  Auðvitað vinnum við Luton á Anfield. Annað er bara ekki möguleiki.

 6. Skrtel verður ekki með, þar sem hann var ekki orðinn leikmaður Liverpool þegar fyrri leikurinn fór fram.

 7. Þetta er nákvæmlega málið. Þrátt fyrir að Tom Hicks hafi verið að slá ryki í augu stuðningsmanna, með hjali um það að spjallið hans við Klinsmann hafi m.a. verið vegna þess að Benitez væri kannski/hugsanlega að kveðja klúbbinn og fara jafnvel til Real Madrid, þá hefur Rafael Benitez aldrei nokkurn tíman gefið það í skyn að hann ætli sér að fara. Hann hefur þvert á móti talað í hina áttina, þ.e.a.s. um ást sína á félaginu og stuðningsmönnunum og það að hann vilji fá að stjórna liðinu áfram.

  Ég var hlynntur því þegar Gillett og Hicks tóku yfir á Anfield, reyndar var ég það einnig áður með DIC, þegar þeir voru á þröskuldnum við að eignast félagið, en síðustu dagar hafa valdið því að mér verður hálf-óglatt þegar ég hugsa til þessara manna, þ.e. George Gillett og Tom Hicks.

  Ég vil samt taka það fram að ég er enginn sérstakur Benitez aðdáandi. Finnst uppstilling hans á liðinu oft á tíðum sérkennileg, á stundum pirrandi en ég bara sé ekki neinn annan stjóra geta gert betur með Liverpool. Að framansögðu þá vil ég sjá Rafael Benitez áfram með liðið.

 8. Smá off topic slúður :
  Liverpool have joined the race for Ajax striker Klaas-Jan Huntelaar. (The Times)
  Er það ekki bara ?

 9. Við skulum ekki spenna bogann of hátt. Gleymum því ekki að ef við höldum 0-0 í kvöld komumst við áfram á útivallarmörkum. Spilum skynsamlega.

 10. jæja ég fann trefilinn minn sem ég verslaði 1984 í Liverpool
  þetta er góðs viti nú kemur sigurhrina 6-0
  Góða stemmingu!

 11. Oft er ég spenntur fyrir Liverpool-leiki. Í þetta sinn er ég ekki spenntur fyrir leik kvöldsins. Þetta verður áhugavert, þetta verður athyglisvert, þetta verður … fróðlegt. En þetta verður nú varla spennandi.

  Það er hressandi að heyra að Rafa er harður á því að láta ekki bola sér í burt, en því miður er ég orðinn nánast sannfærður um að hann verður látinn fara í sumar. Fyrr ef við dettum út gegn Inter og í FA bikarnum. Eini sénsinn sem ég sé á því að hann bjargi sér er ef hann vinnur Evrópukeppnina aftur. Eða ef klúbburinn skiptir um eigendur áður en tímabilið klárast.

  En það er sama, það er gott að kallinn er jákvæður í þessu. Leikurinn í kvöld verður fróðlegur.

 12. ohh mér er svo nákvæmlega sama hvað Rafa vill og vill ekki. Ég vil hann bara burt, langt langt burt. Hann heldur engum móral í þessu liði og það er búið að vera algjör dauði að horfa á síðustu leiki.

 13. Veit ekki alveg hvernig þetta mál er allt.
  Er ekkert viss um að Rafa sé svona jákvæður, heldur bara að láta erkienglana tvo vita af því að þeir losni ekki svo glatt við hann.
  Hins vegar er ég enn handviss á því að þetta bull allt er að koma niður á leik liðsins og frammistöðu leikmanna. Veit að þetta eru atvinnumenn og allt það, en skulum nú ekki gleyma að Rafa keypti þá flesta, eða hélt þeim í liðinu og þess vegna er auðvitað klárt að óvissa í kringum stjórann skilar sér til þeirra.
  Ímyndið ykkur hvernig æfingin hefur verið í dag. Ef við erum uppteknir af þessu hér uppi á Íslandi, haldiði að þeir taki ekki svona inná sig! Auðvitað!
  Veit satt að segja ekki hvað ég vill í þessu máli lengur, fjaðrafok við eigendaskipti eru líka skelfilegur kostur…….

 14. Held að það sé forgangsatriði að losna undan þessum nýju eigendum sem hafa ekki staðið við neitt af því sem þeir lofuðu í upphafi. Völlurinn er í uppnámi, framkvæmdastjórinn e.t.v. á förum og mikil óánægja er meðal stuðningsmanna.

 15. Já ég vil losna við þessar kanadruslur sem fyrst. Get bara ekki skilið hvernig þeir sáu sig knúna til þess að tjá sig um þetta Klinsmann mál, sérstaklega í ljósi þess að allt er búið að vera á afturfótunum hjá klúbbnum.
  Mín heitasta ósk er sú að við losnum við kanana, Kuyt,Riise,Sissoko. Allavega góð byrjun.

