Landslið eða landslýti?

Það er svo innilega ekkert að gerast að við getum alveg eins rætt landsleiki dagsins, og þá sér í lagi þá tvo sem koma þessari síðu (augljóslega) mest við:

**Íslenska landsliðið** tapaði 3-0 fyrir stórveldi Liechtenstein í kvöld. Eftir leik sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, að hann sæi sér fært að halda áfram með landsliðið og taldi sig ekki vera kominn í gjaldþrot. Undanfarið hefur sú slúðursaga gengið fjöllum hærra að nýhættur þjálfari FH-inga, Ólafur Jóhannesson, muni taka við landsliðinu eftir Danaleikinn í næsta mánuði, og í kvöld útilokaði Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, ekki að hann vildi taka við liðinu ef til þess kæmi.

Hvað finnst mönnum? Er Eyjólfur kominn í gjaldþrot með þetta lið? Og ef svo er, hver ætti þá að taka við?

**Enska landsliðið** tapaði 1-2 gegn Rússum í Moskvu fyrr í dag, en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka voru Englendingar yfir. Dómari leiksins dæmdi glórulausa vítaspyrnu á Wayne Rooney (brotið átti sér stað talsvert utan teigs) og svo gaf Paul Robinson Rússum sigur þegar hann Dudek-aði frekar einföldu skoti beint út í teiginn þar sem Rússi náði að pota honum inn. Fyrir vikið þurfa Englendingar að sigra Króata í lokaleik sínum í riðlinum og treysta á að Ísraelar eða Andorramenn nái að taka stig af Rússum.

Hvað finnst mönnum? Var tapið í dag Steve McClaren að kenna? Eiga Englendingar séns í helvíti á að komast á EM 2008, eða fá Stevie Gerrard og félagar óvænt sumarfrí að yfirstandandi tímabili loknu?

39 Comments

  1. Best að bæta við minni skoðun.

    Ísland: Ef Eyjólfur telur ekki botninum hafa verið náð í kvöld, þá spyr ég bara hvernig í fjandanum lítur botninn út? Það líkar öllum vel við Jolla en það er að mínu mati fullreynt að hann nái einhverjum árangri með þetta lið. Nýjan þjálfara inn fyrir Danaleikinn, takk.

    England: Það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool ef England og Gerrard eru að leika svona illa; gott að hann fái sumarfrí eftir átta mánuði, slæmt ef slæm frammistaða með landsliðinu minnkar sjálfstraust hans enn frekar. Hvað landsliðið varðar hefur mín skoðun verið ljós frá byrjun; Steve McClaren veldur þessu engan veginn og í kvöld kom enn ein aulaákvörðunin í bakið á honum. Allir alvöru þjálfarar hefðu verið löngu búnir að taka Paul Robinson úr marki landsliðsins.

    Englendingar hafa gott af því að tapa næsta leik gegn Króatíu og virkilega lenda á botninum með þetta landslið. Þá kannski læra þeir að þjálfarar þurfa að hafa afrekað eitthvað til að verðskulda stöðuna, fjölmiðlarnir verða að gefa mönnum svigrúm til að iðka sína vinnu og að leikmenn eiga ekki að vera sjálfvaldir í liðið vegna fyrri afreka. Liðið mun standa í stað þar til menn þar í landi átta sig á þessu.

  2. Sælir félagar.
    Gott hjá Kristjáni Atla . Ég er honum algjörlega sammála og hefi engu við að bæta.

    Áfram Völsungur

  3. Eina jákvæða við þessa tvo leiki er að núna hlýtur Scott Carson að fá tækifæri í landsliðinu. Annað er hreinlega ekki hægt. Það getur ekki talist nein lausn að setja 37 ára gamlan David James í markið.

    Og um Ísland þarf ekki að ræða. Það er svo augljóst hvað þarf að gera þar.

    En annars vann Holland 2-0 og Búlgaría gerði bara jafntefli, þannig að Holland ætti að vera nokkuð gott áfram. Það er frábært því Holland er mitt lið.

  4. Ókei, samt skondið að þú minnist á glórulausan dóm í vítaspyrnunni. Gleymir alveg að taka það fram að Rooney var rangstæður í marki enskra.

