Aston Villa 0 Liverpool 1

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Okkar menn fóru í dag til Birmingham í annarri umferð ensku Úrvalsdeildarinnar og unnu þar þrautseigan 0-1 útisigur á flottu liði Aston Villa.

Brendan Rodgers stillti upp óbreyttu byrjunarliði í dag og nýliðinn Aly Cissokho var á bekknum:

Mignolet

Johnson – Touré – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Lucas – Coutinho

Aspas – Sturridge

Bekkur: Jones, Wisdom, Alberto, Allen (inn f. Coutinho), Cissokho (inn f. Aspas), Sterling, Borini.

Þetta var kaflaskiptur leikur, opinn og skemmtilega leikinn en þó fátt um góð færi. Liverpool voru með öll völd á vellinum fyrsta hálftímann en misstu svo smám saman móðinn eftir að hafa komist yfir. Aston Villa voru miklu betra liðið í seinni hálfleik sem sást best í því að báðar innáskiptingar Rodgers voru varnarsinnaðar – fyrst setti hann annan vinstri bakvörð á þann væng til að reyna að loka á uppspilið í gegnum hinn feykigóða Andy Weimann á hægri kanti Villa og svo tók hann Coutinho út þegar hann var búinn að missa taktinn í leiknum fyrir Joe Allen til að reyna að ná aftur tökum á miðjunni.

Sturridge skoraði sigurmarkið - aftur!
Sturridge skoraði sigurmarkið – aftur!

Eina mark leiksins kom á 21. mínútu. Þá lék Liverpool-liðið upp vinstri vænginn. Enrique gaf á Lucas og fékk boltann aftur, gaf flottan bolta fyrir aftan Aspas sem hafði tekið hlaupið inn á teiginn og dregið til sín menn. Þar var Coutinho sem steig yfir boltann, fyrir aftan hann fékk Daniel Sturridge boltann, lék framhjá einum varnarmanni og svo Brad Guzan í markinu og skoraði upp í þaknetið. Frábært mark hjá Sturridge sem heldur áfram að vera gjörsamlega óstöðvandi síðan hann kom til okkar í janúar, hefur núna skorað 13 mörk í 18 leikjum fyrir Liverpool og þetta var annað markið hans í tveimur fyrstu deildarleikjunum okkar.

Maður leiksins: Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en eftir að Paul Lambert blés sínum mönnum í brjóst í hálfleik tóku heimamenn völdin. Lucas Leiva og Daniel Agger voru frábærir í fyrri hálfleik en skelfilegir eftir hlé og Jose Enrique var litlu skárri. Þessir þrír voru veiku punktarnir í dag en vörnin hélt þó og fékk ekki á sig of mörg færi. Glen Johnson og Kolo Toure voru fínir og ég var hrifinn af Henderson og Coutinho framan af en þeir týndust þó er leið á leikinn, eins og Iago Aspas.

Þrír leikmenn fannst mér bera af í dag. Simon Mignolet heldur áfram að heilla og bjargaði 3-4 sinnum frábærlega til að varðveita forystu okkar í þessum leik. Þá var fyrirliðinn Steven Gerrard frábær á miðjunni, stýrði hápressu og sóknarleik liðsins af stakri snilld í fyrri hálfleik en bretti svo upp ermar og tæklaði allt sem að honum kom í seinni hálfleik. Ég missti fljótt töluna á hversu margar sóknir Villa hann braut niður með vel tímasettum tæklingum í innkast eða með að vinna boltann hreint af miðjumönnum Villa.

Maður leiksins var þó Daniel Sturridge. Það besta sem ég get sagt um hann er að ég hef ekki saknað Luis Suarez nokkurn skapaðan hlut síðan hann lenti í leikbanni. Það er einum manni umfram allt að þakka – Sturridge hefur verið sjóðheitur og ég stórefa að vörn Manchester United hlakki til að mæta honum í næsta deildarleik í þessu formi. Mikið vona ég að þessi strákur haldist heill heilsu í vetur því hann gæti hæglega endað í 20-25 deildarmörkum fyrir okkur eða jafnvel meira. Frábær leikmaður.

Næst er það bikarleikur gegn Notts County á þriðjudag – þar gætum við fengið að sjá aðeins til leikmanna eins og Luis Alberto, Aly Cissokho, Fabio Borini og ungu strákanna Sterling og Ibe – og svo er það risaleikurinn gegn United um næstu helgi. En í dag erum við með F U L L T H Ú S S T I G A eftir tvær umferðir, sitjum á toppi deildarinnar (þremur stigum á undan Arsenal, fjórum á undan Everton) og höfum ekki enn fengið á okkur mark.

Ég veit ekki með ykkur, en ég er bara nokkuð sáttur við það. Góða helgi!

118 Comments

  1. Maður slakar ekkert á yfir þessum leikjum hjá okkar mönnum!
    En þrjú stig og það er allt sem skiptir máli.

  2. Þetta var erfiður seinni hálfleikur en við héldum út.
    Toure er að byrja frábærlega hjá okkur og megi hann halda svona vel áfram. Sturridge maður leiksins hjá mér fyrir að klára þetta færi á snilldarlegan hátt og tryggja okkur fullt hús eftir 2 leiki.

  3. og við erum í 2. sæti í deildinni!!!

    að vísu eftir örfáir leikir en “sama” samt 🙂

  4. Frábært að vera með fullt hús. Liðið sýndi á sér tvær hliðar, flottar fyrstu 30 og svo fór að halla undan fæti. Framistaðan í seinni svo léleg að mig langar ekki að ræða það.

    Fáum vonandi einn-tvo gæðaleikmenn fyrir lok gluggans. Það og smá sjálfstraust inn í liðið sem kemur nú eitthvað með sigrinum á man utd í næstu umferð og þá erum við ready.

    Styttist svo alltaf í Suarez.
    Upp með veskið.

  5. Vorum með 6 stig eftir 8 leiki í fyrra.. Eigum við ekki að segja að það sé smá framför ?

  6. Sælir félagar

    Frábær niðurstaða í mjög erfiðum leik gegn verðugum andstæðingi. Einhæfur sóknarleikur AV gerði útslagið og okkar mönnum tókst að landa þrem stigum þrátt fyrir að hafa legið í skotgröfunum mestan hluta seinni hálfleiks.

