Þurfum við viðbætur?

Nú fer að styttast í að þessum svokallaða leikmannaglugga verði lokað. Það verður að segjast eins og er að lítið hefur verið að gerast hjá okkar mönnum. Stephen Warnock er horfinn á braut, Salif Diao er búinn að fá sína síðustu útborgun frá Liverpool og svo hafa þrír “kjúklingar” bæst í hópinn sem flokkast undir framtíðarkaup. Lucas Neill ákvað að fara í West Ham og FIFA er enn að fara yfir málefni er varðar lánssamning Javier Mascherano. Hvernig er þá staðan? Þurfum við nauðsynlega að bæta við okkur? Fyrir mér persónulega þá á janúarglugginn ekki að vera nýttur nema af einhverjum eftirtöldum ástæðum:

a) Leikmaður sem við höfum verið að reyna að ná í verður skyndilega í boði fyrir réttan pening

b) Gæðaleikmanni verður skyndilega frjálst að fara frá sínu félagi

c) Krísuástand og reyna þarf að finna einhverjar skammtímalausnir

d) Meiðsli og leikmannaskortur er varðar einstaka stöður

Er varðar Liverpool, þá flokkaðist Lucas Neill klárlega undir lið a) og d). Þ.e. leikmaður sem við höfum verið að reyna að ná í varð laus og spilar einnig þá stöðu þar sem okkur hefur vantað backup leikmann fyrir. Javier Mascherano flokkast svo klárlega undir lið b). Sumir telja að liður c) eigi vel við, en ég er einfaldlega ekki sammála þeim mönnum. Við getum klárlega haldið áfram því góða formi í deildinni sem við höfum verið í undanfarið. Þar sem við eigum bara tvær keppnir eftir, þá er nánast útilokað að finna leikmann sem er gjaldgengur í Meistaradeildina (einhvern gæðaleikmann) og styrkir liðið mikið. Þá þurfum við að horfa til deildarinnar. Þar sé ég ekki neinn leikmann heldur sem uppfyllir fyrrnefnd skilyrði.

Tökum bara hverja stöðu fyrir sig:

Markverðir:
Er hissa á að Dudek hafi ekki enn farið, sér í lagi þar sem búið er að fá efnilegan ítalskan markvörð til liðsins. Staðan er því klárlega vel mönnuð og ekkert meira verður gert í henni.

Hægri bakverðir:
Þarna höfum við hinn áreiðanlega Steve Finnan, og honum verður nú ekki bolað út si svona. Hann er greinilega aðal ástæðan fyrir því að Neill kom ekki. Hann greinilega taldi sig ekki eiga séns á að bola Íranum úr sinni sinni stöðu. Við höfum auðvitað Carra sem backup mann, og svo hinn unga Peltier. Ég segi því að þetta sé sú staða sem við helst þyrftum að bæta, en þó ekki með hverjum sem er. Hver er til í að koma og vera varamaður Finnan? Að mínum dómi getum við vel haldið þessari stöðu í góðum gír fram á vorið. Það væri þó óneitanlega afar slæmt að missa Steve í meiðsli.

Miðverðir:
Sami, Agger og Carra eiga þessa stöðu með húð og hári. Paletta er ennþá óslípaður, en hann verður þó aldrei meira en fjórði maður inn. Hef því litlar áhyggur af þessari stöðu eins og staðan er í dag.

Vinstri bakverðir:
Warnock farinn og eftir standa Riise og Aurelio. Báðir fínir bakverðir, þó þeir geti verið ansi misjafnir. Erum einnig búnir að fá ungan Argentínumann í hópinn, sem menn segja kláran í slaginn. Daniel Agger hefur líka spilað þessa stöðu með miklum ágætum með Brondby og Dönum.

Hægri kantur:
Pennant hefur verið að koma sterkur inn upp á síðkastið og vonandi heldur hann því áfram. Það eru ekki margir í viðbót sem geta tekið þessa stöðu upp á sína arma og virðast vera fáir góðir hægri kantmenn á lausu í boltanum í dag. Stevie G getur svo leyst hana með miklum ágætum og hugsar Rafa eflaust innkomu Javier með það í huga. Sérstaklega eftir að Luis meiddist og verður frá það sem eftir er tímabils. Kewell er vonandi á leið tilbaka og hann hefur verið iðinn við kolann að skora fyrir okkur þegar hann hefur spilað þarna. Sem sagt, þá er þetta sú staða sem þarf styrkingar, en það virðist vera að það sé ekki úr mörgu að velja í janúar. Þessi staða, sem og hægri bakvörður er klárlega eitthvað sem þarf að fara í að styrkja í sumar.

Miðjan:
Við erum í ansi góðum málum í þessari stöðu. Xabi og Stevie G hafa spilað eins og kóngar inni á miðjunni, svo eru Momo og Bolo að koma tilbaka og geta leyst þá að hólmi. Svo verður Javier einnig hugsaður þarna ef tekst að koma hans málum í gegn.

Vinstri kantur:
Þeir sem hafa spilað þessa stöðu fyrir Liverpool eru ekki fáir. Aurelio, Riise, Kewell, Garcia, Bolo og Gonzalez. Af þessum er það einungis Garcia sem ekkert meira verður með. Menn eru að gera sér vonir um að Kewell komi tilbaka núna í febrúar og er ég á því að það séu fá lið með jafn mikið úrval leikmanna í þessa stöðu eins og Liverpool. Klárlega staða sem við þurfum ekki að spá frekar í núna.

Framherjar:
Kuyt, Crouch, Bellamy og Fowler. Menn hafa verið að tala um að kaupa framherja núna. Hvers vegna? Hvern? Viljum við þá ekki framherja sem er betri en þeir sem fyrir eru? Eru þeir á lausu? Eru mörg lið sem eru með betri fjórða framherja en við? Fowler er ekki jafn öflugur og hann var þegar hann var að byrja sinn feril, en hann er klárlega í mínum huga góður kostur sem fjórði framherji. Eru allavega alls ekki í krísu með þessa stöðu.

