Portsmouth 0 – Liverpool 0

Jæja, Liverpool gerðu sitt annað jafntefli á leiktíðinni gegn Portsmouth í dag.

Rafa treysti greinilega ekki þeim mönnum, sem að spiluðu mest með sínum landsliðum í vikunni og því voru t.a.m. Torres og Gerrard á bekknum á meðan að Javier Mascherano var ekki einu sinni í hópnum enda var hann að spila leiki í Ástralíu í vikunni.

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Sissoko – Alonso – Benayoun

Crouh – Voronin

Á bekknum: Itandje, Hyypia, Torres, Gerrard, Babel

Nú eiga margir sennilega eftir að kenna Benitez um þessi úrslit, en það vekur athygli að Carlos Tevez byrjaði inná fyrir Man U þrátt fyrir væntanlega sama ferðalag og Masche og Ronaldo, Vidic og Ferdinand spiluðu allan leikinn fyrir það sama lið þrátt fyrir að hafa spilað með sínum landsliðum jafnmikið og Gerrard.

Hjá Liverpool voru það hins vegar bara Voronin og Agger, sem spiluðu báða leikina með sínum landsliðum í vikunni og þeir voru þó bara að spila hálftíma í öðrum leikjanna (Agger tekinn útaf og Voronin var varamaður).

En allavegana, Liverpool liðið var mun betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar. Að mínu mati var Momo Sissoko besti maður liðsins í fyrri hálfleiknum og flestar hættulegar sóknir komu í gegnum hann. Marktækifærin voru mörg, en svo sem engin dauðafæri. Á 30. mínútu fengu svo Portsmouth furðulega vítaspyrnu þegar að Arbeloa togaði í peysu sóknarmanns Portsmouth (að mér sýndist) utan teigs. Gríðarlega strangur dómur og ef það á að dæma á svona brot, þá er hætt við því að vítaspyrnum fjölgi all svakalega í fótboltanum.

En Reina kom okkur til bjargar og varði frá Kanu.

Í seinni hálfleiknum komst Portsmouth betur inní leikinn. Smám saman komu kanónurnar af bekknum inná. Fyrst Torres fyrir Crouch og svo Gerrard fyrir Pennant. En allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði markalaus. Voronin var nálægt því að skora og auk þess fengu Benayoun og Torres góð færi. Portsmouth liðið fékk svo 2-3 dauðafæri og hefðu klárlega geta stolið sigrinum.

**Maður leiksins**: Vörnin virkaði ekki nægilega sterk í dag og menn áttu oft í erfiðleikum með sóknarmenn Portsmouth. Voronin og Crouch börðust frammi, en náðu ekki að skapa neitt að ráði. Kantmennirnir voru svo slakir. Pennant rifjaði upp hvernig hann spilaði sína fyrstu mánuði fyrir Liverpool og það kom ekkert sérlega mikið útúr Benayoun.

Ég ætla því að tilnefna **Momo Sissoko** besta mann leiksins fyrir frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hann vann boltann gríðarlega vel og auk þess var hann mjög ógnandi fram á við. Átti hættulegar sendingar og vann aukaspyrnur í hættulegum stöðum.

En niðurstaðan er jafntefli og Liverpool er því komið aftur uppí efsta sætið. Þegar þetta er skrifað er Arsenal að tapa fyrir Tottenham og nema að þeir skori tvö mörk þá halda Liverpool því sæti þangað til að Chelsea spilar á móti Blackburn seinna í dag.

Heimavöllur Portsmouth er sennilega einn erfiðasti útileikurinn, sem að Liverpool á eftir að spila á í vetur. Það er vissulega svekkjandi að ná ekki að vinna, en það er samt ljóst (svo maður sjái eitthvað jákvætt við þetta) að jafntefli á þessum erfiða útivelli er ekki alslæmt. En það er hins vegar ljóst að Rafa hefur ekki enn tekist að leysa það hvernig hann á að spila fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Enn einu sinni reynast þeir leikir okkur erfiðir.

En við þurfum ekki að tala mjög lengi um þennan leik því að MEISTARADEILDIN byrjar á þriðjudagskvöld þegar að Liverpool menn fara til Portúgal til að spila við Porto.

