Leikþráður: Liverpool – Man City

Liverpool spilar á miðnætti í kvöld við Man City í New York. Leikur númer tvö í Trumplandi. Við verðum ekkert með neina sérstaka umfjöllun um þennan leik en hendum í þráð fyrir hann.

Klopp hefur eitthvað gefið vísbendingar um að lykilmenn fari að fá meiri spilatíma í þessum leikjum, þeim verði ekki skipt jafnt í 45 mínútur á mann eins og verið hefur enda farið að styttast í alvöruna.

Salah og Mané koma líklega eitthvað við sögu í þessum leik sem er frábært mál, Liverpool er í töluvert betri málum hvað sumarleyfi lykilmanna varðar heldur en flest hinna toppliðanna í deildinni. Man City verður t.a.m. með vængbrotið lið.

Tippum í gamni á líklegt byrjunarlið:

Karius

Clyne – Van Dijk – Gomez – Robertson

Keita – Fabinho – Milner

Lallana – Sturridge – Ojo

  • Líklega verður farið varlega með Salah og Mané sem og Grujic sem er einnig mættur til Bandaríkjanna.
  • Gini Wijnaldum hefur ekki ennþá komið við sögu í sumar en ef allt er eðlilegt verður þetta hans fyrsti leikur.
  • Divock Origi og Solanke koma auðvitað báðir til greina líka en þeir hafa alls ekki verið að nýta æfingatímabilið vel hingað til.
  • Ragnar Klavan var ekki fyrsta skipting um daginn þegar Matip meiddist sem kannski gefur einhverjar vísbendingar um goggunarröðina á miðvörðunum. Mínútum Phillips hljóta að fara fækka enda hann ekkert kominn á þetta level eins og sást gegn Dortmund.
  • Moreno, Woodburn, Markovic, Camacho og Chirivella fylla svo upp í bekkinn ásamt unglingunum í markinu.

Það er alltaf einn sem stendur uppúr á æfingatímabilinu og að þessu sinni er það næsta efnið á Anfield, Curtis Jones. Þetta er ekta scouser að sögn Klopp sem rífur kjaft þrátt fyrir að vera bara 17 ára en fyrir utan það er ljóst að þarna eigum við enn eitt rosalega efnið. Gerrard var með þennan strák á síðasta tímabili og talaði um að hann vildi halda honum sem mest frá kastljósi fjölmiðla á meðan hann væri að þróast sem leikmaður. Það verður erfitt úr þessu og ljóst að Jones ásamt Camacho fer fljótlega á banka á dyrnar hjá aðalliðshópnum ef þeir eru ekki farnir að gera það nú þegar.



47 Comments

  1. Sælir félagar

    Það væri gaman að sjá meira af stóru nöfnunum saman í þessum leik. Mané, Sturridge og Salah frammi, Keita, Shaqiri og Fabinho á miðjunni og svo Robertson, Klavan, VvD og Clyne í vörninni með Alisson í markinu. Nei ég segi bara svona en auðvitað verður Karius í markinu og sýnir hvað mistök Klopp er að gera með þessum Alisson díl. 🙂 Annars bara góður .

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Ég vill sjá Alisson og Shaqiri byrja þennan leik, allaveganna Alisson. Ætli maður haldi sér ekki vakandi fram að miðnætti og horfir á leikinn. Vill sjá liðið svona:

    ————————Alisson—————–
    TAA———Dijk————–Gomez—-Robertson
    ——–Keita——-Fabinho—–Lallana—
    Salah——Sturridge—–Origi

    Mané kemur síðan inn fyrir Origi í hálfleik og endum leikinn með hálfgert varalið. Ég segi eins og Sigkarl eftir Dortmund leikinn, mér er alveg sama hvað er undir, ég vill alltaf sjá Liverpool vinna.

