Guð verður áfram!

Robbie Fowler hefur [skrifað undir eins árs samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152265060505-1345.htm).

Rafa segir:

>”This is fantastic news. Robbie has done really well and he deserves this.

>”He has scored some vital goals for us and he has worked really hard. I am delighted to have him with us for next season. He is an important member of our squad.”

Robbie [segir](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152267060505-1427.htm):

>”I feel as though I’ve done alright and the manager has been pleased with me as well. I’m looking forward to next season now. I was buzzing when I got a six month deal so you can imagine how happy I am to have been given another year. I am absolutely over the moon.

Að mínu mati frábærar fréttir. Fowler verður ekki striker númer 1 á næsta tímabili, en hann verður pottþétt mikilvægur hluti af liðsheildinni, sem ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina á næsta ári. 🙂

19 Comments

  1. snilld … ég var nú samt nokkuð viss um að hann yrði áfram og ég bjóst aldrei við öðru. Þetta styrkir hópinn til muna. Frábær leikmaður.

  2. Frábært!!!!!

    Þetta eru bestu fréttir dagsins,
    til hamingju allir Poolarar með þetta

  3. Jæja, þá eru tveir framherjar öruggir áfram næsta tímabil, Crouch og Fowler. Spurning hvort Cissé, Morientes og Pongolle fari allir og komi 2 heimsklassa í staðinn. Þá yrði ég allavega sáttur (með fullri virðingu fyrir þeim þremur).

  4. Yes, yes, yes yes!!!!

    Þetta eru frábærar fréttir. Fowler hefur staðið sig vonum framar síðan hann kom. Hann hefur ekki gleymt því hvar mörkin eru staðsett á Anfield og líkamlegt form hans hefur farið ört batnandi.

    Hann er vel að þessum samningi kominn. Ef hann heldur sér heilum þá skorar hann +15 á næstu leiktíð!

  5. When the ball hits the net
    Its a fairly safe bet that its Fowler
    Robbie Fowler

    And When Liverpool score
    You will hear the Kop roar “Oh, its Fowler
    Robbie Fowler”

    Ian Rush, Roger Hunt
    Who’s the best man up front? “Oh, its Fowler
    Robbie Fowler”

    He’s the King of the Kop
    He’s the best of the lot
    Robbie Fowler

  6. Rosalega eru þetta ánægjulegar fréttir…….. Það væri flott að hann væri á samningi líkt og gert var við Hamann, þ.e. að ef hann nær að skora 10+ mörk eða 20 leiki þá fær hann sjálfkrafa 1 árs samning í viðbót !

    Enn og aftur……… FRÁBÆRT ! :biggrin: :biggrin: :biggrin:

  7. Þetta kemur náttúrulega **engum** á óvart. En engu að síður, frábærar fréttir. Fínt að fara inn í lokaleikinn með svona tíðindi á öxlunum … hverjar ætli líkurnar séu á því að Robbie skori á sunnudaginn? 🙂

  8. oft þarf ekki mikið til að gleðja almúgann, en fjandinn hafi það…………. :rolleyes:

  9. Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! Fowler á HM!! :biggrin: 🙂

  10. Já snorri sammála þér… Fjandinn hafið það…….. metnaðarleysi að hrjá okkur :rolleyes: :laugh:

  11. Nei, nei, nei, nei. Ekki Fowler á HM, ég vil fá hann úthvíldan og í topp líkamlegu formi þegar undirbúningstímabilið hefst.

    Reyndar hefði ég alveg verið til í að enginn Liverpool maður færi á HM :biggrin: En ef maður horfir á björtu hliðina, þá fá þeir einhverja reynslu út af þessu.

    Fowler þarf ekki reynslu, þannig að EKKI Á HM.

  12. Fowler var hetja hjá L´pool. Í dag er hann miðlungs framherji í ensku úrvalsdeildinni. Held að það sé staðreynd. Vill ekki styggja aðdáendur þar sem ég sjálfur hélt mikið uppá hann á sínum tíma. Er ánægður með að hafa hann áfram. Mjög jákvætt uppá móralinn og hann heldur hinum framherjunum við efnið held ég. Sem 4.-5. framherji er hann góð viðbót. Ekki nokkur vafi. En ég spyr, halda menn að við vinnnum deildina með Fowler sem byrjunarliðs- eða jafnvel 3. senter?

  13. Til að vinna deildina þá þurfum við menn sem skora mörk, og það er nákvæmlega það sem Robbie gerir og hefur sýnt það undanfarið, þrátt fyrir að vera ekki kominn í sitt besta líkamlega stand. Framherji númer 3, 4 eða 5 skipir akkúrat engu máli, ef hann heldur áfram að skila mörkum þegar hann fær tækifæri í leikjum, þá getur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að skila titlinum heim.

  14. Engin upphitun fyrir Portsmouth leikinn..!!!!!

    Þetta er óvenjulegt…. 🙂

Aurelio eftirsóttur (uppfært)

Byrjunarliðið gegn Portsmouth