Dagurinn í dag …

Dagurinn í dag skiptir að vissu leyti öllu máli.

Það er langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir leik. Sennilega var ég síðast svona spenntur fyrir Liverpool-leik þegar liðið lék við Aston Villa á upphafsdegi tímabilsins í ágúst. En það er samt lengra síðan ég hef verið spenntur á þennan hátt fyrir Liverpool-leik. Það mætti segja að það séu þrjú ár síðan við höfum síðast verið spennt fyrir leik á þann hátt sem við erum núna.

Fyrir þremur árum mætti Liverpool Olympiakos á Anfield í Meistaradeildinni í leik sem varð að vinnast. Liðið hefur oft leikið leiki sem „verða að vinnast“ síðan þá, en það má að vissu leyti segja að það hafi verið síðasti leikurinn sem liðið lék sem að „mátti ekki tapast“.

Það er munur þarna á. Að verða að vinna leik þýðir að til að liðið nái settum markmiðum eða uppfylli eigin metnað – sem og kröfur stuðningsmanna – verður það að vinna ákveðna leiki, svo sem útsláttarleiki á seinni stigum bikar- og Evrópukeppna, heimaleiki gegn toppliðum deildarinnar, alla leiki gegn Everton, og svo framvegis. Að mega ekki tapa leik þýðir hins vegar að liðið stendur frammi fyrir því að tap gæti haft skelfilegar afleiðingar. Skelfilegri en bara þær að detta úr keppni eða tapa fótfestu í toppbaráttu.

Fyrir þremur árum nánast hótaði Steven Gerrard því á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins í Meistaradeildinni, gegn Olympiakos á Anfield, að hann myndi yfirgefa Liverpool ef sigur ekki næðist. Hann sagði að þótt hann elskaði Liverpool fyndist honum nauðsynlegt á þeim tíma ferils síns að hann væri að spila reglulega á meðal þeirra bestu. Það er, í Meistaradeildinni. Á þeim tíma þótti óhugsandi að missa fyrirliðann okkar og því var andrúmsloftið rafmagnað þegar kom að leiknum sjálfum. Við munum öll hvernig sá leikur fór.

Nú, þremur árum síðar, má segja að miklu meira sé í húfi. Ef hægt er að segja að enginn einn maður sé stærri en klúbburinn held ég að við getum verið sammála um það að knattspyrnustjórinn er sá sem kemst næst því. Allavega í okkar tilfelli, þar sem Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan og “King” Kenny Dalglish hafa verið gerðir að heiðursfrændum tugþúsunda nýfæddra Púllara út um allan heim eftir afrek sín við stjórnvölinn hjá Liverpool FC.

Í dag þykir flestum ljóst hver staðan er. Rafael Benítez, umdeildur en virtur knattspyrnustjóri sem stjórnað hefur Liverpool FC í þrjú og hálft ár og á þeim tíma unnið tvo stóra titla, sett mýmörg met og afrekað að finna Evrópumeistaratitlinum varanlegt heimili á Anfield Museum, verður að öllum líkindum látinn fara frá Liverpool FC fyrr en síðar. Þessi staða er komin upp vegna ósættis milli hans og eigenda liðsins, Tom Hicks og George Gillett Jr. Einnig þykir almennt talið ljóst að ef leikurinn gegn Porto í kvöld vinnst ekki, og Liverpool kemst fyrir vikið örugglega ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár, munu eigendurnir nota „tækifærið“ og reka Benítez. Þeir munu þá væntanlega nota lélega frammistöðu í Meistaradeildinni sem ástæðu fyrir brottrekstrinum, jafnvel þótt það sé á allra vitorði að rifrildi bak við tjöldin eru ástæðan að baki væntanlegri uppsögn, ekki frammistaða liðsins á knattspyrnuvellinum.

Sem sagt; liðið hefur leikið marga leiki á þessu ári sem hreinlega urðu að vinnast. En í kvöld má liðið ekki tapa. Það má í raun ekki einu sinni gera jafntefli!