Sem sagt, að mínum dómi er ekki margt sem við þurfum að huga að núna, og að mínum dómi þyrftum við í rauninni ekkert að gera í þessum janúarglugga. Ég myndi þiggja góðan backup leikmann fyrir hægri bakvörðinn, en hann rann okkur úr greipum því hann vildi ekki þurfa að berjast um sína stöðu. Svo er það hægri kanturinn, sem væntanlega allir eru sammála um að mætti við styrkingu. Hvaða lausn hafa menn þar sem er betri en sú að nota Pennant áfram, sem er ávallt að bæta sig, og hafa svo Stevie sem backup. Ég tel mig nú fylgjast vel með boltanum í flestum deildum Evrópu. Ég get samt sem áður ekki bent á það hvar sá leikmaður er sem er lausnin í þessa stöðu, hvað þá leikmaður sem er “á lausu” núna í janúar.

Ég segi því bara að ég er ekkert grút svekktur með það þó svo að við myndum ekki kaupa neinn mann í aðalliðshópinn núna á þessum tímapunkti. Of margir nýjir menn geta haft neikvæð áhrif. Liðið er á skriði og það á ekki að kaupa neina skammtímalausn. Ég er sannfærður um að þessi hópur sem við erum með núna, geti haldið áfram á beinu brautinni og skilað okkur í ásættanlegt sæti í vor. Vonandi sjáum við svo næsta sumar að við komum til með að fylla í þær fáu stöður sem okkur vantar meira quality í, jafnvel 2-3 klassa leikmenn sem klárlega myndu styrkja byrjunarlið okkar.

30 Comments

  1. Skemmtilegar pælingar….

    Ég er einna helst ósammála þér með vinstri hluta vallarins, þ.e. bakvörð og vængmenn. Vissulega er til hellingur af mönnum í þessar stöður, EN mér finnst þeir einfaldlega ekki hafið staðið undir því að eiga skilið sæti í Liverpool liðinu. Mér finnst liðinu vanta betri menn í þessar stöður.

    Því miður virðist ekkert “merkilegt” ætla að gerast í leikmannamálum liðsins í þessum glugga. Mér finnst nefnilega óvitlaust að kaupa alvöru leikmenn á þessum tíma sem koma þá úr öðrum deildum með það í huga að þeir fái nokkra mánuði til að aðlagast og svo verði þeir klárir í haust og búnir að venjast enska boltanum.

  2. En Viðar, snýst þetta ekki líka um hvers konar leikmenn eru available á miðju tímabili? Sterk lið sem eru að keppa á nokkrum vígstöðvum vilja alls ekki veikja sig á miðju tímabili, missa lykilmann og hafa lítinn tíma til að kaupa annann í staðinn og koma honum inn í sitt setup. Held að málið snúist fyrst og fremst um það, en ekki það að fyrir okkur sé gott að hafa alla þessa mánuði í aðlögun fyrir leikmann.

  3. Þessum félagaskiptaglugga var líka lýst nokkuð ítarlega í viðtali við Ívar Ingimarsson í Mogganum á dögunum, þar sem hann sagði að þetta væri aðalfengitími umboðsmanna og leikmanna sem nýttu sér örvæntingu liða til að maka krókinn. Gaf manni svolítið nýja sýn á þennan blessaða janúarglugga og “mikilvægi” hans til að kaupa leikmenn…

  4. SSteinn… Jú vissulega gerir það það, en hinsvegar virðist það nú vera þannig að Liverpool eiga voðalega erfitt með að kaupa “alvöru” leikmenn, hvort heldur sem er í janúar eða um sumarið. Þannig að í raun eru þeir leikmenn, sem Liverpool reynir við alltaf jafn “un-available”.

    Úr þeirri fjarlægð sem við stuðningsmenn fáum að upplifa hlutina þá finnst mér þetta bara vera spurning um peninga; Rafa virðist þurfa að ganga skrefi lengra eða öllu heldur kafa örlítið dýpra ofaní veskið en hann hefur verið tilbúinn til að gera til að ná í alvöru leikmenn, hvort sem um sumar eða vetur er að ræða!

    Er ekki allt til sölu fyrir rétt verð???? Maður spyr sig:)

  5. Auðvitað eru mjög sterkir leikmenn ávallt illfáanlegir á þann hátt að liðin vilja helst ekki missa þá. Mitt point er að ekkert af alvöru liðunum tekur það í mál í janúar vegna þess hve erfitt er tímalega séð að fylla skarðið og koma öðrum manni inn, öfugt við sumarið.

    Ef þér líður betur þá er hægt að tala um erfitt að ná í góða menn á sumrin, en hræðilega erfitt og nánast útilokað í janúar 🙂

  6. Er ekki áramótaheitið að losa sig við aukakílóin…. :blush:

    Við erum fínir eins og við erum og þurfum ekkert að vera bæta einhverju auka við ….. Warnock fór, gott fyrir hann þar sem að hann fær þá kannski að spila reglulega enda fínn strákur sem nær örugglega smellpassar í lið sem keppir um 12.-6. sætið !

    Hef aldrei verið hrifinn af Leggjabrjóti “Ó”Neill en sjálfsagt hefði hann verið góð viðbót við annars frábæra frammistöðu Finnan

    YNWA

  7. Ég er sammála Viðari um vinstri vænginn. Það er haugur af mönnum sem SSteinn telur upp í þá stöðu en sá eini sem nær máli er Kewell sem er enn vonarpeningur vegna meiðsla. Hinir eru allir miðlungsleikmenn og hafa ekki sýnt annað.

    Auðvitað verðum við að hafa toppleikmenn sem fyrsta val í allar stöður. Það breytir litlu hvað við höfum marga miðlunga, þeir eru aldrei nema miðlungar og skiptir litlu hvað þeir eru margir. (Það er bara einn af þeim inni á vellinum í einu í hverri stöðu.Gæti verið annað mál ef mætti setja inn tvo miðlunga fyrir einn af fyrsta klassa 😉 Þar af leiðandi er vinstri kanturinn ekki nógu vel mannaður.

