Figo til Inter? Bleeeeeh (uppfært)

Massimo Moratti, forseti Inter segir að liðið sé nálægt því að [tryggja sér bæði Luis Figo og Walter Samuel frá Real Madrid](http://sport.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2005/07/27/sfnliv27.xml&sSheet=/sport/2005/07/27/ixfooty.html).

Æ, ég nenni þessu ekki lengur. Setjum engar fleiri Figo fréttir hingað inn þangað til að hann skrifar undir hjá einhverju liði. Hljómar það ekki vel?


**Uppfært (EÖE) kl 18:59**: Jæja, Figo sjálfur hefur [talað](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=337728&cc=5739):

>’Things with Liverpool have stopped … but for me I’m happy that big clubs are interested in me. I just want to play football though,’

Ok, þá getum við lagt þetta mál til hliðar.

11 Comments

  1. Mér líst vel á það. Þetta er orðið frekar þreytt.
    Hins vegar vantar okkur enn tvo leikmenn, það er hægri kantur og svo miðvörð. Mig langar mikið í Figo og svo væri ég mjög til í það að fá Gallas. Ef Figo klikkar hins vegar, hvern tökum við þá?

  2. Það hljómar mjög vel jú, maður er orðinn svo þreyttur á þessari Figo sápuóperu að mér er orðið alveg sama hvort hann kemur eða ekki.

  3. Sælir drengir og stúlkur,

    Ég er nokkuð viss um að hann endar á Anfield drengurinn. Ef hann hefur áhuga á að vinna eitthvað þá er það rétta í stöðunni fyrir hann. Ekki mun hann vinna eitt né neitt hjá Inter Milan, þeir eru allavegana ekki líklegir til afreka. Annars líst mér nokkuð vel á þetta hjá Rafa, fyrir utan kaupin á Pétri Krús, set ? við hann, vona bara að hann eigi eftir að koma á óvart. Hann getur ekki gert neitt annað en komið á óvart, ekki er hann góður fyrir. En nóg um það.
    Áfram Liverpool.

  4. Halli, sástu leikinn í gær? Fyrir mér gerði hann (crouch) nóg í þeim til leik til þess að ég róaðist aðeins niður varðandi þessi kaup.

  5. Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki leikinn í gær. Ég vona að hann sé þess verður að klæðast rauðu treyjunni. Ég er bara ekki alveg sáttur við að Baros sé úti í kuldanum þessa dagana. Það er vel hægt að gera þann dreng að frábærum markaskorara fyrir Liverpool. Svo þegar maður heyrir að sami verðmiði sé á þessum tveim leikmönnum, þá verður maður svolítið kjaftstopp.
    EN ég er hins vegar alveg tilbúinn að gefa Crouch sénsinn, sem allir leikmenn eiga skilið.

  6. Skrýtið, í fréttinni sem þú vitnar í segir hann þetta:

    ?Things with Liverpool have stopped ? but for me I?m happy that big clubs are interested in me. I just want to play football though,?

    En í SkySports fréttinni sem var að lesa rétt áðan sagði hann þetta:

    “With the English side, everything has ended but I’m happy many other big clubs have put their eyes on me,” Figo told Reuters.

    Þetta er nú meira bullið. Hvernig er hægt að kvóta í menn ef það er ekki orðrétt? Annar miðillinn hlýtur að vera að kúka, nema að þetta sé sitthvort viðtalið…eða ekki…eða…ha?

  7. Við höfum ekkert að gera með leikmann sem ekki vill spila með félaginu, annaðhvort velur maðurinn peningana eða LFC. Flóknara er það ekki.

  8. Já, Garon, þetta er nú nokkuð dæmigert fyrir léleg vinnubrögð á þessum fótboltasíðum. En það skiptir svo sem ekki máli, niðurstaðan er sú sama.

  9. Hann er þá þessi drullusokkur sem ég hafði alltaf talið hann vera. Ég gaf honum smá frest þar sem við vorum í viðræðum en sorry dude…it´s gone now!

    Leiðinlegt þegar menn eru að notfæra sér svona aðstöðu sína og segjast vera nánar komnir til einhvers liðs til þess að æsa önnur upp og síðan “Æji sorry…bæ”. Break a leg Figo..and break it good!

Kaunas 1 – L’pool 3

Baros á förum, en hvert?