51 Comments

 1. Ég vil að miklu leyti kenna Benitez fyrir þessi úrslit. Að hann skuli vera að væla útaf leikjaálagi fyrir leikinn í staðinn fyrir að stimpla baráttu í leikmennina leggja allt á sig til að sigra þennan leik. Með svona fyrirfram afsökun þá fara leikmennirnir ekki með réttu hugarfari inn í leikinn. Að mínu mati þá ætti hann að hafa okkar sterkasta lið inná vellinum og taka þá þreytta menn útaf. Var ekki líka Premiership aðaláherslan fyrir þetta tímabil en ekki Champions League. Ég veit að ég er fúll en þetta er bara mín skoðun.

 2. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu vel getað verið yfir. Vantað kannski dauðafæri en Crouch fékk eitt ágætt.

  Í seinni komst Pompey betur inní leikinn og áttu þeir nokkur hættuleg færi og í raun þegar uppi er staðið er jafntefli sanngjörn úrslit.

  Torres og Gerrard lífguðu uppá leikinn með sinni innkomu en “too little, to late!.

  Pennant var slappur sem og Yossi. Alonso hefur oft verið með betri stjórn á miðjunni en þetta Portsmouth lið er öflugt og kröftugt lið.

  Heilt yfir þá átti vörnin ágætan dag, Reina var öruggur og tók vítið vel. Miðjan var ekki góð og Crouch komst aldrei í takt við leikinn. Voronin var óheppinn í leiknum en sýndi enn og aftur hvers vegna Rafa fékk hann.

 3. Slappur leikur. Auðvelt að vera vitur eftir á og segja að rótering hafi ekki verið skynsamleg í þessum leik, Pompey alltaf erfiðir heim að sækja og þarna held ég að Benitez sé að hugsa of mikið um leikinn gegn Porto á þriðjudag. Þetta árið á Premier League að vera í forgang en miðað við uppstillinguna í dag þá á Benitez erfitt með að taka augun af Meistaradeildinni, sem er vel skiljanlegt. En tvö töpuð stig í dag og slakasta frammistaða tímabilsins – Mjög slæmt!

 4. Ég er algjörlega ósammála því að BEnitez sé að hgusa um Porto leikinn. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið að hugsa um að hann þyrfti að hvíla menn eftir landsleikjahléin.

  Ooooog Arsenal búið að jafna.

 5. Ég get ekki séð af hverju rótering Benitez hafi átt að skipta sköpum í þessum leik. Liðið sem byrjaði leikinn í dag var miklu betra en sterkasta lið Portsmouth í allavega 55 mínútur. Það lið hefði hæglega átt að geta innbyrt sigur í þessum leik, en það bara gerðist ekki. Stundum ná menn ekki að skora, þrátt fyrir góðar tilraunir.

  Eins og ég sagði fyrir þennan leik var ég hræddastur við ósigur og einhverja útileiki-eftir-landsleikjahlé grýlu en það gerðist sem betur fer ekki. Sigur er alltaf besta niðurstaðan en ég skal taka jafntefli þarna. United hafa þegar gert jafntefli þarna og ég efast um að bæði Arsenal og Chelsea eigi eftir að fara suður og sigra þetta lið.

  Af leiknum sjálfum þá langar mig eiginlega að nefna einn leikmann: Peter Crouch einfaldlega veeerður að sýna meira en þetta ef hann langar að vera inni í myndinni hjá Benítez. Hann hefur oft verið miklu betri en þetta en nú er einfaldlega komin miklu harðari samkeppni um stöður í framlínunni og hann verður að nýta sín tækifæri. Með Torres á bekknum og Kuyt horfandi á í sjónvarpinu heima hjá sér getur Crouch varla verið ánægður með að hafa verið slakasti framherji vallarins, á eftir Voronin, Kanu og Utaka. Hann þarf að hysja upp um sig.

  Já, og Pepe Reina er vítaguð! 🙂

 6. Liverpool var ekkert betra en Portsmouth nema kannski fyrstu 20 mín. Portsmouth átti mun betri færi.
  Auk þess legg ég til að Sissoko verður lagður í eyði.

 7. Þessi úrslit skrifast á Rafa. Við unnum Derby 6-0 og hvað gerir hann? Hvílir 4 af 6 miðju- og sóknarmönnum í næsta leik…

  Ef við ætlum að vinna deildina þýðir ekki að kvarta undan því að Portsmouth séu erfiðir heim að sækja, eða mikið álag á leikmönnum. Liverpool voru slakir allan leikinn og áttu ekki skilið stig.

  Yossi, Arbeloa og Pennant voru arfaslakir, þeir og fleiri klúðruðu mörgum sendingum og ekkert sóknarbit í þeim. Það vantaði framsækna miðjumenn í byrjunarliðið (Gerrard/Babel) og Torres átti að byrja inná. Hvað voru Crouch og Voronin að gera fyrir aftan miðju og á köntum hvað eftir annað – eru þeir ekki sóknarmenn?

