Liverpool og enska landsliðið

_42740123_eng5.jpg

Jæja, Englendingar unnu víst Andorra 3-0 í kvöld. Ég sá ekki leikinn, enda var ég auðvitað að horfa á Ísland-Spán. Fyrir Englendinga skoraði **Steven Gerrard** 2 mörk. Síðasti maður á undan Gerrard til að skora í undankeppni EM var **Peter Crouch**.

Enska landsliðið hefur skorað 9 mörk í 5 leikjum í undankeppni EM. Hverjir hafa skorað mörkin?

Jú, þetta lítur svona út:

**Steven Gerrard 3**
**Peter Crouch 3**
Jermaine Defoe 2
David Nugent 1
Gary Neville -1

Semsagt, Liverpool menn hafa skorað **2/3** af mörkum enska landsliðsins. Wayne Rooney hefur ekki enn skorað mark og ekki heldur Andy Johnson. Samtals hafa leikmenn Manchester United skorað mínus eitt mark fyrir enska landsliðið í þessari keppni.

Gaman að þessu.

17 Comments

  1. Og samt eru vitleysingarnir sem stjórna þessu liði ennþá á því að bestu englendingarnir komi frá manure og everton…..

  2. var gerard að spila á miðjuni?… sagði nefnilega fyrir leikinn að það væri bara greiði gerður með að hafa lampard meiddan.. og þakka ég rooney þennan sigur.. það var jú hann sem sendi lampard á spítalan með brotinn úllið 🙂

  3. Skemmtilegt hvernig staðreyndum er hagrætt þannig að það komi vel út fyrir Liverpool. Þegar Peter Crouch var að skora sem mest (og það aðallega í vináttulandsleikjum) þá var því skellt upp hérna hvað hann hefði nú verið duglegur að skora, en síðan er nú sérstaklega nefnt hverjir hafi skorað síðustu mörk Englands í undankeppni EM, þegar Wayne Rooney skoraði síðasta mark Englands fyrir þennan leik 🙂

    Annars tvö góð mörk hjá Gerrard.

    Og Kristján R, Gerrard var vissulega á miðjunni, en þú þarft ekkert að þakka því að Lampard hafi meiðst þennan sigur. Þeir áttu að spila saman á miðjunni og… þeir voru að spila við Andorra!!! Andorra eru svona svipað góðir og Breiðablik í fótbolta, þannig að Paul Robinson hefði allt eins getað verið á miðjunni með Gerrard og þeir hefðu samt unnið.

  4. Umræðurnar um Crouch voru aðallega um sterkar vs. veikar þjóðir, en ekki vináttu vs. alvöru leiki.

    Annars greip ég þessa staðreynd um Gerrard og Crouch einungis af BBC [lýsingunni](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/6502741.stm) á leiknum, sem ég fylgdist með með öðru auganu:

    >Steven Gerrard scores with a crisp strike from the edge of the area after Wayne Rooney lays the ball into his path. It is England’s first goal in the qualifying campaign since Peter Crouch scored against Macedonia in September. There is more a feeling of relief than joy.

    Þeir hjá BBC eru eflaust að hagræða staðreyndum til að þær líti vel út fyrir Liverpool, eða hvað? :rolleyes:

    Annars getum við líka skoðað síðustu 9 leiki, bæði vináttu og alvöru. Þá er þetta svona:

    Crouch 4
    Gerrard 3
    Rooney 1
    Neville -1

    Eða síðustu 18 landsleiki (alvöru og vináttu – HM meðtalið). Þá er það svo:

    Crouch 10
    Gerrard 6
    Rooney 1
    Neville -1

    Jammm.

  5. Gerrard var algjörlega uppá sitt besta í leiknum. Hann átti nokkrar “Everton tæklingar” sem skyldu menn eftir í grasinu, og einungis það sagði manni að Englendingar ættu eftir að vinna þennan leik.

    Gaman að segja frá því að ég var staddur á pöbb í Bretlandi yfir leiknum, og þar voru menn sammála um það Rio Ferdinand hafi verið besti maður Andorra í leiknum.

  6. Já, og kannski að bæta við að í síðustu 18 leikjum er Frank Lampard búinn að skora 2 mörk versus 6 hjá Gerrard, *þrátt fyrir* að Lampard hafi **alltaf** spilað í sinni bestu stöðu, en Gerrard hafi bara einu sinni gert það (skv. mínu minni allavegana) – það er í leiknum í kvöld. Í öðrum leikjum hefur hann spilað útá kanti eða þá sem aftari miðjumaður fyrir aftan Lampard.

    Magnað helvíti.

  7. Svona Einar! Er þetta ekki komið gott?!? Hættu nú að “hagræða staðreyndum” og segðu frá því hvað Júnæted, Chelsea og Arsenal-menn hafa skorað mikið í síðustu leikjum! :biggrin:

  8. Kom klárlega í ljós að Gerrard spilar betur þegar Lampard er ekki að “flækjast” fyrir honum. Látum Gerrard spila alltaf þessa stöðu, og flytjum Lampard til.