  5. Finnur, ætlaðirðu þér að ræða leikinn eitthvað eða bara elta uppi mögulegar villur í þessum nokkru setningum sem ég skrifaði?

  6. Ég krefst þess að Eyjó sjái sóma sinn með því að hætta með þetta landslið strax í kvöld. Mér líkar vel við Eyjó og ber virðingu fyrir honum en eftir 3-0 tap fyrir Lichenstein á það að vera sjálfgefið að landsliðsþjálfarinn segji upp, jafnvel þótt að við hefðum fengið 4 rauð spjöld á fyrstu fimm mínútum. Nú er kominn tími að reyna að gera eitthvað stórkostlegt við þetta landslið okkar og ég krefst þess að sæmilega stórt erlent nafn takið við liðinu. PS: 0-3 gegn Lichenstein er MIKLU!!! verra heldur en 14-2 gegn Dönum. Til hamingju Íslendingar, nýjum botni er náð.

    Auðvitað er lélegu gengi enskra Mclaren að kenna, öll mistök sem Robbi hefur gert skrifast jafn mikið á Mclaren eins og það gerir á Robba. Held að það væri gott á englendinga ef þeir komast ekki á EM. Vonandi fær FA einnig einhvern sem hefur afrekað eitthvað að taka við þessu liði en ekki næsta McClown.

  7. Nei Jolli verður að klára Dana leikinn og hætta svo, það er bara ekki hollt fyrir nýjan þjálfara að byrja á stórtapi gegn Dönum því við töpum þeim leik sama hver þjálfar.
    Svo vil ég að Óli Jó taki við eftir Dana leikinn og alls ekki Willum, enda er ég Valsari : )
    Persónulega vona ég að Englendingar komist ekki í úrslitakeppnina því þeir þurfa að átta sig á því að Mclaren hefur ekkert með þetta lið að gera.
    Svo vil ég bæta því við í sambandi við íslenska landsliðið að ég vil að Eiður Smári láti fyrirliðabandið af hendi, ég var á vellinum á laugardag þegar að Lettar niðurlægðu okkur og maður sem hengir haus svona auðveldlega eins og Eiður gerir á ekki að vera með fyrirliðabandið.
    Hann má auðvitað eiga það að hann er lang best leikandi maður liðsins og mjög mikilvægur en hann er latur og gefst auðveldlega upp að mínu mati.

  8. Ósammála mörgum, t.d. ræðumanni nr. 2, með McClaren. Held að allir hafi, mjög ósanngjarnt yfir höfuð, verið búnir að afskrifa hann fyrirfram sem slakan þjálfara. Það að velja Fat Robbo í markið áfram er ekki dauðasök, enda mikilvægt almennt séð að styðja markmenn fram í rauðan . (Fyrir utan það er ég ósammála um það að Fat hafi átt sök á öðru markinu ( Þrátt fyrir það allt saman held ég að Green eða Carson eigi skilið sénsinn, en þó ekki fyrsta sénsinn undir slíkri pressu sem leikurinn í dag var) ). England er búið að vinna síðustu 5 (ýkjur?) leiki 3-0 sannfærandi undir mestu krítík sem hefur verið á liðinu frá 1966 með mestu meiðslaöldu sem verið hefur frá upphafi. McCl. á heilt yfir skilið kredit fyrir þetta allt saman í þeim erfiða riðli og erfiðu aðstöðu sem liðið er. Ég man ekki til þess að liðið hafi verið svo sannfærandi síðustu ár og sé ekki fyrir mér að það hafi tekið slíka rispu, sem verið hefur upp á síðkastið, undir stjórn síðustu þjálfara. Fyrir utan það að Mc á skilið hrós fyrir að halda Garry Bareth í liðinu þrátt fyrir mjög háværar kröfur breskra fjölmiðla um að taka Lamparp inn.

    Nánast það eina (fyrir utan skandalinn með JC) sem má gagnrýna Mc fyrir á hans ferli sem þjálfara Englands er að taka David Beckham aftur inn. Ekki af því að DB eigi ekki skilið sæti í liðinu, heldur vegna prinsippsins, ef ég skildi prinsippið rétt (sem er ekki öruggt).

    Tapið í dag var ósanngjarnt. Rússland fékk varla færi fyrr en þeir fengu gefins víti og England var með leikinn í hendi sér fram að því.