    En ótrúlega flott afgreiðsla Sturridge í markinu sem réði úrslitum gerir tilkall til marks umferðarinnar, alla vega það sem af er henni. Ótrúlegir yfirburðir í fyrri hálfleik hefðu að vísu átt að skila fleiri mörkum en þetta eina dugði. Ég er ótrúlega hamingjusamur með þennan sigur og stigin þrjú.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Þetta var frekar ósannfærandi sigur…

    Pökkuðum þeim saman fyrsta hálftímann og svo bara alltí einu allt búið!!!

    En fokking vítið haft af okkur!!!

    En sigur er sigur

  8. Þvílík framför.

    Toure er snilldarsending.

    Sturridge er ótrúlegur. Ég sé ekki marga aðra leikmenn klára færið með þessum hætti.

    Mignolet lætur mig gleyma Reina.

    Örlitlar áhyggjur af Agger og Gerrard.

    En stóra málið er að okkur vantar meiri breidd. Tvo alvöruleikmenn fyrir lok gluggans takk.

    En ég er glaður í dag 🙂 Til hamingju með sigurinn.

  9. já, þetta er auðvitað alveg frábær byrjun og kaupin á Mignolet stefna í að verða kaup ársins. Ég vil meina að hann sé þegar búinn að redda okkur 4 stigum. Við skulum samt ekkert blekkja okkur. Það þarf að styrkja þetta lið með tveimur sterkum leikmönnum (helst sóknarmanni og varnarmanni) sem gera sterkt tilkall strax í byrjunarliðið. Merkilegt nokk þá er Toure búinn að virka sterkastur í vörninni í þessum tveimur fyrstu leikjum. Agger er ekkert búinn að vera allt of sannfærandi so far…..því miður.

  10. Sammála með Mignolet/Gerrard/Sturridge, þeir voru frábærir í dag. Gerrard hefur leikskilning á allt öðru leveli en flestir fótboltamenn. Var eins og ryksuga á lausa bolta og möguleg upphlaup heimamanna allan leikinn.

    Þrjú stig í húsi í dag og við búnir að fá á okkur eitt mark í síðustu sex deildarleikjum, en skora 12. Helmingurinn kom reyndar á móti Newcastle í vor. 🙂

  11. Frábærar 30 mínútur, en skelfilegar 60 mínútur. Toure var frábær í vörninni og Mignolet af sama skapi í markinu. Henderson sást ekki í leiknum og Aspas og Continho voru ekki sannfærandi. Afhverju við spilum ekki sama bolta eftir að við komumst yfir er mér ráðgáta. Við höldum boltanum svo vel, en svo byrja menn að reyna úrslitasendingar hvað eftir annað eftir markið og við það missum við possession og Villa menn vaða yfir okkur. Eitthvað sem Rodgers vill ekki Brenna sig á aftur gegn sterkari andstæðingi. Er samt rosalega sáttur með stigin 3 en ekki spilamennskuna. LIFI BYLTINGIN!!!!!!

  12. Frábær sigur gegn góðu sóknarliði.
    Mignolet heldur betur búinn að stimpla sig inn og vinna 4 stig fyrir okkur, Sturridge stefnir í hratt í að verða næsta “Kop hero”
    Fyrri hálfleikur frábær en seinni lélegur en það hafðist.
    Bring on Manure 🙂

  13. Þetta er frábær byrjun og menn eru greinilega farnir að halda haus sem er jákvætt. Þessi frammistaða er samt ekkert að fá mig til að missa mig í einhverja bjartsýni samt. Góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikur var vægast sagt ekki góður hjá okkar mönnum. Það vantar ennþá smá upp á til að fylla mig meira sjálfstrausti er varðar Liverpool. Með 2-3 góðum leikmönnum til viðbótar verður pottþétt hægt að eiga sómasamlegt tímabil og gera atlögu að meistaradeildarsæti.

  14. Þessi varsla hjá Mignolet á 85 mín var náttúrulega bara úrslitavarsla, Í ófá skipti horfði maður á Reina horfa á boltann fljúga framhjá sér í netið í svona skotum. Ekki má gleyma því að við erum ekki bara með sex stig af sex mögulegum heldur erum við búnir að halda hreinu báða leikina. Toure er magnaður, hann skallar allt frá sér það eina sem að maður saknaði seinustu 20 mínúturnar voru snargeggjuðu öskrin í Carragher. En bara jákvæð byrjun á tímabilinu, hvenær unnum við fyrstu tvo leikina á tímabilinu seinast, var það ekki fyrir fimm árum? YNWA

  15. Ómar #5…. Ekki jinxa þetta, getum ennþá endað með 6 stig eftir átta leiki.
    Annars fínn leikur á þann hátt að við höfum ekki verið að fá stig í þeim leikjum sem við erum frekar lélegir og við vorum lengur lélegir heldur en við vorum góðir.

    Það hefur lengi verið staðreind sem maður hefur átt erfitt með að sætta sig við að betra liðið vinnur ekki allltaf og það þekkjum við poolarar of vel.

    Djöfull er hlýtt á toppnum.

  16. P.s Tsssssssss!!! Glugg,glugg,glugg,glugg!!! Ahhhhhhhhhhh!!
    Menningar skál!!

  17. níu núll fyrir liverpool stelpunum núna, var ég að heira, það er nú ein íslensk landsliðsstepla að spila þann leik

  18. saknar enhver Reina??? Mignolet hefur varið mark okkar í átta leikjum og fengið eitt mark á sig, það er merkilegt

  19. meigum ekki gleyma því að kolo toure er 32 og hann er aldrei að fara spila alla leikina og næsti maður inn í vörnina er wisdom og það er mikið risk að fara treysta á það.. hlýtur bara að vera að rodgers sé að leita af manni í vörnina .. en djöfull var kolo góður í dag woho skál fyrir því ..

    YNWA

  20. Ágætur fyrri hálfleikur, en skelfilegur seinni hálfleikur. Við vorum heppnir að vinna leikinn og þegar pressan var sem mest frá Villa þá leit ég á hvort við ættum ekki eitthvað “tromp” á bekknum til þess að koma okkur aftur inn í leikinn en það voru ekki mikil gæði þar, Sissokho var sá eini sem ég batt einhverjar vonir við og hann var svo sem allt í lagi þegar hann kom inná en okkur vantar 2 til 3 gæðaleikmenn inní 16 manna hóp og vonandi gerir fsg eitthvað af viti fyrir 2 sept.
    Það sýnir samt ákveðin styrk að vinna leiki þegar liðið er ekki að spila vel, og það er ALLTAF gott að halda hreinu. Mér finnst Toure hafa verið betri en Agger í þessum tveimur leikjum, þvílík barátta og leikgleði hjá þessu unglambi ;-). Hann hafði betur gegn Benteke í dag og mér finnst hann maður leiksins, ásamt GERRARD,þvílíkur leikmaður sem GERRARD er.

