Sunderland 0 – Liverpool 2

_41075934_garcia2-getty300.jpg
Jæja, hverjum hefði dottið þetta í hug? Liverpool búið að vinna 5 leiki í röð í Úrvalsdeildinni, þar af **þrjá á útivelli.**

Og það án þess að fá á sig eitt einasta mark! Liverpool hefur síðustu 30 daga leikið 5 leiki í ensku deildinni og unnið þá alla. Ef að Rafa Benitez verður ekki valinn þjálfari mánaðarins, þá er það fokking skandall!

Þetta var ekki fagur né skemmtilegur leikur. Ef að Chelsea leika svona, þá er það gott dæmi um styrkleika þeirra, en við vitum öll að ef að Liverpool leikur svona, þá er það vegna þess að þeir eru með svo leiðinlegt lið.

En allavegana, þetta verður stutt skýrsla.

Rafa byrjaði með þetta svona:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Gerrard – Sissoko – Alonso – Garcia

Crouch – Morientes

Í seinni hálfleik kom Harry Kewell inn fyrir Fernando Morientes og Djimi Traore inn fyrir Peter Crouch, en á þeim punkti hafði Sissoko fengið rautt spjadl (2 gul) og því var Harry Kewell einn frammi síðustu mínúturnar. Að lokum kom svo Warnock inn fyrir Riise.

Ég var aldrei neitt stressaður í þessum leik og fagnaði mörkunum óvenju lítið. Eftir hálftíma gaf Xabi Alonso frábæra sendingu inná Luis Garcia, sem afgreiddi boltann með vinstri í netið. Stuttu fyrir hálfleik gaf Xabi svo aðra snilldarsendingu inná Gerrard, sem kom í flott hlaup af kantinum og afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Frábært mark!

Í seinni hálfleik hafði Liverpool svo áfram talsverða yfirburði og sköpuðu sér nokkur góð færi og þar á meðal var brotið á Peter Crouch á markteig, Riise átti skot í slá og svo framvegis.

Leikurinn breyttist svo þegar að Momo Sissoko fékk sitt seinna gula spjald. Af hverju Momo var enn inná vellinum á þeim punkti er ofar mínum skilningi, en það var nokkuð augljóst að hann var á leiðinni að fá rautt spjald. Eftir það var Liverpool liðið mjög slappt. Rafa gerði breytingarnar, sem ég minntist á og Liverpool lagðist í vörn. Sunderland var með boltann og komst nokkrum sinnum í hættu, en Reina réð við allt, sem kom á markið.

**Maður leiksins** Fyrirliðinn okkar, **Steven Gerrard** – barðist vel og vann vel á miðjunni og skoraði frábært mark. Það var þó enginn neitt sérstaklega góður í þessum leik. Hann og Xabi stóðu eiginlega uppúr í þessu liði.


En allavegana, núna erum við komnir uppí 4. sæti á eftir Chelsea, Man U og Arsenal. Við erum núna aðeins einu stigi frá Arsenal og tveim frá Man U. Svo er eitthvað lið þarna í efsta sætinu, en það þýðir lítið að hafa áhyggjur af því fyrr en við komumst uppí annað sætið.

Fimm leikir unnir í röð í ensku deildinni og markatalan 10-0. Reina búinn að halda hreinu SJÖ LEIKI Í RÖÐ. Ég endurtek, SJÖ LEIKI! Ef þetta væri Peter Chech, þá væri komin mynd af honum á forsíðu Moggans, en það virðist enginn taka eftir þessu nema við Liverpool aðdáendur. SJÖ LEIKI. 10 og hálfa klukkustund. 630 mínútur.

Ég spyr bara, er það ekki bara ágætt að öll athyglin skuli vera á Peter Crouch? Á meðan að menn pönkast í honum, þá er Liverpool að klára sína leiki og án þess að fólk hafi tekið efitr því, þá erum við komnir í fjórða sætið, aðeins tveim stigum frá öðru sætinu. Gott mál.

23 Comments

  1. Aaaaaaahhh er ekki lífið yndislegt!? Ef ég drykki ennþá þá myndi ég fá mér einn feitan bjór í tilefni dagsins en fæ mér þess í stað bara bland í poka fyrir 300kr!

    Frábært runn á okkar liði og megi það halda áfram um ókomna framtíð þó svo að skuggi jólanna sé óneitanlega yfir okkur núna!