    Fyrir utan það, sem ekki má afsaka neitt með svo sem, að leikurinn var spilaður á Loftus Road í -4 gráðum.

    Um íslenska landsliðið er best að hafa sem fæst orð. Þó held ég að það myndi ekki skemma fyrir að fá Ásgeir Sigurvins sem þjálfara.

  9. eeþ.

    Við hljótum að vera lesa mismunandi vefrit því ég fékk það út að England vildi halda Barry í liðinu. Lampard er orðin af hálfgerðum bjálfa sem getur ekki gert neitt rétt í augum Englendinga, sem verður að teljast afar ósanngjarnt.

    Ísland. Ég vil Gaua Þórðar inn eða sterkan reyndan erlendan þjálfara. Willum væri ágætur kostur. Siggi Jóns er ekki að fara frá Djugarden svo hann er út úr umræðunni. Óli Jó hentar held ég ekki í þetta starf.

  10. Magggi

    ég sagði að rétt hefði verið að Mc hélt Barry í liðinu, enda Barry búinn að standa sig mjög vel í síðustu 2 landsleikjum. Varstu ekki e-ð að misskilja mig?

  11. Þetta er algjör skandall þetta íslenska landslið/landslýti. Það er alveg magnað hvað það er búið að hrapa í gæðum síðan Guðjón Þórðar hætti með þetta lið. Það þarf einhvern alvöru kall í brúna og líka að leikmenn sýni því áhuga og vilja að spila fyrir okkar hönd. Niðurlægingin er algjör að tapa fyrir Lettum og svo líka Liechtenstein !! í sömu vikunni. Vörnin er alveg út á þekju, Hermann heldur að hann sé sóknarmaður, Ragnar ljónheppinn að fá ekki víti dæmt á sig í fyrri hálfleik, miðjan algjörlega sofandi og gat ómögulega gefið sendingar sín á milli til að halda bolta o.s.frv. Agaleysi leikmanna er algjört og um leið og fyrsta markið kom í kvöld sá maður í hvað stefndi. Mann grunaði hinsvegar ekki að þetta yrði þrú fokking núll fyrir Liectenstein.
    Hvað tekur svo við? Augljóslega fær Jolli ekki að halda áfram með landsliðið og ég held sannast sagna að hans tími sem þjálfari sé liðinn. Að mínu viti þarf líka hugarfarsbreytingu pappakassanna sem spiluðu þennan leik í kvöld, og þeir þurfa að sýna því áhuga á því að spila, þeir eru ekki áhorfendur og það er ekki þeirra hlutverk að safna landsleikjum.
    Annars er ég líka á þeirri skoðun að þetta sé frekar slakt landslið getulega séð óháð því hver er að þjálfa þá, og samanburður við önnur íslensk landslið sé þeim verulega í óhag. Fyrirliðinn hengir svo haus, maður sem á að drífa liðið áfram. Getið þið rétt ímyndað ykkur hvernig Gerrard myndi taka svona mótlæti?
    Allavega botninum er náð, það verður fenginn nýr þjálfari og ég öfunda hann ekki af því starfi sem fer í hönd. Vonandi hafa þeir þor og kjark hjá KSÍ að sækja Guðjón upp á Skaga og gefa honum algjört einræðisvald.
    Veit ekki hvort Óli FH ingur myndi vilja taka þetta að sér og ég sé ekki Willum taka við liðinu, a.m.k. vona ég ekki því ég er mjög stoltur af því að Valur skuli hafa orðið Íslandsmeistari í fyrsta skipti frá því að ég hætti að æfa með þeim.

  12. Sammála Kristjáni Atla #2 í einu og öllu. Að hafa Paul Robinsson í markinu er algjörlega óskiljanlegt.

  13. Hvað varðar England þá var vitað fyrir fram að Steve McClaren er ekki taktískt klókasti þjálfari Englands og sýndi það ítrekað með Middlesboro. Hann stóð sig vel sem nr. 2 hjá Man U en ég er ennþá að klóra mér í hausnum af hverju hann varð fyrir valinu sem þjálfari enska landsliðsins… líklega af því hann var skárri kostur en Alan Curbishley og Sam Allardyce.