  Maður leiksins var Reina.

 8. Átti Liverpool ekki að fá víti um miðjan seinni hálfleikinn?? þegar varnarmaður Portsmouth var inní teig, fór með fótinn fyrir utan teiginn og braut á Liverpool-manninum sem var fyrir utan teiginn??

 9. Ég mundi velja Pepe mann leiksins fyrir það að verja vítið og með því líklega að tryggja okkur stig út úr þessum leik. Mér fannst heldur enginn útispilaranna skara fram úr, kraftur í Sissoko en mér fannst vanta e-n herslumun á sóknartilburði hans.

  Byrjuðum vel en svo fannst mér dofna svolítið yfir leik okkar manna þegar leið á, jafntefli líklega sanngjörn úrslit og ekki alslæm á þessum erfiða útivelli.

 10. Jæja, Arsenal eru komnir frammúr okkur með því að breyta liðinu sínu lítið eftir landsleikjahrinu og það á útivelli á móti Tottenham, 1-3. Ansi góð 3 stig það. Skrítið að hin toppliðin, Man.United og Arsena geti þetta en ekki Liverpool!
  Hvernig ætli byrjunarlið Chelsea verði á eftir? Eiga þessi lið ekki svo öll meistaradeildarleik í næstu viku, hmm?

 11. Ég gagnrýni leikskipulag Rafa í dag, að dæla háum boltum fram. Hræðilegt að horfa á þetta!

 12. Ég var alls ekki hrifinn af Crouchi, tapaði fullt af boltum, og bara ekki nógu sanfærandi..
  samt var ég ánægður með liðið í dag að öðru leyti sérstaklega Benayoun

 13. Bobby, af hverju kommentar þú bara eftir slappa leiki hjá Liverpool? Síðasta komment við leikskýrslu kom eftir Feyenoord leikinn, en núna getur ekkert stöðvað þig í kommentum.

  Að mínu mati snýst þetta um Torres og Babel, áttu þeir að vera í liðinu eða ekki. Ef við getum ekki klárað leiki án þess að þeir tveir séu í liðinu, þá er það einfaldlega slæmt, en varla hægt að kenna liðsvalinu þá um tapið.

  Kuyt var væntanlega ekki valinn vegna þess að Rafa treysti hinum sóknarmönnunum betur til að spila við þetta lið, ekki til þess að hvíla hann.

  Einsog ég segi, ég skil mjög vel að menn kvarti yfir spili liðsins, en kvartið yfir liðsvalinu skil ég ekki jafn vel. Þessi grátkór um róteringar Rafa fer alltaf af stað um leið og við vinnum ekki. Kristján, ertu búinn að þýða pistilinn? 😉

 14. já, af einhverri ástæðu hef ég meiri þörf fyrir að tjá mig þegar illa gengur. Kannski er það góð terapía fyrir mig. Annars er ég lasin í dag og fátt annað að gera en að hanga fyrir framan tölvuna. Var að vona að góður Liverpool leikur myndi hrezza mig við en allt kom fyrir ekki. Annars hef ég ekki i háa herrans tíð verið jafn spenntur fyrir tímabil í PL eins og núna. Ég vona bara að þetta sé ekki mómentið þar sem við förum að gefa eftir og hin liðin rúkja frammúr. Ég er annars sannfærður um að Torres hefði sett hann ef hann hefði byrjað inná, þar sem maður er snillingur 😀

 15. Kristján: Við áttum ekki skilið stig því Portsmouth átti mun fleiri góð færi og voru nokkrum sinnum mjög nálægt því að skora. Liverpool átti 2-3 hálffæri (Torresx1 og Voroninx2). Spil Liverpool var slakt en þó má segja að boltinn var meira á helming Pompey í fyrri hálfleik. Af þessum leik að dæma þá á Yossi ekki að vera í byrjunarliðinu og veit Rafa ekki að Alonso og Sissoko skora nánast aldrei og þurfa sókndjarfan miðjumann sér við hlið?

  Einar: Vissulega má ekki bara gráta yfir hrókeringum Rafa þegar illa gengur, en má ekki segja að hrókeringarnar virðast ekki virka vel í úrvalsdeildinni? Hrókeringarnar hafa skilað tveimur meistaradeildar úrslitaleikjum en munu þær skila barclays dollunni? Ég held að hann verði að draga úr hrókeringum í deildinni, leyfa þeim sem gera vel að halda sæti sínu.

