Æfingaleikur: Liverpool 4 – 1 Man Utd

Í kvöld léku Liverpool og Manchester United æfingaleik í Michigan í Bandaríkjunum, og það mættu rétt rúmlega 100 þúsund manns á völlinn. Talsvert var um unglinga og varaliðsmenn hjá báðum liðum. Svona stilltu okkar menn upp:

Grabara

Camacho – Van Dijk – Klavan – Moreno

Fabinho – Lallana – Milner

Salah – Solanke – Mané

United stilltu upp svipað blönduðu liði, þar voru þó þungaviktarmenn í byrjunarliðinu eins og Mata, Sanchez, Herrera, Darmian og Smalling. Semsagt, alls engir unglingar eins og Mourinho hafði haldið fram fyrr, og meðalaldur United byrjunarliðsins var 26 ár en 25 hjá okkar mönnum.

Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu eftir að Salah hafði verið sparkaður niður, Mané tók vítið og skoraði örugglega. United jafnaði skömmu síðar með ágætri aukaspyrnu frá Pereira sem Grabara átti engan séns á að verja. Staðan 1-1 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleik komu Shaqiri, Woodburn, Jones, Ojo, Phillips og Kelleher inná, og skömmu síðar bættust Sturridge og Robertson í hópinn. Sturridge var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann fékk sendingu frá Shaqiri og renndi boltanum snyrtilega í hornið. Undirbúningurinn frá Shaqiri var góður, og hann sýndi vel þar hve sterkur hann er. Nokkru síðar var Robertson felldur í teignum, og önnur vítaspyrna dæmd. Það voru því komin fleiri víti í þessum eina leik heldur en allt síðasta tímabil á Anfield. Sturridge var líklega sá sem hefði átt að taka vítið, en Ojo var fullur sjálfstrausts, og Sturridge er kominn í “styðja við bakið á ungu strákunum” gírinn og lét hann taka vítið. Ojo átti í nákvæmlega engum vandræðum með að klára þetta víti, gaman að sjá hann fullan sjálfstrausts.

Að lokum var svo komið að Shaqiri að skora sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn, og þvílík frumraun. Woodburn fékk boltann inn á markteig, lék aðeins til hliðar en gaf svo sendingu inn á vítapunkt þar sem Shaqiri var mættur og afgreiddi boltann með hjólhestaspyrnu í hornið, gjörsamlega óverjandi.

Það eru nokkrir punktar sem standa upp úr eftir þennan leik. Í fyrsta lagi var nákvæmlega ekkert að gerast í sóknarleiknum hjá United í seinni hálfleik, og Kelleher var örugglega nálægt því að sofna nokkrum sinnum. Þá er gaman að sjá hvað það eru margir af ungu strákunum að banka hressilega á dyrnar. Woodburn með flotta stoðsendingu, Ojo með öruggt víti, Camacho með enn eina frammistöðuna, Jones var öflugur sömuleiðis, og svo má ekki gleyma gamla góða Sturridge sem virðist vera kominn í einhvern afar eftirsóknarverðan gír, og megi hann vera í þeim gír sem allra lengst. Klopp er a.m.k. duglegur að tala um að hann sé mjög ánægður með hópinn, t.d. er víst ekki á dagskrá að kaupa fleiri varnarmenn:

Í stuttu máli: jú þetta var bara æfingaleikur, en það er samt alltaf gaman að vinna United, og alltaf gaman að heyra Mourinho afsaka sig og koma með sínar furðulegu útskýringar.

Liðið heldur nú til Frakklands (ef ég man rétt) og spilar næst við Napólí eftir viku. Þar má gera ráð fyrir að sjá einhver af andlitunum sem eru í fríi í augnablikinu, kannski verður Alisson á milli stanganna.

26 Comments

 1. Helv leit Shaqiri vel út í Highlights…hann hefur átt stórleik? Annars tek ég undir með mönnum um gleði sem fylgir því að vinna United undir hvaða kringumstæðum sem er.

 2. Halló halló halló jahérna
  Hjólestaspirna takk og bless!
  Finst eimmitt Sakiri núna mjög uppálds, vonann mundi skora mest með hjólesta í vetur, og altaf móti Manjú og Hóse Moron
  Manjúnæted kunna bara að tapa við okkur héðaní frá.

