Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

Það virðist vera orðin regla að við mætum Chelsea í einhverri bikarkeppni en undanfarin ár höfum mætt þeim 2 sinnum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, undanúrslitum enska bikarsins, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og úrslitum deildarbikarsins. Og að sjálfsögðu mætum við þeim í deildarbikarnum, enska bikarnum og líklega í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Fyrir þá leiki mun KAR sjá um upphitun!

Þetta verður örugglega aðeins öðruvísi leikur en undanfarið því þetta er jú Carling Cup og þá nota liðin oft unga stráka ásamt þeim leikmönnum sem eru að spila sig í form eftir meiðsli. En þetta er gegn Chelsea á Stamford Bridge og auðvitað viljum við vinna þá. Ég legg ekki mikla merkingu í þennan leik og held að Rafa sé strax byrjaður að hugsa um leikinn gegn Porstmouth um helgina. Það er erfitt að sjá fyrir byrjunarliðið á morgun en ég ætla að samt að reyna:

Itjande

Finnan- Carra/Hyypia – Hobbs- Aurelio

Babel – Lucas – Alonso – Leto

Crouch – Voronin

BEKKUR: Martin, Hyypia/Carra, El Zhar, Kewell og Sissoko.

Ég byggi þetta lið á fyrri leikjum okkar í Carling Cup sem og hvaða leikmenn hafa verið að spila mikið, koma tilbaka úr meiðslum o.s.frv. Ég geri ráð fyrir því að Finnan sé leikfær og að Hobbs fái að byrja með annað hvort Hyypia eða Carragher. Á miðjunni komi Alonso inn eftir að hafa misst af síðustu 10 leikjum og Lucas fái að spila allan leikinn. Á köntunum fái Babel að byrja frá upphafi ásamt Leto. Frammi sé kominn tími á að Crouch og Voronin fái að byrja leik.

Þetta er í fyrsta skiptið sem við mætum Chelsea eftir að Mourinho hætti og einhvern vegin er öðruvísi að mæta þeim núna. Hvernig sem þessi leikur endar þá hefur það ekki stór áhrif á tímabilið því fyrir Arsenal, Man Utd, Liverpool og Chelsea þá er þetta ávallt sú bikarkeppni sem minnst áhersla er lögð á. Meðal vina hefur þessi keppni verið kölluð Karmellubikarinn en það er ljóst að fyrir lið eins og Blackburn, Tottenham, Man City o.s.frv. skiptir þessi bikarkeppni miklu máli þar sem þetta er eini möguleiki þeirra á dollu.

Ég held að við getum átt von á öllu á morgun þe. hvernig leikurinn verður spilaður, hraður, rólegur, mikið um færi eða enginn færi. Avram Grant mun væntanlega nota þennan leik til að skoða unga leikmenn og þá sem hafa verið tæpir í meiðslum. Einhverjar fréttir hafa verið þess efnis að Ballack gæti spilað en skv. PhysioRoom eru þeir Drogba, Terry, Malouda, Carvahlo og Ballack meiddir.

Þar sem framundan rúmar tvær vikurnar eru 5 leikir þá held ég að Rafa stilli upp liðinu í samræmi við komandi átök og þess vegna má vel vera að Rafa hafi fleiri unga stráka í byrjunarliðinu en ég geri ráð fyrir. Það væri gaman að sjá sem flesta unga stráka til að geta metið þá uppá framtíðina. Eins og Insúa, Nemeth, Spearing, Putterill, Darby, Threlfall, Idrizaj, Duran, Huth o.s.frv.

Ég get með engu móti séð fyrir mér hvernig þessi leikur verður og ætla því ekki einu sinni að reyna að skjóta á það. Hvað haldið þið?

29 Comments

 1. Geisp… hef afskaplega takmarkaðan áhuga á þessum leik, þessari keppni og því að horfa á Liverpool-Chelsea eina ferðina enn. Svona svipaðan áhuga og fyrir varaliðskeppninni.
  Bíð spenntari eftir næsta deildarleik og drættinum í Champions League.

 2. Ég er nú að vona að fá að sjá fleiri varaliðsmenn á morgun, bara svona til að sjá hverjir eru líklegir í aðalliðið.

