Liverpool 16 – Middlesbro’ 15

Ég ætla bara að viðurkenna það að ég þurfti að anda inn og út áður en ég settist niður til að hripa þessi orð á blað.

Þessi eina leikskýrsla sem ég fæ þennan mánuðinn átti meira skilið en það að hafa mig í rantstuði að fara yfir það sem sást. Ég skil fullkomlega að ekki allir lesi hana alla og set því bara “meira” núna strax fyrir þá sem vilja fara beint í athugasemdirnar.

Liðsskipanin í kvöld var þessi:

Mignolet

Manquillo – Toure – Sakho – Enrique

Rossiter – Lucas – Lallana

Markovic – Lambert – Sterling

Bekkur: Jones, Skrtel, Moreno, Williams, Suso, Borini, Balotelli.

Ég ætla að ræða þessa liðsuppstillingu eftir svolitla stund.

Fyrri hálfleikur

Leikurinn byrjaði strax á þann hátt sem reikna mátti með. Við fengum að vera með boltann lengstum og Boro’ lágu til baka.

Strax á 10.mínútu fengum við gjöf frá markmanni og varnarlínu Boro. Vandræðagangur milli þeirra þýddi að Lambert fékk gott skotfæri sem Blackman varði ágætlega út á völlinn, þar fékk unglingurinn Jordan Rossiter boltann og átti máttlaust skot að marki sem á einhvern ótrúlegan hátt lak í markið. Við komnir yfir snemma, nákvæmlega það sem við vildum.

Það var hins vegar akkúrat ekki neitt í gangi hjá okkur mönnum annað en það að halda boltanum. Pressan okkar var afleit og við náðum aldrei tökum á henni, sendingar úr vörn og miðju fram á sóknina voru illa ígrundaðar og vondar.

Eftir rúmlega hálftíma leik fóru Boro’ að fá sjálfstraustið og áttu góðar sóknir sem Mignolet náði að stöðva. Staðan í hálflek 1-0.

Seinni hálfleikur

Fyrstu mínútur hálfleiksins fannst mér ágætar, við vorum aðeins að auka tempóið í sóknarleiknum en hroðaleg vandræði Rickie Lambert og Lazar Markovic urðu þess valdandi að það fjaraði allt út á síðasta þriðjungi. Á 62.mínútu ákvað svo Sakho að sýna okkur líklega ástæðu þess að Rodgers treystir honum ekki til fullnustu. Hroðaleg sending hans á Enrique var étin og hann ákvað að gefa í kjölfarið aukaspyrnu. Uppúr henni skoruðu Boro þegar Adam Reach nýtti sér latan varnarleik Lambert og Enrique til að skalla í markið.

Stuttu síðar var Lambert leystur undan sinni áþján og í hans stað kom Mario karlinn og ekki löngu síðar kom ungur maður inná í sínum fyrsta leik, Jordan nokkur Williams í stað Rossiter sem stóð sig vel. Sú skipting kom mér mjög á óvart þar sem Enrique var kominn á felguna og Lallana átti erfitt, auk þess sem við fæst vildum sjá Sterling eyða mikilli orku.

Það sem eftir lifði leiks áttu Boro´ skot í stöng og við hefðum átt að fá minnst eitt víti, en leiknum lauk og framlenging mætt.

Framlengingin

Strax var ljóst að Boro’ voru enn komnir aftar og við fengum að sækja. Þriðja skipting kvöldsins og Markovic kom útaf…alveg verðskuldað miðað við frammistöðu en með sprunginn Enrique og lykilmanninn Sterling inná hefði ég viljað sjá annan þeirra koma útaf. Inná kom Suso.

Hann Suso skoraði svo á 109.mínútu eftir frábæran undirbúning okkar besta manns, Lallana. Surely game over því Boro’ virtust ekki með mikið lífsmark.

Nei elskurnar. Á annarri mínútu uppbótartíma gáfum við mark. Við vorum þá búnir að reyna að eyða tímanum með þversendingum og til baka í töluverðan tíma og það var hann Raheem Sterling sem tók að lokum kolranga ákvörðun og sendi á Boro mann sem stakk í gegn, Kolo ekki í neinu jafnvægi felldi Patrick Bamford sem skoraði sjálfur úr vítinu.

Leik lokið.

Vítakeppnin

Vel má vera að einhver hafi gaman af vító. Ekki mér. Þessi var svo einfaldlega farsi sem sumir tala um sem epík, en fyrir mér var hún enn ein sprungan í sjálfstrausti Mignolet. Sterling kórónaði líka dapra frammistöðu sína með að klúðra þegar hann gat verið hetja. Úrslitin 14 – 13, skilst að eitthvað met hafi verið slegið og við höktum áfram í næstu umferð.

Maður leiksins

Adam Lallana. Allan daginn bestur, mjög flottar hreyfingar með bolta og vildi alltaf skapa, líka þegar hann var sprunginn. Rossiter stóð sig vel, Enrique á meðan hann hafði orku og Lucas var góður.

Stjórinn

Ég mun hljóma kjánalega hafa varið Rodgers um helgina og ég veit að það eru ekki allir sem eru sammála mér um mikilvægi bikarkeppna. En jafn glaður og ég hef verið með stjórann okkar í deildar- og evrópukeppnum þá er hann að mínu mati dapur stjóri þegar kemur að ensku bikarkeppnunum.

Mér finnst hann á hverju ári falla í sömu gildru. Hann velur alltaf “næstum því lið”, hvorki unglingalið með varamönnum eða rútínerað lið. Við þurftum framlengingu á móti Notts Co. í fyrra, þekkjum Shrewsbury, Oldham og síðan steindauð töp fyrir úrvalsdeildarliðum.

Ég stillti byrjunarliðinu svona upp en í kvöld vorum við í fyrsta sinn mjög lengi að spila 4-2-3-1, með tvo djúpa miðjumenn. Hvers vegna það er gert er mér ráðgáta, en eitthvað sem einmitt hefur sést í þessum bikarleikjum. Nýjar áherslur sem áttu að vera flot þriggja sóknarmanna undir framherja. Það flæði kom aldrei.

Svo skellir hann ungum manni í byrjunarlið, gott og vel. Efnilegum strák sem margir þekkja. En svo setur hann inná strák í seinni hálfleik sem margir hafa sagt við “Jordan who”. Ágæt frammistaða og frábært víti, en hann bætist held ég í hóp Brad Smith og Jordan Sinclair sem leikmenn sem fengu mínútur upp úr þurru.