  3. Ef marka má veðurspána þá verður þetta sundpóló. Verður athyglisvert að sjá menn eiga við það.

  4. Að spá um byrjunarlið er tilgangslaust, það byrja 11 menn leikinn og 10 eða 11 af þeim klára hann ekki, sennilega verður flestum skipt útaf í hálfleik. en enhvernlegin lanngar mig svvooo mikkkið að við vinnum þennann leik

  5. Sá siðustu 10 min i fyrrihálfleik augljós vítaspyrna sem Curtis Jones átti að fá en ekkert dæmt lofar góðu þessi 17 ara peyji…

  6. þetta er nú svo sem bara æfingaleikur – en aftur og enn: okkur vantar cb sem hefur hraða. á móti man-liðunum báðum, þá verður það erfitt fyrir okkur með svona hæga öftustu fjóra. og fabinho er hææææægur.

    :/

  7. Þetta er með eindæmum að hlusta á þessa lýsingu, Þulurinn vill meina að City menn bæti við mörkum og Sane sé svo æðislegur og mamma hans sé fimleikadrottning, meðan hann dæmir Mo Salah rangstæðan og finnst lítið til Liverpool koma!!! Betra að hafa engan þul en svona þul

  8. Haha þessi gæi Salha kemur inn og jafnar leikinn i 1-1 búinn að vera inná í ca mínútu…

  9. Við grilluðum þa síðasta halftímann Mane með sigurmarkið ur viti i uppbótartima…óðum i færum eftir að undrið kom inna….Solanke kom sterkur inn…

  10. Það er lítið að marka æfingarleik einfaldlega útaf því að menn eru að keyra sig í gang, eru á erfiðum æfingum og menn að læra á nýja liðsfélaga. Burt séð frá því þá sér maður hvað gerist þegar heimsklassa leikmenn eins Salah, Mane og sane(city) breyta miklu.
    Það var mikið talað um að City vantaði marga en okkur vantaði Firmino, Henderson, Allison, Trent , Shaqiri, Origi og Keita þarna eru líklega 4 fasta menn í byrjunarliði og tveir sem eiga eftir að spila fullt og svo Origi. Breyddinn hjá okkur er mjög góð en lykilinn að góðu tímabili hjá okkur er heilsa Salah, Firmino og Mane ( í þessari röð)

  11. Voðalegt tuð alltaf yfir lýsendum hér. Salah var rangstæður, eins og þessi ágæti lýsandi (sem er grjótharður Liverpool-maður btw) benti einfaldlega á.

  12. Sælir félagar

    Það er ekki spurning að Jones er efni í magnaðan leikmann og er reyndar þegar orðinn það. Solanke með góða innkomu og ég tala nú ekki um Mané og Salah. Gífurlegir yfirburðir eftir að þriðjungur komandi byrjunarliðs Liverpool var kominn inn á. En góður sigur hjá okkar mönnum og ég get sofnað glaður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Alltaf gaman að sigra. Líka gaman fyrir Klopp að bæta í safnið gegn frabærum stjóra City.

    Nr 13. Keita var með hálsríg . Klopp sagði hlægjandi að hann hafi sofið eitthvað að illa.

    Eitt að lokum. Ég elska Salah

  14. Mane og salah gera leikinn skemmtilegri!

    Hundleiðinlegur fyrri en þessir tveir breyttu leiknum í seinni.

    Svo er bara svolítið gaman að vinna Guardiola,þó svo að þetta hafi bara verið æfingaleikur.

    Takk fyrir mig 😉

  15. Eg horfi á þessa undirbúningsleiki með öðrum augum en alvöru leiki. Ég horfi á þá fyrst og fremst til að sjá unglingana sem banka á dyrnar. Já, efniviðurinn lofar góðu. Ef Klopp tekst að selja þessa 8 leikmenn sem hafa verið nefndir, þá ætlar hann sér að gefa unglingunum tækifæri eins og hann hefur alltaf gert. Það verður spennandi.
    Ég get bara ekki beðið eftir því að tímabilið byrji.
    Viljið þið vera svo væn að senda mér eins og tvær góðar rigningarlægðir. Ég sendi ykkur nokkrar gráður til baka.
    Góða helgi, kæru Liverpool vinir.