    Þó ekki verði náð í mann í þessa stöðu í janúarglugganum verður að gera það í framtíðinni og kosta því til sem kosta þarf. Eins er um hægri kantinn.

    LFC verður að takast á við það sem stórir klúbbar búa við að toppleikmenn eru þeim dýrir. LFC verður því að hafa þrek og bolmagn til að kaupa dýra leikmenn. Það Þýðir að hætta verður að kaupa einhverja miðlungsmenn og kjúklinga í stórum hópum en kaupa færri og sterkari í staðinn. Og hana nú. :laugh:

  8. Er verðmiðinn alltaf það sem sker úr um hvort menn virki eða ekki? Sheva, Ballack og Veron eru allt leikmenn sem kosta drjúgan skildinginn, en hvað hafa menn fengið tilbaka þar? Málið er bara að leikmannakaup eru alltaf lotterí. Persónulega er ég ekki tilbúinn til að afskrifa menn eins og Aurelio og Gonzalez. Mér finnst líka fráleitt ef menn telja Luis Garcia til meðalmanns. Bolo Zenden er nú enginn heimsklassaleikmaður, en hversu mörg lið eru með mann á hans kaliberi sem fjórða miðjumann og líklega þann 5 í röðinni þegar kemur að vinstri kanti?

    Annars erum við greinilega allir sammála um að það þarf að styrkja liðið næsta sumar með c.a. þremur klassa leikmönnum, hægri kanti, hægri bakverði (allavega sem backup) og svo greinir okkur á með vinstri kantinn. Ítreka það þó sem ég áður hélt fram að það að ætla sér að gera einhverjar stórstyrkingar í janúar glugganum sé í hæsta máta ofur bjartsýni.

  9. Að mínu mati er pennant ekki nógu og góður. Þó svo að hann hafi staðið sig sæmilega í síðustu leikjum þarf Liverpool að kaupa einhvern klassamann. Einhvern sem spilar vel oftar en illa, annað en Pennant. Þar er t.d. hægt að kaupa mann eins og Daniel Alves sem er frábær leikmaður og miklu betri en pennant, gonsales og fleiri sem hafa gengið til liðsins upp á síðkastið. Ég segi í staðinn fyrir að kaupa marga miðlungsleikmenn eigi að kaupa fáa góða leikmenn.

  10. Hef sagt það áður og mun segja það aftur, ekki mjög flókið. Við þurfum gæja sem getur leyst Finnan af í bakkaranum og er einnig vel nothæfur á hægri kantinum, semsagt hinn fínasti wingback. Það hlýtur að vera einhver á lausu þarna úti. Klára þetta fyrir mánaðarmót, takk.

    Annars tel ég okkur vera nokkuð vel setta.

    Hvað er annars að frétta af Dubai náungunum, mér finnst þetta hafa tekið óþarfa langan tíma. Hvað með Cisse, áttum við ekki að selja hann í jan og fá 8 mills?

  11. Nei, Cissé var lánaður út tímabilið með sölu í huga í lok þess.

  12. Það er alveg dæmalaust að þegar ljóst er að Parry og Moores hafa enn einu sinni gert upp á bak í leikmannagluggum skuli menn fara að tala um næstu glugga og að við þurfum ekki að styrkja liðið.

    Kannski blindar sigurinn gegn Chelsea mönnum sýn. Ef við hefðum tapað þeim leik væru kannski allir sjóðbandbrjálaðir hérna á spjallinu.

    Hvert er markmiðið?. Er það ekki að keppa um enska titilinn og gera harða atlögu að öllum öðrum titlum? Og hvernig gerist það? – Jú með sterkari leikmönnum – ekki satt?. Vissulega bæta sumir leikmenn sig og verða heimsklassa. Hvort sú verði raunin með Pennan, Crouch, Riise og Finnan … þá efast ég um það. Og athugið að þetta eru leikmenn sem allir eru hluti af sterkasta byrjunarliðinu okkar í dag.

    Liðið okkar er mjög gott og á réttri leið í augnablikinu. Góður stígandi – en að mínu mati ekki ennþá eins gott og liðið sem spilaði seinni hluta mótsins í fyrra. Það er ekkert flókið að mínu mati að því sterkari leikmönnum sem lið hefur fram að færa því meiri líkur á enska titlinum. S.s. auknar líkur – meiri möguleiki.

    Ég er fullviss um að nú sé tíminn til að kaupa leikmenn. Það tekur menn tíma til að átta sig á enska boltanum og við einfaldlega megum ekki við því að vera að venja menn í upphafi móts eins og reyndin var í haust. Agger kom í janúar og hann og Kuyt eru að mínu mati sterkustu kaup okkar síðasta árið. En hann var ekki tilbúinn fyrr en í haust. Lang best væri auðvitað að aftur væri keyptur leikmaður eins og Kuyt sem gengi beint inn í liðið. Mín von stendur til þess og ég bíð spenntur fram til 1. febrúar.

    Áfram Liverpool!

  13. Já það er alveg ljóst að við erum með nógan mannskap. En er hann nógur góður ?. Held að staðan í deildinni svari þessari spurningu ágætlega.
    Að mínu mati þá þarf að skipta út leikmönnum sem allir halda að gætu orðið góðir. Það þarf að kaupa almennilega leikmenn. Okkur vantar vinstri bakvörð, almennilega kantara og almennilega sóknarmann við hliðina á Kuyt. Það er bara staðreynd að leikmenn eins og Crouch, Bellamy, Riise, Bolo eru bara ekki leikmenn með næga hæfileika til að vera í toppbaráttunni.

    RB kaupir að mínu mati of mikið af leikmönnum sem eru “efnilegir” og gætu “hugsanlega orðið góðir”. Allt í lagi að kaupa efnilega leikmenn, en það verður líka að kaupa proven tallent.