    Næst er bikarleikur, og svo man utta. Gaman, gaman 🙂

  21. Aspasinn var ískaldur í dag, fyrir mér er hann bara miðlungs spilari.
    Ef Gerrard eða Lucas meiðast þá er ekki miðja farin.

  22. Stundum er það ekki sem er ekki neitt sérstaklega fallegt fallegast af öllu fallegu!

    Mignolet er maður leiksins – þvílíkur match winner!!

  23. Ætla varla að trúa þessu en inst inni vissi og óskaði að Liv tæki þetta.

  24. Eitt núll, fjögur núll. Menn mega ekki gleyma því hve utd hefur rakað inn af stigum með því að vinna 1-0 sigra gegn skítaliðum seinustu ár. Þetta eina mark getur skilað ótrúlegum árangri á töflunni. Á meðan við vinnum leiki og fáum stig þá er ég sáttur. Maður er samt ekki að tapa sér í gleði yfir þessu því að næstu helgi verður erfiður leikur. En til að hellast ekki úr lestinni í baráttunni um meistaradeildarsætið þá verðum við að vinna þessi lið sem hafa verið okkur erfið undanfarin ár eins og Stoke. Góður sigur í dag og ég ætla að skála í bjór. YNWA

  25. Fyrst að bale fór að 100k evra, Þá ef suarez vill fara næsta sumar og hann hagar sér vel (óskhyggja) á leiktíðinni þá gætum við jafnvel átt von á lítið minni ávísun fyrir hann. ef það hefði ekki verið bit í honum, hefði þá þjóðverjarir eða Madrid ekki boðið 60 to 70 k pund í hann eða u m 80 ö 90 k evrur???

    það virðist vera að við myndum ekki sakna hanns, þrátt fyrir að hann er okkar landg besti leikmaður

  26. Jæja félagar í vors liverpoolsál

    Líklega má kenna menningunni í RVK um fáar athugasemdir eftir sigurleik, annan í röð, en því eigum við ekki að venjast síðustu árin því miður.

    Mín orð í belgin eru þó þessi:
    Frábært að ná að landa öðrum “varnarsigrinum” á móti liði sem var vopnum búið og ekki auðveld bráð. Sturridge heldur vonandi svona áfram, sóknin lítur vel út en þegar Sússi kemur aftur(væntanlega á kostnað Aspas) þá verður þetta eitthvað meira…. 🙂

    Við erum of þunnir í miðri vörninni og gott væri að eiga einn þungarvigtarmann í viðbót, svona matchwinner, á miðjunni eða sókn. Annars er ég þokkalega sáttur. Set væntingar á evrópusætið en ekki kampavínsdeildina alveg strax en tek auðvitað við fjarkanum ef hann skildi spilast upp í hendurnar á okkur.

    En ef það fjórða næðist þá þarf kaupsumar aldarinnar að koma til að halda því eða komast hærra. Og ef það næst ekki þá þarf samt “kaupsumar aldarinnnar” með alvöru péééningum til að koma okkur upp.

  27. frábær úrslit eftir frekar kaflaskiptan leik, við byrjum vel og margir leikmenn í takt, svo skorum við og þa fer einn og einn að detta hægt og rólega úr leiknum, ég hafði það á tilfinningunni að villa væri að fara skora seinustu 30mins . enn mikið djöfull var ég ánægður að mignoelt ætlar ekki að láta skora hjá sér á úrslitastundu, meðan leikurinn var í gangi var ég að hugsa þurftum við virkilega að selja downing, get ekki annað sagt að jose enrigue lofaði virkilega góðu í fyrri hálfleik og lagði upp markið, innkoma cissoko strax farin að hafa áhrif á hann. enn mér fynnst vanta meiri breidd í liðið í dag átti aspas – couthino ekkert alltof góðan leik og það hefði vantað innáskiptingu, sterling – borini voru báðir til taks enn cissoko og allen koma inn á þegar okkur kláralega vantaði meiri kraft fram á við. enn annarrs frábær úrslit að vinna villa á útivelli er sterkt, og 6 stig eftir 2 umferðir gerist ekki betra, enn þessir 2 leikir hafa sýnd okkur að það vantar 2-3 leikmenn í þetta lið ef við eigum að gera tilkall í hærra enn 7 sætið

  28. Hrikalega ánægður og feginn að þessir fyrstu tveir leikur fóru svona og það er klárlega helling sem hægt er að taka jákvætt frá þeim. Þetta var alls ekkert sérstök frammistaða í dag en samt náum við að landa þremur stigum. Gegn Stoke reyndum við okkar allra besta til að missa þetta niður en náðum líka þremur stigum. Þetta hefur alls ekki verið að gerast reglulega hjá okkur undanfarin 3-4 ár.

    Mignolet hefur virkað stressaður í byrjun ferils síns sem leikmaður Liverpool. Hann var að sparka boltanum ítrekað útaf í dag, hann er óöruggur í úthlaupum ef hann fer í þau og kemur boltanum ekkert sérstaklega vel í leik, allt hlutir sem Reina var að gera vel. Hann er hinsvegar að taka markvörslur í þessum tveimur leikjum sem á endanum skilja á milli þess að við fáum 3 stig frekar en eitt eða ekkert. Það er það sem skiptir nánast öllu máli. Hann er búinn að halda búrinu hreinu og verður líklega bara betri.

    King Kolo Toure er á góðri leið með að verða cult hero hjá Liverpool og ég man ekki eftir að slíkt hafi gerst svona hratt. Ekki einu sinni hjá Gary McAllister eða King Igor Biscan. Fyrir utan að virka snillingur utan vallar og gjörsamlega elska það að vera kominn til Liverpool þá komst hann nær því að pakka Benteke saman í dag heldur en nokkur varnarmaður hefur gert í EPL ansi lengi. Belginn náði einu sinni að losa sig frá honum og koma góðu skotið á markið sem Mignolet varði. Undir lokin þegar Mignolet varði aftur frá honum var það Toure sem var mættur og lokaði á hann eins mikið og hægt var. Fyrir ári síðan var þessi leikmaður að pakka vörn Liverpool saman trekk í trekk og skoraði samanlagt þrjú mörk ofan á það að skapa uslsa í hverri sókn.
    Ef þið eruð ekki ennþá í vafa með Kolo Toure þá mæli ég með þessari snilldar síðu https://twitter.com/KoloTFacts (Arsenal couldn’t stop Benteke from scoring, Chelsea couldn’t stop Benteke from scoring. Kolo Toure did.)