 3. Spái frekar Hyypia en Carragher, Carra búinn að vera með svona “niggling” injuries sem ég er viss um að Rafa vill að verði betri.
  Að öðru leyti vona ég að þú hafir sem réttast fyrir þér Aggi, Babel, Leto, Hobbs og Itandje hlakka ég mest til að sjá.

 4. Jæja allir í jólu… ég meina boltanum og sonna 😀

  Þetta verður sigur og ekkert annað, sama hvernig fer bara SIGUR

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

 5. úfff vonbrigði helgarinnar ætla að gleymast seint.Maður er bara rétt núna byrja að þora að kíkja á netið og kveikja á sjónvarpinu….En ég ætla samt að seigja að ég er algjörlega ósammála Daða í fyrstu færslunni.Ég vina svo innilega að við vinnum þessa keppni ásamt öllum hinum.Þú ert í boltanum til þess að vinna titlana sama hverjir þeir eru þótt svo að united menn hafa aldrei viljað þennann bikar því hann er svo lítill miðavið hina “titlana” sem þeir vildu bara vinna,sem btw er allt í einu orðinn að 1 titli því það er styttra síðann við unnum hina titlana en þeir..Og ÞEGAR við vinnum PL þá væntanlega vilja þeir ekki vinna neinn titil því einginn er “nógu stór” fyrir þá…

  En vinna chelsea á morgunn og taka svo titilinn að lokum,titill er titill

 6. Vonbrigði helgarinnar skyggja algjörlega á þennan leik, maður þorir ekki að gera sér vonir fyrir neinu.

 7. Það vantar greinilega Mourinho til þess að maður verði eitthvað spenntur fyrir þennan leik. Er samt mjög sáttur við að vera laus við bullið í honum.

 8. Ég vona bara að við spilum sem flestum óreyndum leikmönnum í þessum leik. Það væri það skemmtilegasta við þetta.

 9. Ég vona að Benitez fari að nota Babel meira frammi og þetta er fínn leikur í að prófa hann þar.

 10. Þar sem flestir okkar virðst hafa jafn “gríðarlegan” áhuga á leiknum í kvöld þá hendi ég hér inn tveimur ansi góðum ummælum sem komu á öðru bloggi um United leikinn og svo Babel v Kuyt:

  • I know how that girl in Manchester feels. That’s a bit crass and I don’t want to belittle the girl’s ordeal, but I honestly felt rapped at the sight of that crackhead Me-o dancing round Anfield at the final whistle yet again.

  Kannski ljótt að gera grín út frá jafn ógeðslgum hlut og (meintri) nauðgun, en getum við ekki kært United á neinn hátt fyrir sl. þrjá heimaleiki í deildinni gegn þeim? 🙂

  • As for Babel v Kuyt, I don’t expect much change there. Maybe Babel will feature more at the end of the season but expect to see more of our own Forrest Gump for quite some time

  Vona sannarlega að þetta sé ekki rétt hjá honum en vá hittir hann naglann skemmtilega á höfuðið með þessari Forrest Gump samlíkingu 🙂

  http://www.thisisanfield.com/kopblog/

 11. Babu, ég verð að segja að þótt ég sé húmorsmaður sem tekur hlutina jafnan ekki allt of alvarlega, þá finnst mér hvorugt atriðið mjög fyndið hjá þér.

  Nauðgun er alvarlegur glæpur og þótt við séum alltaf til í húmorinn hér þarf að seilast ansi langt til að fá það út að áhangendum tapliðs í sparkleik líði eitthvað í líkingu við ungri stúlku sem hefur upplifað slíkan hrylling.

  Öllu verra er samt hin samlíkingin. Menn mega hafa misjafnar skoðanir á Kuyt, sjálfur ver ég hann oft en er þó á þeirri skoðun að hann verði að gera meira en hann hefur sýnt í vetur til að eiga sér framtíð hjá Liverpool, en að kalla hann Forrest Gump er ekki bara móðgun við hann heldur manninn sem velur hann í liðið.

