Mascherano….. (uppfært)

Jæja, Rafa tjáir sig aftur um [Mascherano málið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154830070129-1647.htm) – en Liverpool er enn að bíða eftir Fifa

>”We are waiting to hear from FIFA but I hope we can sign Mascherano, even if the transfer deadline passes. He is a player with a good character, good mentality and personality and has the qualities we need

>”He had a good World Cup and is a good player. Some people might say ‘Why do we need another midfielder when we have Gerrard, Alonso, Sissoko and Zenden?’ Well, the only holding midfielder is Xabi Alonso and Mascherano will be another option. If we are successful he will sign for at least a year and a half and he has the quality to play well in the Premiership.”

**Uppfært (EÖE)**: Hinrik bendir á það í ummælum við þessa færslu að Daily Mail [halda því fram að málið sé klárað](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=432371&in_page_id=1779) og að Mascherano verði tilkynntur sem Liverpool leikmaður á morgun. Svo ég kvóti beint í greinina:

>Liverpool have announced the signing of Javier Mascherano from West Ham in an 18-month loan deal that has bent football’s rules.

Þetta er furðulega skýrt. “Liverpool have announced”! Samt er hvergi komin tilkynning frá Liverpool annars staðar. Svo er vitnað í orð Rafa þar sem hann heldur því fram að Liverpool geti reynst betri klúbbur fyrir Mascherano en West Ham.

>Rafa Benitez last night saluted the signing. “We have an agreement to take him on loan for 18 months then we have an option to sign him permanently.

Verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu tímum og hvort að Liverpool staðfesti þetta í fyrramálið.

12 Comments

  1. Jæja, þá er þetta loksins komið í gegn :biggrin:

    Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég er bara ansi hreint spenntur fyrir þessum leikmanni. Menn eru það greinilega ekki almennt, en það hefði orðið annað hljóð í mönnum ef við hefðum verið að versla hann í ágúst, það er á tæru. Spilaði frábærlega á HM og er gríðarlega hæfileikaríkur. Samningur hans hjá West Ham og spilastíll þeirra varð til þess að hann fékk ansi hreint fá tækifæri og nýtti þau fáu ekki vel af þeim ástæðum (að mínum dómi). En það breytir því ekki, ég er afar spenntur fyrir þessum unga leikmanni, verulega spenntur.

    Hann fær nú tíma með liðinu og góðan tíma til að aðlagast. Velkominn Javier.

  2. Bíddu, sjáum hvort ég skil þetta rétt.

    Fyrir leikinn gegn Everton á laugardag munum við sem sagt geta stillt upp miðju úr eftirfarandi hópi: Steven Gerrard, Xabi Alonso, Momo Sissoko, Javier Mascherano, Bolo Zenden?

    Það er nokkuð augljóst að þessi miðlína okkar á ekki séns í Lee Carsley og Mikel Arteta. :laugh:

  3. Þetta er lengsti lánssamningur sem ég man eftir. Ágætis prufutími ef Liverpool ákveður svo að skila vörunni. Ekki það að ég búist við því.

  4. Er þetta ekki bara augljóst merki um að Gerrard verður seldur í sumar! :rolleyes:

  5. Þetta er glæsilegt. Fá meiri breidd í hópinn og meiri samkeppni um stöður!! Annars myndi mér ekkert bregða ef að Zenden myndi fara í sumar frá okkur. Áfram Liverpool!!

  6. er ég eitthvað að misskilja? rafa segir þarna að alonso sé eini ,,holding” midfielder í liðinu. getur einhver upplýst mig hvernig momo er þá skilgreindur? hann er allavega klárlega ekki attacking midfielder…

  7. Er ekki málið að Rafa verður að breyta um leikkerfi vegna mannskapinn. Finnst að Liverpool eigi í ríkara máli að spila 3-5-3 með Gerrard sem fremstan af miðjumönnunum og nokkuð frjáls. Annars gengur það ekki að hafa Alonzo-Gerrard og Sisoko saman í byrjunarliðinu. Þetta er í það minnsta mín skoðun.

  8. Mér líst samt svakalega vel á að spila 3-5-3… Eina sem við þurfum er bara að fá FIFA til að beygja reglurnar aðeins fyrir okkur, þeir hafa nú gert það áður :biggrin:

  9. Ég rak augun einmitt líka í þetta með að Rafa segir að Alonso sé eini holding-midfielderinn. Kannski hann skilgreini Sissoko ekki sem “holding” því hann er ekki bara “holding” heldur bara alltaf útum allt! 🙂

    Annars verður þetta ekki slæmur hópur miðjumanna með Gerrard, Alonso, Mascherano, Sissoko og svo Zenden að dingla þarna eitthvað með líka!

Sissoko og Zenden með gegn Everton?

Liverpool búið að kaupa spænskan bakvörð?