    Daniel Sturridge hefur gert það að verkum að maður nánast gleymir Suarez. Sturridge fékk ansi fá færi i dag og þetta sem hann fékk var alls ekki auðvelt en hann kláraði það frábærlega og aftur var það hann sem skilur á milli þess að fá þrjú stig frekar en bara eitt. Ég sé ekki að Sturridge verði færður fet þegar Suarez kemur aftur eftir leikbannið, mikið frekar að Suarez fari í stöðurnar fyrir aftan og leikur Liverpool snúist ekki eingöngu um hann. Þökk sé Sturridge. Rosalega gaman að sjá hvernig honum gengur eftir þær efasemdir sem maður hafði um hann upphaflega. Ofmetinn og dýr enskur leikmaður! Spurning hvort að Chelsea eigi ekki fleiri svona ónotaða á lager?

    Coutinho átti að ég held fyrsta frekar lélega leikinn sinn hjá Liverpool. Það er töluvert meira en maður átti von á þegar hann var keyptur. Það er ljóst að við komum til með að fá nokkra svona leiki hjá honum enda hann bara ekki með aldur eða reynslu til að vera eins góður og hann hefur verið í öllum leikjum. Engu að síður var það óeigingirni hjá honum sem skapaði þetta færi sem Sturridge skoraði úr. Hann snerti ekki boltann en ætti næstum því að fá skráða stoðsendingu fyrir það.

    Aspas virkaði á sama báti og Coutinho, mun betri gegn Stoke og maður var farinn að kalla á skiptinu þegar hann fór útaf. Núna áttum við nýjan leikmann til að koma inná frekar en Sterling. Aspas heillaði ekki í dag og þarf að vera meira í boltanum.

    Lucas og Gerrard voru frábærir fyrsta hálftímann og stjórnuðu leiknum. En það er áhyggjuefni að missa miðjuna svona rosalega gegn ekki sterkari mótherjum. Eftir hálftíma leik var eins og liðið gæti ekki afrekað 5 sendingar á milli sín án þess að missa boltann. Gerrard var hinsvegar að verjast vel og skilaði fínum leik en Lucas virkaði frekar utan við sig. Alls ekki eins góður og gegn Stoke.

    Daniel Agger er síðan áhyggjuefnið í vörninni, ekki Kolo Toure. Hann klikkaði fáránlega gegn Stoke og var alls ekki sannfærandi í dag heldur. Hann slapp nokkuð vel með sín mistök í fyrra þegar hann spilaði með Skrtel en sannleikurinn er að hann hefur ekki verið að spila neitt sérstaklega undir stjórn Rodgers. Vonandi lagast það á næstunni þegar hann og Toure venjast hvor öðrum.

    Bekkurinn í dag var ekki nógu merkilegur þó þar hafi verið fínir og efnilegir leikmenn. Með Henderson á hægri kantinum er ekki laust við að maður saknaði Downing smávegis og ljóst að það þarf að bæta aðeins við þennan hóp. Skrtel, Kelly og Suarez koma svo auðvitað allir til með að bæta hópinn líka.

    Frábært að landa þremur stigum á útivelli. Þetta eru lið sem við gerum kröfu á að vinna í hvert skipti og þessi byrjun gefur ekkert tilefni til að sleppa sér neitt, en meðan það tók okkur 7 umferðir og til 7.okt að ná í 6 stig síðast þá er ekki hægt annað en að vera svolítið kátur með þetta.

  29. Já flottur sigur en,vörnin Agger er hann þessi jaxl sem maður hélt hann vera hann er að mínu áliti búinn að klikka í báðum þessum leikjum.

  30. Nr. 19 joi

    saknar enhver Reina???

    Alls ekki viss um að Reina verðskuldi svona frá okkur þó eftirmaður hans sé að standa sig vel (í tveimur leikjum sem skipta einhverju máli). Fögnum bara velgengni Mignolet, stór mistök gegn United og umræðan gæti snúist í það hvað við söknum Reina mikið.

  31. Áhugavert að í þessu viðtali: http://www.youtube.com/watch?v=PJ2bH1eKxMw þá neitar BR því að liðið sé tilbúið í leikinn á móti ManUtd, enda annar leikur í millitíðinni, og bara hið besta mál að menn séu ekki komnir fram úr sér, og með fókusinn bara á næsta leik.

    Fyrir mér eru nokkur jákvæð atriði sem má taka með sér úr þessum leik:
    – liðið var ekki að skapa sér nein ósköp af færum en vann samt.
    – augljóslega bökkuðu menn í seinni hálfleik, en náðu samt að halda hreinu. Það hefur allt of oft klikkað.

    Mér finnst líka gott til þess að vita að liðið skuli hafa unnið liðið sem vann Arsenal!

  32. Toure og Gerrard ótrúlegir. Gerrard var í varnarhlutverki í dag og skilaði því frábærlega. Toure kann þetta allt frá A til Z. Þarf engan hamagang vera bara á réttum stað á réttum tíma. Frábært að fá þennann winner til okkar.

  33. Brendan fær credit fyrir skiptingarnar, þó þær hefðu mátt koma fyrr. Gott að fá Allen og Cissokho inn í staðinn fyrir að setja Sterling eða Alberto í hringiðuna. Það er nefnilega morgunljóst þegar horft er á bekkkinn að okkur sárvantar meiri breidd – menn sem get bæði breytt leikjum, en ekki síður menn sem geta komið inn og haldið fengnum hlut.

    6 stig úr fyrstu 2 er u.þ.b. 4 stigum meira en ég bjóst við fyrir tímabilið og það er frábært!

  34. I hate hearing disparaging comments about Lucas Leiva, because he’s actually one of the most under-appreciated players in the Premier League – and Liverpool just aren’t as secure in midfield without him. He’s not flashy, he doesn’t score goals or beat players, but he consistently provides a very high level of protection for his centre-backs and was a big part of Villa’s failure to find any real rhythm this evening.

    There were a couple of very decent performances for the visitors at Villa Park today, including Steven Gerrard, Kolo Toure and Daniel Sturridge, but none of them were superior to the Brazilian’s contribution.

    Here are his statistics from this evening’s game:

    – Touched the ball 99 times, more than any other player.

    – Played 77 passes, more than any other player.

    – Completed his passes at 91%.

