Liðið gegn Portsmouth

Svona lítur þetta út. það er greinilegt að Rafa er að hvíla þá sem spiluðu mikið með landsliðunum í vikunni. Bekkurinn er alveg skuggalega sterkur.

Ef við vinnum með þessari uppstillingu, þá eigum við eftir að vera í toppbaráttunni í vetur.

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Sissoko – Alonso – Benayoun

Crouh – Voronin

Bekkurinn: Itandje, Hyypia, Torres, Gerrard, Babel.

16 Comments

  1. Nákvæmlega eins og ég sagði nema hvað Voronin kemur inn fyrir Kuyt. Líst vel á þetta…

  2. já manni grunaði þetta.. þ.e.a.s. með Alonso og Momo á miðjunni..

  3. Athyglisvert að byrjunaliðið spilaði lítið sem ekkert í landsleikjahléinu.
    Benítez er ekki mikið að treysta á leikform bestu leikmanna liðsins……

  4. Eða þá að hann er að treysta á menn sem eru óþreyttir eftir landsleikjahléð?

  5. Er Kuyt meiddur? Ég minnist þess ekki að hann hafi spilað fyrir Holland í landsleikjahléinu.

    Og hvað er svo málið með Liverpool og að fá á sig víti þessa dagana?

  6. Slappur fyrri hálfleikur af Liverpool´s hálfu…vantar einhvern neista. Heppnir að vera ekki undir þar sem Pepe varði víti frá Kanu. Crouch slappur frammi, heldur boltanum illa og vinnur enga skallabolta. Kantarnir hálf getulausir en Pennant þó skömmunni skárri. Vonandi kemur Gerrard, Babel og Torres inná snemma í seinnihálfleik til að hræra uppí þessu aðeins…

  7. Bobby: Ég er algjörlega ósammála því að þetta hafi verið slappur fyrri hálfleikur. Við stjórnum þessum leik gjörsamlega, vantar bara Torres eða Gerrard til að klára þennan leik.

    Hvað varðar þetta víti þá var það:
    a) Fyrir utan teig.
    b) Portsmouth leikmaðurinn rangstæður.
    c) Ef þetta brot hjá Arbeloa er víti þá eru 5 víti í hverjum einasta eik í deildinni.

    Við vinnum þennan leik. Torres kemur inn fyrir Crouch, Babel inn fyrir Pennant og Gerrard inn fyrir Alonso/Sissoko.

  8. Mikið rosalega erum vip slappir. OK þeir eru erfiðir heim að sækja og með marga fína menn en við eigum samt að klára þá common. Tíu mín eftir og vonandi að okkar menn girði sig í brók og klári þennan leik. Er ósáttur við byrjunarliðið, ekki okkar sterkasta og við megum teljast heppnir að fá 1 stig í dag ef fram heldur sem horfir.

  9. klárlega alltof mikill munur á fyrri og seinni hálfleik. Erum í raun heppnir að Pompey hafa ekki skorað mark.

  10. Hefðum unnið þennan leik ef Benítez hefði spilað Torres, Gerrard, Babel, Kuyt. Af hverju að réttlæta hvíld þegar Liverpool er eina liðið sem hvílir lykilmenn í mikilvægum leikjum. Hætta þessu rugli og spila bestu mönnunum í öllum úrvalsdeildarleikjum !!!

    Benítez 0-0 Portsmouth

  11. Heyr heyr Bogi ! Sást líka greinilega í þessum leik afhverju Crouch er orðinn nr.4 í goggunarröðini sem framherji hjá okkur !

  12. Jæja, Magnús. Varstu ánægður með leikinn í heild eða bara fyrrihálfleikinn? Portsmouth fengu færin til að vinna leikinn ekki Liverpool að mínu mati. Þeir fengu 3 dauðafæri en við ekkert, aðeins hálffæri. Sammála, Andy Gray að þessi leikur hafi ekki verið leikurinn til að skipta þessum lykilmönnum úr liðinu, Torres, Gerrard, Babel og Kuyt heldur frekar á móti Porto á þriðjudaginn eða Birmingham í deildinni næst. En eitt stig á þessum velli er jú ekki end of the world þar sem við erum sem stendur ennþá á toppnum.

  13. Sammála, Andy Gray að þessi leikur hafi ekki verið leikurinn til að skipta þessum lykilmönnum úr liðinu, Torres, Gerrard, Babel og Kuyt heldur frekar á móti Porto á þriðjudaginn eða Birmingham í deildinni næst

    Þetta er náttúrulega ekki alveg svona einfalt. Þú getur ekki látið menn spila þrjá leiki á einni viku og ætlast svo til þess að þeir hvíli sig bara seinna. Það er fullkomlega eðlilegt að maður, sem hefur verið meiddur lengi, hefur spilað tvo leiki á einni viku, sé ekki látinn spila þriðja leikinn á þeirri viku.

    Vandamálið í dag var bara að menn sem voru þarna inná voru að spila undir getu, sérstaklega kantmennirnir.

  14. Kannski til að ítreka þetta frekar að þá er hægt að rífast um það hvort að Torres hefði átt að spila, en það hefði að mínu mati verið glórulaust að láta Gerrard spila. Kuyt var svo bara ekki valinn og á erfiðum útivelli er fullkomlega eðlilegt að láta Yossi spila í staðinn fyrir Babel.

  15. Já, en eins og þú nefnir í nýjasta þræðinum þá eru hin liðin ekkert að hvíla menn þótt þeir hafi verið að spila 2 landsleiki og koma frá Ástralíu, s.br. Teves. Líklega rétt að hvíla Gerrard þar sem Machlaren lét hann spila allan leikinn á móti Rússum þótt þeir voru að vinna 3-0 sem er mjög skrítið en ég hefði viljað sjá annað hvort Torres eða Kuyt inná frá byrjun. Crouch virðist ekki vera tilbúinn í þetta dæmi, virkar voða miður sín yfir að vera dottinn niður goggunarröðina. En liðið sem heild var frekar slagt og spurning hvort þessar breytingar hefðu breytt einhverju?

Portsmouth á morgun

Portsmouth 0 – Liverpool 0