 16. Bara svo þetta sé á hreinu: Rafa gerði fjórar breytingar. Yossi fyrir Babel, Momo fyrir Masche og Crouch/Voronin fyrir Kuyt/Torres.

  Af þessum var Masche í löngu ferðalagi (frá Ástralíu) og Torres & Babel spiluðu mikið með landsliðunum. Kuyt er ekki hægt að útskýra, en ég er þó á því að Crouch ætti vel að geta fyllt hans skarð. En Jesús hvað hann var samt slappur í dag. Það er rétt sem Kristján segir að hann þarf verulega að hysja upp um sig brækurnar. Það er ekki nóg fyrir hann að vera bara góður í Meistaradeildinni.

  Ég er á því að liðið sem spilaði í dag hefði átt að vera meira en nógu sterkt til að klára þetta. En menn léku bara langt undir getu. Það er ekki Rafa að kenna.

 17. annars dáist ég á því hvað þú ert almennt jákvæður Einar á þessu bloggi (no pun intented!). Mjög gott mótvægi við allt neikvætt umtal eftir svona dapra leiki. Ertu í alvörunni svona melló eða byrgjuru þetta inní þér? Þú veist að fótbolti er lífið?

 18. Mér fannst þetta alveg eðlilegt byrjunarlið, þar sem þetta voru þeir leikmenn sem Rafa hafði til að vinna með. Crouch hefði mátt fara fyrr útaf reyndar. Annars voru leikmenn eins og Pennant, Yossi og Alonso að klikka, menn sem hafa einnga afsökun að ekki spila að eðlilegri getu. Annars bara ágæt að ná jafntefli í erfiðum leik.

 19. Bobby, ég sé einfaldlega ekki ástæðu til að fara í eitthvað brjálað þunglyndi meðan við erum í öðru sæti, taplausir og búnir að gera jafntefli gegn Chelsea heima og Portsmouth á útivelli – sem fyrirfram hefði talist með erfiðari leikjum tímabilsins.

  Ég man alveg hvernig hlutirnir voru einu sinni.

 20. Einar, þú gleymdir að Carragher kom í staðinn fyrir Sami Hyypia. Þannig að þetta er 5 breytingar, en ég er alls ekki að segja að Carragher hafi veikt liðið eitthvað.

 21. Já, rétt er það.

  Málið er bara að þessar breytingar hefðu ekki átt að veikja liðið svona mikið hefðu þessir menn bara spilað almennilega.

 22. Helvíti var hressandi að lesa þessa gömlu grein eftir þig. Hún lýsir nákvæmlega hvernig mér leið fyrir nokkrum árum. Alltaf gott að sjá hlutina í víðara samhengi. Þetta fær mig til að brosa og gleyma þessum skítaleik 🙂

 23. Úff, þessi leikur var skelfilega leiðinlegur og við áttum engan veginn skilið stig
  úr þessum leik. Crouch og Voronin voru hrikalega ömurlegir í dag, Pennant sýndi gömlu hliðina á sér og Youssi sannaði það að hann er ekki mikið meira en ágætur meðalmaður. Sissoko var jú ágætur en samt sem áður var trúður leiksins línuvörðurinn, eða réttara sagt dómarinn fyrir að taka mark á trúði með vítaspyrnudóminn. Ef það á að dæma víti á svona þá verða á bilinu 40-60 vítaspyrnur í hverri umferð á Englandi.

  En hvað er Rafa að spá, hvíla Torres, Gerrard, Babel og fleiri. Hann klúðraði þessu í dag en samt var þetta eitt dýrmætt en óverðskuldað stig.

 24. “Ég vil ekki meina að Biscan, [b]Carragher[/b] og Heskey yrðu betri undir öðrum þjálfara. Nei nei! Annar þjálfari myndi hins vegar hugsanlega vera nógu klár til að setja þessa leikmenn aldrei í byrjunarliðið ” EÖE 15.04.04 11:20

  😀
  Já hlutirnir hafa svo sannarlega breyst síðan þá.

 25. Úfff, fínt “Reality Check” að lesa þessa gömlu grein hans Einars. Að hugsa sé að rétt rúmu ári eftir að allt leit út fyrir áframhaldandi stjóratíð Houllier upplifðum við kvöldið í Istanbul 🙂

  En varðandi þennan leik og það sem ég sagði um áherslur á Deild vs Meistaradeild. Ef Liverpool væri ekki að fara til Portúgal þá held ég að Gerrard og Torres hefðu verið í byrjunarliðinu, það er allt og sumt.

