Liðið gegn Arsenal komið!

Jæja, liðið gegn Arsenal er komið og það er ekki alveg eins og menn bjuggust við. Það sem mér finnst athyglisverðast er að Alvaro Arbeloa er í liðinu, en annars er liðið sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Pennant – Alonso – Mascherano – Gonzalez
Gerrard
Crouch

BEKKUR: Dudek, Riise, Kuyt, Zenden, Fowler.

Ég bjóst við að sjá Momo í liðinu en hann er ekki einu sinni á bekk, og einnig kemur á óvart að hinn síspilandi Finnan sé hvíldur í dag. Þá eru hvorki Kuyt né Bellamy í liðinu, og þá Riise ekki heldur, þannig að það er ljóst að Rafa er með annað augað á leiknum á þriðjudag. Engu að síður er þetta feykisterkt lið sem við stillum upp og ljóst að Rafa ætlar að hafa stjórn á miðjunni.

Finnan, Bellamy og Hyypiä eru ekki í hópnum í dag, þannig að ef þeir eru ekki meiddir er ljóst í mínum huga að þeir munu byrja inná á þriðjudag. Sjáum til.

Áfram Liverpool!!!

2 Comments

  1. Pétur Srófi

    Rúst!!!

    Afhverju segir Snorri alltaf Maskerano!!

    Léttur seinni hálfleikur framundun. Srófi með fernu eins Baptista í janúar. 4-0 fyrir Liverpool.

Arsenal á morgun

Liverpool 4 – arsenal 1!