    Íslenska landsliðið í knattspyrnu er orðið hálfgert grín alla vega meðal þeirra Dana sem ég þekki og fylgjast með knattspyrnu. Til þess að gera langa sögu afar stutta þá segi ég þetta:
    1. Taflan lýgur ekki.
    2. Það er ekki hægt að reka alla leikmennina í liðinu. Hvern þá?
    3. Hver ber á endanum ábyrgðina? Leikmenn eða þjálfari?

    Að endingu þá tel ég að England muni vinna Króatíu og komast í lokakeppni Evrópumótsins OG að nýr þjálfari sé væntanlegur (því fyrr, vþí betra) fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

  14. Þótt að það sé náttúrulega skandall að tapa fyrir Lichtenstein 3-0 þá verða menn bara að horfast í augu við (eins og einhver bendir á hér að ofan) að þetta landslið er bara slakt alveg sama hver þjálfar. Ok, Eiður er kannski besti leikmaður sem við höfum átt en hann er ekkert fyrirliðaefni og getur ekki unnið leiki einn. Restin er varla í League 1 klassa á Englandi og með öllu óskiljanlegt hvernig gæjar eins og Ívar Ingimarsson, Jói Kalli, Brynjar B og Emil Hallfreðs fái leik hjá sínum liðum svo ekki sé talað um restina af þessum “wannabe”-fótboltamönnum. Hvenær ætlar Ísland að hætta að beina allri þjálfun leikmanna að styrk, baráttu og hlaupum og reyna í staðinn að framleiða leikmenn sem geta tekið við boltanum og komið honum skammlaust á næsta mann? Kannski ekki mikil von þegar uppáhaldslandslið Íslendinga er England og uppáhaldsleikmennirnir eru einhverjir Viera og Alan Stubbs.

  15. “Haha, skemmtilegt hvað þið verðið nett pirraðir auðveldlega 🙂 “

    Haha, skemmtilegt hvað þú hefur nett gaman af því að pirra fólk til einskis. 😉

  16. Ég nenni ekki að velta mér of mikið upp úr þessu, ég steinsofnaði yfir leiknum í fyrrihálfleik líkt og ég gerði í Lettaleiknum.

    En varðandi Robinson þá finnst mér þetta komið út í öfgar, þetta var ekkert svo rosalega hræðilegt hjá honum þó hann hafi misst þetta skot út í teig í seinna markinu, en auðvitað er þvílíkt gert úr því þar sem þetta var hann!!! Eins varðandi enska landsliðið þá held ég að enska pressan ætti að prufa nýja taktík fyrir næstu undankeppni…..eða jafnvel bara fyrir næsta leik og styðja við liðið.

  17. Sælir
    Ég er nú á því að enska pressan sé líkari þeirri íslensku að miklu leiti. Það eru væntingar um ákveðinn árangur, og ef hann næst ekki, þá er reynt að koma með skýringar á því afhverju hann næst ekki. Við erum að hamra Eyjó fyrir að vera ekki nógu góður þjálfari, Eið fyrir að vera ekki nógu góður fyrirliði, Arnar fyrir að vera enn í liðinu o.s.fr, mjög sambærilegt við það sem tjallinn er að gera. Munurinn liggur einna helst í blaðamenningu, þ.e. hvað þarf að skrifa sterkt til að hreyfa við almúganum.
    Allt annað en 14-2 gegn dönum er vísbending um að menn séu amk ekki með skóflur að grafa eftir nýjum botn. Klárum þetta helv… mót, og vona að síðan fari öxin á loft, ekki bara þjálfari og lið, heldur líka KSÍ. Kannski er það bjartsýni hjá mér…..

  18. Sælir
    Ég verð nú að vera sammála honum Heimi á Bylgjuni sem sagði að þetta væri svartasti dagur í sögu íslensk fótbolta. Það er alveg ljóst að Eyjólfur er kominn í þrot með landsliðið enda virðist ríka eitthvað kaos ástandi inná vellinum. Leikmenn vita ekki hvað þeir eiga að gera og því er algengasta ráðið að sparka fram og vona að eitthvað gerist. Það er nú líka ekki vænlegt til árangurs þegar þú þarft að stjórna leikjum að vera með 3 varnarsinnaða miðjumenn saman á miðjuni þar af eru tveir af þeim sem varala geta skilað boltanum frá sér.