  Svo er ég sammála því að þessir 11 sem byrjuðu leikinn áttu að vera nógu góðir til að sigra Pompey, en svo reyndist ekki vera. Þess vegna vil ég sjá okkar sterkasta lið í helst öllum leikjum í deildinni þrátt fyrir að leikur í Meistaradeild sé handan við hornið… ég þori varla að skrifa þetta, mjög eldfimt efni sko 🙂

 26. Andy Gray kom með mjög gott komment á síðustu mínútunni, akkurat það sem maður hugsaði allan leikinn, “if you´ve got great players, pick them”. Hann sagði að það væri svo erfitt að koma inn og breyta einhverju í staðinn fyrir að byrja af krafti og taka af skarið. Taka svo þá útaf sem eru þreyttir þegar þú ert kominn yfir og á góðri siglingu.

  Náungi sem sat fyrir aftan okkur á pöbbnum hitti naglann á höfuðið þegar Momo datt enn einu sinni á höfuðið “kemur sóknarmorðinginn”. Sorrý Einar en ég skil ekki hvaða sóknir voru að fara svona í gegnum Momo? Liverpool átti varla gott færi að heitið geti í fyrri hálfleik og það var alltof teygt á miðjunni í þeim seinni. Reina og Carra sterkir…aðrir léku undir getu.

  Já ég bauna mikið af neikvæðum kommentum á Momo en ég stend við þau öll 🙂 Ég ætlaði ekki að bauna á hann en annað er ekki hægt þegar hann er valinn maður leiksins.

  Portsmouth er erfitt heim að sækja og þetta var borðleggjandi 0-0 leikur. Og lítið vænlegt að breyta því þegar leikaðferðin hjá liðinu manns gengur útá að senda háar fyrirgjafir á Campell og Distan. Annars tel ég þetta alveg framför frá síðustu leiktíð, ættum að vera búnir að tapa tveimur leikjum núna skvt. tölfræðinni í fyrra og liðið er mun líklegra en í fyrra. Þannig að við horfum bjart fram á veginn er það ekki?

 27. Bjartsýni er góð. En menn eru of jákvæðir ef 0-0 í Portsmouth – strönd gamlingjanna – telst “ágæt [úrslit] í erfiðum leik”.

  Fyrir neðan eru smá staðreyndir um heimaleiki Pompey við stóru liðin (gleymum nillurum), Chelsea vann þá 0-2 síðustu þrjú ár og vann dolluna tvisvar síðustu þrjú ár…

  Portsmouth 0 2 Chelsea 03/03/07
  Portsmouth 0 2 Chelsea 26/11/05
  Portsmouth 0 2 Chelsea 28/12/04

  Portsmouth 1 1 Man Utd 15/08/07
  Portsmouth 2 1 Man Utd 07/04/07
  Portsmouth 1 3 Man Utd 11/02/06
  Portsmouth 2 0 Man Utd 30/10/04

  Portsmouth 0 0 Liverpool 15/09/07
  Portsmouth 2 1 Liverpool 28/04/07
  Portsmouth 1 3 Liverpool 07/05/06
  Portsmouth 1 2 Liverpool 20/04/05

 28. Ef ég heyri menn einu sinni enn benda á rotationið sem afsökun fyrir lélegu gengi Liverpool-liðsins, þá byrja ég að halda með Dagenham & Redbrigde!

  Tuðarar kærir! Það er búið að ræða þetta þúsund sinnum. Tölfræðin sýnir okkur að Móri og Sir Alex rótera liðinu alveg jafn mikið og Rafa gerir. Móri og Sir Alex gerðu 116 breytingar á milli leikja í deildinni í fyrra. Rafa 118.

  Svona hugsar Rafael Benitez sýna knattspyrnu og þið verðið að sætta ykkur við það. Persónulega þá skil ég ekki menn sem dýrka Benitez en hugsa róteringakerfinu allt til foráttu. Rafael Benitez og Róteringar eru einn og sami hluturinn. Ef þið hendið burt róteringunum, þá hendiði burt hugmyndafræði Rafael Benitez. Ef þið viljið ekki hugmyndafræði Rafael Benitez; af hverju viljið þið þá hafa hann sem knattspyrnustjóra?

  Leikurinn í dag tapaðist ekki af því að Gerrard, Torres og Babel voru hvíldir.