Auðvitað hvíldi hann Gerrard. En hvers vegna að hvíla Moreno alveg sem átti mjög dapran dag síðast. Sakho og Kolo saman, gerist það einhvern tíma aftur í vetur? Hann tók að auki gríðarlega áhættu að spila Enrique allan leikinn og hvers vegna Raheem kláraði skil ég ekki. Sérstaklega þar sem hann var algerlega týndur mestan part leiksins.

Að mínu mati gerir Rodgers lítið úr sjálfum sér með að tala um að liðið ætli að vinna bikar en fara svo með svona liðsskipan, upplegg og afgreiðslu fram á sviðið. Ég fullyrði að undir 10% LFC aðdáenda vill sjá þessa leiki svona. Annað hvort bara senda út alvöru varalið, eða nota leikinn til að byggja til framtíðar. Í hvort sá ég hvorugt og það er farið að þreyta mig mjög að sjá þessa bikarleiki okkar satt að segja.

Leikmennirnir

Það er svo samt þannig að þarna inná voru leikmenn sem eiga landsleiki og kostuðu fullt af peningum. Ég veit ekki alveg hver ástæðan er fyrir því að mér finnst hraðinn og ákefðin okkar að mesta lagi ná 70% af því sem við sáum í fyrra.

Manquillo er að stíga inn í brekku hjá okkur sem er alveg skiljanlegt en nú reynir á hann. Tók alveg gríðarlega margar vondar ákvarðanir og náði varla kross í teiginn.

Kolo og Sakho léku ágætlega en litu svo svakalega illa út í mörkunum, sennilega má þó taka úr leiknum að Lovren og Skrtel virðast sterkasta parið okkar.

Lucas og Rossiter leystu sín hlutverk vel, ekki þeim að kenna að leikkerfið var hægfara og að mestu leyti lagt upp á okkar vallarhelmingi. Sterling átti off-dag en Lallana var góður.

Hins vegar má maður ekki líta framhjá því að tvær verstu frammistöðurnar í kvöld áttu þeir sem hvað mest lá undir hjá. Lazar Markovic kostaði mikinn pening og kemur úr öðru fótboltaumhverfi. Hann verður að vera miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum, bæði að sækja og ekki síður í pressunni. Hann reynir margt flott en fæst tekst því þetta er of hægt og óákveðið.

Svo vorkenni ég bara Rickie Lambert. Ég veit ekki hvað þar hefur gerst en hann er svo fullkomlega rúinn sjálfstrausti að nú þarf held ég bara að hvíla hann og láta spila með U21s árs liðinu. Þetta er mikill karakter sem sést á því að hann var fyrirliði í kvöld og með Soton í fyrra var þessi strákur að láta sópa að sér, kraftmikill skorari sem að lagði líka upp fullt.

Í kvöld vorum við einum færri með hann inná karlangann og þegar maður sá hann í close-up fannst mér hann þjást. Bölvandi því sem mistókst, missandi einfalda bolta frá sér og varla sending á síðasta þriðjungnum sem tókst. Ég neita að trúa því að þessi strákur hafi orðið vondur fótboltamaður á þessum tveimur mánuðum og hef ekki afskrifað hann. En hann á SVO erfitt.

Utan Rossiter var eitt bjart ljós í kvöld og það var innkoma Suso. Sögusagnir eru um það að hann sé búinn að ganga frá samningi við AC Milan og verði seldur í janúar. En þær 22 mínútur sem hann fékk, auk þess að skora að lokum sigurmarkið í vító ýtir væntanlega við einhverjum kollum hjá LFC. Hann á að mínu viti skilið að fá nú að koma á bekkinn með aðalliðinu og sjá hvort að hann nær stöðugleika í sinn leik, sem hefur verið hans helsti vandi.

Samantekt

Frammistaða eins langt frá því sem ég vildi og var hægt að hugsa sér.

Hins vegar erum við komnir í 16 liða úrslit þessarar bikarkeppni og mikið vona ég að Rodgers ákveði nú að láta okkur ekki þurfa að svara fyrir svona aftur.

Næst er það derby-ið – vonandi spörkum við fastar frá okkur þar en nú að undanförnu.

68 Comments

  1. Sælir félagar

    Þá er þessu lokið og einni keppninni færra að ergja sig á. Ég ætla ekki að tjá mig um leikinn né einstaka leikmenn – það borgar sig ekki. Allt er þetta frekar klént og manni til lítilla ánægju svona sannast sagna.

    Hitt er annað að ástæða er til að minna á orð stjórans „við erum ekki Tottenham“. Mér finnst vera kominn tími til að hann og hið ofuröfluga staff hans fari að sanna þessi orð. Ekkert – ég endurtek ekkert hefur enn sést til liðsins sem sannar þessi orð. Mér sýnist því að þetta verði langur og harður vetur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. #1

    “Þá er þessu lokið og einni keppninni færra að ergja sig á”

    Komumst við ekki áfram?

  3. Susso með þrennu og ALLIR skoruðu, nema markahæst leikmaður í deildinni. jahrérnahér

  4. Mesta rugl sem eg hef seð. Konan min er með saumaklubb inni stofu og eg ætla ekki fram ur herberginu neitt meira þvi þessar stulkur frammi halda pottþett að eg se eitthvað meira en lítið vangefin eftir 15 öskur a stuttum tima og þau urðu hærri og hærri eftir þvi sem þeim fjolgaði..

    Fekk sirka 10 hjartaáföll..

    En sæll hvað Balotelli er svalur.. þetta er nyji kóngurinn 🙂

  5. Að horfa á fótbolta er góð skemmtun….!

    Kóló….LOL

    Stórkostlegt….

    Ég á samt ekki orð….
    🙂

  6. Hef aldrei séð annað eins samansafn af góðum vítaspyrnum. Vona að þjálfarar enska landsliðsins hafi verið að fylgjast með þessu.

  7. Fannst vandamál LFC kristallast svolítið þarna þegar Balotelli fékk boltan nokkra metra utan teigs og gefur hann til baka nokkra metra og hleypur svo þvert með vörninni í stað þess að stinga sér inn, fullyrði að Sturridge og Suarez hefðu alltaf hlaupið inn í og fengið stungu, meðan þetta er ekki í leik Balo er ég hræddur um að þetta verði alltaf erfitt án Sturridge.