  2. Sigur er alltaf sigur, og ég er sammála þessu sem Einar sagði: á meðan pressan og allir hafa áhyggjur af markaleysi Crouch þá erum við að klára leiki (sex af síðustu sjö í deild), síðustu sjö leikir unnist vel og markatalan úr þeim 13:0!! Já, ég segi það bara líka: af hverju er ekki Reina leikmaður mánaðarins og Rafa þjálfarinn? Hmm… skiptir ekki máli á meðan við vinnum leiki 🙂

    Kunnuglegar slóðir – nú er bara að halda áfram!

  3. Sko, það fyrsta sem Xabi Alonso þarf að gera þegar hann vaknar í fyrramálið er að fara í naflaskoðun með þessar sendingar sínar, þær eru engan veginn nógu góðar!

    EINMITT!

    Eruð´i ekki að grínast með þessar sendingar, hægri fóturinn hans er gull.

    Geysilega gaman að sjá að við erum á massívu rönni.

    Cisse ekki í hóp eða? Hver er sagan bakvið það?

  4. Held hann hafi bara verið að tala við sjálfan sig! 🙂 Ég sá ekki nema síðustu 10 mínúturnar og svo mörkin og vá hvað þetta voru flottar sendingar hjá Xabi! 😉

  5. Fín úrslit og okkar menn gerðu það sem þurfti. Ég legg til að dómari leiksins verði færður niður um deild. Þegar LFC var búið að brjóta 5 sinnum af sér voru komin 3 gul og 1 rautt meðan Sunderland var með 12 brot og ekkert spjald. Bakhrindingarnar á Baunaspiruna okkar voru kapítuli útaf fyrir sig í dómgæslunni fyrir utan vítið. Semsagt fullkomlega vanhæfur deli þessi dómari.:mad: En 3 stig í höfn og 4. sætið. Gott mál 🙂 🙂 🙂

  6. Já, án þess að fara að væla eitthvað yfir dómaranum, þá fannst mér varnarmennirnir komast upp með nánast allt í kringum Peter Crouch. Þeir ýttu stanslaust á bakið á honum, en aldrei var dæmt á þá. Frekar þreytandi.

  7. Djöfull er ég sammála þessu með Sissoko, þetta var alveg á kristaltæru að maðurinn færi út af í leiknum, ef ekki með skiptingu þá fengi hann spjaldið. Skil ekkert í Rafa að hafa ekki kipt honum út af þegar dómarinn aðvaraði hann.

    En þrjú stig í hús gegn ARFASLÖKU Sunderland liði það eina sem skiptir máli í dag og við erum komnir á kunnugar slóðir, bara gott mál það. Þvílíkar sendingar hjá Xabi í mörkunum 🙂

  8. Jæja, búinn að horfa á þetta á spólu og þetta fannst mér:

    Xabi Alonso er gull. Munurinn á City-leiknum um helgina, þar sem við skoruðum eitt mark, og í kvöld þar sem við skoruðum tvö, var hann. Einfalt. Og talandi um að hægri fóturinn hans sé gull … þá var fyrri stoðsendingin *með vinstri* … á lofti, blindandi, viðstöðulaust, snúandi baki í markið. Vá!

    Ég þreytist aldrei á því að sjá Gerrard missa boltann eða fá ekki boltann, pirra sig, gefa í til baka á eftir manninum með boltann, hlaupa hann uppi og *éta hann lifandi* … maður leiksins, engin spurning!

    **10-0** í fimm leikjum, allt sigurleikir. Ég tek undir með ykkur, ef Rafa er ekki þjálfari mánaðarins og Reina leikmaður mánaðarins (svona fyrir hönd varnarinnar í heild sinni) þá er eitthvað að þeim hjá enska Knattspyrnusambandinu.

    Stórgóður markvörður, frábær vörn, stórgóð miðja sem stjórnar öllum leikjum og skorar haug af mörkum (García: þyngdar sinnar virði í gulli) … ímyndið ykkur hversu gott lið þetta væri ef Crouch nú bara byrjaði að skora líka!