  14. Hössi, það þýðir ekkert að vera hérna bandbrjálaður útí allt og alla í hverjum félagaskiptaglugga. Hefði þú ekki verið ánægður ef þú værir Chelsea aðdáandi síðasta sumar? Þá keyptu þeir Sheva, Ballack og Kalou, alla á stórfé. Enginn þeirra hefur staðið sig.

    Málið er að núna eru engin lið að kaupa leikmenn, nema kannski lélegu liðin sem eru að kaupa miðlungsleikmenn. Það þýðir ekkert að krefjast klassa leikmanna þegar þeir eru einfaldlega ekki á lausu á þessum tíma.

    Já, við getum gagnrýnt Pennant, en sýnið mér þá raunhæfa möguleika til að koma í staðinn fyrir Pennant. Já, menn geta kvartað yfir framherjunum (sem ég reyndar skil ekki) en sýnið mér þá hver er á lausu. Þegar við vorum orðaðir við sjálfan Raúl, þá var hann ekki nógu góður og svo er heldur ekki nógu gott að kaupa unga og efnilega leikmenn.

    Svo mun ég seint átta mig á þínu áliti á Steve Finnan. Ég skal veðja við þig 500 kalli að hann verður valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Eini möguleikinn á að bæta þá stöðu væri með Alves, en það er alveg ljóst að víst hann var dýr síðasta sumar, þá verður hann fáránlega dýr núna – sérstaklega þar sem Chelsea þurfa á hægri bakverði að halda.

    Það er hægt að fara inni hvern félagaskiptaglugga með fáránlegar væntingar um að allir leikmenn, sem hafa verið orðaðir við liðið, komi. Þá munu menn hins vegar ávallt verða fyrir vonbrigðum. Sjáið bara muninn á Chelsea og Man U síðasta sumar. Aðdáendur hvors liðsins haldiði að hafi verið ánægðari eftir sumarið? Og hverjir eru ánægðari í dag?

  15. Já, þú meinar svona alvöru menn eins og t.d. Andrei Schevchenko og Michael Ballack? Menn í heimsklassa sem er fullkomlega ljóst að munu bæta liðið og koma okkur í toppbaráttuna? :blush:

    Ég skil alveg þessa þrá manna eftir því að kaupa dýra heimsklassamenn – að sjálfsögðu er líklegra að þeir muni standa sig heldur en þeir sem ódýrari eru. Það er þó engin töfralausn, því ef menn upp á 15-30 milljónir floppa er það hrikalegt áfall fyrir lið sem er ekki hægt að reka með stjarnfræðilegu tapi ár eftir ár.

    Leeds-ararnir tóku þennan pólinn í hæðina á sínum tíma og söfnuðu saman mörgum dýrum leikmönnum – og við sjáum hvar þeir eru staddir núna.

    Það er voðalega einfalt að sitja hérna heima, benda á menn sem hafa ekki staðið undir væntingum og segja “af hverju keyptum við ekki frekar X, Y eða Z? Þeir eru dýrari og miklu betri.” Hlutirnir eru einfaldlega flóknari og óútreiknanlegri en svo… Maður var t.d. ekkert sérstaklega spenntur á sínum tíma þegar einhver finnskur miðvarðarlúði sem enginn hafði heyrt um var keyptur á smápeninga – en pissaði svo í sig af spenningi þegar Fernando Morientes kom hér um árið. :rolleyes:

  16. Hehe, svarið hans Einars var ekki komið inn þegar ég hóf mitt pikk – en fyndið að sjá að við ræðum báðir þessar blessuðu Chelsea-stjörnur. 🙂

  17. Einar – ég er ekki bandbrjálaður út í allt og alla í hverjum félagaskiptaglugganum á fætur öðrum. Einfaldlega óánægður með gang mála. Ég held maður megi vera það þegar maður hefur byggt upp væntingar við hvern gluggann á fætur öðrum.

    Og ég hefði verið mjög ánægður ef Sheva og Ballack hefðu komið til liðsins. Heimsklassa leikmenn sem eiga örugglega eftir að sýna okkur það jafnvel þó gengið hafi brösuglega hjá þeim í vetur.

    Ég er ekki að biðja um kraftaverk og að Henry eða Ronaldinho komi til liðsins. Ég er bara á þeirri skoðun að það sé hægt að styrkja byrjunarliðið okkar. Þá vil ég miklu frekar að keyptur sé leikmaður sem kostar kannski meira en fer beint inn í liðið.

    Finnan er fínn leikmaður ekki misskilja mig eða stympla mig sem einhvern Finnan hatara. Ég hef marg oft lýst þeirri skoðun að til að styrkja gott lið (11 bestu) þurfi að koma betri leikmaður en sá sem fyrir er í liðinu. T.d. væri frábært ef það kæmi betri leikmaður en Finnan og Finnan færi á bekkinn.

    Liverpool er með gott lið í höndunum. Frábæra leikmenn sem ég held mikið upp á. En liðið verður aldrei betra en þeir 11 sterkustu sem skipa byrjunarliðið. Þeir slökustu eru nú Crouch, Riise og Pennant. Í fyrra fannst mér Crouch og Finnan vera þeir slökustu.

    Ég vil svo taka það fram að það hefur verið góður stígandi í leik Finnans. Um leið finnst mér hann lifandi sönnun þess að rotation systemið hans Rafa var rugl frá upphafi til enda. Finnan hefur spilað nánast alla leiki og er í geðveiku leikformi. Ef hann getur spilað alla leiki án þess að þurfa hvíld geta aðrir leikmenn það líka (ekki nema framlag hans til liðsins sé það lítið að hann þreytist ekki en það myndir þú Einar aldrei samþykkja :wink:)

    Ég er ennþá þeirrar skoðunar að það þurfi að kaupa leikmenn til að styrkja liðið. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé betri leikmaður til en Finnan og að hann sleppi aftur og aftur gagnrýnislaust í gegnum leiki. Leikmaður sem ekkert annað er hægt að segja um en að hann sé góður atvinnumaður hlýtur bara að skorta einhverja eiginleika til að spila á hæsta leveli.