  Svona eru nú aðdáendur liða stundum sínum eigin mönnum verstir. Hafið þið einhvern tímann reynt að gera eitthvað, náð að gera það nokkuð vel en ekki fullkomlega, og þurft að hlusta á fólk segja að þið séuð með öllu ónýt fyrir vikið? Þannig líður knattspyrnumönnum stundum. Þeir þola alveg uppbyggilega og málefnalega gagnrýni, en maður sem er búinn að skora meira en Crouch og Voronin í vetur er að fá að mínu mati of harkalega gagnrýni. Af hverju segir enginn neitt um þá?

  Ojæja. Ég er í skrýtnu skapi í dag. Brjálað að gera í vinnu og ég er að reyna að flýta mér að klára til að komast heim fyrir leik sem ég nenni varla að horfa á. Ef við hins vegar vinnum verður þetta mögulega skemmtilegasti leikur okkar í desember, bara af því að við erum að slá fokking Chelsea út.

  Skrýtið. 🙂

 12. “As for Kuyt, its always very difficult to criticise a player that works as tirelessly as he does, but if it was just hard work that we wanted upfront, then maybe we should play Jamie Carragher in attack! Kuyt has some qualities that I admire but if I’m to be brutally honest, he doesn’t score enough, he has no real pace and his first touch is pretty dreadful. In short, I just don’t think he’s good enough at this level, but we do have another Dutchman who is. I thought Babel was great when he came on. Plenty of pace, plenty of power and plenty of fire. He and Torres together in our frontline is an exciting prospect, and I think its time for Rafa to give it a try.”

  AMEN

 13. KAR, slappaðu af, vá

  Ég tók nú fram að þetta væri kannski ljótt, en túlkaðu þetta endilega eins illa og þú mögulega getur.

  • Öllu verra er samt hin samlíkingin

  Fyrst, fannst þér þetta verra??? Varðandi Gump þá er ég ekki að segja að Kuyt sé þroskaheftur eða eins og Gump “var” sem persóna…..aðallega að hann hleypur mikið 🙂

  Ég hef líklega svartari húmor heldur en þú, en í guðs bænum ekki taka þetta svona alvarlega eða nærri þér.

  • Svona eru nú aðdáendur liða stundum sínum eigin mönnum verstir. Hafið þið einhvern tímann reynt að gera eitthvað, náð að gera það nokkuð vel en ekki fullkomlega, og þurft að hlusta á fólk segja að þið séuð með öllu ónýt fyrir vikið? Þannig líður knattspyrnumönnum stundum.

  Knattspyrnuheimurinn er gríðarlega harður heimur, mun harðari heimur en t.d. vinnustaðurinn sem ég vinn á, en líkt og í vinnunni hjá mér þarftu að vera bestur til að vera á toppnum. Sama á við um fótboltann, þú þarft að vera bestur eða með þeim bestu til að vera í bestu liðunum og þér er lítil vægð sýnd ef það er ekki málið. Ég vil að Liverpool sé í hópi þeirra bestu og gagnrýni því “harðlega” þá leikmenn sem eru ekki í hópi þeirra bestu.

  Annars voru þetta nú bara saklausar (að mér fannst) samlíkingar.

 14. Gleymdi þessu:

  • en maður sem er búinn að skora meira en Crouch og Voronin í vetur er að fá að mínu mati of harkalega gagnrýni. Af hverju segir enginn neitt um þá?

  Hvað Crouch varðar þá held ég að hann hafi ekki fengið eins mikinn spilatíma og Kuyt og eins finnst mér hann bara skapa mikið meiri hættu heldur en Kuyt gerir, bæði með því að skapa pláss fyrir samherja og bara sem sóknarmaður. Líkar líka vel að hann spilar sem sóknarmaður þegar hann er í sókn, ekki sem forward. Við eigum mun betri, hættulegri og meira skapandi leikmenn til að spila sem forward heldur en þá.

  Varðandi Voronin þá hefur hann að ég held ekki heldur spilað eins mikið frammi og Kuyt, hann er með fína vinnusemi eins og Kuyt en virðist vera mun betri á boltann og útsjónarsamari. En við þekkjum Voronin ekki eins vel og Kuyt, þeir virka að mörgu leiti svipaðir leikmenn og ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að Voronin sé ekki heldur nógu góður til að verða hugsaður sem ómissandi partur af byrjunarliðinu okkar í framtíðinni, ágætur squad player sem kom frítt og verður hjá okkur í 1-2 tímabil.