  8. Eins og ég sagði hér í fyrri þræði;

    Ég er nú bara voða sáttur með að fá exta langan leik og mögulega bara skemmtilega vítaspyrnukeppni. Þetta er bara æði, svona á þetta að vera í hverri viku 🙂

    Gerði nú reyndar ekki ráð fyrir vel á annan tug marka per lið í vító en 🙂 🙂 🙂
    hver er ekki bara hamingjusamur með þetta, gjörsamlega snéri leiðinlegu kvöldi upp í mikla fjölskylduskemmtun 🙂

  9. Það er nú ekki hægt að vera pirraður eftir svona, nýbúinn að horfa á 30 víti, þetta er náttúrulega bara stórkostlegt

  10. ekkert hægt að setja út á þennan leik ,,nema 2 mistök,,léleg hreinsun út úr teig , endar svo í hendi . og úr þessu verður mark. Svo í andsk..dettur Sterling það í hug að gefa aftur …..Eitt lið á vellinum í kvöld en þessi litlu mistök eru alltaf dýr…….

  11. Það er nátturulega með ólíkindum hreint að Mignolet var ekki nálægt því að verja eitt einasta víti… Af 13 stykkjum takk fyrir!

  12. Váááááááá, alltaf gaman að halda með Liverpool. Fá lið sem geta boðið upp á svona skemmtun. Boro á líka hrós skilið fyrir flotta baráttu. Margt jákvætt, eitthvað neikvætt. We Go Again!

    Þetta var grátbroslega stórkostlegt í alla staði.

    Bring on Everton!!

  13. 13#
    Ja hann var nú svo nálægt að verja vitið sem hann varði að hann varði…..

  14. Afsakið mig smá mismæli sem ekki gera svo mikið til – eða er það. Ég vona að enginn fari á límingunum við þetta.

  15. Sterling á jafn mikinn þátt í þessu marki sem við fengum á okkur og Toure.

    Lallana stóð sig vel, fékk meira frelsi í þessum leik. Annars vorum við steingeldir þar sem enginn var líklegur.

  16. Þetta var öðruvísi….enn leikurinn vannst og ekki allt byrjunarliðið inná sem er jákvæð breyting eftir síðasta tímabil.

    Svekkjandi að sjá Sterling spila allan leikinn. Við hljótum að vilja hafa hann ferskan á laugardaginn og hefði hann mátt vera farinn út af í stað Markovich.

    Annars hentar svona varnarleik Liverpool afskaplega illa. Boro með 9-10 menn í vörninni og búið að parkera tveimur rútum á Anfield og okkar menn átti erfitt með að finna smugu í gegn – sem við sáum líka í fyrra. Við vorum oft að kalla eftir því að andstæðingar Liverpool myndu sækja og koma framar á völlinn. Þá nýtist hraðinn í okkar mönnum.

    Liverpool er rísa klúbbur með stuðningsmenn um allan heim og við hljótum að vilja taka þátt í öllum keppnum.

  17. Skemmtileg leikskýrsla – vona að þetta gefi einhverjum ástæðu til að taka pirringinn át á mér – Rúnar allavega.

  18. Annars sammála þeim sem segja að sökin á jöfnunarmarkinu hafi verið meira Sterling að kenna en Toure, passaði bara ekki með myndinni eða í tístið 🙂

    En þetta var fín æfing og spilatími fyrir nokkra leikmenn sem þurfa spilatíma, Liverpool hefur fallið úr leik gegn mun verri liðum á þessum stað í keppninni. Frábært að sjá Rossiter fá séns og skora strax. Hann er gríðarlega mikið efni og margir sagt það lengi að hann muni pottþétt komast úr akademíunni í aðalliðið. Óvenju margir þannig hjá Liverpool núna reyndar.

    Lallana var mistækur en vann aðeins á þegar leið á leikinn og þessi spilatími var vonandi góður fyrir hann. Lucas var góður í sinni stöðu líka sem er jákvætt. Enrique sýndi svo að breiddin í stöðu vinstri bak er töluvert betri núna en hún var í fyrra.

    Suso fékk svo loksins loksins sénsinn og skoraði þrennu 🙂

    Varnarleikurinn og markvarslan er jafn mikið áhuggjuefni og hún var fyrir leik en þessi keppni er jákvæð meðan Rodgers notar að mestu aukaleikarana. Ef ég man rétt unnum við mun verra lið í fyrra eftir framlengingu og misstum þrjá leikmenn í meiðsli. Það virðast allir hafa sloppið í kvöld.

    Þetta er svo tíst kvöldsins

  19. Enn ein arfaslök frammistaðan hjá okkar mönnun, full ástæða til að hafa áhyggjur. Rodgers hefur keypt 22 leikmenn frá því hann kom las ég einhversstaðar og eytt 214 m. Ef við tökum sturridge út og kannski Coutinho þá er eitthvað lítið eftir af mönnum sem hafa gert eitthvað af viti.

    Að mínu viti augljóst að við erum að kúka uppá bak er kemur af því að kaupa leikmenn aftur og aftur. Núna gátum við boðið uppá meistaradeild, áttum pening til að eyða og hljótum að hafa verið spennandi kostur eftir frábært tímabil í fyrra en virðumst því miður ekki hafa eytt vel sl sumar.

    Svo er óskiljanlegt að horfa á varnarleik alls liðsins frá fremsta manni, algerlega ömurlegir án bolta og öll svæði opinn útum allan völl og hægir og hugmyndasnauðir með boltan. Virðist stefna í langan vetur.

  20. Ég leyfði pjökkunum að fylgjast með vítakeppninni, þrátt fyrir að þeir ættu að vera farnir að sofa, hugsaði “þetta hlýtur að klárast örfáum mínútum”.

    Famous last words.

    Það verður eitthvað að ætla að vekja þá í fyrramálið.

    Annars sá ég ekki betur en að Mignolet væri nálægt því að verja í nokkur skipti. Já og svo skoraði hann úr sínu. Get engan vegin séð að hann hafi átt neina sök á því hvað þetta varð erfitt.

  21. Mignolet varði eitt víti af 15. Ekki beint til að auka sjálfstraustið hjá honum, sem ekki var nú mikið fyrir.

  22. Ekkert nema jákvætt við þetta, Við unnum og það er það sem skiptir máli. Og þvílík skemmtun.

    Mark Suso kom út úr barningi Balotelli við varnarmenn í teignum, sama var uppi á teningnum í marki Sterlings á móti West Ham. Flott að hafa svona naut frammi.

    YNWA

  23. Ég á eitt orð yfir þetta allt saman: vandræðalegt.
    Þetta er fjórði leikurinn í röð hjá liðinu sem er ekki mönnum bjóðandi. Hefðum sennilega ekki unnið hann ef Boro hefðu haft allavega miðlungsmann í markinu. Átti að verja í báðum mörkunum okkar og svo ætla ég ekki að ræða vítaspyrnukeppnina nánar.