    **Phil Dowd er gunga** … hversu oft fékk Gary Breen aðvörun? Hversu oft fengu þeir að hlaupa Peter Crouch niður? Momo fékk spjald fyrir fyrsta brot, svo eina aðvörun og svo aftur spjald fyrir brot, þegar hann braut ekki einu sinni af sér (kom aftan frá í tæklinguna en náði boltanum, hrein tækling) … maður sá það bara á Dowd í fyrra gula spjaldinu að hann myndi reka Momo útaf. Hann *ætlaði sér* að reka hann útaf. Og á milli þess sem Momo fékk spjöld fengu Sunderland-menn hvert tiltalið á fætur öðrum. **Phil Dowd: asni vikunnar!**

    Og já, Crouchie átti svo feitt að fá víti …

    Annars bara frábært. Daufur leikur en við skoruðum tvö góð mörk, héldum hreinu manni færri og erum búnir að vinna fimm í röð. Næst: Wigan á Anfield í hádeginu á laugardag, og þá förum við upp í annað sætið!!! (þó ekki sé nema í örfáa klukkutíma 😉 )

  9. Sigur á útivelli. 3 stig. Erum komnir í 4.sætið. Gott mál.

    Rafa hefði átt að vera búinn að taka Sissoko útaf þótt mér hafi ekki fundist þetta brot hans réttlæta annað gult spjald.

    Crouch getur ekki skorað.

    Gerrard spilaði eins og BESTI LEIKMAÐUR EVRÓPU.

    Alonso er snillingur í sendum sem skapa mörk.

    Sunderland reyndar geta ekki mikið.

    Vörnin traust að vanda.

    = Gott mál 🙂 Ég fer glaður að sofa.

  10. “Gerrard spilaði eins og BESTI LEIKMAÐUR EVRÓPU.”

    Nei, því miður. Næstbestur? Já, kannski, og ég elska fyrirliðann okkar út af lífinu.

    Betri en Ronaldinho? Nei, það er það bara enginn í dag.

    Góða nótt 🙂

  11. Enga svartsýni Kristján minn, eftir að Arsenal gerir jafntefli við Bolton og ManScum tapa fyrir Portsmouth þá verður Liverpool enn trónandi í 2. sæti, 9 stigum á eftir Chelsea, en þeir munu að sjálfsögðu tapa fyrir Boro mönnum 😉

  12. Glæsileg sigurferð á okkur núna sem virðist sem betur fer ekkert að fara að stoppa.

    Frábær sigur og vá hvað við erum að sjá gríðarlegar frammfarir hjá liðinu í deildinni síðan í fyrra. Frábær árangur að hafa ekki fengið á okkur mark í síðustu 7 leikjum, það er hreint út frábært.

    Vá hvað við erum með stórkoslega miðjumenn, Alonso & Gerrard eru besta miðjuparið að mínu mati í deildinni.

    Allir okkar frammherjar mega taka Garcia til fyrirmyndar hvað varðar að klára færi.

    Næstir eru Wigan og að mínu mati verður það efiðasti leikur okkar síðan við byrjuðum í þessari sigurför. Er búinn að sjá nokra leiki með Wigan og þeir eru virkilega fastir fyrir og spila góðan og hraðan sóknarleik með Henri Camara þar fremstann í flokki, leikmaður sem er frábær og ég hef lengi viljað sjá í okkar liði. Hraður, sterkur, skotfastur og klárar færinn. Carra má hafa sig allan við að halda honum í skefjum en ég er sammt ekki í vafa um að hann geri það, frábær miðvörður sem á heima í byrjunarliði Enska landsliðsinns, ekki spurning.

    Hlökkum til og vonum að við höldum áfram þessu frábæra formi sem við erum búin að vera í.

  13. Gerrard er allavega besti leikmaðurinn í dag sem er fæddur innan Evrópu. Ég hreinlega skil ekki af hverju lampard fær fleiri stig en Gerrard!!?
    Voru menn ekki að horfa á leikinn 25maí?

    Varðandi þetta run okkar í deildinni þá er þetta bara Rafa.. hann virðist vera búinn að finna taktinn í ensku deildinni og nú verður ekki litið um öxl.

    Ekki myndi ég síðan grenja bjössa farmer ef Simao kæmi í janúar!

  14. Alonso var maður leiksins fannst mér … átti báðar stoðsendingarnar, og þetta voru sko alvöru stoðsendingar.

    Gerrard þarf að koma “attitudinu” í lag, óþolandi þessi hausahristingur og þegar hann setur hausinn ofaní bringu. Viss um að hann væri miklu ef hann tæki aðeins jákvæðar á málum, það er eins og hann sé sinn versti óvinur.

    En liðið í heild er að brillera og verður massívara með hverjum leiknum.

    kv/

  15. Sissoko er auðvitað ennþá ungur leikmaður, en hann verður að læra að spila á gulu spjaldi. Hvað hefur Hamann ekki oft lent í því að fá gult spjald snemma í leik og einfaldlega passað sig sérstaklega vel það sem eftir er af leiknum. Á þessu stigi í þroska hans sem leikmanns er mikilvægt að hann læri þetta artiði.