    Vil samt taka það fram að þrátt fyrir smá fýlu út í forráðamenn liðsins er ég bjartsýnn upp á framhaldið. Ég er til að mynda hand viss um að við sláum Barca út úr CL. Þá býð ég spenntur eftir að Kewell fari að spila og vona að liðið semji aftur við Alonso, Reina og Garcia.

    Þá er ég líka viss um að ef við náum upp baráttu og sigurvilja getum við gert atlögu að enska titlinum nú í vor. Það er ekki öll nótt úti í þeim efnum en kannski besta að taka einn leik fyrir í einu.

    Áfram Liverpool!

  18. Að sjálfssögðu viljum við ekki að liverpool verði eins og Chelsea. En menn sem tala um um hversu góðri stöðu United eru í núna verða að hugsa aðeins til baka og skoða hvernig leikmenn þeir kaupa. Þeir hafa nú alveg eytt 20-30 miljónum í einn leikmann undanfarin ár. Munurinn á þeim og Chelsea er að þeir vanda til verks og kaupa leikmenn sem eru líklegri til að passa inn í liðið.

    Kalt mat, Liverpool þarf 2-4 heimsklassa leikmenn til að getað gert atlögu að titlinum. Og eins og staðan er í dag eru svoleiðis leikmenn ekki fáanlegir undir 10-15 miljónum.

  19. Það verða engir dýrir leikmenn keyptir núna. Fyrir því eru þrjár ástæður.
    1. Dubai gaurarnir eru að fara í gegnum bókhaldið og þess vegna er ekki verið að fara að taka peninga útúr klúbbnum núna – því það er slæmt fyrir bókhaldið.
    2. Eigendur liðsins eru svo gott sem búnir að selja. Þeir eru því ekki að fara að borga fyrir leikmann úr eigin vasa. Skiljanlega.
    3. Dubai peningarnir verða örugglega ekki komnir fyrir mánaðarmót þannig að það sleppur ekki.

  20. Tel að það sé ekki sniðugt að kaupa leikmenn núna. Finnst það áhættusamt meðan liðið virðist vera í uppsveiflu og leikmenn að koma til baka úr meiðslum. Vona samt að næsta sumar að keyptur verður leikmaður í stöðu Riise. Er algerlega búinn að fá nóg af óstöðugleikanum hjá honum og öll byrjendamistökin hann gerir. Seljum Riise til Lyon!

  21. Þú svarar samt engum spurningum Hössi. Þú segir að Moores og Parry hafi enn einu sinni gert upp á bak í leikmannaglugga. Finnst þér í alvöru að janúarglugginn bjóði upp á kaup á þessum svokölluðu “heimsklassaleikmönnum” sem eru rándýrir? Í fúlustu alvöru, finnst þér það raunhæft? Við erum búnir að þylja hérna upp nokkrar ástæður fyrir því að við teljum það bara alls ekki raunhæft, komdu með einhver rök á móti og dæmi um slíkt. Skora á þig.

    Við erum alveg sammála um að í draumaveröld væri best að fá þá inn núna, þeir hefðu tíma til aðlögunar og myndu smátt og smátt koma sér inn í liðið. Er það eitthvað samt annað en draumaveröld þegar þú skoðar það sem raunhæft er? Myndu eitthvað af þessum toppliðum selja einhvern af sínum bestu leikmönnum í miðjum mótum?

  22. þessir svokölluðu heimsklassaleikmenn sem eru rándýrir…
    Ronaldo (hinn eini og sanni) er til sölu… AC Milan eru taldir hafa boðið í hann 7 millur (Evra)… sem dæmi um heimsklassa…. sem við höfum náttúrulega ekkert með að gera :biggrin:

    YNWA

    p.s. rosalega hlakka ég til í Liverpool vs. evton…. :biggrin2:

  23. >Þú svarar samt engum spurningum Hössi. Þú segir að Moores og Parry hafi enn einu sinni gert upp á bak í leikmannaglugga.

    Já er það ekki. Mig minnir að í sumar hafi verið beðið eftir kaupum á hægri kantmanni. Við keyptum Pennant á 7m punda. Ágætis leikmaður – ekki heimsklassa og verður það ekki – 7. inn í enska landsliðið í sinni stöðu – allt of dýr.

    Janúar fyrir ári síðan. Miklar væntingar um leikmenn – jú Fowler kom og ég fagnaði gríðarlega en ekki v.þ. að heimsklassa leikmaður var keyptur heldur af ást minni á Fowler. Sumarið þar áður – Crouch keyptur. Leikmaður sem menn gera svo litlar væntingar til að allt sem hann gerir er meiriháttar.

    Daniel Alves, Simao Sabrosa, Figo, Lucas Neil og fleiri og fleiri. Allt leikmenn sem við erum orðaðir við en hverfa fyrir framan augun á okkur. Það heitir að gera upp á bak að mínu mati.

    >Finnst þér í alvöru að janúarglugginn bjóði upp á kaup á þessum svokölluðu “heimsklassaleikmönnum” sem eru rándýrir?

    Já mér finnst allir gluggar gera það. Sumrin hafa nú ekki beint verið mikið betri.

    >Í fúlustu alvöru, finnst þér það raunhæft?

    Ekki kannski ef við miðum við fyrri afrek á leikmannamarkaðnum. En mjög raunhæft þegar stórlið Liverpool er annars vegar.

    > Við erum búnir að þylja hérna upp nokkrar ástæður fyrir því að við teljum það bara alls ekki raunhæft, komdu með einhver rök á móti og dæmi um slíkt. Skora á þig.

    Það var mjög raunhæft að kaupa Lucas Neil sem að mínu mati hefði gengið inn í byrjunarliðið. Svo þegar það gengur ekki upp þá er bara allt í einu ekki rökrétt að kaupa heimsklassa leikmenn?

    Ég færði líka góð rök fyrir máli mínu áðan og vonandi á málefnalegan hátt. Ef það nægir þér ekki SSteinn þá verður bara að hafa það.

