Fernando Torres – YNWA (uppfært)

torres-ynwa-armband.jpg

Tekið héðan. Þessi mynd er svo mikil snilld að það hálfa væri nóg!

Það er vert að taka það fram að Torres er með klausu í samningi sínum við Atletico Madrid sem segir að hann má fara bjóði lið 27m punda í hann. Það er sama upphæð og Chelsea borguðu fyrir Didier Drogba, til samanburðar. 🙂

**Uppfært (EÖE)**: Rafa tjáir [sig um þetta mál](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=462954&CPID=8&clid=14&lid=&title=RAFA+COY+ON+TORRES+TALK):

>Torres, perhaps, hinted at an admiration for Liverpool when his captain’s armband fell loose to reveal an inscription of the Kop’s famous anthem ‘You’ll never walk alone’.

>”It means our team is very famous all around the world,” Benitez told Sky Sports News, when quizzed on the significance of the inscription. “We have about twenty names of players now, every one is thinking about one or a different one each week.”

15 Comments

  1. Já, og ef fólk er ekki að fatta þetta (einsog ég í upphafi) þá er þetta semsagt fyrirliðabandið hans, sem losnaði í leik. YNWA er semsagt innan á bandinu.

  2. Það eru svona 90 % líkur að þetta sé photoshop. Textinn er alltof skýr eins og sést best þegar “zoomið” inn á stafina er skoðað.

  3. Af hverju er textinn alltof skýr? Ég leyfi mér að fullyrða að allar pro vélar á íþróttavöllum ættu að ráða við svona gæði.

    En þetta getur svo sem vel verið fals, en það er ekkert útilokað að þetta sé rétt.

  4. Þetta er úr The S**. Enough said. Þarf ekki einu sinni að ræða þetta og í raun skömm að vera að birta þetta. Það er líka viðtal við Dudek í The S**. Yeah right. Svo fer þetta hringinn í netmiðlunum og allir gleyma hvaðan þetta kom.

  5. Þess má nú geta að það eru fjölmörg lið í Evrópu farin að stæla Liverpool og nota þetta lag, t.d. Celtic, Dortmund og eitthvað lið á Spáni, man ekki hvort það hafi verið Athletic Bilbao eða Atletico Madrid.

  6. Thad var upphaflega Celtic sem “atti” thetta lag. Thannig ad Liverpool stal thvi af theim…

  7. Það er ekki rétt hjá Örvari að stuðningsmenn LFC hafi stolið YNWA af Celtic-mönnum.

    Þetta varð að LFC klassík þegar Liverpool hljómsveitin Gerry and the Pacemakers gáfu þetta út í upphafi bítlaæðisins (þegar það var nóg að vera frá Liverpool til að fá plötusamning). Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á þetta, en myndi giska á ca. 1963.

    Þetta lag hefur vissulega fylgt Celtic lengi líka, en ég hef aldrei vitað til þess að neinn rengi að það voru stuðningsmenn Liverpool sem hófu þann sið að syngja YNWA á íþróttavöllum.

    Örvar verður að vísa í einhverja mjög góða heimild ef hann ætlast til að tekið sé mark á svona málflutningi.

  8. Heyrðu ég fór nú bara á wikipediu. Þetta er nú upprunalega amerískt söngleikjalag frá 1945. Gerry and the pacemakers tóku það svo og fóru með það á toppinn í Bretlandi. Þannig að það er nokkuð öruggt að sú útgáfa sem sungin er á knattspyrnuvöllum er frá Liverpool og því líklegast að stuðningsmenn Liverpool hafi fyrst byrjað að syngja þetta. En auðvitað er ekkert öruggt í þessu og lið eru alltaf að stela söngvum frá öðrum. Nýjasta Liverpoollagið er t.d. stolið frá PAOK og menn viðurkenna það fúslega.

  9. það eina sem okkur finnst um Fernando Torres er að hann er geggjað góður fótbolta maður og að hann er ógeðslega sætur!!!!!!!!!!

Tveir miðar á Liverpool – Chelsea í boði!

Chelsea á morgun. (Uppfært)