Í ofanálag við þetta er búið að gefa það út að fyrir leik verða haldin fjölmenn mótmæli fyrir utan Anfield-leikvanginn í Liverpool, og í kjölfarið ætla stuðningsmenn Liverpool að fjölmenna á leikinn, troðfylla Anfield og kyrja þar hástöfum lög til heiðurs knattspyrnustjóranum nánast látlaust á meðan á leiknum stendur.

Dagurinn í dag verður merkilegur dagur í sögu Liverpool. Í dag er spennan innan klúbbsins að ná hámarki. Í dag getur framtíð sennilega vinsælasta knattspyrnustjóra síðustu sautján ára hjá Liverpool FC ráðist. Í dag verður k-l-i-k-k-u-ð stemning á Anfield, og það á Evrópukvöldi!

Dagurinn í dag verður rosalegur. Stundum bara finnur maður það á sér að eitthvað stórt er í aðsigi inná fótboltavellinum, ekki síst þegar Liverpool FC er annars vegar. Það hefur verið þannig í einhverja áratugi núna að þegar tækifæri og aðstæður til eru réttar gerist eitthvað töfrandi, eitthvað ótrúlegt, á grastorfum Anfield Road. Sé tekið tillit til aðstæðna held ég að við getum nánast bókað það að við erum að fara að sjá eitthvað alveg magnað frá liðinu okkar í kvöld.

Ég er spenntur. Þið? 🙂

40 Comments

  1. Já sæll. Ég er ennþá að reyna að losna við gæsahúðina eftir þessa lesningu. Það þarf ekkert að ræða þetta eitthvað frekar. Sjáumst á Players í kvöld.

  2. Mjög spenntur, varla að maður geti unnið!!!!!
    Enda dettum við hér hver af öðrum með pistla til að drepa tímann…..

  3. Ég fékk gæsahúð útum allan líkama á að lesa þetta og varð svona helmingi spenntari við það eitt að lesa þetta. Þetta verður góður og skemmtilegur leikur.

  4. Hvernig er það, (hef ekki tíma til að skoða það núna). Er algjörlega ómögulegt að komast áfram ef við gerum jafntefli?

  5. Ef við gerum jafntefli við Porto þá mega Marseille ekki vinna Besiktas. Hins vegar ef Besiktas vinnur Marseille, og við gerum jafntefli við Prto, þá verðum við að treysta á að Porto vinni Besiktas í lokaleiknum því annars gætu Tyrkirnir farið áfram og við setið eftir með sárt ennið ásamt Marseille.
    Þannig að þetta er allt galopið.

    Koma svo Liverpool.

  6. Krisján Atli ..það er nú algjör óþarfi að gera mann spenntari en maður er nú þegar… 🙂 Magnaðar línur frá þér… takk takk.

    Youtube myndbandið.. ég er með tárin i augunum. Olympiakos leikurinn var bara töfrar… ekkert annað. Pongolle.. Mellor… skyldu þeir eiga eftir að skora mikilvægari mörk á ferlinum????? Vegurinn til Istanpul var töfrar. Sigurinn í Istanpul var lyginni líkast…. 🙂

    Koma svo Liverpool…. tökum þetta í kvöld fyrir Rafa.

    YNWA

  7. Í dag verðu unið til kl. 16.00 (15.00 isl time) það er að segja við liv.pool menn höfumfegnið leifi vegna anna við stuðning okkar ástkæra liðs LIVERPOOL. Vinnuveitandinn segir að við verðum hreinlega að fá frí frá vinnu vegna leiksins….

    Leikurinn vinnst, ég er sannfærður um það og að RAFA mun brosa breitt, þið megið alveg hella ykkur yfir mig ef annað verðu á boðstólnum eftir leikinn, þvílík stemming maður heheheh.

    Koma svo AVANTI LIVERPOOL

  8. Stend við fyrri spádóma mína: Leikurinn vinnst 3:1 eða 4:1 – sammaraskot Gerrard í lokin (eftir þrennu Torres) gæti farið inn eða skoppað út…

    Shii… hvað þetta vídeó er magnað maður. Ég á náttúrlega dvd-diskinn með sömu klippum en með þessari tónlist … þetta er bara gæsahúð og ekkert annað. Það eru ennþá möguleikar fyrir öll lið í riðlinum … það ættu allir að gefa sitt allt í þessa leiki … það verður bara brjáluð stemmning í kvöld!!!!!