    Guð minn góður hvað Rodgers og co. þurfa að hysja upp um sig buxurnar.

  24. Veit ekki hvað stjórinn sá við þessa menn sem hann keypti, en hver veit, fleira var það ekki.

  25. Haha ég hef bara aldrei séð annað eins…Og líka það hvað voru mikið (nánast allar) svona pottþéttar vítaspyrnur.
    Ætla nú varla að fara að kenna Mignolet um að hafa ekki varið þessar spyrnur, varði þó eina og var mjög nálagt nokkrum.
    Hins vegar fer ég að hafa meiri og meiri áhyggjur af honum í rammanum, ég hef alltaf stutt hann og haft trú, en trúin er nú alveg farin. Trekk í trekk er hann að klikka á því sama aftur og aftur… Vona innilega að við séum að skoða markmenn útum allt, svona ef hann fer ekki að bæta sig.

    En margir þarna sem höfðu gott af þessum spilatíma, nema kannski Sterling.
    Lallana var flottur og einnig gaman að sjá þessa kjúklinga, plús ég fagnaði gífulega að Suso skoraði, hef bullandi trú á drengnum! (Takið því samt með varúð, því ég hafði bullandi trú á Mignolet líka fyrir þetta tímabil)

    Sigur er þó sigur, og Boro á hrós skilið fyrir sitt framlag.

  26. Serbneski Messi átti gríðarlega dapran leik. 20 milljón punda Serbinn var í feluleik í allt kvöld. Ég veit ekki með Serbneska Messi, fyrst hann er svona hræðilega slakur á heimavelli gegn liði úr næstefstudeild, þá veit ég ekki hvort hann haldi miklar flugeldasýningar gegn liðum úr PL.

    Simon, 13 mörk i röð úr vítum gegn liði úr Champinonship, really?

  27. Ég held að það þurfi að sýna Lazar Markovic þolinmæði og ekki titla hann flopp þótt svo hann verði ekki frábær á þessu tímabili

  28. Þetta lið er haldið sjálfseyðingarhvöt á háu stigi. Vissulega átti Sterlingsinn þátt í þessu marki en tæklingin hjá Kolo var algerlega út í hött. Hvað gerði Mignolet rangt í þessum leik? Gæðin á vítaspyrnunum voru mikil, í heimsklassa og ég fullyrði að enginn markvörður í heiminum hefði gert eitthvað betur. En mikið skelfing er þetta lið lélegt, á bara ekki orð. Sumir þurfa að fara að skoða sín mál alvarlega. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum? Liðið fær á sig mark úr þessu í nánast hverjum einasta leik, hvað er að?

  29. Ég hef aldrei verið jafn Sjokkeraður þegar Mamadou Sakho steig á Punktinn.. OG SKORAÐI! Svo ætlaði Vinur okkar Kolo Toure að rífa Marknetið, Jahérna hér. Þetta var eitthvað.

  30. Ekki mikið að frétta hjá okkar mönnum. Lélegur leikur hjá mörgum en ánægður með Rossiter og Enrique. Eins skilaði Lucas sínu. Leikskipulagið var, líkt og í síðustu leikjum allt of fyrirséð. Erum hægir fram á við og svakalega lítil hreyfing á mönnum. Vantar meira “direct” í liðið.

  31. hvað eru menn að væla út af leikmannakaupunum strax núna í september. Ef við vildum proven leikmenn þá hefðum við bara getað keypt ca 3-4 leikmenn sem er einfaldlega ekki nóg í öllum þessum keppnum. Í staðinn keyptum við mest megnis unga og mjög efnilega leikmenn sem skiljanlega eru ekkert að toppa alveg í byrjun fyrsta tímabils í nýju liði. Núna erum við með kjarnann í liðinu og þeir hafa nægan tíma til að djélla saman og svo bætum við við einum og einum proven player sem vantar uppá í hvert sinn.

    starting XI draft:
    Mignolet – 26
    Manquillo – 20
    Lovren – 25
    Sakho – 24
    Moreno – 22
    Gerrard – 34
    Henderson – 24
    Coutinho – 22
    Sterling – 19
    Sturridge – 24
    Balotelli – 24

    average – 24.

    ímyndum okkur þennan kjarna eftir nokkur ár þegar þeir þekkja hvorn annan, þekkja sitt hlutverk og vita nákvæmlega hvernig BR leggur upp með að Liverpool spili, þá verða langflestir af þessum gæjum að ná peakinu sínu. Bætum svo við einum og einum proven og svo erum við sífellt að kaupa fleiri unga og efnilega gæja bæði í aðalliðið og akademíuna. Öll kaup eru risk en eins og oft áður hefur komið fram er þetta calculated risk.

    Vissulega slappur leikur en visionið er til staðar. Nú bara vona að vélin fari að fúnkera örlítið betur og við náum meistaradeildasæti svo lestin geti haldið áfram á sinni braut inn í framtíðina. Ekki draumabyrjun en það er óþarfi að stressa sig í september. YNWA

  32. Verð að segja að mér fannst þetta ekki lélegur leikur hjá liverpool.

    Við skorum snemma leiks og mér fannst hinir ekki mjög líklegir til þess að fara að skora. Þeir lágu aftarlega og við stjórnuðum leiknum og virkuðum hættulegir.
    Sakho ákvað svo að gefa þeim aukaspyrnu sem þeir enduðu á að skora úr.

    Eftir það þá var liverpool að sækja og sækja gegn 11 manna varnarpakka.
    Liverpool skorar loksins í framleginguni og hinir voru alveg búnir á því og áttu í erfileikum með að komast með liðið sitt framar á völlinn, þangað til að Sterling og Toure ákváðu að við ættum að fara í epíska vítaspyrnukeppni sem við kláruðum.

    +
    17 ára gutti kom inn í liði og átti góðan leik. Hann var ekkert að reyna of mikið og gerfði hlutina einfald og var gaman að sjá hann spila og vona ég að hann eigi eftir að fá fleiri leiki( sá 18 ára sem leisti hann af var lítið í leiknum fyrir utan að gleyma sér smá sem skapaði ágætis færur fyrir Boro).

    Lallana fannst mér virkilega góður í þessum leik. Alltaf að byðja um boltan, var að leika nokkrum sinnum vel á leikmenn Boro og virkaði stórhættulegur

    Sterling var maður leiksins alveg þangað til á 119 mín fyrir mér og svo hjálpaði það ekki að hann klúðraði víti.

    Suso kom sprækur inn en mér skilst að hann sé að fara til AC Milan og vill ég því ekki gefa honum mörg tækifæri á kostnað ungu leikmennina hjá okkur.