  Elska ekkert smá núna nýja Liverpool liðið mitt

  Frábært í heimi
  Ynva

 3. Sammála að vinna mu undir hvaða kringumstæðum sem er, strandarbollta, innanhús etc. er eintóm gleði. Eina skiptið sem ég gat ekki fagnað okkar sigri, var þegar ég var staddur í Manchester, varð eðli málsins vegna að sjá LFC-manu. Álpaðist inn á bar, manu bar til að sjá leikinn. Við unnum 2-0. Hvernig haldið þið að sé að fagna mörkum á slíkum stað? ekki séns, nema í sjálfsmorðs hugleiðingum.

  YNWA

 4. Einn efnilegasti fótboltamaður heims á sínum tíma þegar hann var keyptur frá Basel. Hann hefur bæði verið óheppinn og tekið slæmar ákvarðanir á ferlinum þar sem botninum var náð með viðkomu hjá Stoke. Ég horfði á leikinn í gær og að mínu mati var Liverpool einfaldlega að kaupa gæði í Shaqiri sem eiga ekki að fást undir 40-50 milljónum punda. Gæti stolið byrjunarliðsæti hjá Liverpool á tímabilinu. Hlustaði einnig á viðtalið við hann og hann er fullur að sjálfsöryggi, veit hvað hann er góður í fótbolta og hlakkar til að sýna öllum það. Byrjaði á því í gær með því að troða sokk upp Neville systur. Geggjuð kaup!

 5. Fullkomlega sammála #4 hann er ekki kominn til þess að vera varaliðsmaður, það er klárt!

  YNWA

 6. Shakiri vá hann var svakalegur og Sturridge er eins og fyrrverandi kærastan sem er svo f-ing heit í augnablikinu

 7. Fáranleg ummæli móra eftir leikinn talandi um að hann myndi ekki borga sig inná svona leiki og eitthvað álíka. Er maður kexruglaður ? heldur hann að svona lið komi á hverjum degi til USA ?
  Það eru líka stuðningsmenn þessara liða þarna og það mættu fokkins 100k á völlinn æfingaleikur eða ekki þú styður þitt lið!

 8. Mér finnst svo frábært að Manstueftirmér séu með Móra í brúnni. Við getum endalaust gert grín að því. Og það besta er að þeir þola hann ekki sjálfir.

  Meðan við erum með mesta snilling þessara ára í brúnni hjá okkur og hann bara kann ekki að svara vitlaust.

 9. Solid æfingarleikur gegn lélegu Man Utd liði. Utd voru með nokkra sterka menn sem spiluðu mikið Mata, Sanchez, Bailly, Herrera, (Smalling spilaði ekkert en það vita þeir sem horfðu á leikinn en hann var skráður í byrjunarliðið), Darmian og McTominay en Fred spilaði svo 20 mín í þeim síðari.
  Um daginn spiluðum við gegn ungu Man city liði sem hélt bolta vel og var greinilega eitthvað kerfi í gangi en ég veit ekki hvað þetta Man Utd lið var að reyna í gær.

  Af okkar köllum var Mane virkilega góður og Salah,Shaqiri, Camacho og Sturridge áttu góðan leik.

  það er samt lítið að marka svona leiki en djöfull er samt gaman að vinna Man Utd og láta fýlu pokann móra þurfa að fara að seilast langt niður í afsökunar pokann sinn.

 10. Sælir félagar

  Þegar fréttist af áhuga Liverpool á Shaqiri var ég glaður. Mér fannst það sóun á hæfileikum að horfa á þennan snjalla fótboltamann spila fyrir Stoke, það var bar djók svo maður komi nú með einn fimmaura. Shaqiri var ekki lengi að sýna hvað í honum býr þegar hann er að spila með alvöru liði sem getur spilað fótbolta. Að vinna MU og setja punktinn yfir i-ið með marki eins og hann gerði í nótt var mannbætandi. Móri og stuðningsmenn á Rauðu djöflunum eru ekki hamingjusamir. Það er svo leiðinlegt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Eg mundi ekki vilja skipta Klopp ut fyrir nokkurn annan þjálfara i fotboltanum. Þvílíkur persónuleiki. Hann er svo miklu meira en bara þjálfari. Jafnvel án titla hefur hann náð sameina stuðningsmenn Liverpool um allan heim og fært þeim trú og ástríðu sem á sér enga hliðstæðu i sögu Liverpool. Leikgleðin og samheldnin i leikmannahópnum er eftirtektarverð. Eg bara vorkenni leikmönnnu United að hafa Mourinho i brúnni. Hann er algjör andstæða Klopp ! Dregur ur þeim allan mátt með ummælum sinum um liðið og einstaka leikmenn. Hörmung að sjá til liðsins i gærkvöldi . Ekki heil brú i leik liðsins sem endurspeglar liðsandann sem er i algeru lágmarki. Þetta dýrasta lið Premier League á ekki eftir gera neinar rósir i vetur með Mourinho við stjórnvölinn. Hegðun hans utanvallar og i fjölmiðlum bendir til að endalokin séu ekki langt undan. Hef það sterklega á tilfinningunni að hans dagar séu taldir hja United.