  1. Eftir að þeir komu inná missti Liverpool tökin á leiknum

  2. Liverpool var líklegra, en Pompey voru það líka.

  3. Leikur liðsins í dag einkenndist af háum boltum. Hversu oft var Gerrard inná miðjunni dúndrandi háum boltum á senterana sem varnarmennn Pompey áttu í engum vandræðum með? Ef þetta er knattspyrnugáfa Gerrard eða taktík Benitez þá getum við alveg eins haft Igor Biscan og Brynjar Björn Gunnarsson inná miðjunni.

  4. Rangar ákvarðanir leikmanna. Menn voru ekki að spila boltanum á næsta mann. Menn voru að kýla honum eða klappa honum sjálfur. Sóknarleikur liðsins einkenndist einkum af æsingi drulla boltanum inní markið NÚNA! í stað þess að byggja upp góðar sóknir. Versnaði eftir skiptingarnar.

  5. Menn voru að spila undir getu. Leikmenn eins og Crouch, Voronin, Pennant, Benayoun eiga að geta betur. Það að aðal hættan fram á við hafi komið frá Momo Sissoko, og það hversu líflegur hann var fram á við, segir okkur fyrst og fremst hversu illa aðrir í liðinu voru að spila og kannski einnig hvernig þetta hefði nú átt að fara ef menn hefðu verið að vinna vinnuna sína. Því finnst Momo gat strítt Pompey vörninni hefðu senterarnir og kantararnir átt að splundra henni.

 29. Skil ekki hvað menn sjá i Sissoko, góður tæklari og búið. Liðið var andlaust í dag þó sérstaklega kantarnir, liðið sótti lítið upp kantana sem hefur verið þeirra sterkasta hlið það sem af er tímabili
  En Benni reddar þessu ég er en bjartsýnn á þetta

 30. Varðandi þessi ummæli Andy Gray: “if you´ve got great players, pick them”.

  Þá hefði mér fundist meira reisn yfir þeim ef þau hefðu komið fyrr en á seinustu mínútunni. 😉

 31. Hann sagði nú eitthvað svipað áður en leikurinn byrjaði og svo reglulega í gengum allan leikin þar sem Liverpool var að spila illa. Hann tönglaðist mest á því hvað hann saknaði mest vinnusemi Kuyt´s og svo hættunnar sem Torres skapar. Óbein gagnrýni á Crouch held ég enda var hann ekki að spila vel í dag.

 32. Persónulega er ég drullufúll yfir 0-0 “sigri” Portsmouth á Liverpool í dag. Ég er ekkert að fara að kenna landsleikjahlénu um þessi úrslit þar sem að við höfum það breiðan hóp til að velja úr. Okkar menn voru hreinlega ekki tilbúnir gegn vélmönnunum sem Harry Redknapp er búinn að koma upp. Einnig reyndi hinn “FRÁBÆRI” dómari, Mike Riley, að gefa Portsmouth öll 3 stigin með hreint út sagt verulega fáránlegri vítaspyrnu á 32.mínútu. Ég meina, peysutog er brot en það er líka brot ef t.d. markvörðurinn kemur hlaupandi út í teig og riður frá sér 17 mönnum til að ná í boltann. Einnig er brot ef einhver smávægis tittlingaskítur er í gangi inn í teig….en ladies and gentlemen…það er ALDREI DÆMT Á SVOLEIÐIS! Afhverju í fjandakorninu tekur hann þá upp á því að dæma á svona núna??? Eitt skal ganga yfir alla svona smávægisdóma og þessi fucking dómarastétt þarf að fara að taka sig alvarlega á!
  En ég er drullu pirraður yfir þessu stigi í dag því mér fannst áhuginn ekki vera á þessum þremur stigum sem í boði voru þótt heimamenn væru eins og fyrr segir, eins og 11 vélmenni, fyrir okkar mönnum.

 33. Björn A (29) ég geri ráð fyrir því að þú sért að skjóta á mig í þínu kommenti. Já mér finnst það ágætt þegar liðið nær jafntefli gegn liði eins og þessu í sínum versta leik hingað til á tímabilinu. Er hægt að vera of jákvæður? Og úrslitin í deildinni ráðast ekki í leikjunum topp 4 liðanna á móti Portsmouth. Það skiptir engu hvernig öðrum liðum gengur á móti Portsmouth heldur að okkur er ekki að ganga vel á móti þessu liði.

 34. Kristinn: Burtséð frá fjölda hrókeringa (er ekki rótering enska?), þá hrókera móri og alex ekki lykilmönnum jafn mikið og rafa. Í dag vantaði Torres og Gerrard í byrjunarliðið – mér sýnist allir vera sammála um það.

