Liverpool 1 – Southampton 0

Þetta verður nú ekki löng skýrsla, þar sem þetta var ekki viðburðarríkur eða skemmtilegur leikur.

Liverpool vann Southampton 1-0 í dag í nokkuð erfiðum leik.

Það er alveg ljóst að til að vera ofarlega í vor þá þarf Liverpool að klára svona leiki. Leiki, þar sem liðið leikur ekki vel en nær einhvern veginn að knýja fram sigur. Liverpool lék EKKI vel í dag en við kláruðum leikinn.

Á móti Portsmouth og fleiri liðum höfum við gloprað svona leikjum niður í jafntefli eða jafnvel tap (einsog á móti Birmingham) en í dag náðum við að skora mark og halda því út leikinn.

Benitez gerði nokkrar breytingar frá því gegn W.B.A. Baros er meiddur og auk þess ákvað hann að hvíla Traore og Nunez.

Hann byrjað því svona:

Dudek

Finnan ? Carragher ? Hyypiä ? Warnock

Garcia ? Gerrard ? Alonso ? Riise

Mellor ? Pongolle

Finnan meiddist fljótt í leiknum og fyrir hann kom Salif Diao, sem stóð sig ágætlega.

Þetta Southampton lið er ekki það skemmtilegasta í boltanum, en það virtist erfitt fyrir Liverpool að brjóta liðið niður. Liverpool var betra liðið allan leikinn (utan kannski 10 mínútna í seinni hálfleik) en þeir náðu þó aldrei að losa sig við Southampton.

Flo-Po kom okkur til bjargar. Hann fékk frábæra sendingu frá Xabi Alonso inn fyrir vörnina og skoraði örugglega einni mínútu fyrir leikhlé.

Liverpool átti auk þessa nokkur ágæt færi. Riise skaut í slá og Garcia lét verja frá sér af stuttu færi. Southampton ógnuðu hins vegar aldrei marki Liverpool af alvöru.

**Maður leiksins**: Það liggur við að ég sleppi því að velja mann leiksins. Það má segja að það hafi akkúrat vantað mann leiksins, því það virtist einsog menn væru að bíða eftir því að einhver myndi taka af skarið og klára leikinn. Það var enginn áberandi lélegur og enginn áberandi góður. Þetta var algjör meðalmennska í dag. Kannski að maður velji bara **Sinama-Pongolle** fyrir að hafa nýtt færið sitt.

En samt, mjög gott að vinna þennan leik og núna höfum við unnið þrjá leiki í röð í fyrsta skipti undir Rafa Benitez, sem er frábært. Einnig höfum við haldið hreinu tvo leiki í röð.

Það er þó alveg ljóst að Liverpool verða að spila miklu, miklu betur gegn Chelsea á Nýársdag. Ég hef engar áhyggjur af því og efast ekki um að Gerrard, Alonso og co verða í stuði á móti Chelsea.

8 Comments

 1. Ég er sammála að flestu leiti nema að mér fannst Diao alls ekki vera að standa sig vel. Flestar sendingar hans voru klúður og hann virkaði kærulaus.
  Annars verður maður að vera sáttur við að taka 3 leiki í röð og jafnvel 4 ; )
  Þetta urðu svo sannarlega gleðileg jól !

 2. Ég er ósammála þér, Hafliði. Ég er enginn Diao aðdáandi (einsog hefur komið fram) en mér fannst hann standa sig ágætlega. Hann var að spila í hægri bakverði, sem er alls ekki hans staða, og stóð sig bara hreint ágætlega.

 3. Diao var ömurlegur í leiknum

  missti boltan klaufalega og sást líka að það var einhver pirringur í hans garð frá öðrum leikmönnum liverpool

 4. Seinni hálfleikur var hreint út sagt ömurlegur. Gerrard náði þó að rífa sjálfan sig upp úr ömurlegheitunum og var nálægt því að klára leikin upp á eigin spítur. Brotið á Riise var ekkert annað en víti og rautt. Einhvern vegin hélt ég að hann myndi setja Traore í stað Diao í bakvörðin þó svo að hann sé lefty og þó svo að Diao hafi verið að spila stöðu sem hann er ekki vanur þá sýndi hann einfaldlega í þessum leik eins og öllum öðrum leikjum að hann er ekki í þeim gæðaflokki sem LFC sæmir. En þrjú stig úr leik sem var einhvernveginn alveg ekta leikur til að klúðra, er bara fínt og persónulega hef ég ekki áhyggjur af að liðið sýni samskonar frammistöðu á laugardaginn.

 5. Diao átti slæman kafla þar sem hann var ömurlegur.

  Þetta átti þó við um allt okkar lið á þessum kafla fannst mér (um miðbik seinni hálfleiks).
  En Diao spilaði mjög vel meiripart leiks (fannst mér).
  Flo Po er að stefna í það að verða minn maður í liðinu með þessu áframhaldi, hann er stórkostlegur með boltan.
  En að öðru leyti var liðið bara svona ok. gegn baráttuglöðum Southampton mönnum.

 6. Takk fyrir frábæra síðu annars, Einar og Kristján:)

  Og áfram Liverpool.

Kewell þarf í aðgerð

Benitez bjartsýnn