Diao farinn (Neeeeeeei)

salif%20diao.jpgJæja, þá er það orðið opinbert, [Salif Diao er ekki lengur leikmaður Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154804070125-1601.htm). Hann var keyptur til Stoke. Söluverðið var poki fullur af fótboltum og 3 kíló af tómötum.

Nei, svona án djóks – þá er ekki tilgreint hvert kaupverðið var, en væntanlega fór hann ókeypis til liðsins. Diao kom til Liverpool hið magnaða sumar 2002 með El-Hadji Diouf og Bruno Cheyrou. Þetta hljóta að vera með verstu kaupum í sögu Liverpool, en þeir voru allir keyptir á háar upphæðir.

Hann byrjaði ágætlega með liðinu, en náði sér svo aldrei almennilega á strik. Varla er hægt að kenna meiðslum eða einhverju slíku um, heldur virtist hann einfaldlega algjörlega gleyma því hvernig á að spila fótbolta.

6 Comments

 1. Ja, Hid magnada sumar 2002 gleymist seint vardandi leikmannakaup. 5 arum seinna daud ser madur enn eftir tessum peningum. Hefdi verid haegt ad gera margt skynsamlegra vid ta.

  To svo ad Diao verdi ekki mikid saknad ta skal eg virda tad vid hann ad hann var alltaf jakvaedur gagnvart felaginu medan hann var hja tvi og vaeldi ekkert i fjolmidlum to svo ad hann fengi litid ad spila.

 2. Hann orðaði það best (man ekki alveg, annað hvort Bascombe eða Tomkins) að: “Diao er góður leikmaður, bara ekki í úrvalsdeildina, kannski 1. eða 2. deildina.”

  Sorglegast að vera að borga honum alla þessa peninga í laun. Vonandi hefur hann haft þá sjálfsvirðingu að vita upp á sig sökina (að vera svona lélegur) og gefið stærstan hluta af þessu til góðgerðarstarfa (t.d. Everton).

 3. Við erum nú búnir að vera nokkuð lánssamir með það að okkur hefur tekist ótrúlega vel að lána hann út þessi seinni ár. Erum búnir að lána hann út í vel á þriðja ár (Birmingham, Portsmouth og Stoke) og sloppið við að borga honum laun á meðan.

 4. Hljótum að hafað borgar stærsta hluta launana.Ekki einsog hinir hafi notað hann mikið.

 5. Neibbs, oftast er um að ræða að félög borgi ákveðna fasta upphæð fyrir að fá menn að láni, þurfa þar af leiðandi ekki að kaupa menn og spara sér þar með pening. Það þurftu liðin ekki að gera, heldur tóku þeir yfir nánast öll launin hans. Hvort hann spilaði mikið eða lítið, vegna meiðsla eða ekki, kemur málinum bara akkúrat ekkert við. Þeir tóku hann á láni, hann var mikið meiddur, so their loss og væntanlega eitthvað tryggðir fyrir því. Þetta eru oft flóknir samningar, en ég veit það fyrir víst að við fórum mun betur út úr þessu Salif dæmi heldur en það hefði getað farið.

  Ef við ræðum samt ástæðuna, þá var hann nú mikið notaður þegar hann var ekki meiddur hjá þeim, bottom line, þessi lið vildu nota hann og gerðu, en hann var bara afar óheppinn hjá þeim (nema Stoke þar sem hann hefur verið bara heill heilsu).

 6. Hefði kannski átt að taka það fram að upphaflegi Stoke samningurinn var reyndar ekki jafn hagstæður fyrir okkur og hinir, því við þurftum að borga hluta launa hans þegar hann var þar. En við borguðum engu að síður ekki “stóran hluta” launa hans. Meirihlutinn var borgaður af Stoke City.

Þurfum við viðbætur?

Ekki mjög glöggur þessi