 15. Babu, þetta er allt í lagi. Ég tók þessu ekkert nærri mér og var ekkert fúll eða reiður yfir þessu. Þess vegna fylgdi broskall með. 🙂

  Ég má hins vegar alveg segja mína skoðun og hún er sú að hvorugt var fyndið. Ég er kannski bara e-ð húmorslaus og ómögulegur í dag, það verður að hafa það.

  Og já, síðasta setning var skítkast í garð sjálfs mín. Ég átta mig á því. 😉

 16. er ekkert farið að styttast í agger? mér finnst liverpool hafa saknað hans í undanförnum leikjum

 17. Kristján Atli, ég ætla að vona að þú sért að eiga slæman dag, því ef svo er ekki ertu algjörlega húmorslaus. Mér fannst a.m.k. bæði atriðin bráðsniðug.

  Og ef það er brjálað að gera í vinnunni þá flýtir það ekki fyrir að skrifa langt komment inná bloggsíðu (ekki það að mér sé slétt sama hvað þú gerir í vinnunni).

  Einnig held ég að leikurinn á eftir verði bráðskemmtilegur, það er alltaf spenningur í loftinu fyrir Chelsea leiki, og einnig verður gaman að sjá ungu strákana spila.

 18. Sælir
  Þar sem ég er veikur heima og treysti mér ekki út úr húsi til að sjá leikinn þá spyr ég hvort eitthver sé með leiðbeiningar til að sjá leikinn á netinu? Er ekki það tæknilega sinnaður en missi ekki af leik og vill ekki missa af þessum frekar en öðrum.
  Með von um leiðbeiningar “for dummies” 🙂

 19. Gott og vel, blessunarlega er misjafn smekkur manna eins og marg oft sést hér. 🙂

 20. Sælir félagar,

  Það er nú ekki mæta oft sem ég skipti mér af ”rifrildum” sem þessum en ég bara hreinlega verð að gera það í þetta sinn. Sérstaklega þar sem annar meðlimur ritsjórnar (Kristján Atli) er farinn gagnrýna húmor annarra og svo kemur hinn (Einar Örn) og tekur undir það. Kristján minn rétt eins og þú segir sjálfur þá er þetta síða fólksins og af hverju reynirðu þá ekki að halda því bara þannig? Húmor manna er misjafn, rétt eins og við mannfólkið erum misjöfn.
  Að sjálfsögðu mega ritstjórar síðunnar segja sína skoðun á málinu og oftast nær er það nú það sem við lesendur erum að eyða löngum tímum í að lesa. En ef kærastan manns kemur heim eftir erfiðan vinnudag í alveg forljótri peysu, þá er það ekkert það fyrsta sem maður segir við hana. Stundum erum hlutirnir nefnilega betur ósagðir.
  Það sem er hins vegar verst við þetta er sú staðreynd að nú þurfa sumir ef ekki flest allir að fara ritskoða húmor sinn áður en þeir skrifa comment. Er þá ekki bara alveg eins gott að sleppa því? Nei, ég er alveg handviss um að ritstjórnin tæki ekki vel í það. Eða hvað?
  En að lokum vilja segja ykkur bara að elska friðinn og strjúka á ykkur kviðinn. Megi þetta blogg lengi lifa, því við púlarar eigum það bara svo fyllilega skilið.
  … og Babu skrifaðu bara það sem þér sýnist, ég skal hlægja að þessu öllu saman.

  kv. Birkir Már – YNWA

 21. Jæja, leikurinn vart kominn af stað og aðstoðardómarinn haltrar útaf meiddur. Áður en bolta er sparkað.

  Dómarinn spjaldaði Michael Essien nú samt enda var þetta gróft brot. 🙂

 22. Fyrir blásnauðann almúgamann eins og mig er ekki með Sýn(TM) hver skoraði þá markið fyrir Chel$ki og áttum við nokkurn þátt í því?
  (Fylgist spenntur með á Textavarpi síða 390)

 23. Lampard með defletion auðvitað og Sheva á 90.mín

  Crouch fékk beint rautt

UEFA verðlaun.

Liðið gegn Chelsea: Xabi með