Kewell þarf í aðgerð

Þetta meiðsladæmi hjá Liverpool virðist enga endi ætla að taka. Það virðist sem að meiðslavandræðin hafi bara farið í smá frí. Þegar þetta er skrifað í hálfleik á Liverpool-Southampton er það að gerast að Baros er meiddur, Finnan meiddist í leiknum og svo er HARRY KEWELL á leið [í aðgerð](http://www.soccer365.com/EUROPEAN_NEWS/Premiership/page_99_87959.shtml) og verður frá fram í Mars.

Sama hvað menn segja um frammistöðu Kewell á þessu tímabili, þá eru þetta **hræðilegar** fréttir.

2 Comments

  1. Þetta eru hræðilegar fréttir, og einmitt þegar Kewell var að finna sitt gamla form og þegar hann er í stuði þá er hann af betri miðjumönnum í deildinni – að mínum dómi. En hvernig með Baros? Er það ekki bara smávægilegt eða, hvenær meiddist hann?

  2. Vá þetta er hræðilegt maður. En vonum bara að hann kaupi þá eitthvað kallinn, pérsónulega finnst mér vara MERGJAÐ ef við myndum fá Aimar og Morientes.

Byrjunarliðið komið

Liverpool 1 – Southampton 0