    Enrique sýndi að hann getur leist Moreno af hólmi í nokkra leiki.

    – Sakho og Toure eiga aldrei að spila aftur saman. Báður lélegir á boltan, ekki hraðir og virka klaufalegir.

    – Markovitch var ekki að brilla en ég átti von á því að hann myndi sína einhverja spretti í kvöld en hann var að vinna vel og gera hlutina einfalt en við vorum ekki að kaupa hann til þess að gera það. Það eiga að vera smá töfrar hjá honum.

    – Lambert var maður sem ég var virkilega ánægður að liverpool keypti en hann hefur verið virkilega lélegur síðan að hann kom. Virkar þungur, hægur og ekki hættulegur.

    – Ömurlegt að Sterling, Lallana og Maquillo spiluðu 120 mín í kvöld fyrir nágranaslaginn á laugardaginn.

    En fótbolti er víst skemmtun og fyrir hlutlausa þá hlýtur að hafa verið gaman að horfa á þenna leik og þegar upp er staðið þá snýst þetta bara um að komast áfram í næstu umferð og það tókst okkur.

  33. Ljósir punktar : Lallana er að komast í form. Gaman að sjá 17 ára strák skora. Balotelli fékk að taka 2 víti og Suso kom sterkur inn.

    Svartir punktar : Sakho er búinn að vera hræðilegur, hann átti fyrra markið þar sem hann gefur lélega sendingu og fær svo boltann í hendina, svo eru menn að kvarta yfir Kolo.
    Enrique sýndi það í fyrra markinu að það er ekki hægt að treysta á hann , maðurinn hans skoraði, hann hafði ekki einu sinni vit á þvi að vera réttu megin við manninn, hversu oft hefur maður séð þetta til hans!

    Markmaðurinn okkar er ekki nógu góður, þvi miður og Markovic hefur ekki sýnt neitt ennþá, fyrir utan 5min kafla gegn City.

  34. Ég einn um það að finnast vitleysa að gera Lambert að fyrirliða í kvöld?
    Í síðustu leikjum hefur sjálfstraustið ekkert verið í kvínandi botni og set ég því spurningamerki við þessa ákvörðun Brendan. Er ekki nóg fyrir Lambert að vera kominn til uppeldisfélagsins?

    Allavega krossbrá mér þegar ég sá þetta fyrir leik. Með öllu réttu hefði Lucas eða Kolo átt að bera bandið. Bandið var of mikið fyrir Rickie í kvöld. Því miður.

  35. Skil ekki hvað menn eru að láta Mignolet heyra það. Ekki besta vítakeppnin hans en í leiknum átti hann nokkrar hörku vörslur sem hefðu vel getað farið inn. Hef oft séð hann verri.

    SLÆMIR:

    Sakho verður að fara að sýna að hann ætli sér að vera miðvörður til framtíðar.

    Markovic: Ég á enn eftir að ákveða mig hvort hann var svona slæmur í þessum leik eða leikmennirnir í kringum hann. Oft þegar hann var að reyna búa eitthvað til þá var engin hreyfing í kringum hann.

    Sterling: Það að 18 ára pjakkur sem var efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðasta ári og búinn að bera upp liðið í vetur eigi slæman dag er bara ósköp eðlilegt. Hann er engin superman.

    Lambert: Úff við vorum með Remy á læknabekknum fyrir nokkrum vikum síðan. Lambert ætti samkvæmt öllu normal að vera 4-5 kostur. Ég sárvorkennti Lucas sem er búinn að gefa hjarta sitt og sál þessu liði að sjá fyrirliðabandið fara á miðlungs 1. deildar leikmann.

    Balotelli: Ég sagði það margoft þegar hann var við það að skrifa undir og menn geta flett því upp að Balotelli hentar ekki Liverpool. Hann er of latur og það vantar alla pressu og vinnusemi í hann. Frábær leikmaður á köflum sem getur stundum klárað leiki einn. En menn verða leggja meira á sig en þetta. Hann hefur ekkert sýnt so far. Ekkert. Vonandi nær Rodgers eitthvað meira frá honum.

    GÓÐIR:

    Lucas: Ég hef sagt áður að Lucas er ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Þetta er ekki sami leikmaður og þegar hann meiddist fyrir 2-3 árum. Eeeeeen í kvöld sá ég glitta í gamla Lucas. Hann var gríðalegar vinnusamur og barðist. Kannski þarf ég að éta skóinn minn og Lucas sé að fara að komast í sitt besta form. Vonandi.

    Lallana: Mjög sprækur í leiknum. Sívinnandi og alltaf að reyna skapa eitthvað. Maður leiksins. Af nýju mönnunum finnst mér hann hafa byrja einna best. Keep it up lad.

    Annars óska ég eftir þessum blússandi sóknarbolta sem við sáum í fyrra. Hann er þarna einhvernstaðar og vonandi sýnir hann sig fljótlega.

  36. Eftir að hafa horft aftur á vítakeppnina, þá sé ég ekki hvaða víti það voru sem Mignolet hefði átt að verja. Hann var að skutla sér í bæði hornin, í nokkur skipti alveg í boltanum. Megnið af þessu voru bara drullufín víti.

    Svo veit ég ekki alveg hvernig Rodgers hefði átt að leggja þennan leik upp öðruvísi hvað varðar liðsvalið. Ef hann hefði farið að spila fleiri aðalliðsmönnum þá væri hann gagnrýndur fyrir of mikið álag á þá. Hefði t.d. ekki viljað sjá Gerrard spila þennan leik. Spurning með Moreno, en Enrique átti einmitt ljómandi leik að mörgu leyti, hann og Lallana áttu t.d. flottan undirbúning að marki Suso.

    Hvað varðar menn eins og Markovic, þá má nú ekki gleyma því að þetta er hvað, annar leikurinn hans? Þriðji? Man fólk hvað Suarez var lengi að hrökkva í gang? Man ekki betur en að það væri verið að bölva honum fram á þriðja season með að hann þyrfti 20 marktilraunir til að skora eitt mark. Gefum honum smá séns, allavega þetta leiktímabil.

    Það má síðan vera öllum ljóst að það er ekki sami sköpunarkraftur í gangi í sókninni eins og í fyrra. Svosem ekki skrýtið, nú þegar hvorki Suarez né Sturridge nýtur við. Það sést samt greinilega hvað Lallana getur boðið upp á, ég sé nú alveg fyrir mér að með hann í fullu fjöri, Sturridge frammi, og Coutinho búinn að finna fjölina sína, þá gæti þetta lagast helling.