    Tölurnar tala sínu máli, enda hefur Halldór ekki enn svarað. Engar hagræðingar hér, heldur bara yndislegar staðreyndir. Í þessari keppni, sem verið var að leika í í kvöld! þá hafa Englendingar skorað 9, þar af Liverpool-leikmenn sex. Hér er ekkert verið að fegra neitt…

    oh, hvað sannleikurinn getur verið sumum sár en öðrum yndislegur :biggrin2:

  9. Látum Gerrard spila alltaf þessa stöðu, og flytjum Lampard til.

    Strákar mínir… þetta er nú ekki landsliðið okkar! :biggrin2:

  10. Halldór. Ég bar einu sinni saman markaskor Rooney og Crouch fyrir enska landsliðið og Rooney hefur ekkert verið duglegri við það að skora gegn sterkari liðum eða í alvöru leikjum.

    Rooney hefur spilað 38 leiki, skorað 12 mörk, þar af 6 í vináttuleikjum. Og í alvöruleikum hefur hann skorað 6 mörk gegn Króatíu, Sviss, Liechtenstein og Makedóníu.

    Crouch hefur spilað 17 leiki, skorað 11 mörk, þar af 7 í vináttuleikjum. Í alvöruleikjum hefur Crouch skorað 4 mörk gegn Trinidad&Tobago, Andorra og Makedóníu.

    Mér finnst ekki neinn svakalegur munur á þessum mönnum, nema náttúrulega sá að Rooney hefur spilað 38 leiki á móti 17 leikjum Crouch.

    Heimild: thefa.com

  11. Er ekki hægt að flytja Lampard yfir í íslenska landsliðið – hann gæti á góðum degi slegið Arnar Þór Viðarsson út…

  12. Ég hef aldrei skilið afhverju Englendingar halda þessari dýrkun á London-liðunum á lofti.

    Í sumar hefði hvaða heilvita landsliðsþjálfari í heimi sett Gerrard á miðjuna og látið hann fá fyrirliðabandið og leyft honum að rífa upp þessa lágdeyðu eins og hann gerir hjá Liverpool.

    Sami heilvita landsliðsþjálfari hefði sent Rio Ferdinand með rútu til Manchester og sett Carragher við hliðina á John Terry og sagt honum að éta allar helstu stjörnur í heimi í sig eins og hann gerir í Evrópukeppni trekk í trekk hjá Liverpool.

    Lampard er góður leikmaður en hann nýtur mikils af því að leika með Makelele bakvið sig.

    Terry er frábær leikmaður en hann mun aldrei geta haldið bestu sóknarmönnum í heimi frá markinu með Rio sér við hlið. Terry er góður fyrirliði en Englendingana vantar núna fyrirliða sem er ofar á vellinum til að sparka í þessa arfaslöppu framherja.

    Rooney er mjög góður leikmaður en hann er engann veginn búinn að standast samanburð við Michael Owen þegar kemur að markaskorun í landsliði. Um leið og Owen meiddist hættu Englendingar bara að skora…þar til þeir mættu Andorra. Og aumingja Crouch…menn segja að hann skori bara gegn lélegum liðum…en hann skorar þó mörk…

    Jú, þetta er skrifað af Liverpool-manni en tölurnar tala sínu máli. England hefur ekki beint sýnt neina meistaratakta síðan 1-5 gegn Þýskalandi og hverjir sáu þá um mörkin?

    Englendinga eins og Spánverja vantar algjörlega þetta Þýska/Ítalska element í sig. Þess vegna verða þeir seint meistarar í einu eða neinu. Þeir hefðu alveg eins getað ráðið Siggu frænku til að stýra þessu eins og McLaren.

  13. já altaf gaman að sjá að sumur hafi trú á lampard.. en ég er bara á þeirri skoðun að landsliðið sé betur sett með hann eins langt frá gerard og hægt er.. helst á beknum.. það er buið að reyna að spila með þá saman og það bara gengur ekki…

    var að sjá mörkin í fréttunum og þetta voru nú bara mjög góð mörk og sá ég ekki betur en að það hafi verið gerard sem átti sendinguna inn yfir vörnina… frábær leikur hjá honum..

  14. Lampard er búinn að spila alltaf í sinni bestu stöðu af því að hann getur ekki spilað úti á kanti, þar liggur munurinn.

    Lampard er bara natural midfielder, svona eins og Paul Scholes, lítið fyrir að taka menn á (þótt það gerist), á meðan Gerrard getur hlaupið endalaust fram hjá mönnum, og svo skotið sér inn þegar við á. Getur því spilað allar stöður, og það vel, á meðan Lampard getur það ekki.

    Og auðvitað á samt Gerrard á vera á miðjunni í landsliðinu, ásamt Lampard.

    Má alveg geta þess fyrir þá sem ætla að halda því fram að Lampard sé slakur af því hann hafi ekki skorað með landsliðinu, að hann hefur skorað 20 mörk á tímabilinu af miðjunni með Chelsea í ár.

  15. Spilar Chelsea ekki 4-5-1 (4-3-3) Þar fær Lampard miklu meira frjálsræði með Essien og Makalele til að sópa upp. Englendingar spila ávallt 4-4-2.

    Ég endurtek að ég vil sjá Lampard í íslenska landsliðinu í stað Arnars Þórs Viðarssonar. Spilar landsliðið ekki yfirleitt 4-5-Eiður ?

Luuuuuuis Garciiiia…