Lið vikunnar!

Ok maður lítur stundum á lið vikunnar á hinum ýmsum miðlum til að sjá hverjir eru að standa sig vel almennt í deildinni. Ekki veit ég eftir hverju þessir miðlar fara, hvort það hrein tölfræði eða huglægt mat hins vegar er ljóst að ef maður ber saman lið vikunnar hjá nokkrum netmiðlum þá er ekki mikið samræmi.
[BBC lið vikunnar](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm). Þar eru þeir Reina og Zenden.
[Sky Sports](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=326576). Þar er Hyypia.
[ESPNsoccernet.com](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=349713&cc=5739). Þar er Peter Crouch.
[Premierleague.com](http://www.premierleague.com/fapl.rac?command=forwardOnly&nextPage=teamOfTheWeek). Þar er Steven Gerrard.

7 Comments

  1. BBC virðast vera að gefa Reina sætið fyrir að hafa haldið hreinu í undanförnum leikjum, því hann hafði nákvæmlega ekkert að gera á laugardaginn. Þetta er meira svona viðurkenning á árangrinum að undanförnu. Gott að menn eru að taka eftir honum.

    Annars, verulega skrýtið að Hyypia skuli vera þarna hjá Sky. Hefði viljað sjá Zenden í fleiri liðum en bara á BBC.

  2. Reyndar er Soccernet lið vikunnar einhver brandari, eins og sést best á því að það inniheldur m.a. varnar- og sóknarmann Everton…

  3. Ég vona að þið hafið áttað ykkur á því að liðið á soccernet er kaldhæðni frá A til Ö… og almennt alveg stórkostleg lesning.

  4. HAH ! já þetta ernú meira ruglið, liðið á soccernet. Titus Bramble í lið vikunnar ?! hvað er að ské.

  5. hló mig máttlausan með því að lesa soccernet liðið og umfjöllun um hvern og einn leikmann. fannst sárt að sjá Crouch í hópi þeirra manna sem flestir klúðruðu leikjum sinna liða um helgina. örugglega eini maðurinn þarna úr sigurliði. En meðan hann skorar ekki þá verður hann örugglega þarna í hverri viku. þannig virkar þessi leikur.

  6. Soccernet eru flottir og þetta er magnað lið vikunnar hjá þeim. Crouch á klárlega heima þar miðað við 19 klst. án marks í Liverpool búning.

  7. Ég tek til baka ummæli mín annars staðar á síðunni um að Crouch væri ekki einu sinni að leggja upp mörk fyrir samherja sína.

    Lagði klárlega upp markið fyrir Zenden. Glæsilega gert. 😉

    Annars fer maður að verða stressaður fyrir leikinn á móti Betis. Við höfum einhvernveginn meira að tapa en vinna í þeim leik.

Crouch jákvæður þrátt fyrir markaleysið.

Hættið að bögga Crouch!