    Ég er sammála því að Sissoko var greinilega ekki að höndla þetta og eftir lokaviðvörunina var maður viss um að hann myndi ekki klára leikinn þar sem honum yrði annað hvort skipt útaf eða hann fengi rautt spjald. Ég trúi því varla að Rafa hafi ekki séð þetta eins og allir aðrir.

    Mín niðurstaða er því sú að Rafa hafi bara sagt Sissoko að hann þyrfti að passa sig og ákveðið að nota þennan leik, sem var þegar unninn, sem lexíu fyrir hinn unga Sissoko sem mun vonandi hugsa til þessa rauða spjalds næst þegar hann fær gult og verður að róa sig.

    Með ákvörðun sinni tryggði Rafa að Sissoko myndi annað hvort sýna nógu mikinn þroska til þess að spila út leikinn án þess að fá annað gult spjald eða læra af reynslunni að hann verður að passa sig betur við svona aðstæður. Niðurstaðan varð seinni kosturinn eins og við vitum.

    Þessi leikur varð stærra skref í þroska Sissoko sem leikmanns en hann hefði verið ef Rafa hefði skipt honum út af. Fórnin var að spila manni færri hluta af leik sem var þá þegar unninn og að Sissoko verður í banni í einn leik, sem skiptir varla máli þar sem hann á ekki fast sæti í byrjunarliðinu hvort sem er.

    Við stuðningsmennirnir vildum allir skipta Sissoko út af (þar var ég engin undantekning) en þegar maður hugsar um þetta eftirá sýnir þetta kannski umfram allt af hverju Rafa er góður þjálfar en við erum það ekki.

  16. Sissoko spilaði nokkuð lengi á gulu spjaldi og aðvörun gegn Anderlecht og gerði það vel. En hann var einnig kominn með fimmta spjaldið og hefði því hvort sem er farið í bann, en bara á móti Boro, en nú verður hann í banni á móti Wigan.
    Svoer ég einnig sammála ykkur ymeð Phil Dowd, legg það ekki í vana minn að gagnrýna dómarana, enda er ég einn slíkur. PD var mjög góður í sumu, eins og að dæma á Momo en Gary Breen mátti allt.

  17. Eru menn ekki alltaf að reyna að líkja Sissoko við Patrick Viera, nú er hann farin að fá rauð spjöld og allt, alveg eins og Viera. 😉

  18. Það fór hrollur um mig þegar ég sá að Phil Dowd átti að dæma leikinn. PD er sá dómari sem fer mest í taugarnar á mér í ensku deildinni (meira heldur en ónefndur dómari sem hallast oft gegn Liverpool). Ástæðan fyrir því að PD er að mínu mati sá leiðinlegasti er sú að hann þarf alltaf að gefa einhver hálftíma tiltöl sem setja leikinn alveg úr rythma. Ég er ekki að segja að leikmenn ættu að komast upp með allan fjandann og að tiltöl eigi ekki rétt á sér. Þvert á móti finnst mér mjög mikilvægt að dómarar beiti þeirri aðferð þegar við á. En öllu má nú ofgera og hann PD getur hreinlega eyðilagt heilu leikina með þessum kjánalátum sínum. Svo er ég reyndar á því að hann hafi verið í ruglinu í gær (og hann veit líklega sjálfur af því).

  19. Ekki það að ég þekki þessa tappa en mér sýnist Sissoko vera mun heilbrigðari á geði heldur en Patrick Viera. Allavega ef tekið er mið af því hversu ungur hann er ennþá.

    Sissoko, Alonso, Garcia, Reina. Ekki slæmur hópur sem Rafa hefur tryggt okkur og ég er 100% viss að í uppsiglingu er ný gullöld hjá okkur púllurum en á meðan verður áframhald á bronsöldinni hjá mu.

    Everton mega fá ísöldina mín vegna :biggrin:

  20. Frábær mánuður hjá Liverpool. Eitt sinn virtist hefð fyrir lélegu gengi Liverpool í nóvember og oft var fyrirbærið kallað “svarti nóvember” en það fór svo sannarlega ekki fyrir því þetta árið. Liðið er farið að virka vel, Benitez veit alveg hvað hann er að gera.

    Einum færri gegn Sunderland í tæpan hálftíma – Ekkert mál! Bring on Wigan 😉

Dudek að fara?

Pongolle á leið til Betis?