    Það segir sig sjálft að þetta er eitt lélegasta landslið sem Íslendingar höfum átt. Það er mörguleiti KSÍ líka að kenna þar sem þau samtök eru líkari einhverrri klíku frekar en samtökum sem eru að stuðla að betri þróunn knattspyrnu á Íslandi. Eyjólfur er með eitthvað í kringum 10 – !2 % vinningshlutfall með landsliðið sem er það versta sem menn hafa séð fyrir utan einhvern Rússa sem þjálfaði liðið einhvern tíma. Ég tel að það sé lykilatriði að sá þjálfari sem verði ráðinn fái að ráða sjálfur hverjir eru valdir í þetta landslið þannig að menn séu ekki áskrifendur af sætinu vegna fyrri afreka.

    Varðandi Enskalandsliðið þá er það bara gott fyrir okkur Liverpool menn ef Gerrard kemst ekki á EM. Væri óskandi að Spánn komist ekki heldur en sú ósk verður ekki að veruleika því miður.

  19. Þarf að skoða allt KSÍ batteríið. Ráða svo mann sem hefur reynslu af uppbyggingu ónýts liðs. Bjarni og Eyjólfur ráða ekki við það. Guðjón karlinn einn íslenskur sem hefur gert það, hugsanlega Willum. Ég held við ættum að reyna að fiska útlending hingað heim og hefja uppbyggingu til 5 ára. Skoða öll landsliðin okkar niðrúr og byrja að mynda alvöru stefnu.
    Því miður er þessi indæli drengur Eyjólfur bara alls ekki að höndla það, ráða- og skipulagsleysið í leik liðsins er algert og kjaftasögurnar af bulli á götum miðborgarinnar milli leikja glymja um allt eru að mínu mati skelfilegar.
    Dagurinn í gær var sá svartasti síðan ég fór að fylgjast með landsliðinu og menn VERÐA að bregðast við. Ef við verðum í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM erum við komnir aftur um 30 ár.

  20. Engin ástæða til að tjá sig um England þegar okkar lið er í molum. Enskir eru ekki nógu góðir til að komast á EM. Held reyndar að afhroð breskra landsliða að undanförnu, meira að segja Skotarnir klúðruðu í gær, muni verða til þess að reglur um “útlendinga” í deildunum verði skoðaðar.

  21. Það er náttúrulega í fyrsta lagi óskiljandi að Eyjólfur hafi ekki verið látinn fjúka eftir niðurdrepandi 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á heimavelli og síðan 5-0 tap gegn Svíum á útivelli. Nýr þjálfari hefði þá haft haustið til að prófa sig áfram og komið vel undirbúinn í undankeppni HM næsta haust. Úr þessi er sennilega best að leyfa manninum að ljúka Danaleiknum, en fara svo strax í að finna annan. Ef ekki er hægt að finna einhvern góðan erlendan þjálfara með solid landsliðsþjálfarareynslu (augljósasta dæmið væri náttúrulega að stela Bora Milutinovic frá Jamaiku) þá er eini íslenski þjálfarinn sem á eitthvað í þetta Guðjón Þórðarson… ekki spurning!

  22. Mundi vilja sjá erlendan þjálfara hjá íslenska landsliðinu, mann sem skoðar leikmenn, metur og velur eftir því sem honum finnst sjálfum. Nagla sem stendur í hárinu á þessari annars hörmulegu stjórn KSÍ.
    Finnst þeir eiga stærsta þáttinn í stöðunni í dag.
    Ég held líka að allsstaðar annarsstaðar í heiminum hefði eitthvert dagblað slegið þessu upp á forsíðu og gert kröfur um breytingar hjá stjórn og þjálfara eftir svona niðurlægingu.

  23. Fáum Otto II (Otto Rehagel) til að taka við þessu. Það er nagli sem getur barið eitthvað skipulag í þetta lið.

  24. Okei Eyjólfur er eitt en leikmennirnir verða að leggja sig fram líka. Það vantar einhvern sem “öskrar liðið áfram”. Mér fannst eins og það var enginn inni á vellinum í gær sem reyndi að setja pressu á Lettana. Eiður kennir dags forminu. Kom on. Það fór enginn í boltan, kanski Emil en Brynja og allir hinir sem á venjulegum degi fá gula fyrir háskalegartækningar. Það sást ekki. Svo er þetta long ball spil, sparka boltanum hátt fram???
    Ég er svo á móti svona spilamennsku meira segja sonur minn sem er að verða sex ára var farinn að segja gefðan við sjónvarpið í gær.