  Dóri: Að sjálfsögðu ráðast úrslit í deild ekki á útivelli gegn Portsmouth Dóri, minn punktur er sá að liðið sem vinnur deildina má ekki við því að tapa mörgum stigum.

  Tökum til dæmis Utd á síðustu leiktíð, hér fyrir neðan eru stigin sem þeir töpuðu, það voru samtals 20 stig. Í dag töpuðum við sem sagt 10% af því sem Utd tapaði á allri leiktíðinni í fyrra.

  =======================

  Utd 2006-7 leiktíð töpuð stig

  Heima Jafntefli:
  Middlesb,

  Heima tap:
  West ham

  Úti jafntefli:
  Chelsea, Newcastle, Reading

  Úti tap:
  Arsenal, Portsmouth, West Ham

  Töpuð stig heima = 2 + 3 = 5
  Töpuð stig úti = 6 + 9 = 15
  Samtals töpuð stig = 20

 35. Alan Hansen liverpool hetja orðaði þetta vel í match of the day, alex hefur hrókerað í mörg ár en hann gerir það á heimavelli gegn minni spámönnum, ekki á útivelli gegn erfiðum liðum. Alan sagði að Rafa hefði átt að hvíla á heimavelli í næsta leik gegn Birmingham… Er einhver ósammála þessari greiningu?

 36. Ég er sammála Kommenti no 30 –Kristinn– í greiningu sinni á leiknum.
  Við spiluðum bara illa…illa. En það má taka hattinn ofan fyrir Harry Redknapp og hans mönnum að þeir mættu ákveðnir og þaulskipulagðir í þennan leik.

  Okkar menn létu bara slá sig út af laginu. Leikmenn Portsmouth gáfu boltamanninum aldrei grið nema kannski Sissoko og ég veit ekki hvort það er einhver taktík að leyfa Sissoka að bera upp boltann!!!????

  Við sáum ekki það flæði í leik okkar manna sem við erum búnir að sjá hingað til. Vonandi er þetta bara okkar versti leikur í haust. Og ef svo er… þá er nú sterkt að komast frá honum með jafntefli!!

  En skammarverðlaun dagsins fá Everton fyrir að hanga ekki á þessu jafntefli sínu…. óþolandi hvað Man. Unt. vinnur marga leiki á síðustu 10 mínutunum!!!!!!!!!!!!!!

  YNWA

 37. eg nenni ekki að lesa allar færslurnar hér En rafa átti að setja torres inná strax í seinni hálfleik crouch gat ekki rassgat og hefði þessvegna mátt fara út af eftir 25 mín. en áfram LIV

 38. Það var þessi svokallaða hugmyndafræði stjóranns sem kom í veg fyrir að leikurinn ynnist crouch klassa fyrir neðan þann skala sem við þurfum að hafa til þess að vinna þessa deild og Ísraelsmaðurinn sömuleiðis. Alltaf þegar að momo spilar fáum við varla færi enda verður seint sagt um hann að hugmyndaflæðið í leik hans sé yfirþyrmandi. Hef reyndar ekki verið mikill aðdándi Raffa og það breytist ekki eftir þessa helgi.

 39. Ég ætla að vera svo óþroskaður að gleðjast yfir því að löglegt mark hafi verið dæmt af Chelsea. Það er mátulegt á þá. Þetta reyndist gleðigjafi gærdagsins.

 40. Ég er mjög hrifinn af Rafa. En hann er ekki óskeikull og fullkominn. Menn virðast vera sammála um tvo hluti sem hann mætti athuga hjá sér:

  Róteringarnar og Gerrard: Jú Mourinho og Ferguson rótera en ekki jafn mikið á lykilmönnum. Mourinho hefur t.d. ekki verið mikið að senda Lampard út á kantana eða fram heldur hefur hann bara á miðjunni. Ferguson er heldur ekki að henda Scholes hingað og þangað heldur hefur hann bara á sama stað. Hver er óumdeilanlegur playmaker hjá Liverpool? Ef menn segja Gerrard, af hverju er hann þá ekki alltaf á sínum stað þar sem hann stendur sig alltaf best þegar hann fær marga leiki í röð? Í raun er miðjan orðið lúxusvandamál þar sem öllum þykir svo svakalega vænt um þessa fjóra leikmenn sem berjast um stöðurnar að enginn þeirra má skara framúr.

