Crouch jákvæður þrátt fyrir markaleysið.

Peter Crouch [segist hafa verið ákveðinn að taka vítið](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=326802&CPID=8&clid=&lid=2&title=Crouch+staying+positive) gegn Portsmouth á laugardaginn og þrátt fyrir klikkið þá er hann tilbúinn að taka víti strax aftur. Mjög mismunandi skoðanir eru stóra drengnum bæði hérna á síðunni og annarsstaðar. Gamla kempan Ian Rush segir m.a. um Crouch þetta:

“He’s just lacking confidence,”
“He needs a goal and he’s got to be greedy and he’s got to be selfish.”

Rafa segir að Crouch þurfi að bæta meiri ákveðni í leik sinn. Hann hafi allt til að bera til að verða frábær leikmaður en vanti uppá grimmdina.

“Peter has the ability and he tries to play good football, but he is also a target man and needs to be more aggressive. “

Síðan lokar Rafa þessu á léttum nótum:

“Maybe we can change Peter and Carra for 30 minutes,”

Ég hef ekki legið á skoðun minni varðandi Crouch og var ekki sáttur við kaupin og hvað þá fyrir það verð sem hann var keyptur á. Núna hefur Crouch spilað í 19 klst. án þess að skora mark fyrir Liverpool, hvað er að? Ég er ávallt tilbúinn að bakka upp leikmenn Liverpool þegar á þá hallar en hvernig er hægt að verja sóknarmann sem hefur spilað í 19 KLUKKUSTUNDIR á þess að skora mark. Gerir allt rétt nema að skora jájá en hans verkefni er að skora PUNKTUR.

Annar nýr leikmaður hjá okkur, Pepe Reina, hefur núna [haldið hreinu í 4 leiki í röð](http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=252485) og virðist vera að ná góðri fótfestu í Englandi. Ég er ennfremur algjörlega sammála Reina þegar hann segir þetta:

“We are playing well as a team right now, but it’s not only the defence and the keeper, it’s everyone together. It’s important for me and for the defence to keep clean sheets and transmit assurance throughout the team.”

2 Comments

  1. Ég skil ekki þetta traust sem Crouch fær, ég er viss um að ef að það hefði ekki verið houllier sem keypti Cissé þá væri Cissé fastamaður frammi! Eins og hann á að vera, skil ekki hvers vegna það er verið að taka marka-lausa manninn fram yfir markahæsta maninn! Þetta er alveg út í hött! 😡

  2. Ehm, Crouch og Cisse voru báðir í byrjunarliðinu á laugardaginn. Cisse og Morientes voru svo frammi í síðasta leik gegn Villa. Get ekki alveg séð hvernig Crouch sé tekinn framfyrir Cisse.

    Á laugardaginn var Rafa einfaldlega í vandræðum því hann var ekki með hægri kantmann á bekknum þegar að Luis Garcia var meiddur og því lá beinast við því að setja Cisse á kantinn, þar sem hann hefur ákveðna reynslu.

Kommentin komin í lag

Lið vikunnar!