    – Completed both of the long-balls he attempted.

    – Led the game and his side with 5 successful tackles.

    – Made 3 interceptions, the second-highest Liverpool total.

    – Committed 3 fouls.

    – Was dispossessed 4 times.

    – Won 1 free-kick.

  35. @KoloTFacts: Some magicians can walk on water, Kolo Toure can swim through land.

  36. Frábært að ná að landa sigri í leik sem við vorum síst betri aðilinn í.
    Verð einnig að lýsa ánægju minni með Kolo Toure í dag, spilaði eins og kóngur í ríki sínu. Mignolet byrjar einnig vel þó hann eigi oft í vandræðum að koma boltanum frá sér í leik.

    Lucas átti ekkert sérstakan dag í dag en Captain Fantastic náði oft á tíðum að redda honum vel.

    Að mínu mati breytir þetta þó ekki þeirri staðreynd að til að keppa um efstu sætin í deildinni þarf að styrja liðið.

    Svo er það hreint ótrúlegt að Mark Clattenburg skuli ennþá fá að dæma fótboltaleiki og hvernig Sturridge fékk ekki víti þarna í lokinn er nátturulega lögreglumál út af fyrir sig.

  37. Góð skýrsla þó svo að ég geti ekki verið meira ósammála þessu “Þá var fyrirliðinn Steven Gerrard frábær á miðjunni”, mér fannst fyrirliðinn úr takti á stórum köflum.

    En frábær sigur og 3 stig, og það er jú allt sem skiptir máli : )

    Mignolet klárlega maður leiksins, sá er búinn að stimpla sig inn 🙂

  38. Þetta var virkilega kaflaskiptur leikur. Við vorum frábærir fyrstu 30 min. Ég held að það hafi komið upp 80-20 í possession eftir hálftímaleik. En svo fórum við að gefa eftir og Villa komst aftur inn í leikinn.

    Ég hef misst tölu á því hve oft við höfum spilað vel en ekki haft árangur sem erfiði. Það sem Liverpool hefur saknað síðustu ár eru “ljótu sigrarnir”. Við höfum einfaldlega verið að landa of fáum stigum úr þeim leikjum sem eru í járnum eða við lakari aðilinn í. Þannig að þessi þrjú stig eru virkilega virkilega sæt.

    Annars fannst mér Coutinho og Aspas ekki ná sér á strik að þessu sinni. Coutinho á reyndar stóran hlut í markinu, án þess að snerta boltann þó.

    Toure var frábær og hélt Benteke niðri allan leikinn, utan þessi eini snúningur í fyrri hálfleik og skot hans í lok leiksins.

    Mignolet var frábær einnig. Ég er mikill Reina maður en ég er ekki viss um að hann hefði tekið skotið frá Benteke í lokinn, skoppandi, negla á nærstöngina úr miðjum teignum. Bjargaði að mínu mati stigunum.

    Sturridge – ef við hefðum á sínum tíma tekið pening og Sturridge uppí Torres og setið á afgangnum út vorið þá væri staðan önnur í dag 🙂 . Ef að Sturridge helst heill þá er hann 20 marka maður. Hann er einfaldlega frábær og virðist elska að spila í rauða búningnum.

    Virkilega sáttur með sigurinn og þetta fulla hús. Nú er bara að klára bikarleikinn í vikunni og svo stórleikur um næstu helgi! Væri ekki leiðinlegt að fá að sjá Cissokho, Ibe, Sterling, Borini o.fl. fá að spreyta sig á þriðjudaginn. Svo hugsanlega einhver ný andlit inn um dyrnar öðru hvoru meginn við næstu helgi.

  39. Glæsilegur sigur:) það eru svona sigrar sem telja!! Ekki alveg sammála pistlahöfundi með enrique … Enda fékk hann 3 stig í fantasy… Þó ég reyndar ég hefði viljað sjá annan fá þau! Skál fyrir L.pool 🙂 og skál fyrir kop.is 🙂

  40. Frábær úrslit og framar mínum vonum, alger snilld að vera með fullt hús stiga.

    Og algerlega sammála KAR með fyrirliðann og mann leiksins. Gerrard er í nýju hlutverki sem alhliða miðjumaður og leysir það af snilld.

    Sturridge er svo magnaður!

  41. Frábær sigur, frábær karakter, það var vitað mál að þetta yrði mjög erfiður leikur, mér var skítsama hvernig við færum með 3 stig ef þau kæmu, þau komu og eg er i skyjunum með þessi 3 stig….

    Mignole með úrslitavörslu annan leikinn í röð, MAGNAÐUR…

    Coutinho naði ser aldrei a strik í dag, veit ekki hvað Kristján Atli sá við hann í fyrri halfleik því hann sendi nokkrum sinnum beint a villa menn eimmitt i fyrri halleik og fann sig engan veginn í dag því miður. Algjör gullmoli þessi drengur og eg er ekki pirraður þó hann eigi einn slakan leik, við sköpum nanast ekkert í dag sem utskyrist af því að coutinho fann sig ekki að mínu mati.

    Ég var alsæll að fá Toure frá upphafi og eg dyrka þennan leikmann í dag, hann er að verða minn uppáhalds og samt bara buin með 2 leiki, allt sem hann gerir og segir er dásamlegt….

    LUCAS, FRÁBÆR Í DAG, hvernig geta menn ekki séð þetta, fyrri hálfleik frábær, seinni hálfleik líka frábær. Hann át endalaust af boltum frá Villa mönnum og hætti aldrei í dag.

    Gerrard var svo GERSAMLEGA FRÁBÆR VARNARLEGA Í DAG, SERSTAKLEGA Í SEINNI HÁLFLEIK. væri til í að sja meira frá honum sóknarlega samt.

    Fannst Aspas og Henderson frekar týndir í dag.

    En það sem gleður mig mest er það að við erum að vinna leiki á frábærum karakter, samheldni, vilja og hungri, leiki sem hefðu ekki unnist í fyrra.

    Ég er algjörlega í skyjunum með byrjunina á mótinu. Eigið gleðilegt Laugardagskvöld félagar…

    ps djöfull verður gaman að vinna Moyes á Anfield eftir 8 daga….