    >Er það eitthvað samt annað en draumaveröld þegar þú skoðar það sem raunhæft er? Myndu eitthvað af þessum toppliðum selja einhvern af sínum bestu leikmönnum í miðjum mótum?

    Ronaldo var að ganga til AC Milan. Hefði verið til í að fá hann. West Ham var að gera góð kaup á þeirra mælikvarða. Shit happens – right?

    Lifi í engri draumaveröld. Held meira að það sé mjög raunhæft að halda því fram að Liverpool eigi ekki séns á enska titlinum nema með sterkari mannskap.

    Áfram Liverpool

    … og Ísland!

  24. Þú talar enn og aftur um sumargluggann, sem ég tel vera allt annað mál en janúargluggann og hef rökstutt það dyggilega. Get alveg skilið þá sem vilja kaupa “heimsklassa” að þeir séu svekktir með útkomuna úr sumargluggunum. Það var bara alls ekki það sem málið snerist um. Þú varst að tala um að menn hafi NÚNA verið að drulla upp á bak.

    Þú hefur enn ekki svarað spurningunni með hvaða “heimsklassa” leikmenn hafa verið að ganga kaupum og sölum í janúargluggum. Er Lucas Neill heimsklassa? Ef svo er þá er mitt mat á heimsklassa greinilega alveg hrikalega skrítið. Ronaldo? Ertu virkilega að tala um að við séum þannig staddir í dag að hann sé það sem þarf í okkar lið fyrir stjarnfræðilegar fjárhæðir? Er hann ennþá flokkaður í “heimsklassa”? Er hann ekki svipaður og Fernando með það að Real M geta ekki notað hann, búinn að vera meiddur eins lengi og minni hans nær, og hefur verið unfit í nokkur ár?

    Er mælikvarðinn á góð kaup West Ham þau sömu og okkar?

    Ég er sammála því að við þurfum sterkari mannskap til að gera góða atlögu að titlinum (þó ég gefi aldrei upp vonina í ár). En það var einfaldlega ekki pointið. Pointið var hversu raunhæft það er að fá þessa svokölluðu “heimsklassa” leikmenn inn í janúarglugganum. Fyrir því færði ég fram mörg rök og hef ég ekki ennþá séð neitt hjá þér sem hrekur þau. Þú heldur bara áfram að hlaupa í kringum það og vísar bara tilbaka í sumargluggana og vonbrigði þín með þá.

  25. Hössi, þú hefur einstakleg selective minni. Rifjar bara upp það slæma, en sleppir öllu góða.

    >Janúar fyrir ári síðan. Miklar væntingar um leikmenn – jú Fowler kom og ég fagnaði gríðarlega en ekki v.þ. að heimsklassa leikmaður var keyptur heldur af ást minni á Fowler. Sumarið þar áður – Crouch keyptur. Leikmaður sem menn gera svo litlar væntingar til að allt sem hann gerir er meiriháttar.

    Eeeeeh, Daniel Agger var líka keyptur. Ef hann er ekki dæmi um leikmenn sem við viljum sjá hjá Liverpool, þá veit ég ekki hvað

    >Sumarið þar áður – Crouch keyptur. Leikmaður sem menn gera svo litlar væntingar til að allt sem hann gerir er meiriháttar.

    Auk Crouch var nú líka keyptur Pepe Reina og Momo Sissoko. Ekki svo slæmir. Af hverju horfum við svo ekki eitt ár í viðbót og sjáum kaupin á Xabi Alonso. Eða í sumar Dirk Kuyt.

    >Daniel Alves, Simao Sabrosa, Figo, Lucas Neil og fleiri og fleiri. Allt leikmenn sem við erum orðaðir við en hverfa fyrir framan augun á okkur. Það heitir að gera upp á bak að mínu mati.

    Já, en hvað með alla leikmennina SEM KOMU til liðsins. Það er ekki hægt að ætlast til að allir sem við erum orðaðir við komi til liðsins. Það eru hjá öllum liðum milljón dæmi um leikmenn sem þeir vilja fá en fá ekki. Alveg sama lið hvað við erum að tala um. Chelsea hafa ekki geta keypt Baros og Ben Haim í þessum glugga, Man U hafa ekki getað keypt Hargreaves og Arsenal hefur ekki geta keypt Ribery. Eru allir stjórar þessara lið að skíta uppá bak?

  26. Nákvæmlega Einar, bottom line-ið er það að ef það lið sem á leikmanninn, vill ekki selja hann, þá verður hann ekki seldur. Simple as that.

    Þú telur upp Figo þarna, ef þú myndir rétt sem aðeins kynna þér ástæður þess að hann kom ekki, þá myndi þér aldrei láta hvarla að þér að setja hann í þann hóp leikmanna sem okkar menn “skitu upp á bak” með.

    En guði sé lof að við erum með Parry frekar en einhverja fugla á Íslandi í þessum málum, því annars værum við að borga Lucas Neill 60.000 pund á viku fyrir að koma með samkeppni við Finnan.

  27. Hössi, ég skil vel löngun þína til að sjá heimsklassaleikmenn koma til liðsins í hverjum glugga, en þú hlýtur að sjá að slík krafa á ekki miklar stoðir í raunveruleikanum. Það er EKKERT LIÐ að kaupa eða selja heimsþekkt nöfn núna í janúar, en þú ert samt brjálaður út í Liverpool fyrir að gera það ekki heldur? Þetta er bara ekki svona einfalt.

    Hvað kaup Liverpool almennt varðar minni ég bara á að DIC verða orðnir eigendur áður en sumarið gengur í garð, þannig að þú gætir orðið sáttari sumarið 2007 en oft áður. En jafnvel þá get ég lofað þér því að Rafa er ekki að fara að kaupa heimsfræga leikmenn bara nafnanna vegna. Hann er að byggja upp lið sem getur unnið Úrvalsdeildina, ekki lið sem getur flutt til Hollywood að ferlinum loknum.

