Opinn þráður: Helstu fréttir

Það er lokaleikur Ameríkuferðarinnar annað kvöld gegn Manchester United og sat Klopp fyrir svörum í dag og fór um nokkuð víðan völl.

Hann var spurður út í ummæli Jose Mourinho sem er ennþá að reyna sýna dauðþreyttu hugarleiki og sló hann utanundir með þessu svari:

Jose sagði í aðdraganda leiksins við Liverpool að nú væri pressa á Klopp að skila titli í hús eftir öll innkaupin í sumar. Eins og mjög oft áður Trumpleg einföldun hjá Mourinho sem skautar aðeins framhjá aðalatriðum:

Leikurinn annað kvöld er reyndar handónýtur því líklega verður Naby Keita ennþá á meiðslalistanum. Hann meiddist við það að sitja í flugvél sem er nokkuð vel af sér vikið.

Gini Wijnaldum og Loris Karius voru ekki heldur með á æfingu í dag og verða því líklega ekki með á morgun. Það verða því unglingar í markinu allan leikinn. Shaqiri gæti hinsvegar komið eitthvað við sögu.

Þessir leikir í Bandaríkjunum eru fyrst og fremst PR hjá þessum stóru liðum og stjórar þessara liða hafa margoft sagt að þeir væru frekar til í að fara á rólegri slóðir og einbeita sér bara að æfingum. Það fær Klopp í næstu viku er hann fer með liðið til Frakklands. Alisson og Firmino bætast við hópinn þar.

Hann var auðvitað spurður út leik leikmannagluggann og hélt alveg Óla Hauk á tánum varðandi innkaup. Sló þetta ekki alveg út af borðinu.

Aðrar fréttir úr slúðurheimum snúast um leikmenn á leið frá Liverpool. Þar fara Danny Ings, Lazar Markovic og Simon Mignolet fremstir í flokki og ef eitthvað er að marka slúðrið gæti Liverpool fengið töluvert fyrir þá. Crystal Palace ætlar t.d. að halda áfram að borga okkur stórfé fyrir leikmenn sem komast ekki lengur í liðið.

Varðandi markmenn þá sagði Klopp að Liverpool hefði keypt Alisson hvort sem Liverpool hefði unnið úrslitaleikinn í Meistaradeildinni eða ekki. Þessu trúi ég mjög vel enda varla óvænt að Liverpool hafi viljað heimsklassa markmann væri slíkur fáanlegur og vinna við að fá Alisson var líklega löngu byrjuð fyrir leikinn í Kiev. Dudek fékk að kynnast þessu á sínum tíma þrátt fyrir Istanbul.

Klopp var svo spurður nánar út í úrslitaleikinn í Kiev og sagði í fyrsta skipti það sem honum virkilega fannst, þá helst um Sergio Ramos og er ljóst að hann hefur ekki mikið álit á þeim karakter, hvorki innan né utan vallar. Hann deilir alveg skoðunum okkar flestra.

Persónulega væri ég samt meira til í að hafa svona “win at all cost” dirty týpu á meðan slíkir leikmenn komast upp með meirihlutan af því sem þeir gera af sér frekar en að vinna einhver fair play verðlaun ár eftir ár og fá ekkert fyrir það.

Endum þetta á Robbie Fowler og Mo Salah í banastuði.

26 Comments

  1. Ef við mætum RM í vetur þá vona ég að Shaqiri verði sendur inn til að ganga frá þessari Ramos-rottu. það yrði nefnilega áhugavert að sjá rottuna spila fótbolta með öxlina úr axlarlið. Svo mætti hann fá heilahristing í kaupbæti.

    Annars er stórkostlegt að fylgjast með okkar mönnum og ekki síst Klopp í USA. Vinsældir hans eru gríðarlegar og það er ekki að ósekju. Hver bíður spenntur eftir fjölmiðlafundi með múrinhjo, pep eða einhverjum öðrum? Klopp er í sérstöðu hvað þessa fundi varðar. Hann er einlægur, hreinskilinn og svarar án hroka og leiðinda. Klopp skapar samstöðu hjá okkur á meðan t.d múrinhjo skiptir stuðningsmönnum mu í nokkrar fylkingar. Margir af þeim vilja hann burt, aðrir ekki og sumir eru tvístígandi. Enginn er efins um að Klopp er rétti maðurinn fyrir Liverpool. Sá einstaklingur hefur þá ekkert fylgst með. Ég kvíði þeim degi svakalega þegar Klopp stígur niður.

  2. Sælir félagar

    Það sem Svavar segir. Algerlega sammála honum um Klopp og hvernig hann aktar. Ekkert skrítið að margir MU stuðningsmenn dauðöfunda okkur af honum og eru sáróánægðir með bullustrokkinn Móra og þann fótbolta sem hann spilar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Málið er að í dag er bara ekker cool við það að meiða leikmenn viljandi. Þetta er löngu dottið úr tísku og færri og færri hrottar sem komast alla leið í bestu deildirnar sem betur fer.

    Svo er líka verið að dæma menn í bann eftirá og VAR lika að refsa svona mönnum.