    Sumsé, eðlilega tekur svolítinn tíma að pússa þetta allt saman.

    Að lokum legg ég til að Sterling verði boðinn nýr samningur, og gjarnan upp á 6 stafa tölu (í pundum á viku).

  37. Thad eru allavega flestir i lidinu komnir a blad i markaskorun!
    Thetta var annars ekki godur leikur. Mikid um einstaklingsframtak og hnod fram a vid an thess ad skapa faeri. Vid faun a okkur odyr mork somuleidis, seinna markid minnti a utandeildina!

  38. Mer finnst neikvædnin herna svakaleg eftir thennan ,,æfingarbikarleik”.

    Audvitad er lidid blandad af yngri mønnum og theim sem BR telur omissandi. Vid viljum titla og eg vil ekki sja ad senda u 21 lidid i thessa leiki. Vil fara a Wembley i badum bikarkeppnum og er mjøg sattur vid gærkvøldid thott spilamennskan hafi ekkert verid serstøk.

    Vid erum komnir afram og thad er thad mikilvægasta. Arsaenl og litli brosi i Lpool eru dottnir ut og hvar eru manju? 🙂

  39. Comment #47, 48, 49, 50, 51, 52, 53, 54 og #55 er sami aðilinn. Alveg hrikalega fyndið að eyða aðfaranótt MIÐVIKUDAGS í að trolla undir 9 nöfnum en einu netfangi og iptölu. Ég hefði valið að gera eitthvað annað klukkan tvö í nótt, en það er kannski bara ég. Flottur.

    InnskotHentum þessu öllu að sjálfsögðu. Óvenju jákvætt troll en troll engu að síður og þau eru ekki velkomin hér.

    Annars er ég sæmilega rólegur yfir þessu. Sagði það fyrir leik og segi það enn að þessi keppni er bara aukakeppni fyrir mér. Hefði ekkert missti mig þó við hefðum fallið úr leik eða ef við hefðum sigrað 15-0 án þess að fara í vítaspyrnukeppni. Vil bara umfram allt vinna næsta deildarleik(i), ekki skemmir fyrir að það sé Everton.

    Það er aldrei krafa að markmenn verji vítaspyrnu, það er meira svona plús. Líklega var amk helmingur spyrna Boro manna óverjandi (þaknet eða ofarlega í hornið). Restin er bara spurning um heppni. Þetta hlaup til Mignolet í lokinn fannst mér þó kjánalegt!

    Lallana, Rossiter og Lucas voru flottir. Markovic og Lambert not so much. Get ekki annað en vorkennt Lambert, hann er að reyna svo mikið. Sammála Magga. Þegar það kom close up á honum þá var þetta að pirra hann rosalega, sem það má ekki gera. Þá mun hann halda áfram að ströggla. Hann sem uppalinn púlari mun ávalt fá meiri þolinmæði en aðrir leikmenn og við sem stöndum utan við völlinn eða fyrir framan imbann viljum að þetta gangi, kannski ekki eins heitt og hann, en viljum það virkilega samt sem áður.

    Ég skrifaði fyrir leik að ég vildi fá flotta spilamennsku, svo var nú ekki. Þetta var svolítið í líkingu við West Ham og Aston Villa leikina. En að þessu sinni fannst mér þetta litla flæði og annað vera skiljanlegra en í leikjunum með “kanónum” okkar á vellinum. Þarna voru jú menn eins og Kolo að spila sínar fyrstu mínútur í marga mánuði, Enrique að spila sinn fyrsta heila keppnisleik í líklega meira en 8 mánuði. Markovic er greinilega í engu standi, vona að þessar tvær frammistöður hjá honum skrifist á leikæfinguna (trúin á sjálfum sér er amk á öðrum heimi en spilamennskan hingað til, early days auðvitað). Rossiter, 17 ára og Lambert í engu formi. Ekki margt sem á svo sem að koma á óvart þarna.

    Hvað um það, bring on Everton!

  40. Fjandinn, ég var búinn að bíta í mig að þessi leikur væri í kvöld miðvikudag 🙁

  41. Leikskyrslan hjá Magga er bara virkilega góð og þar er eg sammála nánast öllu, vildi bara koma því frá mér.

  42. Fyrsta athugasemdin sem maður les hérna:
    “Þá er þessu lokið og einni keppninni færra að ergja sig á. ”
    Eru þetta smávægileg mismæli? Óskiljanleg ummæli eftir sigurleik.

  43. Sælir félagar

    Ég vil taka undir með Skjóldalnum um leikskýrsluna. Hún er mjög góð og ég er henni sammála og þar með sammála bæði Magga og Skjóldalnum. Það verður að teljast þó nokkuð svo ekki sé meira sagt. 🙂

    Það er nú þannig.

    YNWA

  44. Mér finnst magnað að menn séu að kvarta yfir Sakho því hann fékk á sig eina aukaspyrnu, sem við síðan vörðumst eins og bjánar. Gríðarlega hæpið að kenna honum um það mark (hvernig er það samt, boltinn fór svona 12 sinnum í hendurnar á mönnum í kvöld, og þessi aukaspyrna var í eina skiptið sem dómarinn flautaði, magnað)

    Sakho og Toure voru bara frekar öruggir í kvöld, Boro fékk ekkert gott færi fyrr en Sterling splæsti þessu á þá. Ég vil eiginlega bara sjá Skrtl og Sakho í vörninni, Lovren hefur litið einstaklega illa út það sem af er. En ég les lítið sem ekkert út úr hafsentunum eftir þennan leik.

    Eins er heimskulegt að tuða yfir Mignolet, horfðu menn ekkert á þessa vítakeppni? Öll vítin góð og langflest hömruð í horn þar sem enginn hefði náð þeim. Og hvað átti hann að gera í mörkunum? Kvörtum yfir mönnum þegar þess þarf, en ekki þetta hringrúnk leik eftir leik.

    Döprustu menn kvöldsins voru á miðri miðjunni, Lucas og Rossiter hafa samanlagt “0 sköpunargetu” en ég kenni þeim ekkert um það, að spila 2 miðjumönnum með þennan samanlagða sköpunarkraft getur bara endað á einn veg. Ég bjóst við meiru af Markovic, en erfitt að spila með framherja með ekkert sjálfstraust og ekkert “töts”. Lambert gerði alla framliggjandi leikmennina okkar lélegri í dag.

    Lallana langbestur í dag, svo Sterling.

    Gerrard
    Hendo – Lallana
    Sterling
    Balotelli – Sturridge

    Þessa uppstillingu takk, um leið og það er hægt.

    Annars lítið hægt að segja, liðið komst áfram og það telur.