 16. Skrifa undir það að stjórnendurnir eru að fara með klúbbinn til fjandans.

  Tel Benitez þar með, hann var kominn að mínu mati í ógöngur á síðasta tímabili, áður en Gillett og Hicks komu til sögunnar. Að fá að kaupa ekki leikmenn á 20m+ er ekki afsökun fyrir að gera jafntefli við Luton þetta árið og tapa fyrir Fulham í fyrra.

  Rick Parry kemur verst út úr þessu öllu saman. Eins gott að hann eigi góða fallhlíf því hann fellur hátt úr áliti.

  Það verður áhugavert að sjá hvernig úr þessu spilast.

 17. Vala, það er nú spurning hvort kom á undan Hænan eða Eggið. Er mórallinn í liðinu Rafa að kenna eða hafa eigendurnir skapað honum algerlega óviðunandi vinnuaðstöðu frá upphafi?

  Það getur verið ýmislegt í gangi á bakvið tjöldin sem við hér á Íslandi fréttum ekki af en skýrir svo margt sem gerðist í des/jan. Ég ætla því að bíða með allar svona fullyrðingar þangað til botn fæst í þessa súrrealísku sápuóperu sem Liverpool FC er orðið. 🙁

 18. Eigendur Liverpool eiga ekki að obinbera það að hafa talað við annan til að taka við framkvæmdastjórastöðunni. Það er heimska á meðan Benitez er að reyna að vinna sína vinnu.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 19. Ég vil sjá Leto spila í kvöld á vinstri kantinum þ.e.a.s. ef hann er ekki dauður eða abducted by aliens. Svo vil ég sjá overall commitment hjá liðinu og Torres með 5 mörk (þ.e. ef Rafa teflir honum fram).

 20. Veit einhver af ykkur kop-strákunum eitthvað um gang mála með þennan áætlaða krísufund sem er verið að ræða á spjallinu á Liverpool.is ?

 21. Ég tek undir með flestum sem hér hafa tjáð sig. Burt með kanana. Svo vil ég bæta við nr. 18, Ólafur. Voronin og Pennant og jafnvel Kewel.
  Rafa verður að fá frið til að vinna. Leikmennirnir verða að fá andrúm til að motivera sig fyrir leiki. Rafa verður að fá fé til að kaupa það sem til þarf. Ég veit ekki hvort nýr Hollendingur er það sem vantar en áfram Liverpool!!!!!

  YNWA

 22. Elli, ég veit ekki hvort að Sigursteinn veit eitthvað meira. En þessi póstur er settur inn af Sigga Hjaltested, sem þekkir vel til í Liverpool og væri nú ekki líklegur til að vera að ljúga einhverju útí loftið.

 23. Er ekki málið að Rafa sýni hver kóngurinn á Anfield sé og taki eitthvað flipp á liðið í kvöld. Hendir inn mönnum eins og NEZ, Leto, Insúa, Lucas og Babel í framherjann. Það er svo mikið um hann í fjölmiðlum hvort hann sé að fara eða ekki o.s.fr. að honum hlýtur að vera sama hvað bæði fjölmiðlar og eigendurnir segja um þetta.
  9-0 sjáum sama anda og gegn Besiktas allt gengur upp og væææææææntanlega skorar Carragher

 24. seigjum svo að þetta fari allt á versta veg og rafa verði látinn fara hvurn viljum við sja taka við personulega væri eg til i að gefa Martin O’Neill sjens

 25. Liðið gegn Luton:

  Liverpool – Itandje, Hyypia, Riise, Gerrard, Torres, Alonso, Crouch, Pennant, Arbeloa, Babel, Carragher. Subs – Martin, Kewell, Aurelio, Kuyt, Lucas.

  FA Cup orðið priority hjá okkar mönnum þetta tímabilið??? Þetta er okkar sterkasta lið að aðskildum Mascherano og Reina.

 26. Liðið:
  Itandje, Hyypia, Riise, Gerrard, Torres, Alonso, Crouch, Pennant, Arbeloa, Babel, Carragher. Subs – Martin, Kewell, Aurelio, Kuyt, Lucas.

 27. Sá þetta mjög seint, og verð að kommenta á þetta. Það er rétt að Sigurður félagi minn Hjaltested er líka einna best tengdur til Liverpool af Íslenskum Poolurum. Hann fékk góðar upplýsingar í dag og það var klárlega fundur á ferðinni og hann setti þetta algjörlega skýrt og rétt fram. Það er þó alveg á tæru að þarna var ekki um að ræða stjórnarfund. Stjórnarfund hjá fyrirtæki eins og Liverpool FC er ekki hægt að halda ef helmingur (rúmlega) stjórnar er staddur í annarri heimsálfu en hinir. Það er mjög líklegt að einhver símafundur hafi farið fram, en það var ekki á neinu stjórnarlevel, það er á tæru.

Luton á morgun

Liðið gegn Luton