    Ég vil alls ekki hafa leikmenn sem eru tilbunir að skemma feril annarra leikmanna fyrir það að vinna leiki. Eg vil leikmenn sem vinna á eigin gæðum og samvinnu. Allt í lagi að vera grjotharðir og óþolandi duglegir en á meðan eg vil ekki að minir menn fái áverka sem enda tímabil vil eg ekki að þeir geri það við aðra.

    Roy Kean typurnar eru sem betur fer að deyja út

  4. Þetta er opin þráður. Putin gefur trump fótbolta. Það er transmitter í honum.

    Nú spyr ég af því að maður veit ekki hvernig marklínutæknin er en getur verið að þessi transmitter í boltanum sé vegna marklínutækni en ekki tilraun til njósna?

    Annars er Var og marklínutæknin að eyðileggja fótboltann.

  5. Aðeins um breiddina og tek þann vinkil að glasið sé hálftómt en tek það fram að maður er sáttur við sumarkaupin hingað til. Við viljum öll að liðið sé á þeim stað að hafa tvo mjög góða leikmenn um hverja stöðu. Að mínu mati er það ekki tilfellið eins og staðan er núna. Það er fyrir löngu kominn tími á titil og má um kenna skorti á breidd að einhverjir af þeim titlum sem mögulegir voru á síðustu árum komu ekki í hús.

    Eins og kom fram hér að ofan er nettóeyðslan ekkert gífurleg hjá LFC á síðustu árum auk þess að einhver árin var klúbburinn í plús. Enginn titill og ekki alltaf í CL. Þessar staðreyndir létu mig efast um FSG og ekki að ósekju. Kaupin í ár að mestu fjármögnuð með sölunni á Coutinho. Svo á að selja mannskap fyrir 70-90m.p. ; Ings, Origi, Ojo, Mignolet, Karius kannski o.fl. auk 12.5 komnar inn fyrir Ward. Þannig að nettóeyðslan fer kannski niður í ca. 100m frá árinu 2014. Það er ekkert brjálæði og mætti alveg henda 150m.p. í 3-4 stöður. Það er ekki mikið eftir að glugganum og ef það tekst að selja þessa leikmenn finnst mér vanta talsvert uppá breiddina. Fyrir utan league cup eða hvað hann heitir í dag geri ég kröfu á að liðið verði í alvöru baráttu um EPL, CL og FA cup.

    GK; Held að Karius verði back-up. Manni hefur aðeins runnið reiðin síðan kvöldið örlagaríka í Kænugarði og vonandi vinnur okkur flest yfir á sitt band aftur. Fær bikarleiki og kannski einhverja CL leiki.

    Vörnin; Hægri bakvarðastaðan er best mannaða staðan í liðinu. Ef Clyne eða TAA eru ekki leikfærir er Gomez alveg nothæfur. VVD er auðvitað maðurinn, Matip hefur ekki sannfært neinn á tveimur árum og oft meiddur, skil ekki að Klavan sé ennþá þarna, Gomez er spurningamerki, kannski í besta falli þriðji kostur í hægri og fjórði í miðvörð, allavega er enginn að öskra eftir honum í liðið plús oft meiddur. Svo er það Lovren kallinn. Ég held að fyrir alla leiki sem hann tjáir sig eitthvað við fjölmiðla þá hafi þeir tapast og sumir þeirra stórt. Hann spilar max 5 leiki áður en hann drullar rækilega uppá bak. Flottur pistill hjá Babú um Lovren um daginn og kannski núna þegar hann á eftir topp árin þá myndi hann rosalegt miðvarðapar með VVD en eins og Matip og Gomez er hann oft meiddur þannig að ég vill sjá önnur risakaup í miðvarðastöðuna. Losa sig við Klavan og hugsanlega Matip. Robertson á vinstri bak stöðuna og Moreno…tja…er bara Moreno með sína kosti og galla. Aldrei hægt að treysta á hann og miðað við hæfileikana þá ætti hann að vera betri. Hann er bara ekki nógu klár held ég og væri til í að skipta honum út ef eitthvað betra býðst.

    Miðja; Þrátt fyrir kaupin á Fabinho og Keita (Shaqiri meira hluti af sókn) þá er Can farinn og Oxlade verður ekki með. Það stóðu 3 eftir í þessar stöður í CL final. Grujic væntanlega lánaður og því má ekki við miklum skakkaföllum. Fyrir utan fremsta miðjumann stöðuna(tían) þá ættu samt Hendo, Keita, Fabinho, Gini og Milner að covera þetta. Svo er Lallana eina tían nema að Keita sé hugsaður þar líka. Lallana, ef hann meiðist ekki, væntanlega byrjar þar í upphafi tímabils. Þarna vantar leikmann. Nema að einhver world class striker sé keyptur og Firmino gæti spilað tíuna. Í raun myndi ég helst vilja það. Vinnusemi og auga fyrir spili gerir Firmino að frábærum möguleika þar. Ég er ekki að gleyma Woodburn en sé hann ekki í plönum Klopps í ár, fer vonandi á láni í EPL lið.

