Liverpool búið að kaupa spænskan bakvörð?

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum sem [Sky vitna í](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=444972&CPID=8&clid=14&lid=2&title=RAFA+TO+RAID+DEPOR+FOR+DEFENDER&channel=football_home&) þá hefur Deportivo samþykkt að selja fyrrverandi Real Madrid bakvörðinn Alvara Arbeloa til Liverpool fyrir 2,64 milljónir punda.

Samkvæmt Sky þá eru Liverpool líka við það að fá að lána 18 ára strák frá Malaga, sem [heitir Francis Duran](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=444934&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+recruit+Spanish+starlet&channel=football_home&).

Nú verð ég að játa algjöra vanþekkingu mína á báðum þessum leikmönnum.


Uppfært – HÞH: Á Wikipedia má lesa smá upplýsingar um Arbeola. Real Madrid býður upp á myndina. Ætli hann verði ekki bara back up fyrir Finnan strax en ekki einn af þessum ungu strákum sem eru bara upp á framtíðina? Það er líklegt.

Þá erum við búnir að fá til okkar sex menn í janúar og með Mascherano verða þeir sjö. Hversu mikið þeir munu spila á tímabilinu er mismunandi en líklega spila aðeins tveir af þeim, Arbeola og Mascherno með því en hinir, Jordy Brouwer, Astrit Ajdarevic (sem lítur ALVEG eins út og Patrick Berger!), Daniele Padelli og Emiliano Insua, eru meira upp á framtíðina……

12 Comments

  1. Ókei, ég átti svona lúmskt von á að Rafa myndi fara á markaðinn á Spáni úr því að Neill kom ekki. Þessi kaup eru svona svipuð því þegar við fengum Pellegrini til okkar. Hann var enginn snillingur en hann kom ódýrt og gerði lykilmönnum kleift að hvíla sig. Þessi Arbeloa, án þess að ég viti mikið um manninn, er sennilega bara miðlungsleikmaður sem við losum okkur við aftur í sumar eða næsta janúarglugga, en hann mun gera það að verkum að Finnan fær hvíld í nokkrum leikjum.

    Annars veit maður ekkert, er alveg að giska út í loftið. Kannski verður þetta lykilmaður í liðinu næstu tíu árin. Hver veit?!? :confused:

  2. Þessi Ajdarevic er skuggalega líkur Berger 🙂

    Svo hefur maður verið að lesa verulega góða hluti með hans frammistöðu fyrir varaliðið í fyrstu leikjum. Gæti verið spennandi leikmaður.

  3. Talandi um að menn séu líkir… þessi mynd af Arbeloa er nú nauðlík Raul :confused:

  4. Kristján Atli, við skulum vona að Alvara Arbeloa reynist betri kaup en Pelligrini. :biggrin2: Fínt að geta gefið Finnan frí, Alvara gæti kanski reynst sökndjarfari en Finnan, 😉 vonum að hann aðlagist vel og geti látið til sín taka frá byrjun.

  5. Við skulum líka vona hann sé betri en Josemi og Kromkamp. Maður passar sig á að vera ekki of spenntur fyrir manni sem hvíla á Finnan.

    En kannski verður þetta lykilmaður í liðinu næstu tíu árin. Hvar veit?

  6. jæja þá er bakvörður nr.3 að fara að gera atlögu að stöðunni hans Finnan. Ég held að Antonio Barragán hafi átt að vera “replacement” fyrir Finnan en þar sem hann fékk heimþrá þá erum við komnir í þessi vandræði í dag.

    Auðvitað einnig útaf því að Josemi og Kromkamp voru klárlega ekki nógu góðir!

    Vonandi að þessi Alvara Arbeloa sé skömminni skárri en þeir.

  7. Hvað varðar Barragán þá minnir mig að við séum einhvers konar “buy back clause” á litlan pening þannig að ef drengurinn stendur sig með Deportivo þá gætum við ávallt keypt hann tilbaka.

  8. Jamm, við erum búnir að sanka að okkur mikið af ungum leikmönnum í janúar,vonandi á einhver af þeim eftir að vaxa og dafna og styrkja aðalliðið í framtíðinni. Er ekki spenntur fyrir þessum spánverja sem á að berjast við Finnan um stöðuna, virðist ekki spennandi leikmaður miðað við það sem ég hef fundið um hann, en hver veit, var svo sem ekki neitt verulega spenntur fyrir Finnan á sínum tíma og hann hefur heldur betur verið traustur hjá okkur og einn af þeim leikmönnum sem skila alltaf sínu. Annars er ég ánægðastur með að landa Mascherano, ef Rafa nær að vekja hann til lífsins og hann fer að sína það sem hann sýndi á HM þá höfum við eignast sterkan leikmann og þá er hann einungis 22 ára að ég tel. Vonandi tökum við svo West Ham í kvöld og dönsku bjórbelgina í leiðinni og þá er allt fullkomið.

  9. Vonandi fínn back-up player. Bæði Josemi og Kronkamp höfðu betra reputation þegar þeir komu en hvorugur þeirra stóð undir væntingum.

    Ekki bundnar miklar væntingar við þennan gaur þannig að pressan á honum er ekki mikil. Verð að játa að ég veit nákvæmlega ekkert um þennan leikmann. Vona bara að nái að fylla það skarð sem Finnan skilur eftir sig þegar hann fær hvíldina.

Mascherano….. (uppfært)

Liðið gegn West Ham