  16. Nathaniel Phillips var annsi öflugur í þessum leik í vörninni, mikið efni þar.

  17. Ég vona að Klopp muni henda í ein alvöru kaup í viðbót.
    Fekir/Dembele/Pulisic
    Og jafnvel þennan miðvörð frá kroatiu Vida
    Losa okkur við Ings/Origi/Grujic/Sturridge/Markovic/Klavan og einhverja fleiri.

  18. Mourinho að segja að Liverpool verður að vera engandsmeistarar í ár eftir alla eyðslua .

    Ég held að Móri ætti að einbeita sér að sínu liði.
    keypt- selt – netto síðan sumar 2016
    Liverpool £411.55m £289.65m £121.9m
    Man Utd £392.55m £85.3m £307.25m

    Inn í þessu hjá Man Utd er auðvita frír Zlatan og skiptin um Alex sances sem þurfti ekki að Borga fyrir.

    Móri hefur verið eitthvað fúll á undirbúningstímabilinu og er byrjaður að koma með afsakanir fyrir leikjunum gegn Leicester og Brighton í fyrstu tveimur umferðunum( þeir s.s voru með fáa á HM og hafa fengið betra undirbúningstímabil )

    Jæja nóg um Móra. Fyrir þennan glugga var Liverpool í hagnaði undir stjórn Klopp og nú stjórinn búinn að kynnast liðinu og deildinni vel og einfaldlega á smá pening til að versla. Sem er bara hið besta mál.

  19. Nú er verið að slúðra um að Liverpool sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Vida ? er þetta ekki bara eitthvað bull ég hélt að Klopp væri sáttur við hópinn eins og er?

  20. # 24 Common , Origi er ekki að fara að spila fyrir ykkur í vetur held að allir séu sammálu um það liðin voru ekki sambærileg allir hljóta að viðurkenna það þú telur upp nokkra leikmenn sem vantar , það sem vantaði í City var: Ederson,Walker,Danilo,Delph,Mendy,Kompany,Stones,Laporte,Odamendi,Fernandinho,D Silva,Debryne,Gundogan,Sterling,Aquero og Jesus . Megnið af þessum gaurum sem spiluðu eru 17 til 18 ára strákar just saying. Annars held ég að Liverpool byrji best þetta tímabilið og spurning bara hvort við hin náum þeim og hvort þeir höndli pressuna að nú er það svo að ekkert annað en sigur í deildinni er failure eða hvað finnst ykkur sættið þið ykkur við nokkuð annað en 1.sæti ?

  21. Hvar er (ennþá) verið að orða Vida við okkur RH? Félagið hefur ítrekað sagt að það sé enginn áhugi á honum. Stórefast um að það verði keyptur miðvörður.

  22. Erum við ekki með 2 bestu miðverði í heimi 🙂 alla vega þann dýrasta og svo þann sem segir sig vera bestan 🙂

  23. Ég er helvíti mikið að gráta Ox. Það er skelfilegt að hann sé svona lengi frá?
    Eru þessi meðsli eitthvað til að hafa áhyggjur af til lengri tíma lítið? Þá meina ég uppá ferðin almennt?

    Ég væri til í annan á miðjuna/sóknarteng.. Eg er bara ekki að treysta að lallana verði alltaf heill og hendo verður eflaust eitthvað frá líka. Og svo bara meðal almenn eins og gengur og gerist

  24. Fekir 8. ágúst – staðfest – 40M + 5 trygging fyrir meiðsum í tvö ár.

  25. Klopp er yfirburðamaður í viðtölum tekur rottuna ramos og flengir hann faglega 2 mánuðum eftir úrstlitaleikinn…fer inná stöðuna með Fekir sem er áhugavert og margt fleira…þýska stálið veit hvað hann syngur…

Hreinsun að hefjast?

Opinn þráður: Helstu fréttir