  42. Það er einn hlutur sem að mér langar að koma inn á hérna og er okkur í vil. Í byrjun móts þá erum við algjörlega pressulausir það er að segja að lið eins og tottenham sem að hefur eytt gríðarlegum peningum í leikmannahóp er með mikla pressu á að standa sig, lið eins og Man city sem að hefur eytt mest af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni í leikmenn með nýjan þjálfara, og tala nú ekki um Chelsea með nýjan stjóra sem á að skila 100% árangri og síðast en ekki síst utd með miðlungsþjálfarann Moyes sem gerir ekkert nema að væla í fjölmiðlum, en greyið er ekki búinn að átta sig ennþá á því að hann hefur hvergi þau tök sem að forveri hans hafði þar á bæ. Þá erum við algjörlega pressulausur á þeirra vísu, við höfum lent hvað í 6-7 sæti undanfarin ár og hagsýnu kaup Rodgers kannski falli ð í skuggann á stórkaupum sumarsins. Með allt þetta öldurót í deildinni er maður að vona að við náum stöðugleikanum sem einkenndi liðið seinni part seinasta tímabils og við náum að kreista okkur upp í fjórða sætið. En það mun allt skýrast í stóru leikjunum sem að við stóðum okkur hörmulega í í fyrra, og það er einn næstu helgi. Bið til guðs að við brennum manc til grunna eftir viku. YNWA

  43. 1 Chelsea 2 2 0 0 4:1 6

    2 Liverpool 2 2 0 0 2:0 6

    3 West Ham 2 1 1 0 2:0 4

    4 Southampton 2 1 1 0 2:1 4

    5 Man.City 1 1 0 0 4:0 3

    6 Man.Utd 1 1 0 0 4:1 3

    7 Tottenham 1 1 0 0 1:0 3

  44. Tek undir með mörgum hérna um Toure. Ég er þvílíkt sáttur við karlinn! Hann hlýtur að hafa skallað svona 50 bolta í dag. Viðhorfið og dugnaðurinn verðskuldar rauðu treyjuna algjörlega. Fylgdi Benteke eins og skugginn í dag og gaf ekki tommu eftir.

    Þetta AV lið er ekkert grín og aldrei hægt að kvarta yfir 3 stigum á þeirra heimavelli.

    Maður sá að Coutinho var örlítið heftur þarna vinstra megin. Hann fékk sárasjaldan pláss til að gera nokkurn skapaðan hlut og Villa menn eru líka sterkir á þessum hluta vallarins. Hefðum jafnvel mátt byrja með Cissokho sem vinstri miðju/væng og Kútinn í frjálsara hlutverki fyrir aftan Sturridge. Nú eða skipta fyrr. Spilið fyrstu 30-35 mínúturnar var engu að síður að ganga MJÖG vel.

    Ef Mignolet heldur áfram á þessari braut, verður hann instant LFC legend. Það er ekki hægt að búast við að fá markmann með jafngóðar sendingar og Reina. Hann var í raun einn af 3-4 bestu sendingamönnum liðsins undanfarin ár. Það er ekki sanngjarn útgangspunktur til viðmiðunar þegar markvörður er annars vegar.

    Þrátt fyrir að Toure sé góður og Agger sé Agger, þurfum við einn miðvörð í viðbót, bæði upp á mismunandi uppstillingar fyrir ólíka mótherja og upp á breidd/meiðsli. Það auk eins fjölhæfs leikmanns í byrjunarliðsklassa með smá markanef framarlega á völlinn léti okkur líta mun betur út fyrir þá 38 leikja kvörn sem EPL er.

    YNWA!

  45. Eyþór Guðj. (#43) kemur inn á góðan punkt sem ég gleymdi að fjalla um í leikskýrslunni:

    Ég hef misst tölu á því hve oft við höfum spilað vel en ekki haft árangur sem erfiði. Það sem Liverpool hefur saknað síðustu ár eru „ljótu sigrarnir“. Við höfum einfaldlega verið að landa of fáum stigum úr þeim leikjum sem eru í járnum eða við lakari aðilinn í. Þannig að þessi þrjú stig eru virkilega virkilega sæt.

    Þetta var sennilega það jákvæðasta við bæði daginn í dag og fyrsta leikinn gegn Stoke. Í báðum leikjum lentum við á köflum undir pressu án þess þó að fá á okkur mikið af færum eða lenda í einhverjum stórkostlegum vandræðum. Við erum að vinna 1-0 sigra án þess að leika stórkostlega vel eða kaffæra hitt liðið í markasúpu.

    Þetta hefur okkur einfaldlega vantað síðan svona 2009. Ef þetta er það sem koma skal í vetur er ég bara spenntur. Liðið getur ekki alltaf átt klassískar frammistöður, góð lið eru þau sem geta leikið illa og unnið samt.

    Líst vel á þetta. Væntanlega reynir miklu meira á allt hjá okkur eftir viku en hefur gert í þessum fyrstu tveimur leikjum, en ég hlakka til að sjá hvernig liðið bregst við því prófi eftir að hafa sýnt að það er kominn smá þroski og sigurhefð í þetta núna og í vor.

  46. Arsenal-Aston Villa 1-3

    Aston Villa-Liverpool 0-1

    Step up or step down Suarez?

  47. Ég vona að liðið verði stabílara gegn Man Utd. Aston Villa stjórnaði leiknum seinasta hálftímann og munaði litlu. Það sást ekki mikið til Aspas en hann er engu að síður útum allt og er að draga menn úr stöðum. Hann var ranglega dæmdur rangstæður þegar hann var kominn einn á móti markmanni. Mér fannst Lucas slappur í leiknum þar sem hann átti kjánaleg brot á köflum og var illa staðsettur, hinsvegar bjargaði Gerrard honum oft á tíðum. Mér fannst Gerrard vera maður leiksins, áttu nokkrar eitraðar tæklingar í aðstæðum þar sem Villa hefði geta skorað. Mignolet kemur svo á eftir Gerrard að mínu mati.

    Ég vona innilega að við fáum vængmann því Coutinho er ekki að gera sig út á kanti, enda með minna pláss og það er auðveldara fyrir andstæðinginn að hafa hemil á honum. Coutinho mætti vera verndaðri af dómaranum, það er sífellt verið að toga/sparka og ýta honum og bitnar það algjörlega á hæð hans og líkamsburðum. Það kom oftar en einu sinni fyrir í dag án þess að eitthvað var dæmt. Það er eins og dómarar ætlist til þess að menn séu allir 185 á hæð og eigi að þola þetta.

    Annars eru þetta dýrmæt stig gegn hörku liði sem átti að sigra eða ná stigi gegn Chelsea í vikunni.

