Cisse sár og gæti Anelka verið á leiðinni?

Eftir því sem SkySports hefur eftir Cisse þá er hann [mjög sár út í Rafa](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=400211&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Cisse+a+reluctant+leaver) og er ástæðan fyrir því að hann og Liverpool vilji selja hann. Hann segist ekki hafa viljað fara frá Liverpool en sé verið að ýta sér frá félaginu.

”I have no reason to leave. I feel good here, I have good friends here, I get on with the staff. I have got married here, my son is here. Everything is really good for me here, it’s really hard. If I have the choice, I’d stay here a long time. But I guess I don’t have the choice.”

Ég skil vonsvikni Cisse en ég skil Rafa einnig vel þar sem hann telur að Cisse henti ekki leikskipulagi sínu sem og hann sé of dýr leikmaður til að hafa á bekknum.


Þar sem ljóst er að Cisse á ekki framtíð hjá Liverpool og búið er að ræða mikið um Dirk Kyut þá er nýtt nafn komið inní myndina en það er Nicolas Anelka. Skv. SkySports þá hafa Werden Bremen, Lyon og [Liverpool sýnt honum áhuga](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=400221&CPID=8&clid=14&lid=3&title=Anelka+interest+hots+up) en í vetur spilaði hann í Tyrklandi með Fenerbahce.
Ég hef ávallt verið hrifinn af Anelka sem leikmanni og mér þótti hann standa sig vel með okkur á sýnum tíma. Þáverandi stjóri, Gerard Houllier, ákvað sem frekar að eyða búnka af milljónum í El-Hadji Diouf (frábært). Þeir sem hafa lesið ævisögu Robbie Fowler munu væntanlega segja að þeir geti ekki unnið saman þar sem Fowler segir m.a. að Anelka sé eigingjarn og hugsi eingöngu um sjálfan sig. Það er drengurinn og hann hefur eiginlega aldrei fengið góðar ráðleggingar frá sínum nánustu hins vegar tel ég að ef Liverpool vill fá Anelka og hann koma muni þeir báðir vinna saman eins og fullorðnir menn og sannir atvinnumenn. Eina sem ég geri athugasemd við í þessari frétt er verðmiðinn á Anelka en talað er um 8 milljónir punda. Ætli eðlilegra væri ekki að tala um 5 milljónir punda.

já og David Raven [er farinn til Carlisle](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/carlisle_united/5140398.stm
) og skrifaði undir 2ja ára samning þar.

HM er búið (þar sem England og Spánn eru dottinn út) og kominn tími á að einbeita sér fullkomlega að Liverpool 🙂

14 Comments

  1. Magnað.

    Það er eins og Benites sé að leiðrétta allt ruglið hjá Hullier. Kaupa þá góðu til baka sem Húlli klúðraði frá sér.

    Anelka stóð sig frábærlega síðast þegar hann var hjá liðinu, er á besta aldri og ég sé því enga ástæðu fyrir því að hann ætti ekki að standa sig hjá Liverpool. Svo held ég líka að hann sé búinn að hlaupa af sér hornin, komin með meiri reynslu og átti sig á því að þetta yrði hans tækifæri til að snúa aftir og spila meðal þeirra bestu.

    Koma svo. Það bara hlýtur eitthvað að fara að gerast í leikmannamálunum.

    Djö er ég svo spenntur fyrir Trabelsi.

    Áfram Liverpool!

  2. Búin? BÚIN? Aggi minn, það stefnir í smá ritdeilu okkar á milli. Ég er vægast sagt ósammála þessari fullyrðingu þinni. 😉

    Maður hefur kannski sterkari taugar til sumra landsliða en annarra, þar sem þau hafa einhvern tímann áður skemmt manni. Þannig hef ég alltaf haft taugar til hollenska landsliðsins, svo dæmi sé tekið, en miðað við þá knattspyrnu sem þeir spiluðu í ár saknaði ég þeirra lítið sem ekkert þegar þeir voru dottnir úr keppni. Sama gildir um England, Spán og fleiri lið sem skarta Liverpool-leikmönnum; maður heldur auðvitað alltaf pínu með þeim, en eftir að upphaflega sjokkið að sjá Englendingana tapa í vító brann yfir var mér eiginlega nokk sama.

    Að sama skapi er Portúgal eitt af mínum uppáhalds löndum í heiminum; ég hef komið þangað þrisvar og meðal annars hitt Figo og nokkra aðra, þannig að mér er frekar hlýtt til þeirra persónulega. En það hefur ekki hindrað mig í að standa fyllilega á móti þessu leikara- og svindlaraliði í keppninni í ár. Þannig er það nú bara.

    Á endanum er eina landsliðið sem ég held með landslið Íslands, þar sem ég er jú Íslendingur. Svo skil ég vel t.d. að Einar haldi með Mexíkó, þar sem hann bjó þar og kynntist ástríðunni að baki liðinu vel. Það skil ég.

    En að öðru leyti finnst mér alltaf hálf skrýtið þegar menn ætla að fara í “fýlu” af því að England, Þýskaland, Brasilía eða eitthvað annað land datt út. Jú, það voru Liverpool-leikmenn í enska liðinu og jú við horfum mest á enska boltann, en það kemur landsliðinu þeirra lítið við að mínu mati.