  Skiptingar: Það kom okkur mjög á óvart að Rafa kom ekki með sína hefðbundnu skiptingu á 87. mínútu heldur skipti mönnum snemma inná miðað við aldur og fyrri störf. En maður sér hann t.d. aldrei skipta í hálfleik sem Ferguson og Mourinho gera reglulega ef þeir eru í vandræðum. Og oft með frábærum áhrifum. Í staðinn er yfirleitt beðið fram á 70. mínútu með að skipta. Þetta gefur í skyn að hann telji sig vita best og er þrjóskur eða hræddur við að skipta þegar annað kemur í ljós. Vonandi er hann að batna í þessu tilfelli.

  Svo má gagnrýna leikstílinn í gær. Ef Momo er í liðinu þá leyfa andstæðingarnir honum alltaf að bera upp boltann. Portsmouth lokuðu alveg rosalega vel á Alonso og þar af leiðandi fær Momo oft boltann en þá gerist sjaldan nokkur skapaður hlutur. Manchester United hlógu að Liverpool á Anfield í fyrra þegar Momo fékk að leika lausum hala og bar alltaf boltann beint til þeirra, aðrir eru farnir að gera það sama. Þá er algjörlega lokað á Alonso og hafsentarnir og bakverðirnir verða að dæla háum boltum yfir miðjuna eins og í gær og ekkert mál að eiga við það.

  Það að vera mikið með boltann skiptir engu máli. Það er hvað þú gerir við hann þegar þú ert með hann sem skiptir öllu. Ég bendi mönnum á markaskor og stoðsendingar Momo eða réttara sagt skorti á slíku.

  Þegar tveir af Gerrard/Alonso/Mascherano spila saman verður miðjan mun erfiðari því þetta eru allt menn sem geta tæklað, haldið boltanum og búið eitthvað til (Mascherano kannski ekki jafn mikill playmaker en hinir en hann tapar boltanum mjög sjaldan til hins liðsins eins og Momo og það er auðveldara fyrir aðra leikmenn að taka við sendingunum hans). Það þarf að hafa gætur á báðum sem þýðir að yfirleitt losnar um annan.

  Ef að Gerrard gat spilað með Englandi þá á hann að geta spilað fyrir Liverpool. Ef Tevez getur spilað með United þá á Mascherano að geta spilað með Liverpool.

  En spyrjum að leikslokum, tímabilið er ungt, fullt af jákvæðum punktum hingað til og nóg eftir. Ekki eru United og Chelsea að gera gloríur þessa dagana.

 41. Daði, hefurðu þá engar áhyggjur af Arsenal? Pressan heldur ekki vatni yfir þeim eftir Tottenham leikinn…

 42. Ég persónulega hef enga trú á því að þetta Arsenal lið haldi út allt tímabilið. Ef þeir verða meistarar, þá verður ekki lengur hægt að deila um það að Arsene Wenger sé fokking snillingur.

  En ég trúi því ekki fyrr en ég sé það gerast. Leikurinn okkar við þá á Anfield í lok október verður hrikalega mikilvægur fyrir okkar menn.

 43. Svo á Arsenal eftir að fara illa útúr Afríkukeppninni. Missa allavegana Toure, Eboue og Adebayor, sem verður erfitt – sérstaklega það að missa Toure. Sama gildir um Chelsea. Liverpool og Man U munu koma langbest útúr því máli þar sem Man U missa enga og Liverpool bara Momo.

 44. Nei, ég hef engar áhyggjur af Arsenal…akkurat útaf Afríkukeppninni og því að þeir mega minnst við meiðslum lykilmanna.

  Pressan hélt heldur ekki vatni yfir þeim þegar þeir unnu Liverpool 3:6 og þegar þeir komust í úrslit Carling Cup.

 45. Björn A (36) ManU vann dolluna í fyrra ekki satt. Þeir töpuðu fyrir Pompey, þannig að erum við ekki í betri málum en þeir.:P

 46. Það er ekki víst með hvort Momo eða Adebayor fari á Afríkukeppnina, hvorki Mali né Togo eru búin með undankeppnina, eiga seinni innbyrðisleikinn eftir í sínum riðli.

 47. Þannig að Togo og Malí þurfa að leika um réttinn til að fara til Afríku?

  Ég ætla að vera grófur og segja … áfram Tógó! Vill frekar “missa” Adebayor í mánuð en að missa Momo. 🙂

 48. En ef þau gera jafntefli og Benin vinnur Sierra Leone þá fer hvorugt landið á keppnina.

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Portsmouth

Sitt lítið af hverju.