Hatem Trabelsi á leið til okkar?

Liverpool er sagt [leiða kapphlaupið um að semja við Hatem Trabelsi](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=400490&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+head+Trabelsi+race) og er þetta bara spurning um að Liverpool segi já því Rafa er ennþá að melta Daniel Alves fyrir sér en eins og oft hefur komið fram þá er ágreiningur með greiðslurnar milli Sevilla og LFC. Ef Trabelsi kemur þá er ljóst að Alves kemur ekki og næstum öruggt að Kromkamp verður seldur (jafnvel þá til Ajax).

Ef ég ætti að velja þá vil ég frekar Alves en hins vegar gæti það líka þýtt að við hefðum ekki efni á að kaupa annan senter (Kuyt eða Anelka) og það væri vont mál.

6 Comments

  1. Trabelsi var feikifínn á HM… Virkilega skapandi og skemmtilegur. Spái honum miklum frama með Liverpool ef af verður. Já og svo tökum við Kuyt líka og þá erum við góðir…

    Kemur svar við Mark Gonzales á næstu dögum, hvernig var það? Maður er hálf sigurviss í því máli en maður veit aldrei eftir að kauði hætti með landsliðinu. Síðast var landsliðið ekki nógu gott en núna er hann ekki í landsliði!!!! Sjáum hvað setur.

  2. Það væri feikigott að fá Trabelsi í Liverpool og góð “kaup” ef þannig má að orði komast enda maðurinn samningslaus hjá Ajax

  3. Ég las einhversstaðar að svarið eigið að koma varðandi Mark Gonzalez á morgun.

    Síðan á að ganga formlega frá Fabio Aurelio í vikunni.

    Og vonandi verður búið að ganga frá öllum kaupum fyrir veturinn áður en þessi vika er að enda kominn.

  4. Var að lesa að Jimmy Floyd Hasselbaink væri kominn á frjálsa sölu. Þrjátíu og fjögurra ára gamall með gífurlega reynslu og án verðmiða. Getur það nokkuð verið betra fyrir lið sem heldur í budduna? Hann mun örugglega vilja koma.
    *** Munið þetta ****

  5. Ég er svo sammála eikafr. Maður með einhverja 7-8 ára reynslu úr enska boltanum og hefur ALLTAF skilað sínu, og skorað heilan haug af mörkum. “Gömblum” smá og fáum hann frítt og leyfum honum að enda ferilinn sinn á Anfield. Hann myndi verða góð “kaup”.

    Klára síðan þessi auravandamál með Alves, losa sig við Kromkamp og fá Trabelsi. Þá fer ég virkilega sáttur inn í næsta tímabil (með því gefnu að Gonzales mál klárist)

Cisse sár og gæti Anelka verið á leiðinni?

Tord Grip gagnrýnir Carragher.