Byrjunarliðið gegn Portsmouth

Liðið gegn Portsmouth er komið. Því miður hafði enginn af okkur tök á að gera upphitun sökum anna, utanlandsferða og tölvuvesens. Skiptir kannski ekki öllu máli en hér er liðið gegn Portsmouth, síðasti leikur tímabilsins!

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Alonso – Sissoko – Kewell

Morientes – Fowler

Bekkurinn: Reina, Traore, Cisse, Crouch, Kromkamp.

Semsagt, Dudek fær að byrja í markinu sem er það eina sem kemur á óvart í dag… Ef við vinnum þennan leik og United, sem er án Wayne Rooney gegn Charlton, sem eru að spila sinn síðasta leik fyrir Alan Curbishley, þá hirðum við annað sætið. Ef ekki, þá er búið að skipuleggja það að tímabilið okkar byrjar 9. ágúst.

Leikskýrsla kemur inn strax eftir leikinn.

4 Comments

  1. HEHE Nistelrooy var eitthvað svekktur áðan, hann fór heim til sín eftir að hann vissi að hann átti ekki að byrja inná, heldur Saha og Rossi….. hehehehehe hann fór bara heim í fílu….

    Krissi

  2. Þetta er nú bara síðasti deildarleikur tímabilsins, ef ég man rétt er einhver smáleikur eftir í Cardiff eftir tæpa viku. 😉

  3. Oj, Manjú búnir að tryggja sér 2. sætið. Staðan 3-0.
    Og Alonso útaf meiddur hjá okkur ekki góðar fréttir fyrir úrslitaleikinn eftir viku.

    Maður er bara farinn að hugsa um Arsenal og Tottenham. jafn í báðum leikjunum. Leiðinlegt ef Arsenal nær að stela 4. sætinu. 7 manns rúmliggjandi hjá Tottenham með matareitrun.

  4. Man U að rústa Charlton og ljóst að við endum í 3ja sæti.

    En við erum alla vega að vinna Portsmouth 1-0 þessa stundina og hver skoraði…

    Já þú gískaðir rétt: ROBBIE FOWLER með mark á 53 mín.

Guð verður áfram!

Portsmouth 1-3 Liverpool