  9. Liverpool í blíðu og stríðu!!

    Stend með mínum mönnum í kvöld og vonast eftir góðum úrslitum 🙂

    Svo finnst mér að stuðningsmenn okkar ættu að syngja lagð til Rafa

    “You’ll never walk alone” Heill sér Rafa

  10. Gæsahúð.is

    Við vinnum deildina þ.e. Meistaradeildina ef við vinnum þennan leik – sagan segir það 🙂

  11. Ásgeir: ætlaði akkúrat að fara að skrifa það sama og þú heheheh

    AVANTI LIVERPOOL

  12. það er ekki hægt að orða stemminguna betur – “k-l-i-k-k-u-ð” Frábær stemmari hjá þér, hlakka enn meira til leiksins en í morgun…

  13. Úff hvað maður er orðinn stressaður fyrir leiknum í kvöld. Þetta er ekki ánægjulegt stress, þ.e. tilhlökkun heldur pínu kvíði og er skýringin á því einföld. Maður vill einfaldlega ekki missa það besta sem hefur komið fyrir Liverpool í 20 ár: Rafael Benitez!!! Það er nokkuð ljóst, þó maður viti ekki hvort Rafa verði látinn fara þar sem slúðrið er farinn yfir öll mörk, þá eru líkur á því að ef leikurinn vinnist ekki þá verði það okkar frábæra stjóra að falli.

    Því er þessi leikur svooo mikilvægur. Come on you Reds, win this for the man who has brought us so much!!!

  14. Góð upphitun fyrir leikinn í kvöld Kristján.
    Vil koma þeim skilaboðum áleiðis til Sýnarmanna (les ekki Hörður Magg bloggið?) að skipta strax yfir á Anfield um leið og þeir fá merkið að utan og gaspra ekki ofan í stemmninguna TAKK. Það er 3500kr virði að fá sem mest af henni heim í stofu.

  15. Ef það væri einhver leikur á tímabilinu sem maður myndi vilja vera á þá er það þessi. Þvílík stemning sem er þarna úti, gaman að lesa lfc.tv spjallið og fleiri, RTK fremstir í flokki og stuðningurinn við Benitez verður ægilegur á pöllunum.

    Úff, ég get ekki beðið. Verst að ég sé bara fyrri hálfleik útaf æfingu 🙁

    Annars er ég þokkalega bjartsýnn fyrir leiknum sjálfum svo lengi sem við höfum Finnan og Arbeloa í bakvörðunum og alla aðra en Riise á vinstri kanti 🙂

    Áfram Liverpool og Rafa!

  16. shit ég get ekki beðið eftir þessum leik.

    Ég stend á hápunkti bjartsýninnar að reyna læra undir próf rúmum 4 tímum fyrir leik.. ég er ekki búinn að læra staf síðustu tvo tíma heldur skoða gömul liverpool video á youtube.

    Já Kristján atli eigum við eitthvað að ræða þetta video.. aðeins of magnað.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!

  17. 4 klukkustundir og 26 mínútur.
    Benitez með einföld skilaboð til aðdáendanna á blaðamannafundi í dag. Fyllið leikmennina eldmóði, endurtakið Istanbul 2005 fyrir þá, en ekki mig.
    Snillingur.

  18. Torres mark á 3 mín
    Torres mark á 15 mín
    Gerrard mark 44 mín
    Babel mark 82 mín

    4 – 0
    og frakkarnir tapa

  19. Öll þessi neikvæða umræða í kringum Benitez á eftir að skila honum og okkur öllum sigri!!!!!!!!!!!!!

