Pongolle á leið til Betis?

[Skv. SkySports](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=330649&cpid=23&CLID=&lid=2&title=Spaniards+agree+Sinama+deal&channel=football_home) hefur Real Betis komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á Florent Sinama-Pongolle. Hver upphæðin er kemur ekki fram. Báðir aðalframherjar Betis, þeir Ricardo Oliveira og Dani eru meiddir. Dani næsta mánuðin vegna ökkla meiðsla og Oliveira er frá út tímabilið með slitin liðbönd í hnéi. Betis hefur einnig komist að samkomulagi við Porto um Helder Postiga og hafa ekki ákveðið hvorn leikmanninn þeir taka í janúar. Ef Pongolle verður seldur þá tel ég ljóst að Cisse verði 100% áfram hjá okkur. Pongolle hefur sýnt það að hann er gríðarlegt efni og getur náð langt en ég er ekki viss um að hann passi inn í leikkerfi Rafa og þá er betra að selja hann en að hafa hann í varaliðinu/bekknum.

6 Comments

  1. Síðan hvenær varð Liverpool lið, sem hefur efni á því að selja frá sér framherja án þess að fá aðra í staðinn? Mér finnst þetta meiriháttar furðulegt, sérstaklega ef þetta er sala en ekki lán.

  2. Já ég ætla rétt að vona að þetta sé bara lán því ég hef mikla trú á að Pongolle geti orðið stórkostlegur fyrir Liverpool – og gæti alveg verið það núna ef hann fengi að spila.

  3. Ég tek undir það sem Hannes var að segja. Ég hef mikið álit á Pongolle og vona að hann verði Liverpool leikmaður áfram næstu árin.

  4. Allar aðrar fréttir sem ég hef lesið um þetta mál taka það skýrt fram að um lánssamning er að ræða. Hvort ég vilji hins vegar að hann verði lánaður til betis er smá höfuðverkur, hann hefði án nokkurs vafa gott af því að fá að spila reglulega í byrjunarliði og kæmi mjög líklega sterkari leikmaður til baka, en á móti kemur að sóknarlínan okkar er ekkert að skora neinn haug af mörkum og ef pongolle færi myndi ákveðin vídd og möguleikar hverfa úr henni.

  5. Ég vona að þetta þýði aðeins eitt: Nýr framherji í janúar! Allir vita að Benítez hefur augastað á Dirk Kuyt hjá Feyenoord og verður athyglisvert að sjá hvað gerist! :biggrin2:

  6. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvert Rafa er að fara í stefnu sinni. Hann greinilega hefur sýnt það að hann treystir ekki Cissé og hefur í raun aldrei lýst yfir algjörum stuðningi við Cissé. Núna virðist hann ætla að losa sig við báða efnilegu frakkana sem (að mínu mati) ættu báðir að vera inní róteringunni hans Rafa ef mið er tekið af hópnum sem við höfum. Ekki nema hann sé að fá að fara á láni til Betis eða við séum að fá stóra upphæð fyrir Pongolle, að öðru leyti yrði ég ekki sáttur. En uppbyggingin á liðinu sem Houllier keypti á sínum tíma heldur áfram og það er alltaf erfitt að horfa upp á breytingar hversu erfiðar þær eru. Nýji hægindastóllinn er að fara núna og vona ég að Rafa fari að henda gamla sófanum (t.d. Traore og Josemi) líka með tíð og tíma.

Sunderland 0 – Liverpool 2

Framfarir – klárlega!