 12. Brennt barn forðast eldinn og allt það, á maður að þora að vona að Sturridge eigi eftir að reynast mikilvægur í vetur eftir frábært undirbúningstímabil eða veldur hann vonbrigðum enn einn veturinn ?
  Hann virkar öðruvísi nú en áður og kannski er þetta veturinn hans.

 13. Ég held að Shaq hafi hugsað: Loksins er ég kominn í liðið sem hentar mér. Ég ætla að sýna það í fyrsta leiknum sem ég spila fyrir félagið.

  Gæti verið nýr gimsteinn í hópnum. Það var vitanlega no brainer að fá hann fyrir þriðjung af virði leikmanns í þessum klassa.

  Með Klopp sér við hlið held ég að hann geti farið langt fyrir okkur. Svona mark mun veita honum mikið sjálfstraust í fyrsta leik fyrir nýtt félag. Klopp mun svo halda honum nægilega á jörðinni (sirka þessum eina og hálfa metra frá jörðinni sem hann skoraði markið sitt úr). Og svo mun gaurinn nýta sitt eigið sjálfstraust til að gera ennþá betur.

  Ef þetta tekst vel upp gætum við vel verið með leikmann í hópnum sem gæti hent öðrum byrjunarliðsmönnum út.

  Samkeppnin í vetur verður að minnsta kosti hörð.

  YNWA.

 14. Hafði minar efasemdir um Shaq en hann þaggaði rækilega í þeim, reyndar var ég líka efinns um uxann en hann lét mig éta þær áður en hann meiddist.

  annars er alltaf gaman að vinna sameinaða skíthælana og falleg örlög fyrir þá að mori sé var við stjórnvölin, ekki það að hann stjórni neinu.

 15. Guð hjálpi andstæðingum okkar á komandi tímabili með dribblandi Keita á miðjunni, Salah hægra megin, Mané vinstra megin og Bobby þarna uppi. Svo höfum við Studge í góðu formi til að skjótast inn á og skora. Í föstum leikatriðum erum við skeinuhættir með VVD og Lovren sem geta vel skorað úr slíkum færum.

 16. Saqiri er bara hreinræktuð fullkominn viðbót við okkar frábæra lið. Comme on 13,5 mils fyrir þennan gaur er bara gjöf. Hann er svo ótrúlega góður í fótbolta, og þess vegna er hann hjá okkur. Engin önnur ástæða.

  YNWA

 17. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji þetta lið sem við erum komin með er alveg rosalega flott og á eftir að gleðja okkur stuðningsmenn mikið á tímabilinu!!!!

 18. Þjálfari utd að fara eitthvað á taugum þetta kallast ekki góð þjálfara aðferð og sínir það að hann kann ekki að þjálfa unga leikmenn en ég skemmti mér konunglega yfir þessu væli hjá honum ekki er pep og Klopp að kvart yfir því að þurfa nott ungu mennina í þessu leikjum vonandi verður hann bara þarna sém leigst http://www.dv.is/433/2018/7/29/mourinho-sanchez-ad-vera-anaegdur-med-thessa-leikmenn-kringum-sig-greyid-madurinn-er-ad-reyna/ ????

 19. Eftir að hafa fylgst með öllum æfingarleikjum Liverpool undanfarið hefur margt forvitnilegt komið í ljós.

  Mér finnst Grjuik vera koma vel út og finnst mér eins og hann sé að nálgast þá miðjumenn í gæðum sem eiga að splia flesta leiki í vetur en það er spurning hvort hann fari til Cardiff samt sem áður og haldi áfram að þróast þannig sem leikmaður.

