Baros á förum, en hvert?

Sky Sports segja í dag að Schalke hafi boðið í Milan Baros og hugsi sér hann sem staðgengil fyrir hinn brasilíska Ailton, sem fór nýverið frá þeim til Besiktas í Tyrklandi.

Ég fékk heimildir fyrir þessu fyrir helgi og nú virðist það hafa verið staðfest. Ég verð að segja að þetta yrðu góð skipti fyrir Baros, þar sem Schalke er stórlið og í Meistaradeildinni, auk þess sem tékkneskum leikmönnum gengur jafnan vel í Þýskalandi. Baros gæti þarna verið #1, aðalmaðurinn í liðinu, sem myndi koma honum til góða fyrir HM 2006.

Það er eitthvað talað um möguleikann á að hann velji Aston Villa fram yfir Schalke, þar sem góðvinur hans Patrik Berger er þar á mála, en ég verð að segja að það kæmi mér óendanlega mikið á óvart ef Baros tæki miðlungslið sem er ekki í Evrópukeppni yfir höfuð, fram yfir lið sem er í titilbaráttu ár hvert í einni af sterkustu deildum Evrópu, og er í Meistaradeildinni. Og ekki einu sinni minnast á West Ham, ég held að jafnvel bjartsýnustu Hammarar myndu ekki reyna að ljúga því að sjálfum sér að Baros vilji spila fyrir nýliðana. Ekkert illa meint, en ef Baros býðst lið í Meistaradeildinni mun það ráða úrslitum fyrir hann.

Ég mun fylgjast spenntur með næstu daga/vikur. Ef Milan á að yfirgefa Liverpool vona ég að hann finni sér góðan klúbb, Schalke gæti vel orðið sá klúbbur.

9 Comments

 1. Þetta stendur í Sky greininni:

  >Schalke are now believed to be discussing terms with Liverpool, **who could even let Baros go out on a season-long loan** with a view to a permanent deal.

  Ef að Liverpool *lána* Baros, þá fer ég að efast um geðheilsu Rick Parry.

 2. Ég er þeirrar skoðunar að Liverpool eigi að halda í Milan. Benitez talar mikið um að hann vilji hafa sem flesta möguleika og ég tel Milan bjóða upp á ýmislegt sem aðrir framherjar liðsins hafa ekki.

  Ég er heldur ekkert alltof viss um að Morientes eigi eftir að slá í gegn, menn geta alltaf meiðst sömuleiðis og því tel ég Baros eiga fullt erindi í hóp Liverpool.

  En sömuleiðis skil ég afstöðu Parry ef samningur Baros er að renna út og ekki stendur til að skrifa undir nýjan. En þetta með lánssamninginn við Schalke hlýtur að vera eitthvað grín!

 3. er það staðfest að hann sé á förum?? 😯 :confused: 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁 🙁

 4. Semsagt þú fékst heimildir fyrir því á ynwa.tv eins og 600 aðrir L’pool stuðningsmenn? :tongue:

 5. Ef Liverpool ákveður að selja Baros þá í guðanabænum seljum hann út fyrir landsteinana.

  Ég hata ekkert meira heldur en þegar fyrrverandi leikmenn Liverpool eru að skora gegn okkur á Anfield í deildinni. Og það mun Baros pottþétt gera.

  Plísss seljið hann til þýskalands, Ítalíu eða Spánar.

  Annars er ég sammála þér nafni að Schalke er flottur klúbbur með frábærann heimavöll. Og Baros myndi njóta sín vel sem sóknarmaður nr.1 hjá þeim.

  Kveðja
  Krizzi

 6. Hvaða rugl er þetta með lánssamning?

  Eruði komnir með á hreint hvort hann eigi eitt eða tvö ár eftir af samningnum sínum…eða kannski eitt og hálft?

Figo til Inter? Bleeeeeh (uppfært)

Josemi fyrir Alves