Hættið að bögga Crouch!

Oliver Kay blaðamaður skrifar góðan pistil: [Why Crouch-baiting is so wrong](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150626051121-1831.htm)

>Instead of writing about when Crouch is going to score, the bigger picture is Liverpool have won their last four games, scored 10 goals and not conceded any. Peter Crouch has become something of a nationwide talking point and it has taken away from the fact that since the Carling Cup defeat at Crystal Palace, Liverpool have regrouped and are playing as well as at any time since Rafael Benitez joined the club. The four games Liverpool have won probably haven’t been the hardest but there are definite signs that certain things the manager wants to do are coming together. If Liverpool can win their two games this week – against Real Betis and Manchester City – then I think there will be reasons for genuine optimism amongst the supporters.

Nákvæmlega. Það er magnað hvernig breska pressan hefur snúið þessari sigurgöngu Liverpool, þar sem liðið hefur skorað 11 mörk og fengið á sig 0, uppí einhverja umfjöllun um markaþurrð Peter Crouch. Þetta er bara bull. Crouch hefur lagt upp fullt af mörkum og liðið hefur spilað frábærlega með hann í liðinu. Er það ekki það, sem skiptir máli?

9 Comments

  1. 10 mörk skoruð en ekki 11, sammála því að Peter hafi spilað virkilega vel á laugardaginn þó hann hafi ekki skorað er farinn að sjá hvað henn kemur með inní liðið gefur aukna möguleika í sókninni. En ef Nado er að fara að byrja að skora þá á Crouch að verma bekkinn og Cissé og Nado frammi saman. :biggrin:

  2. Hey Jay , náði þessu í fyrsta skiptið :tongue: Ég er ekki sammála þér .. en greynin er flott og er ég henni sammála í einu og öllu 😉 Crouch er frábær leikmaður og á bara eftir að verða betri :biggrin2: Hann vinnur mikið fyrir liðið og það er partur af velgengi okkar núna … ÁFRAM LIVERPOOL

  3. já hann er búinn að spila mjög vel fyrir Liverpool hann þarf bara að fara skora maður er farin að vorkenna kall greyjinu EN þetta er allt að koma 🙂

  4. Mikið finnst mér það athyglisvert hvernig menn geta haldið fram að Crouch hafi lagt upp helling af mörkum! Er það ekki rétt hjá mér að hann er ekki kominn með EINA stoðsendingu á öllu tímabilinu? Ég var að tala um þetta á Liverpool.is, og þar var mér bent á að að hann hafi í einhver tvö skipti átt sendingu á menn sem svo sáu um að leggja upp mörkin. Er það nú merkilegur árangur í 14 -15 leikjum hjá framherja? Einnig finnst mér það mjög merkilegt að menn telji Crouch vera stjörnuleikmann af því að stundum eru aðrir leikmenn vel staðsettir og vel vakandi eftir að hann hefur klúðrað sínum færum. Skv. þessum rökum eru nú flestir framherjarnir í úrvalsdeildinni í landsliðsklassa.

  5. Halli, hvaða framherjar tveir framherjar hjá Liverpool eru að spila betur en Crouch? Ef þú getur fundið tvo, þá mætti hafa þá saman í byrjunarliðinu.

  6. Mér þætti það nú í besta falli stórfurðulegt ef þú færir að halda því fram að Crouch hafi spilað betur en Cissé, sem er kominn með 10 mörk held ég í öllum keppnum. Cissé á að mínu mati ALLTAF að vera fyrsti kostur í framherjastöðuna. Í dag myndi ég augljóslega velja Morientes með honum, þar sem hann hefur skorað 2 mörk í seinustu 3 leikjum.

    Annars skil ég nú ekki af hverju þú ert að spyrja mig að þessu. Ég var nú bara að furða mig á þessu svakalega hrósi sem Crouch hefur fengið þessa dagana, því mér hefur ekki fundist frammastaða hans til þessa gefa færi á því, og hvað þá að hún sé 7 milljón punda virði!

    Ég skil bara ekki þessa þolinmæði hjá Liverpool aðdáendum gagnvart Crouch. Þetta er nú ekki beint það sem maður hefur vanist þegar kemur að framherjunum. Ég get lofað því að ef Owen væri ennþá hjá okkur og að hann hefði skilað sömu frammistöðu og Crouch það sem af er tímabilinu, þá væri langflestir búnir að heimta höfuð hans á fati! Af hverju er menn ekki dæmdir jafnt?

  7. Mér finnst Nando betri en Crouch, en finnst þó Crouch alveg eiga rétt á að vera púllari. Það sem mér finnst Nando hafa umfram Crouch er skilningur mér finnst hann skapa betur fram á við, hann veldur usla með hreyfingum sínum og er ógnandi. Crouch hefur hingað til virkað sem batti, góður batti meir að segja. En málið er bara að þegar hann fær boltan þá vita varnarmenn hvar þeir hafa hann, það er nóg að dobbla á hann og þá er oddurinn úr sókninni, boltin sendur aftur í miðjuholuna. Varnarmen þurfa að hafa meira fyrir Nando, hann getur tekið menn á eða fengið sendingar þar sem ekki er búist við honum. Ég hugsa þó að Crouch eigi eftir að geta nýst þegar skæðri sóknarmenn eru komnir með, menn sem gefa meiri breydd, menn sem Crouch getur spilað upp til hliðanna í staðin fyrir aftur á miðju, menn sem geta nýtt sér tvöföldunina á Crouch, því fari tveir á Crouch þá eru ekki nema tveir eftir í öftustu línu, og ef við höfum þá menn sem nýta sér holurnar með, þá förum við að sjá skæðar sóknir.
    Annars takk fyrir að vera komnir upp á ný

  8. >Annars skil ég nú ekki af hverju þú ert að spyrja mig að þessu

    Einfaldlega vegna þess að Crouch hefur verið að spila næstbest af okkar framherjum á eftir Cisse. Við spilum 4-4-2 og því er eðlilegt að láta þá spila, sem eru að spila best. Ég er einfaldlega ósammála þér í að Moro hafi spilað betur en Crouch að undanförnu.

    Við erum kannski fyrst og fremst að verja hann vegna þess að gagnrýnin á hann hefur verið fáránleg. Það er fáránlegt að markaþurrð hans sé aðalfréttamálið þessa dagana frekar en gott gengi Liverpool.

    Ég er ekki á því að hann sé besti framherji á Englandi, en mér hefur þótt þessi gagnrýni vera komin útí tóma vitleysu, líkt og gagnrýnin á Owen varð ALLTAF fáránleg um leið og hann skoraði ekki mark í nokkrum leikjum í röð.

    Annars verður þessi umræða öll dauð, þar sem Crouch mun skora á móti Betis 🙂

Lið vikunnar!

Cisse og Dudek