  45. Sæll Ehaf. Vonandi hefur þú farið réttu megin fram úr og vonandi líður þér vel. Mér finnst bullið í mér í fyrsta kommenti ekki vera það sem skiptir máli í því samhengi sem hér er. En ef þú vilt taka einhverjar frústrasjónir út á mér þá er það í góðu lagi. Eigðu góðan dag.

  46. Sæll, já mér líður ágætlega en fannst þetta furðulegt comment.
    Eigðu góðan dag sömuleiðis. Áfram Liverpool.

  47. Það er auðvelt að koma eftir á að gagnrýna liðsvalið. Persónulega fannst mér þetta skynsamlega valið fyrir leikinn. Vissulega vill maður oft sjá einhverja leikmenn byrja og aðra á bekknum en engu að síður þá var liðið sterkt í gær og margir lykilleikmenn fengu verðskuldaða hvíld. Það er nauðsynlegt að hafa 3-4 “sterkari” leikmenn í byrjunarliði með öðrum leikmönnum, einfaldlega til þess að halda uppi ákveðnu flæði og styrk innan liðsins. Ef leikurinn hefði endað eftir 90 mín þá væru menn ekki að kvarta yfir spilatíma Sterling og Lallana, reyndar spilaði sá síðarnefndi 45 mín gegn West Ham.

    Reyndar þegar ég skoða liðin hjá Arsenal og Everton í gær þá sýnist mér þeir hafa stillt liðum sínum á svipaðan hátt og Liverpool þ.e.a.s. að notast að mestu við leikmenn sem hafa spilað lítið undanfarið og svo bætt við nokkrum sem hafa verið að spila reglulega.

    Ég er nú yfirleitt alltaf sammála ritstjórum þessarar síðu í flestu sem þeir skrifa en það er þó tvennt sem ég er ekki alveg sammála þeim í dag, þó ég skilji vel hvað þeir eru að fara.

    Maggi talar um að Lambert sé svo fullkomlega rúinn sjálfstrausti að nú þurfi að hvíla hann og láta spila með U21s árs liðinu. Þjálffræðilega er ég efins að það myndi hjálpa 32 ára landsliðsmanni. Persónulega held ég að það myndi endanlega fara með það litla sjálfstraust sem er til staðar hjá honum. Það versta fyrir sentara með lítið sjálfstraust er að hvíla, hvað þá að vera látinn spila með unglingaliðinu. Það eina sem hjálpa reyndum senterum að fá aukið sjálfstraust og komast í gang er að spila og skora mörk.

    Hitt varðandi kommentið hans Eyþórs þegar hann segir “þetta hlaup til Mignolet í lokinn fannst mér þó kjánalegt!”…..
    Ég skil það viðhorf fullkomlega, Mignolet varði eina af 15 vítaspyrnum. Það er mikil ábyrgð og pressa að vera markvörður í vítaspyrnukeppni og það er alls ekki auðvelt að halda einbeitningu heilar 15 vítaspyrnur. Sumir segja að það sé enginn pressa á markvörðum í vítaspyrnukeppn en er það svo í alvöru? Fá markverðir ekki gagnrýni ef þeir verja enga vítaspyrnu? Mér sýnist nú Mignolet fá gagnrýni fyrir að hafa aðeins varið eina vítaspyrnu gær….það jafnvel gleymist að hann skoraði úr einni í gær 🙂

    Ég held að það hefði litið verr út ef leikmenn hefðu ekki hlaupið til Mignolet í gær. Hvaða skilaboð væru leikmenn að senda honum? Þú ert ekki einn af okkur? Þú áttir lélegan leik?
    Held að það hefðu nú ekki verið til þess fallið að auka sjálfstraustið hjá markverðinum okkar.

    Að öðru leyti er ég sammála öllu sem þið komið inná. Sigur, Liverpool verður í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit. Vissulega ekki stærsta keppninn en mér er alveg sama hvað keppnin heitir, væri alveg til í að komast á Wembley.

    Næsta verkefni Everton, takk!

  48. Notalegt að vita að við verðum ekki í vandræðum með vítaskyttur í framtíðinni hahahahaha.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!

  49. Balotelli sem vítaskyttu. Fannst þetta afskaplega flott víti hjá honum og bæði óverjandi. Finnst vítin hjá Gerrard ekki jafn örugg.

  50. ég segji nú bara úffff hvað þetta var hrikalega dapurt, eftir þessa leiki okkar þá er ég farinn að sjá okkur bara skrumta í 5 til 7 sæti, ekki nema að við girðum okkur í brók og förum að sýna eitthvað, shit hvað ég var brjálaður í gær þessi spilamennska var eins og rispuð plata í mínum huga.

  51. Þótt þetta hafi ekki verið besti leikur LFC voru samt ljósir punktar Lallana, Lucas, Suso, Balloteli sem mér finnst fara fram með hverjum leiknum. En hann fær ekki mikla þjónustu sem er helst áhyggju efni Liverpool i augnblikinu. Það er litið að gerast á síðast 1/3 vallarins.
    Með Lucas þarna aftast var meiri ró yfir spilinu þarna aftast. Lallana er allur að komast i form og verður bara betri með hverjum leiknum sem liður. Ballo er virkilega duglegur og gefur sig allan i þetta en hann er að fara mikið til baka til að sækja boltan og þvi ekki eins skæður og hann getur verið. Suso var virkilega sprækur en eg vet ekki hvort hann verði áfram eða ekki, en hann þarf nokkra leiki vonandi verður með hann eins og Hendo. Fær smá séns og sínir okkur hvað i honum býr.

  52. Er ekki bara að tala um þetta liðsval, finnst skrýtið að við notum bikarleikina almennt til að spila önnur kerfi og/eða aðrar útfærslur en í deild með mönnum sem margir eru án mínútna.

    Í gær tveir fyrir aftan í þríhyrningnum á miðjunni og stanslaust flot á þremur þar fyrir framan, það hef ég ekki séð áður í vetur og sé held ég ekki aftur. Hvers vegna er það gert…og á sama tíma tala um að ætla sér að vinna leikinn.

    Svo er stór munur á að tala um unglingaliðið og U21s árs liðið okkar og Lambert. Hann virðist eiga mjög erfitt með að fitta inn í hugmyndafræði liðsins okkar, virkar alltaf skrefinu á eftir og bara sést ekki inni í teignum. Nú er Sturridge að koma til baka og þá verður hann væntanlega límdur á bekkinn…mögulega bara utan hans miðað við að Borini byrjaði á móti West Ham.