    Pointið er þetta: HM er ENNÞÁ Í FULLUM GANGI, og í kvöld verður enn ein flugeldasýningin til marks um það! Að einhverju leyti hefur þessi keppni valdið vonbrigðum (fá mörk, spjaldaglaðir dómarar, leikaraskapur) en að öðru leyti hefur hún verið langtum framar vonum (stórkostleg upprisa Zizou, þýskur sóknarbolti, mikil háspenna í mörgum ógleymanlegum leikjum) og því hlakka ég ótrúlega mikið til undanúrslitanna. Jafnvel þótt England, Spánn, Holland, Mexíkó, Argentína og jafnvel Brasilía séu dottin út.

    Þýskaland – Ítalía í kvöld og Portúgal – Frakkland á morgun. Allt það besta sem Evrópu- og heimsknattspyrnan hafa upp á að bjóða, sem og það versta. Býst við að fyrir hvert gullkorn Zizou sjáum við Ronaldo henda sér einu sinni vælandi í jörðina, og svo framvegis, en það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt.

    HM er sko ekki búin, og þar sem ég tel bókstaflega sekúndurnar niður að leiknum í kvöld var ég bara móðgaður að lesa þessa staðhæfingu þína Aggi (í góðu samt 😉 ) … þetta mót er bara rétt að byrja fyrir alvöru. Í kvöld skal svorfið til stálsins!

    Já, ég veit, ég á það til að vera hálf-fanatískur. :tongue:

  3. Djöfull er auðveld að ná þér upp Kristján hehehe

    En HM er búinn:

    Þýskaland vinnur Ítalíu (líklega eftir leiðinlegan 0-0 leik og vító)

    Frakkland vinnur sannfærandi 1-0 sigur á Portúgal.

    Síðan vinnur Þýskaland Frakkland 1-2 í úrslitaleiknum eftir að Frakklandi kemst yfir í leiknum 1-0.

  4. Það eru 4 landslið í evrópu sem ég hef aldrei þolað og þau eru öll eftir. Þannig að þó ég myndi að sjálfsögðu horfa á leikina, þá svona fyrirfram er ég ekki nærri því eins spenntur og maður ætti í raun að vera.

  5. Það kæmi mér ekki á óvart ef dagsskipun Portúgala væri að ná spjaldi á Zizou, þar sem hann er á gulu spjaldi. Því miður held ég að það muni takast hjá þeim :confused:

    ALLEZ LES BLEUS

  6. Mgh: Varðandi Anelka þá hugsa ég að það gætu orðið fín viðskipti ef verðið á honum er í kringum 5 millj. punda. Hins vegar ef Lyon og Werder Bremen hafa virkilegan áhuga þá mun verðmiðinni hækka og verða það sama og á Dirk Kuyt.

    Hvað varðar HM þá er ég sammála Benna Jóni varðandi að ég er ekki eins spenntur og ég var þegar ég sá leiki með Spáni, Englandi eða Brasilíu. Ég var líka rosalega hrifinn af Mexíkó og fannst þeir standa í fullu tré við Argentínu (Heinze átti að fá rautt þar).

    Hvað um það þá er þetta yndislegur tími þ.e. HM sumar og basic að fara út um helgar og sparka á milli hehehe.

  7. Ef það er til einn maður sem gæti eyðilagt allt sem heitir góður mórall í liðinu þá er það Anelka. Af þeim orsökum hef ég nákvæmlega engann áhuga á kappanum.

  8. Er ekki búið að ákveða að Cissé fari til Marseille á láni þegar hann hefur jafnað sig af fótbrotinu?

  9. Æææææiiii neiiii ekki Anelka plís! Það er til margir bæði betri og skemmtilegri og minna hættulegir fyrir móralinn. Hann er víst algerlega óþolandi þessi gæi þótt hann sé góður. Þurfum við virkilega það mikið á honum að halda?

  10. Fá bara Hasselbaink á Free transfer, leyfa honum að taka 1-2 góð season á Anfield áður en hann hættir. Hann myndi klárlega skila sínum 15-20 mörkum ef hann fengi að spila reglulega. Inn með Hasselbaink og “gömblum” smá.
    Það er reyndar engin áhætta að fá hann, er ókeypis og hefur ALLTAF skorað grimmt, sama hjá hvaða liði hann er hjá. Hvað segja menn um þetta?

  11. vil ekki JFH þar sem hann er einfaldlega ekki nógu góður til að spila reglulega. Reyndar hefur maður sagt þetta talsvert oft en ég efast um að JFH yrði fastamaður 34 ára hjá okkar liði

  12. Ég hugsa að það væri margt vitlausara en að leyfa honum að spreyta sig ef hann er ókeypis. Ég er nú ekki alveg með ferilinn hans á kristaltæru en er það ekki rétt hjá Davíð Má að hann hafi allstaðar sem hann hefur spilað skorað eins og rotta? Er það ekki þannig gæi sem við þurfum? Og helst ókeypis?

Deportivo á eftir Barragan

Hatem Trabelsi á leið til okkar?