  Af ungu strákunum þá finnst mér Rafael Camacho og Coutis jones koma hvað best út. Mér finnst eins og þeir eigi ekki langt í það að fá tækifæri með aðalliðinu.

  Öll leikmannakaupin sem gerð voru í sumar eru að virka vel. Fabinho er frábær varnartengiliður og Keita er miðjumaður í heimsklassa og miðað við spilamennsku Shaqiri í sínum fyrsta leik þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að hann verði byrjunarliðsmaður í vetur.

  Lallana og Sturridge eru heilir og því frábær viðbót fyrir hópinn og ef þeir sleppa við meiðsli er nokkuð ljóst að Liverpool er með einhvern allra sterkasta hóp síðan gullaldarliðið okkar var og hét.

  Veturinn lofar góðu.

 20. Sammala thvi ad Klopp er buinn ad byggja upp frabaeran hop, og gaman ad sja spilara eins og Lallana og Sturridge koma inn i thetta ferskir sem og ungu leikmennina.

  Eg hef einnig mjog goda tilfinningu fyrir seasoninu hja Mane, finnst hann virka beittur.

  I vor hafdi eg ahyggjur af breiddinni fram a vid, hja front-three, en kaupin a Big Shaq roa taugarnar heldur betur. I fyrra fannst mer vid ekki eiga neitt back-up fyrir Salah, Mane, Firmino, nema einhverja gaeja sem komu inna og horfdu varla a markid. Tharna er kominn spolgradur toffari sem er mjog erfitt ad spila gegn – hraustur, fastur fyrir, hradur, akvedinn – algjor martrod fyrir varnarmenn og eg held ad Klopp komi til med a rotera talsvert meira front-three heldur en hann gerdi i fyrra. Shaqiri mun fa fullt af minutum.

  Sturridge gaeti komid ferskur inni thetta fyrstu 2-3 manudina en svo ekki meir – sem er bara fint thvi Bobby tharf nokkrar vikur til ad komast inni thetta. Meidsli og ekki sist endurkoma ur meidslum er af miklum hluta hugarfar og Sturridge hefur thvi midur ekki thessa araedni og hungur til ad endast eitt stk. brutal enskt season, thvi midur. Thad er ekki til sa leikmadur sem er “up for all games” en their bestu setja sig i stand, herda i ser og spila leikina – Sturridge held eg leyfi ser ad vera frekar godur vid sig og thvi lengist oftar en ekki i andlegum og likamlegum nidursveiflum hja honum.

 21. Væri hrikalega gott að hafa Lallana og Sturridge til taks og þá sérstaklega til að minnka álagið á hina.
  Maður er alveg til í að sjá Sturridge fá sénsin hann er búinn að standa sig vel og það þýðir ekki að syrgja liðinn tíma betra horfa framávið og nýta þessa hæfileika sem skortir aldrei hjá Sturridge.
  Vonandi haldast þessir 2 heilir því það eru hellings gæði og reynsla sem þeir hafa.

 22. Núna eru Chelsea orðaðir við Pulisic fyrir 65 millur. Klopp væri örugglega mjög spenntur að fá hann til liðsins, en er pláss fyrir hann ?

  ……………Firmino
  Pulisic…..Mane……Salah
  …….Keita…Fabinho……

  Þetta væri frekar spennandi lið og með Shaqiri, Lallana , Sturridge og fleiri góða á bekknum.

 23. Alltaf pláss fyrir Pulisic. Elska hvernig hann spilar fótbolta. Getur spilað allstaðar í þessum front 3. Finnst skrýtið ef FSG myndu ekki fara á eftir honum þar sem hann er Bandarikjamaður eins og þeir. Gætu sett Liverpool vel á strikið í USA

 24. Ég er alveg viss um að Klopp mun ekki fá 65 millur punda í viðbót til þess að kaupa Pulisic. Þó svo maður lifi alltaf í voninni. Vill frekar hafa hann í Dortmund í vetur svo getum við bara tryggt okkur hann næsta sumar.

 25. Mikið er ég sammála Mourinho…
  Myndi aldrei borga mig inn til að sjá ManUre spila.

Opinn þráður: Helstu fréttir

Opinn þráður – æfingabúðir í Frakklandi