  48. Get eiginlega ekki beðið eftir því að geta stillt upp með Sturridge fremstan, Suarez og Aspas/nýr sitthvoru megin og Coutinho í holunni. Sé fyrir mér að stjórar mótherjanna eigi eftir að lenda í valkvíða þegar þeir velja menn hjá okkur til að leggja áherslu á að stoppa 🙂

  49. Ég held að það hefðu ALDREI dottið 3 stig í dag ef Lucas nokkur Leiva hefði ekki verið inni á vellinum …..

  50. Frábær sigur í dag og þá meina ég frábær,því þetta eru stigin sem koma liðum í séns á einhverri baráttu um alvöru sæti.Ljótir sigrar eða skyldusigrar eins og oft hefur verið talað um. Hvað varðar framistöðu ákveðinna leikmanna þá er þetta langhlaup og flestir þessara slöku eiga eftir að sýna meira er fram líða stundir á því hef ég engar áhyggjur. Og svo þetta hjal hér inni endalaust um Lucas er orðið þreytt,frábær leikmaður.

  51. Viðar Gunnarsson 47.

    Ég er svo hjartanlega sammála þér það sem þú skrifar um leikinn.

    Við vorum svo sannarlega heppnir að fá Tuore. Hann er einfaldlega einn besti miðvörður sem hægt er að fá og þótt ýmislegt hafi gengið á hjá sitty þá var hann ekki að spila illa þá fáu leiki sem hann spilaði .

    Hann var maður leiksins að mínu viti.
    Það geislar af honum krafturinn og leikgleðin sem smitar út frá sér.

    Við erum á og við toppin og skulum njóta vel.

    Góða helgi. JAHÚÚÚÚ

  52. Góður punktur hjá #43. Hversu oft reitti maður ekki af sér allt hárið síðasta season yfir leikjum, hvort sem við vorum betri eða ekki, sem mótherjinn jafnaði eða skoraði sigurmark í restina. Maður er enn að tvístíga þegar 10 mín og staðan 1-0 fyrir LFC og ekkert í kortunum ( fór alltaf allt á versta veg síðasta season ). Þarf að ræða þetta með Reina/Mignolet, þvílíkar vörslur hjá kvikindinu 🙂 , hann á stóran þátt í þessum 6 stigum, verður Toure næsti Mcallister. Nenni ekki að fletta upp aldrinum á þeim en bjóst ekki við svona frammistöðu. Djöfulli leggst þetta vel í mann svona í upphafi 🙂 YNWA

  53. Árið 2010 tók það okkur 6 umferðir að ná sex stigum, það kom 25. september það ár.
    Árið 2011 var liðið með 7 stig eftir þrjár umferðir þann 27.ágúst. (liðið spilaði vel fram að áramótum það ár).
    Árið 2012 tók það 7 umferðir að ná í sex stig sem hafðist 7.okt.

    Þannig að við getum alveg glaðst yfir þessari flottu byrjun og vonandi er kominn sterkari grunnur fyrir því að halda áfram á þessum nótum.

  54. Liverpool og við eigum Suarez Súpermann inni á kostnað Aspas .. ég get ekki beðið eftir SÚPERMANN ……..

  55. Suarez er eins og glaðasti hundur í heimi svo allt í einu fer hann í einhvern ham og bítur einhvern

  56. Sá einungis síðustu 20 mínúturnar af leiknum þar sem liðið lá allt á sínum vallarhelming og varðist. Þó svo liðið hafi ekki náð að senda 5 sendingar á milli sín og halda boltanum, þá voru aðrir hlutir sem voru mjög jákvæðir t.d. liðið braut afar sjaldan á AV-mönnum, braut upp sóknir þeirra snemma, voru að tækla vel, unnu flest skalla einvígi og hreinsuðu boltann fram reglulega til að létta pressu og skipuleggja sig upp á nýtt.
    Sem sagt liðið var að verjast mjög vel.

    AV-menn hafa sínt það í sínum fyrstu leikjum (talandi um erfiðia byrjun) að þeir eru með hörku lið og kunna að sækja.

    Svo það var viðbúið að við myndum þurfa að verjast mikið ef við kæmumst yfir (sem var raunin). Leikurinn var á þeirra heimavelli svo það var pressa á þeim líka að sína sig og sanna.

    Hrikalega ánægður með liðsheildina sem geyslar af liðinu

    YNWA

  57. Alls ekki fullkominn leikur en einmitt svona sigur sem okkur hefur vantad undanfarin ár og svona sigrar eru þad sem hefur gert gæfumuninn hjá Udt svo oft.

  58. Já frábær sigur einn miðvörður í viðbót og einn í sókninna í viðbót og allt er eins og það á að vera YNWA!

  59. Var að sjá viðtal við Daniel Agger á Dönsku LFC síðuni, kemur fram að hann er að spila með skaða í læri.
    Það skýrir kannski spilamensku hans, ef hann er ekki að ná að beita sér, og undirstrikar líka nauðsyn þess að vera með alvöru backup fyrir hann.

    Það er reyndar bara afrek hvað hann er búin að ná að haldast heill lengi.

    http://plbold.dk/agger-dojer-stadigvaek-med-skade-2/

  60. Jæja er eitthvað að frétta af leikmannakaupum hjá Liverpool, það er orðin langur tími síðan Brendan Rodgers sagði að nú væri búiða að styrkja hópinn og nú yrði farið í það að kaupa leikmenn til að styrkja byrjunarliðið.

  61. Það er hreint ævintýralegt að vera með 6 stig eftir þessa tvo leiki. Vorum stálheppnir að landa sigri gegn Stoke eftir vítið. Svo gátum við ekki neitt í seinni hálfleik í gær og áttum svo sannarlega ekki skilið að vinna.

    Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um það að BR átti enga lausn gegn AV ! Þeir yfirspiluðu okkur í 45mín + og hann gerði ekkert nema nudda á sér hökuna og koma með misgáfaðar skiptingar.

    Mér finnst þetta alls ekki líta nógu vel út – nema á stigatöflunni.

  62. Góður útisigur og snilld að liðið hali inn 3 stigum þrátt fyrir að spila langt undir getu í seinni hálfleik, það eru öll stig mikilvæg en ef að það er hægt að tala um að einhver stig séu mikilvægari en önnur þá eru það svona stig.