    YOU NEVER WALK ALONE BENITEZ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  20. Svo sammála síðasta ræðumanni (22 MAÓ)

    ER KOMINN Í GÍRINN FYRIR KVÖLDIÐ, SVAKALEG STEMMING SIT MEÐ NOKKRUM VELHRESSUM NORSURUM OG ÞEIR ERU BARA ÁNÆGÐIR MEÐ http://WWW.KOP.IS

    AVANTI LIVERPOOL

  21. Youuuu beautyyyyyy………… what a hit !!

    Gleymi þessu seint. Þessi helvítis leikur gekk næstum af mér dauðum. Ég var alltaf að hætta að horfa og fara að gera eitthvað annað og þá gerðist eitthvað.

    Hvernig sem fer í kvöld mun ég ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og vona að okkar menn geri slíkt hið saman.
    Sammála #17, vona að stemmingin á vellinum fái að fljóta soldið hjá Sýn.

  22. er ekki alveg 100% að leikurinn sé í opinni dagskrá á sýn? barcelona lyon var allavega ekki í opinni í gær. er einhver hér sem getur staðfest þetta?

  23. Stefán, Sýn voru með leik CSKA Moskva og PSV Eindhoven í beinni um kl. 17 í gær. Sá leikur var fyrr en aðrir leikir vegna tímans í Rússlandi. Þess vegna voru allir aðrir leikir í gær læstir og Liverpool-leikurinn í kvöld verður líka í læstri dagskrá.

  24. leikir leggjast mis vel í mig en ég get lofað ykkur því að við vinnum þennan leik og el nino skorar fleiri en eitt os sjit kvað ég er orðinn spentur. koma svo

  25. fyndið að sjá þessa aula sem skoruðu fyrstu tvö mörkin… það varð nú lítið úr þeim.. sérstaklega neil mellor.. en hann skoraði nú bara mikilvæg mörk sá

  26. Jæja strákar mínir, eru ekki allir bara slakir. Í dag var Liverpool bolirnir frá þessu tímabili handþvegnir (þeir fá auðvitað ekki að fara í þvottavél) og þá er allt að verða ready fyrir kvöldið.

    Svo er bara að sitja og reyna að vera rólegur yfir þessum leik, bara svona geðheilsu sinni og annarra fyrir bestu. Verst að vera að vinna í nótt og geta ekki fengið sér bjór til að róa taugarnar.

    en bara tæpir 3 tímar…

  27. ITS DO OR DIE……

    Vitiði það.. að ég finn það í hverri frumu að það er eitthvað magnað í uppsiglingu….. og það alveg sama hvort við vinnum eða ekki!!!

    Í kvöld erum við að fara að sjá Evrópukvöld á Anfield…. Evrópukvöld sem fer í sögubækurnar.

    YNWA

    http://youtube.com/watch?v=MPVScDc-fRQ&feature=related

  28. þvílíkur kóngur sem gerrard er og að horfa á þetta myndband þvílíka sæ sæ sælan!

    við tökum þetta á eftir 2-0; Kewell ´13, Torres ´42 (víti)..

  29. Tad er rigning i Liverpool borg. Stefan Geirhard, Vernhardur Thor og Rafn Beinteins saust thamba powerade a milli thess sem their hlogu ad nyju champions league klippingunni a Joni Risa. The Park bidur mann alltaf jafn velkominn – og hvergi er betra ad pissa. Biscan bidur ad heilsa. Kvedja, Oli, Sigrun og Gummi

  30. Ég veit ekki hvernig þetta var hjá ykkur en ég er ekki með Sýn en Lyon – Barcelona var í opinni dagskrá á Digital afruglaranum mínum. Hvað þýðir það? Eru þeir skyldugir til að hafa einn opinn í hverri umferð þannig að allir verða læstir í kvöld?

  31. Það sama var upp á teningnum hjá mér í gær (#35). Er með Digital ísland og Barca-Lyon var í opinni sem og PSV leikurinn. En á öðru sjónvarpi sem var ekki með afruglara var leikurinn ruglaður. Eflaust einhver að klikka upp á Lynghálsi.

  32. Ég lennti í því sama og #35 og #36. Mér líst alveg ágætlega á þetta 🙂

Wenger um Rafa

Byrjunarliðið komið!