Byrjunarliðið komið!

Liðið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Babel

Voronin – Torres

Bekkurinn: Itandje, Sissoko, Riise, Kewell, Crouch, Kuyt, Lucas.

Sókndjarft lið, Yossi vinur okkar í liðinu. SPENNAN VEX!!!!

17 Comments

  1. Líst vel á þetta! Það kemur vissulega á óvart að sjá að Yossi er orðinn nógu heill til að koma beint inn í byrjunarliðið, og eins er jákvætt að sjá Babel byrja en hann hefur verið á skotskónum að undanförnu.

    Þetta verður rosalegt! Áfram Liverpool! 🙂

  2. Torres mark á 3 mín
    Torres mark á 15 mín
    Gerrard mark 44 mín
    Babel mark 82 mín

    4 – 0

  3. MAGNAÐ!!!
    Gott byrjunarlið sem lofar góðu. Yossi heldur vonandi uppteknum hætti og skorar nokkur mörk….

  4. Af hverju er hann með fuckin Voronin í liðinu, gat hann ekki leyft Champions-league-Crouch að byrja ?
    Vonandi sýnir úkrænumaðurinn mer af hverju.

  5. Ég bæti mig … er með 8 af 11 rétt í spánni … come on! Þessi leikur verður veisla – og vinnst!!!!!!!!

  6. Fínt lið, hefði kannski viljað Lucas frekar en Yossi aðallega þar sem hann er búinn að vera meiddur og þetta er mjög sókndjörf miðja.

    En eruð þið að grínast með Sýn, aftur setja þeir Tómas Inga og Leif Garðars í settið, það er eins og þeir séu að stríða mér.

    Þeir eru svo gáfaðir sérfræðingar að þeir gagnrýna menn fyrir að brosa ekki, til þess að gagnrýna einhvavð

  7. Ætla að slökkva á hljóðinu í hálfleik og hlusta svo ekki á þá eftir leik!

  8. Sammála Babu með brosið en ég vona samt að Benitez brosi eftir leikinn í kvöld og kannski faðmi æðislegur eigendur okkar. Nei segi svona. SPENNAN VEX!!

  9. Portoliðið hefðbundið, spilar 4-4-1-1 með Quaresma frjálsan aftan við senter. Bakverðirnir hafa verið vandamál og vonandi sjá Babel og Benayoun um að negla þau vandamál strax frá byrjun!

  10. ég segji að við stofnum undirskriftalista og sendum Sýn
    [U]Sérfræðinga[/U] í “sérfræðinga”-álit!!

  11. Jæja
    Torres mark á 3 mín
    Torres mark á 15 mín
    Gerrard mark 44 mín
    Babel mark 82 mín ( Crouch ) kom inn fyrir Babel
    4 – 0
    váaaaaaaaaaaaa ég klikkaði á Babel
    er ég góður eða hvað

  12. Torres hverjar krónu virði

    Mér fannst okkur vanta þor til að taka fleiri skot í fyrri hálf leik, við vorum samt með boltan meiri hlutan af leiknum. Svo komu Kewel og Crouch og leikurinn breytist. Ég hugsaði þetta á eftir að verða einhver leiðindar “Long ball” spil. Svo kom snildarsending frá Kewel á Torres. Afgreiðsla hjá Torres var hrein snild. Svo fengum við sjálfstraustið aftur og duttum í gírinn.
    Maður leiksins: F.TORRES

    Nú er bara standa okkur á móti Mars-ey.

    Áfram LFC

Dagurinn í dag …

Liverpool 4 – Porto 1