    Ef þér líður svona illa með að bjóða velkomna menn eins og Daniel Agger, Xabi Alonso, Luis García, Pepe Reina, Momo Sissoko, Mark Gonzalez, Jermaine Pennant, Dirk Kuyt, Peter Crouch og Craig Bellamy hef ég eitt skothelt ráð fyrir þig:

    CHAMPIONSHIP MANAGER. :rolleyes:

  28. Hvaða djöfulsins rugl er þetta. Sigursteinn skrifar pistil þar sem allt í einu er komið það hljóð í skrokkinn að við eigum að vera raunsæir og að við getum ekki búist við að heimsklassa leikmenn komi til liðsins. Svo eigum við bara að vera sáttir því önnur lið eru ekki að kaupa neitt heldur.

    Og ekki segja að ég rökstyðji ekki mál mitt Sigursteinn. Ég gerði það á mjög málefnanlegan hátt án þess að gera lítið úr skoðunum annarra. Ég legg til að þú lesir svörin – andir aðeins – og lesir svo aftur.

    Ég skal segja þér hver mín skoðun er á mjög einfaldan hátt.

    1. Liverpool liðið er gott en ekki nógu gott til að berjast um alla titla – sérstaklega enska titilinn. Gengi liðsins í vetur sannar það þegar væntingar voru til annars. Ég mun ekki rökstyðja þetta nánar en vísa bara á stöðuna í deildinni og fjölda þeirra keppna sem við erum enn í.

    2. Til að liðið geti keppt um enska titilinn er sterkur leikmannahópur það sem til þarf. Við þurfum sterkari leikmenn til þess. Þeir kosta peninga og vil að keyptir séu leikmenn sem fara inn í byrjunarliðið. Ég mun heldur ekki rökstyðja þetta nánar. Þetta er mín skoðun og ég held að þetta sé rétt hjá mér.

    3. Raunhæft eða ekki. Í nóvember og desember voru allir sem skrifa hér á blogginu sammála um að það yrði að kaupa leikmenn í janúar. Svo þegar ljóst er að Neill er genginn okkur úr greipum þá allt í einu áttum við bara alls ekki að hafa þessar væntingar. Ég var þeirrar skoðunar að hann myndi styrkja liðið. Hann var fyrirliði Blackburn sem er ágætt lið. Hann var frábær á HM og mun líklegri til afreka en maðurinn sem hann átti að leysa af hólmi.

    4. Heimsklassa. Lucas Neill – já að mínu mati. Ronaldo – ég bara trúi því ekki að það séu til Liverpool áhangendur sem vilja ekki hafa Ronaldo í liðinu sínu. Það ganga allir leikmenn í gegnum meiðsli og down tímabil. Dæmi – Harry Kewell, Scholes, Giggs o.fl. Það er alveg á hreinu að Ronaldo í formi er MIKLU betri en senterarnir sem eru fyrir hjá Liverpool. MIKLU – ég fullyrði það. Ef þið viljið ekki Ronaldo þá er endanlega ljóst að væntingar mínar og ykkar kæru spjallstjórnendur til liðsins eru allt aðrar. Ég er þeirrar skoðunar að leikmaður sem einu sinni hefur sýnt að hann getur spilað á hæsta leveli er MIKLU líklegri til að gera það aftur en sá sem aldrei hefur gert það. Scholes og Giggs eru að mínu mati bestu dæmin um það en ekki er langt síðan þeir voru nánast afskrifaðir hjá manutd. Ég vildi reyndar á þeim tíma fá Giggs til Liverpool en mætti harðri andstöðu hér á spjallinu. Ég vildi líka fá Eið Smára til liðsins en mætti líka harðri andstöðu. Örugt í mínum huga að allir þessir leikmenn myndi styrkja byrjunarlið Liverpool í dag.

    5. Gera upp á bak. Ég var beðinn að útskýra af hverju ég taldi að þeir hefðu gert upp á bak. Ég færði rök fyrir því og taldi upp nokkra leikmenn sem voru alveg við það að koma til liðsins en hurfu fyrir framn augun á okkur. Svo segir Einar – af hverju telurðu ekki upp það góða. Útúrsnúningur og ekkert annað. Ég minntist á bæði Kuyt og Agger í fyrri svarpóstinum mínum. Alveg á hreinu að þeir voru góð kaup og það sama má segja um kaupin á Sissoko, Alonso, Garcia o.fl. En bíðið nú aðeins er ekki búin að vera umræða um að við þurfum HÆGRI KANTMANN og SENTER til að styrkja liðið okkar. Jú Kuyt kom í staðinn fyrir Morientes og Cisse sem fundu sig ekki en eru þetta ekki ennþá þær stöður sem við þurfum að bæta? Ætlið þið að segja mér að eftir væntingar um kaup á þessum leikmönnum nú í að verða 2-3 ár séu bara hjá mér en ekki öðrum áhangengum liðsins. Það er bara ekki rétt og ekki segja mér núna að leikmannagluggarnir hvort þeir séu í janúar eða um sumarið hafi ekki verið viss vonbrigði upp á síðkastið.

    6. Moores og Parry. Moores tók við liðinu 1991 eða 1992 sem eigandi. Frá þeim tíma höfum við ekki unnið enska titilinn. Það er löngu ljóst að hann hefur ekki fjármagn til að koma liðinu lengra. Nú er hann að selja liðið og mér finnst það hið besta mál. Vonandi ná nýjir eigendur að lyfta liðinu á hærra plan. Parry – kom til liðsins einhverntíman í kringum 1998. Enga reynslu af fótbolta að mig minnir en mikill markaðsmaður. Menn eins og Peter Kenyon – Frank Arnesen o.fl ganga kaupum og sölum milli liða af því að þeir eru fremstir í sín fagi. Parry er það ekki að mínu mati því miður. Ég skal þó viðurkenna að ég hef ekkert annað fyrir mér í þessum efnum annað en það að mér hefur fundist illa ganga að semja við leikmenn. Ferlið of langt og við dregnir á asnaeyrunum eins og dæmin með Sabrosa, Alves og nú Neill sanna. Ég kenni Parry um það en kannski er það ósanngjarnt af mér.