    Sókn; Þegar Sturridge meiðist er Solanke næstur inn fyrir Firmino, ekki nógu gott. Ef Origi og Ings verða báðir seldir er ekki mikið í boði. Solanke hefði líka mest gott af því að vera lánaður og vera starter hjá Brighton, Fulham eða Newcastle eitt tímabil allavega til að sjá almennilega í hvað hann er spunnið. Shaqiri er svo back-up fyrir Salah eða Mane. Mögulega verða þá 5 leikmenn fyrir 3 stöður. Þarna væri ég mest til í Pulisic. Hann er bara 19 ára og ekki hægt að gera þá kröfu að hann verði lykilleikmaður en djöfull væri ég til í hann sem fyrsta mann inn sem back-up í sóknina.

    Niðurlag; Vantar meiri breidd ef það á að keppa af alvöru á a.m.k. þremur vígstöðum. Miðvörð, mögulega vinstri bak, creative miðjumann og sóknarmann. Tæpar 2 vikur eftir af glugganum og þetta er aldrei að fara gerast en vonandi verða ein til tvær af þessum stöðum bættar.

  6. Sælir félagar

    Tigon þí gleymir Jones sem er alveg stórkostlegt efni og reyndar orðinn mjög góður leikmaður nú þegar. Þar er sóknarmiðjumaður á ferð sem getur gert út um leiki. Annars er ég að miklu leyti sammála þér um breiddina af gæðaleikmönnum. Sérstaklega vantar heimsklassa miðvörð sem getur fyllt uppí meiðslaskarð og sóknarmann af sama kaliberi og Fekir eða Pulisic.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Klopp er bestur. Frábær karakter með metnað, markmið og einbeitni. Að skila þessu til leikmanna undir gegndarlausu fjölmiðlaálagi og brosa alltaf og kvarta aldrei og fá til sín ófáa af bestu leikmönnunum sem eru lausir – það er sigur út af fyrir sig. Enginn hefur byggt liðið jafn hratt upp eftir þrautagönguna. Klopp er án efa nokkurs vafa verðmætasti einstaklingurinn í LFC. Hann mun svo skila bikar í hús fyrir okkur. Hann hættir ekki fyrr.

  8. vel upplagt hjá tigon,er sammála um að vanti aðeins uppá breiddina en er samt sáttur við gluggann eins og er.en mikið vill meira.

  9. Eitthvað er nú talað um að Pulisic hafi hafnað nýjum samningi og Dortmund vilji þá reyna casha inn sem mest fyrir hann núna, en ekkert bara Liverpool sem eiga að vera áhugsamir, Chelsea, Bayern og já Real Madrid einnig 🙂

  10. #7 Sigkarl

    Er ekki bara verið að gefa honum smjörþefinn af aðalliðinu? Látinn dafna og þroskast hjá u18 og kannski einhverja u23 leiki á tímabilinu. Ekki verður tíma hans varið í bekkjarsetu hjá 1st team.

  11. Það sem ég held að Shaqiri sé ánægður að vera farinn að spila aftur með fótboltamönnum

  12. Þó þetta seu æfingaleikir er það ansi sterkt að vinna bæði city og scums.

  13. Gæti það verið að Klopp hafi fundið enn einn demantinn í hinum afskrifaða svisslending? Lengi verið uppáhalds leikmaður hjá mér og sást t.d. hvað fótboltaheilinn hans var langt á undan Stoke leikmönnunum. Keypti í fantasy en seldi þar sem Stoke liðið gat ekkert, þrátt fyrir að hann hefði verið yfirburðar maður þar. Verður frábært að sjá hvað hann gerir í frjálsu hlutverki hjá frábæru Liverpool liði í vetur.

  14. Ég ætlaði að koma hingað inn til að tala um og hrósa Shaqiri fyrir þetta geggjaða mark og frammistöðu en svo sé ég að menn eru ennþá að væla yfir þessu Ramos máli. Þetta er einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég man eftir lengi og kominn tími til að komast yfir þetta.

    Liverpool líta mjög vel út þessa daganna og hópurinn er breiður og flottur og Shaqiri byrjar mjög vel í sínum fyrsta leik og ekki verra að það sé á móti Man Utd. Manni er farið að hlakka vel til tímabilsins og má það fara að byrja sem allra fyrst bara.

    YNWA

  15. Sælir félagar

    Æfingaleikur eða ekki æfingaleikur. Það er bara ógeðslega notalegt að vinna MU hvenær sem er og hvar sem er. Shaqiri leggur upp eitt á Sturridge og skorar svo þvílíkt draumamark. Dásamlegt og það á móti MU, yndislegt. Ekkert er eins gaman eins og að vinna MU nema þá helst að horfa á þá tapa á móti liðum eins og C. Palace.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Getum við ekki bara spilað alla leikina í USA… Við fáum amk fullt af vítum þar!

    Yndislegt að bursta móra og þetta leiðinlega lið þeirra.

Leikþráður: Liverpool – Man City

Æfingaleikur: Liverpool 4 – 1 Man Utd