Luuuuuuis Garciiiia…

…he drinks sangriiiia… væri til í að vera á Park á laugardaginn að syngja þetta. Gaman að því hvað þetta var sungið mikið þegar við strákarnir vorum úti fyrir Barcelona leikin, þrátt fyrir að maðurinn sé meiddur. Það skýrirst auðvitað af því að “he came from Barca – To Liverpool” 🙂

Allavega, þá hefur ekkert heyrst frá honum lengi en hann stefnir á að koma til baka á undirbúningstímabilinu. Ég er á því að við söknum hans mjög mikið, eins og flestir eru auðvitað á, enda mikilvægur hlekkur á ýmsa vegu…

5 Comments

  1. Yndislegur leikmaður hann Luis Garcia og við getum þakkað honum margt, til dæmis fyrir markið gegn Juve sem kom okkur í gegnum þá í C.L á sínum tíma og markið hans gegn Chelski í F.A Cup í fyrra. Mikil snillingur og þegar sá gallinn er á honum þá vinnur hann leiki. Mætti kannski vera aðeins stöðugri.

    Klárlega svona “x-factor” leikmaður sem okkur veitir ekki af að hafa … hlakka til að fá hann aftur.

  2. Klárlega einn af okkar toppmönnum. Gefur þetta extra sem fæstir leikmenn hafa.

    Hefur líka þetta sjaldgæfa hugarfar á þessum nýjustu og verstu tímum boltans þar sem peningar ráða alltof miklu að hann er að þessu til að skemmta áhorfendum og hafa gaman að. Jújú hann getur gert mann gráhærðan á köflum en þegar þessar krúsídúllur heppnast er fátt skemmtilegra.

    Sakna hans mikið núna, hann er svona fastamaður en samt ekki byrjunarliðsmaður. Ótrúlega mikilvægur fyrir liðið allt í heild.

  3. Ég held ég hafi aldrei saknað Garcia jafnmikið og í leiknum gegn Villa um daginn. Hann er einmitt leikmaður sem getur gert gæfumuninn í svona dauðum leikjum þar sem allir aðrir virðast gjörsamlega hugmyndasnauðir.

    Vandamálið er auðvitað hversu óstöðugur hann er, á góðum degi er hann æðislegur leikmaður og eflaust algjör martröð fyrir varnarmenn en á slæmum degi er hann náttúrulega það skelfilegur að ég myndi treysta sjálfum mér til að hafa gætur á honum meö bundið fyrir augun.

    Hann er samt alveg klárlega maður sem er þessi virði að hafa í hópnum og má alveg mín vegna vera í byrjunarliðinu í hverjum leik, en Rafa þarf þá að hafa hugrekkið til að kippa honum út eftir hálftíma þegar hann á slæman dag, með Garcia er nefnilega yfirleitt hægt að sjá á fyrstu 20-30 mínútunum hvort hann komi til með að gera eitthvað gagn í leiknum.

  4. já maður sér strax hvort hann á góðan
    eða slæman dag og þá vill maður skifti
    strax 😡

Liverpool og enska landsliðið

Arsenal á morgun