  25. Persónulega finnst mér þetta “Eyjólfs” ævintýri vera hreint ótrúlegt! Hann er keyptur í atvinnufótbolta eftir að hafa spilað sinn bolta í neðri deildum á Íslandi. Svo er hann færður nánast beint í þjálfun á Íslenska landsliðinu eftir mjög litla reynslu í þjálfun. Football Manager 2008 anyone??? My point is að þú setur ekki manneskju án bílprófs undir stýri eða lætur einhvern án flugstjórnunarréttinda fljúga Boeing þotu. Félagslið geta kannski leyft sér svona áhættur (reynslulausa þjálfara) en landslið eiga aldrei að gera slíkt rétt eins og stórt fjármálafyrirtæki myndi aldrei ráða óreynda manneskju í forstjórastólinn.

    Ég finn samt til með Eyjólfi þar sem hann hefur verið að gefa mönnum sénsa og óhræddur við að prófa nýja hluti sem hafa ekki virkað. Við verðum bara að fara að hætta þessu mikilmennskubrjálæði varðandi Íslenska landsliðið og sjá það að við náum aldrei árangri nema að spila varnarleik með skyndisóknum og vera góðir í föstum leikatriðum. (Gerard Houllier væri pottþéttur í þetta starf ef ég hefði ekki minnst á föst leikatriði þarna í restina). Af þeim mönnum sem Ísland hefur upp á að bjóða þessa stundina (og gætu hjálpað að mínu mati) er Óli Jó skásti kosturinn og næsti landsliðsþjálfari verður að vera ráðinn með þeim formerkjum að byggt sé fyrir framtíðina og stefnan tekin á að stabílisera aðeins hausinn á fólkinu í landinu. Þótt við höfum tapað fyrir Liechtenstein (borg sem kallar sig land) erum við að tala um smáþjóð alveg eins og okkur. Það er eitt að hafa metnað og annað að hafa óraunhæfan metnað sem virðist vera í okkur landanum.

    Varðandi Enska landsliðið að þá tel ég að það sé löngu orðið tímabært að þeir sleppi úr stórmóti svona fótboltans vegna. England var alls ekki að spila eins vel og blöðin ytra tala um (að mínu mati) og Steve McClaren er langt frá því að vera maður í þetta starf. Hann gerði Middlesboro að “pöbbaliði” á meðan hans tími var (sem heldur áfram hjá Southgate) og það er löngu kominn tími á almennilegan þjálfara hjá Englendingum líka. Það furðar mig að Guus Hiddink sé ekki að stjórna stórliði í boltanum.

  26. Hættum nú alveg þessu með of miklar væntingar til íslenska landsliðsins. Það eru ekki nema örfá ár síðan við áttum von um að komast upp úr okkar riðli í síðasta leik riðlakeppninnar (ókey, útileikur á móti Þjóðverjum – en við vorum í þessari baráttu fram í síðasta leik). Undankeppnina þar á undan vorum við í baráttunni fram á næst síðasta leik, ef ég man rétt.
    Hvað hefur gerst á þessum örfáu árum sem gerir það allt í einu að verkum að við eigum að sætta okkur við að vera í baráttu við lið eins og Lichtenstein um að vera ekki neðst í okkar riðli?
    Auðvitað verður alltaf á brattann að sækja, en þetta attitúd um að “við eigum nú ekkert að vera að þykjast geta eittvað” er ofboðslega pirrandi. Við getum þetta víst – unnið smærri þjóðir og velgt þeim stærri undir uggum þannig að við höngum í efri hlutanum – ef almennilega er að málum staðið.

  27. Væri ekki Guðjón Þórðar með Óla Þórðar pottþétt blanda fyrir liðið. Það myndi alveg örugglega rífa upp baráttuandan í liðinu allavega + að Gaui er bara sá besti í bransanum í dag.

