Drogba og van Persie

Tvær fréttir, sem gætu skipt miklu máli.

Fyrir það fyrsta þá hefur [Didier Drogba óskað eftir þvi að verða seldur](http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_2808244,00.html) frá Chelsea sem fyrst. Ef að Drogba ætlar að vera í fýlu fram að Afríkukeppninni, þá eru valmöguleikar Chelsea í framherjastöðum ansi fátæklegir.

Og Robin van Persie [meiddist á hné](http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_2808520,00.html) og verður frá í heilan mánuð. Það þýðir að hann missir af leikjunum gegn Liverpool og Man U. Ég sagði það við vin minn að Arsenal liðið myndi ekki þola það ef að annaðhvort Cesc eða van Persie myndu meiðast. Núna er að sjá hvort að ég hafi rétt fyrir mér eða hvort ég hafi bara verið að bulla.

Ein athugasemd

  1. Engin spurning að þetta eru slæmar fréttir fyrir bæði lið. Meðan ástandið á leikmanninum er svona eru Chelsea betur án hans settir. Drogba var tvímælalaust besti maður Chelsea á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili. Ljóst að þarna er gaur á ferð með verulegt attitude vandamál og slíkir leikmenn geta auðvelda eitrað út frá sér.

    Hvað varðar Van Persie, þá held ég að hann snúi tilbaka fyrr en sagt er. Wenger hefur notað slíka “hernaðartaktík” að gera meira úr meiðslum leikmanna sinna en nauðsynlegt er. Man sérstaklega eftir einu tilviki þar sem hann gaf út daginn fyrir Arsenal-Liverpool að Henry yrði frá vegna meiðsla í mánuð. Viti menn daginn eftir var leikmaðurinn í byrjunarliðinu gegn Liverpool og skoraði hvorki meira né minna en 3 mörk. Einnig notaði hann þetta í vetur þegar hann sagði Hleb ekki geta spilað vegna meiðsla sem hann hlaut í CL en kappinn var samt sem áður í starting line up næsta laugardag.

    Hlakka hins vegar til að sjá hvort að Einar hafi rétt fyrir sér ef Persie verður frá í einhverjum leikjum, að Arsenal vélin fari eitthvað að hiksta.

Landslið eða landslýti?

Breytingar á blogginu – nýjir Pennar