    Með U21s árs liðinu okkar spilar hann fótbolta í góðum gæðum með sömu hugmyndafræði og við erum að gera. Ég er líka handviss um að reyndur fótboltamaður eins og hann veit betur en við hversu illa gengur hjá honum og vill laga hlutina til. Fyrir minn smekk þá held ég að það yrði líklegra til að ná honum í gang en 5 – 15 mínútna innkoma í aðalliðið, eða jafnvel sitja bara utan hóps.

    Því ég er sannfærður um það að hann á að nýtast okkur betur en hann gerir í dag!

    Annars er maður kominn með aðeins meiri húmor fyrir þessu gærkvöldi, þvílíkar vítaskyttur sem við eigum. Lucas, Balo og Lallana allir sjóðheitir ef að Gerrard er frá.

  53. Jæja 10 klst I flugi? til Liverpool. Ætla mæta á leikinn à laugardag og rífa li?i? í gang!!!! Hverjir ver?a á svæ?inu á sama tíma?

  54. Ég sat límdur fyrir framan þennan leik, þó svo að fyrstu 120min hefðu verið fullrólegar.

    Varðandi liðsvalið þá fannst mér það að mörgu leiti skynsamlegt. Þetta var blanda af leikmönnum. Þarna voru nokkrir byrjunarliðsmenn, nokkrir squad leikmenn, nokkrir ungir leikmenn og nokkrir sem vantar sárlega spilatíma til þess að verða byrjunarliðsmenn. Þetta var 100% hópur sem ætti að koma liv í gegnum þessa umferð að mínu mati. Ég er ekki mjög hrifinn af því að henda fram unglingum í massavís til þess að gefa þeim reynslu. Ég vil miklu frekar sjá fáa en vel valda unga leikmenn og láta þá fá sénsinn til þess að spila með betri og reynslumeiri mönnum enda bæði læra þeir í leið af þeim mönnum ásamt því að vera ekki kjöldregnir. Að því sögðu tek ég líka alveg undir áhyggjur manna af því að t.d. Sterling sé búið að spila töluvert mikið undanfarið og hefði verið flott að geta skipt honum útaf en eins og leikurinn þróaðist þá skil ég vel að Rodgers hafi ekki viljað hafa tvo pjakka á miðjunni í einu og því valið að skipta Rossiter úr fyrir Williams.

    Neikvætt: liðið er hugmyndasnautt og hægspilandi frammávið. Varnarleikur (allir leikmenn þar undir ) er ekki sterkur og einkennist af einbeitingaleysi og gríðarlegum einstaklingsmistökum. Sakho verður að passa að þrátt fyrir að sendingarnar sem hann sendi rati á samherja þá eru þær svo oft erfiðar móttöku og stundum á leikmenn sem eru umkringdir andstæðingum, þá er nú kannski bara betra að bomba boltanum upp völlinn. Lambert og Markovich sýndu nákvæmlega ekki neitt í gær og var það afar svekkjandi, sérstaklega með Markovich þar sem maður hefði haldið að hann væri soldið búinn að bíða eftir tækifærinu. Strákurinn er nottla kornungur samt og glórulaust að vera að afskrifa hann eða eitthvað slíkt enda held ég að flestir séu sammála um að það sé ótímabært að dæma sumarkaup liðsins á þessum tímapunkti.

    Jákvætt: Tveir kornungir pjakkar fengu að spreyta sig í gær. Rossiter fannst mér komast ágætlega frá sínum leik og williams sýndi mikinn kjark á vítapuntkinum þegar hann tók fyrstu spyrnu í bráðabananum. Lucas fannst mér síðan eiga fínan leik og enrique fékk nauðsynlegar mínútúr sem mér fannst hann nýta vel (ef frá er skilin hans þáttur í markinu). Lallana er að vaxa, gerði virkilega vel í undirbúningi marksins og líklegast eru það akkúrat slíkar hreyfingar sem BR vill að hann framkvæmi til að sprengja upp varnir andstæðinga. Hann er búinn að spila reglulega núna síðustu 2 vikur og mjög fljótlega fáum við að sjá hann í toppformi.

  55. Egill Már #63 djöfull er ég að fíla það, verð með þér á vellinum í stemminguni 😀 … rífum þetta í gang og fáum 3 stig, fyrsti leikurinn sem maður fer á og það er þessi leikur, þvílík stemming sem þetta verður, spái 3-2 fyrir liverpool.

  56. Liverpool – Swansea í 16.liða í deildarbikarnum.

    Flott að fá heimleik en Swansea eru hörku lið sem eru að taka þennan bikar alvarlega.

  57. Flottur sigur í gær. Það var bara ekkert að spilamennskunni í þessum leik. Tvö mistök jú, en skítt með það sigur vannst.

    Er ekki fullmikið af pirringi í gangi ? Við unnum leikinn. Komnir áfram. Aðrir dottnir út. Roger ?

    Mér sýnist þetta bara fara þokkalega af stað. Okkur gengur vel í tveimur keppnum af þrem. Hitt mun detta inn líka, vitiði til..

    Þannig er nú það eins og sumir segja svo innilega hér…

  58. Sigur er alltaf fagnaðarefni og mikið er ég ánægður yfir því að að menn séu ekki að missa sig hérna í móðursýkiskasti yfir lélegri spilamennsku.

    Þessir bikarleikir geta verið snúnir ManU vita það vel. Ég hef ekkert út á liðsvalið að setja nema kannski það að Sterling spilaði allar mínútur en leikurinn þurfti að vinnast. Ég er algjörlega ósammála þeim sem fannst kjánalegt að útileikmennirnir hefðu hlaupið og fagnað sigrinum með Mignolet. Ég spyr þá sömu að því hvort það hefði litið betur út ef þeir hefðu sleppt því að fagna sigrinum með aðalmarkverðinum og gengið rakleiðis í sturtu?

    Liðið var áfram gelt fram á við en við því var að búast með þennan hóp. Einu raunverulegu vonbrigðin voru Lambert. Hann átt slæmt kvöld en ég hef trú á að hann rífi sig í gang og verði fínn “squad” leikmaður. Það er alltaf gaman að sjá kjúklinga spreyta sig í sigurleik gegn þokkalegu liði. Ég held að þessi maraþonsigur sé eitthvað sem liðið getur byggt á og um næstu helgi kemur það í ljós úr hverju liðið er gert þegar það mætir Everton í sárum.

    Áfram Liverpool!

    P.S.
    Eigum við eitthvað að ræða gæðin í vítaspyrnunum í kvöld?

Byrjunarliðið gegn Boro’

Swansea í Capital-bikarnum