  28. Nú er knattspyrnulandsliðið loksins komið niður á botninn í kjallaranum. Menn eru að spila sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar og ættu því að skammast sín fyrir þessa hörmung í gær, þeir eiga að geta gert miklu betur.
    Ég er ekki sammála þeim hér að ofan sem segja að íslenska liðið sé eitt það lélegasta sem við höfum átt, við höfum oft haft miklu lélegri einstaklinga í liðinu en í dag. Við höfum t.d. menn sem eru að spila í bestu deildum heims (Englandi, Spáni og Ítalíu) og þannig var það ekki þegar Guðjón Þórðarson var með liðið.
    Málið er eins og margir hafa reynt að benda á hér, að það vantar einhvern þjálfara sem öskrar og heldur uppi aga í liðinu, ekki einhvern sem er vinur allra og vel liðinn af öllum. Allir eru sammála um að Eyjólfur sé besti náungi, næs gæi eða eitthvað þvílíkt og það segir það sem segja þarf, hann á ekkert endilega að vera besti vinur allra. Hann ræður bara ekki við að tefla þessum mönnum saman sem heild.
    Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá KSÍ, eftir að Guðjón hætti með liðið um árið eftir erfið samskipti við stjórn KSÍ (kannski aðallega Eggert) þá hefur sambandið lagt áherslu á að ráða þjálfara sem lætur að stjórn, og þar liggur hundurinn grafinn. Þeir hinir sömu (Atli, Logi, Ásgeir og Eyjólfur) ráða ekki við að stjórna liðinu en eru góðir vinir landsliðsmannanna og næs gaurar enda eru allir sammála um það, þótt árangurinn sé slakur.
    Það hlýtur þess vegna að vera í höndum KSÍ að vakna til lífsins, fá einhvern sem lemur liðið áfram og öðlast virðingu liðsins og þjóðarinnar, en er ekki bara einhver strengjabrúða a la Pollýanna.

  29. “Hvað hefur gerst á þessum örfáu árum sem gerir það allt í einu að verkum að við eigum að sætta okkur við að vera í baráttu við lið eins og Lichtenstein um að vera ekki neðst í okkar riðli?”

    T.d. það að margir leikmenn ennþá í liðinu síðan í síðustu tveimur undankeppnum og þeir eru orðnir eldri auk þess sem leikmennirnir sem við eigum núna eru einfaldlega slakari en sérstaklega liðið sem tapaði 3-2 í Paris.
    Þá koma sérstaklega menn eins og Kári Árna, Ívar Ingimars, Kristján Sig upp í hugann. Auk þess eru Brynjar B og Jói Kalli komnir fram yfir síðasta söludag. Btw, þá er ómögulegt að byggja upp spil með þá tvo á miðjunni; annar getur ekki tekið við eða gefið bolta og hinn þarf alltaf að spila boltanum 50 metra í hvert skipti sem hann fær hann.

  30. Alveg sammála Helga J með tengslin við landsliðsmennina.
    Ég held að hreinlegast sé að fá erlendan þjálfara, ótengdu íslensku liði eða leikmönnum til að byggja upp.

  31. Ótrúlegt getuleysi hjá KSÍ stjórnarmönnum að ríghalda í góðvin sinn Jolla þrátt fyrir algjöra vanhæfni hans í starfi sem landsliðsþjálfari.
    Guðjón Þórðarson er eini maðurinn sem kann til verka fyrir okkar landslið, hefur sýnt það svo um munar en því miður verður að teljast afar ólíklegt að hann verði ráðinn á meðan geiri og eggið stjórna þessu hleðslulausa batteríi.
    Óli Jóh er örugglega flottur kostur eða einhver sterkur erlendur nagli. Múrínó er á lausu! 🙂

  32. Ég má til með að leggja orð í belg. Við alla þá sem tala um að það megi ekki vera með of miklar væntingar til landsliðsins (gera kröfur), segi ég: LIECHTENSTEIN! Það ER Í LAGI að gera þá kröfu að íslenska liðið vinni LIECHTENSTEIN! (afs. ofnotkun á hástöfum)

  33. eeþ. Þú sagðir að það væru háværar kröfur frá breskum fjölmiðlum að taka Lampard inn og ég var að neita því. Það voru háværar kröfur um að halda Barry í liðinu.

    Samt bara smáatriði.

Sammy Lee hættur hjá Bolton.

Drogba og van Persie