    Ég vona að ég hafi rökstutt mál mitt á málefnalegan hátt. Ég vil bara enn og aftur taka það fram að Liverpool liðið er mjög gott og með góða leikmenn innanborðs. Vonandi tekst að vinna úr þeim mannskap sem er fyrir hendi og fleiri titlar bætast í safnið.

    Áfram Liverpool!

  29. >Ef þér líður svona illa með að bjóða velkomna menn eins og Daniel Agger, Xabi Alonso, Luis García, Pepe Reina, Momo Sissoko, Mark Gonzalez, Jermaine Pennant, Dirk Kuyt, Peter Crouch og Craig Bellamy hef ég eitt skothelt ráð fyrir þig:

    >CHAMPIONSHIP MANAGER.

    Flott Kristján Atli, þú ert alveg með þetta. Hef ég einhverntímann sagt að mér líði eitthvað illa að bjóða þessa leikmenn velkomna? Mér þætti vænt um að þú segðir mér hvar ég legði fram þessa skoðun mína.

    Hef ég ekki marg oft lýst þeirri skoðun minni að allir þessir leikmenn eru í miklu uppáhaldi hjá mér en af 11 bestu tel ég (af ofantöldum) Pennant og Crouch mættu fara á bekkinn og sterkari leikmaður koma inn í staðinn.

    Það eru akkúrat svona málefnaleg – vel ígrunduð -svör sem gera þetta spjall svo skemmtilegt. Áfram svona Kristján Atli.

  30. Ekkert rugl Hössi minn og ennþá held ég að þú skiljir ekki pistilinn sem ég skrifaði. Ég tel að það sé afar erfitt og nánast útilokað að fá til sín heimsklassa menn í janúarglugganum og fyrir því var ég að færa rök.

    Legg til að þú notir það sem þú ráðlagðir mér, lesir yfir – andir aðeins – og lesir svo aftur.

    1. Sammála

    2. Sammála

    3. Allir sem skrifuðu hér á blogginu?!?! Ég taldi eins og margir að Neill yrði góður í hópinn (þrátt fyrir að líka hann ekki vel). Hann og hans félag voru í aðstöðu eins kemur fram í lið 1 og 2 hjá mér í upphaflega pistlinum. Af því var séns að fá hann. Að hann sé maður af því kaliber að hann yrði næst launahæsti leikmaður liðsins sem squad player, það skil ég vel að menn sem stjórna þessum málum hafi ekki fallist á. Við vitum þitt álit á Finnan og þar liggur líklega mergur málsins er varðar Neill. Ég tel (og greinilega Liverpool líka) að hann yrði fyrst og fremst sterkur kandítat að veit Finnan keppni um stöðuna og yrði squad player.

    4. Lucas Neill – verðum greinilega ekki sammála um það. Ronaldo – klárlega þegar hann er upp á sitt besta. Hann hefur ekki verið það ansi lengi, er búinn að vera of þungur, mikið í meiðslum og vandræði hjá honum hjá Real Madrid. Ber ég virðingu fyrir honum og hans afrekum? Klárlega, og það mjög mikla. Tel ég að hann henti Liverpool og enska boltanum? Klárlega ekki (þó maður geti aldrei sagt um slíkt fyrirfram). Það byggi ég upp á því út á hvað hans leikur snýst um. Hann verður seint talinn til duglegri framherja í boltanum. Einn af hans helstu löstum í gegnum tíðina hefur verið leti á vellinum. Hann hefur hentað vel þar sem menn fá meiri tíma á boltann eins og á Ítalíu og á Spáni. Boltinn á Englandi er miklu hraðari og höfum við oft séð menn sem hafa ekki höndlað hann. Fernando Morientes er t.d. gott dæmi um góðan framherja sem einfaldlega passaði ekki inn í þennan bolta og samt sem áður vann hann mjög vel. Það er einfalt að taka dæmi um Giggs og Scholes, menn sem þekkja ekkert annað en enska boltann. Ég sem sagt hefði ekki viljað setja mikið fjármagn í þá áhættu að skoða hvort Ronaldo hefði plummað sig eða ekki, fyrst og fremst út af ofangreindu. Þetta snýst ekki um væntingar til liðsins, þetta snýst um það hvað menn telji henta liðinu og hvað ekki.

    5. Það getur vel verið og kannski skiljanlegt að menn hafi ekki verið að fullu sáttir við leikmannakaup undanfarin ár. Þú ert samt ennþá ekki að gera greinarmun á þessum tveim félagaskiptagluggum sem ég er að leggja áherslu á, og hefur ennþá ekki komið með svör við þeim rökum mínum. Heldur viltu áfram þvæla málið og blanda öllu öðru inn í það.

    6. Parry ekki komið nálægt fótbolta fyrr en hann kom til Liverpool? Þú viðurkennir reyndar síðan að þú hafir akkúrat ekkert fyrir þér í þessum efnum, sem er alveg hárrétt hjá þér :biggrin: Og ég er þér algjörlega ósammála með dæmin sem þú tekur fyrir, þ.e. Alves, Simao og Neill. Við létum einmitt ekki draga okkur á asnaeyrunum, heldur sögðum stopp þegar menn byrjuðu að reyna það. Og þakka ég Parry og Rafa fyrir það. Það þýðir ekkert að yfirborga fyrir mann og annann og fara svo að háskæla yfir því að alltaf þegar boðið er í menn eftir það, þá hækki verðmiðinn upp úr öllu valdi, nákvæmlega það sem hefur gerst hjá Chelsea.

    Við erum svo sammála um lokapunktinn hjá þér, fyrir öllu er að þetta lið okkar verði það gott að það haldi áfram að sópa að sér titlum og nái hinum langþráða Englandsmeistaratitli.

Ungur Hollendingur til Liverpool (Staðfest)

Diao farinn (Neeeeeeei)