Lítið að frétta

Það er allt ferlega hljótt í Liverpool-heimum í dag, enda þjálfarinn og liðið innilokað í æfingabúðum á La Manga á Spáni þessa stundina. Það má segja að þetta sé lognið á undan storminum, en eftir því sem nær dregur leik mun umfjöllunin aukast og sennilega mun hún margfaldast í Englandi strax eftir leik Chelsea og Man Utd í bikarnum á laugardag.

En þangað til getur maður þó alveg stytt sér stundir við það fáa sem býðst. Daily Mail heldur því fram að Liverpool vilji kaupa Darren Bent frá Charlton. Þeir segja að Charlton vilji lágmark 15m punda fyrir hann og að við séum að berjast við West Ham og Tottenham um hann. Ég legg ekki mikið í þetta, finnst yfirgnæfandi líkur á því að hann semji við Tottenham, en maður veit þó aldrei. Þá skrifar meistari Paul Tomkins feykigóðan pistil um taugastríðið sem fylgir svona stórleik, og þá er einnig vert að benda á ítarlegt viðtal við Stevie Gerrard á opinberu síðunni. Fleira er það þá ekki í dag.

Já, og að lokum langar mig til að óska eftirfarandi snillingum til hamingju með afmælið í dag: Henry Fonda, Liberace, Robert Fripp, Pierce Brosnan, Krist Novoselic, Janet Jackson, David Boreanaz, Gabriela Sabatini, Tori Spelling, Sonny Sandoval, Kristján Atli, o.m.fl. 😉

6 Comments

Uppgjör: Rafa og Úrvalsdeildin

Snýr Gonzalez aftur til Spánar?