    Ég verð samt að segja að ég hef töluverðar áhyggjur af vini mínum Agger, í fyrstu 2 leikjunum er hann búin að lýta út eins og nýliðinn við hliðiná Kolo Toure og það mætti halda að Kolo væri búin að vera í vörn Liverpool í 10 ár! Hann er það góður 🙂 En Agger aftur á móti er búin að gera þónokkuð af mistökum sem hefðu getað kostað liðið 4 stig að lágmarki ef að liðsfélagar hans væru ekki að bjarga honum. Mignolet varði víti á síðustu mín sem Agger færði Stoke á silfurfati! Klár 2 stig.
    Í leiknum í gær fékk Benteke hörkufæri sem Mignolet varði glæsilega, það kom uppúr því að Agger steig útúr vörninni til að skalla bolta fram völlinn og skildi eftir sig mikið svæði á bakvið sig og var að mínu mati ekki nógu fljótur að detta niður aftur, boltanum var lyft yfir hann og Benteke var á auðum sjó en Toure kom á öskrandi siglingu og lokaði fær horninu og Mignolet varði á nær stöng eins og áður sagði.

    Það er helvíti lélegt ef að okkar aðal miðvörður ætlar að bregðast svona í hverjum leik. Við rétt sluppum fyrir horn í þessum leik en það verður ekki alltaf tilfellið.

  63. Mjög, mjög heppnir með þrjú stig í gær. Leikurinn var ekki ósvipaður leiknum gegn Stoke þar sem við lékum vel í fyrri hálfleik en fórum niður um of marga gíra í þeim síðari. Topplið hefði náð að refsa okkur og allir vita að spilamennskan í síðari hálfleik dugar ekki gegn United til að halda markinu hreinu.

    Annars finnst mér vegið fullmikið að nýja sóknarmanninum okkar, Aspas. Hann er engin stórstjarna sem slær ef til vill ryki í augu stuðningsmannsins, en hann gerir heilmikið fyrir liðið. Varnar- og miðjumenn geta spilað upp á Aspas, sem heldur boltanum vel og skilar honum alltaf á samherja. Liðið getur því fært sig ofar á völlinn og auk þess býr hann yfir miklum hraða sem gerir hann að enn meiri ógn.

    Áfram veginn!

  64. Nr 70
    Misgàfulegar skiptingar?? hann tekur út Aspas og setur Cissokho inn í staðinn sem styrkti vinstri kanntinn hrikalega vel og Coutinho fyrir Allen til að þétta miðsvæðið betur enda Coutinho ekki líkamlega sterkasti leikmaðurinn sem við höfum og búinn að berjast í 70 mín plús við 2-3 í einu. En hvað myndir þú seigja að hefði verið gàfulegar skiptingar ?

  65. 2 þokkalega góðir sigrar. Nýju mennirnir allir að koma vel út, sérstaklega Toure sem er snillingur. Hinir í liðinu eru að standa sig sömuleiðis. Lítil breidd gæti orðið vandamál og vonandi verða keyptir 1-2 til viðbótar. T.d Skrtel út og nýr inn. Nýr varamaður fyrir Henderson. Annars kvartar maður ekki mikið þessa dagana, Rodgers er snillingur.

  66. Þið eruð væntanlega með það á hreinu elskurnar mínar, að í fyrra hefðum við í mesta lagi verið með 2 stig eftir nákvæmlega þessa tvo leiki, nema fyrir Mignolet og Kolo. Í dag með þessa tvo fyrir Skrtel og Reina, erum við með 6 stig.
    Ég hafði ákveðnar efasemdir að Kolo væri nógu sterkur til að trufla / dekka almennilega þessa stóru trukka og ég er hel sáttur, hann er búinn að trufla og dekka vel bæði turnana í Stoke og líka Benteke. Mignolet hefur bara verið fínn, maður kvartar ekki yfir markmanni sem heldur búrinu hreinu.

    Fram á við þarf að leysa hlutina betur, akkúrat þar sem ég hélt að við værum nógu sterkir fyrir, og svo mætti frelsa Gerrard úr svona mikilli varnarvinnu sem hann er kominn í, í dag.

    Annars bara fínt mál, 2 leikir 6 stig, halda svona áfram og enga helvítis neikvæðni.

  67. Flottur sigur, loksins erum við að klára þessa skítaleiki þ.e. erum ekki að spila nægilega vel en erum samt að skila 3 stigum í hús. Einmitt það sem hefur ekki verið að ganga hjá okkur síðastliðin ár.

    Toure var flottur og sama má segja um Mignolet.

    Vanmetnasti leikmaður liðsins er hins vegar Lucas, þó svo það vanti greinilega smá uppá hjá honum á að komast í sitt allra besta form. Farinn að líkjast sjálfum sér eins og hann var rétt fyrir meiðslin.

    Aspas- ég ætla bara að vona að hann fari að sýna eitthvað meira, er ekki að ná að hrífa mig í þessum fyrstu leikjum.

    En nr. 1, 2 og 3 er sigur og 3 stig í höfn…

  68. Það er hreint ævintýralegt að vera með 6 stig eftir þessa tvo leiki.
    Vorum stálheppnir að landa sigri gegn Stoke eftir vítið.

    Þú verður að horfa á leikinn í heild sinni. Held að allir sem hann sáu geti verið sammála um að sanngjörn úrslit hefðu verið svona 4-1 í þeim leik. Ef þú ætlar í “en þeir klúðruðu víti” leikinn þá verður þú líka að horfa á öll dauðafærin sem við klikkuðum á. Stoke átti ekki breik í þessum leik.

    Svo gátum við ekki neitt í seinni hálfleik í gær og áttum svo
    sannarlega ekki skilið að vinna.

    Það er svo mikil mótsögn í þessu hjá þér. Aston Villa gat ekkert í fyrri hálfleik, áttu þeir þá skilið að vinna ? Þetta var jafn leikur þar sem að Liverpool var sterkara í fyrri hálfleiknum og Aston Villa í þeim síðari. Sturridge kláraði færið sitt á meðan Benteke gerði það ekki. 50/50 leikur. Svona er fótboltinn.

  69. En nú þurfum við ein góð kaup fyrir 3 sept.
    Við erum enn í plús með leikmannapeninginn þannig að eigendurnir ættu alveg að tíma að splæsa í eitt stikki Angel Di Maria á 35m.
    Þetta er rosalegur player, kanski ekki nauðsynlegasta staðan til að styrkja en ef hann er til sölu þá er þetta leikmaður sem verður fastamaður í liðinu næstu árin.

    Mjög góð kaup

  70. jonny #20 segir:

    meigum ekki gleyma því að kolo toure er 32 og hann er aldrei að fara spila alla leikina

    Kolo Toure er einu ári yngri en Steven Gerrard.

    Hvað spilaði Gerrard marga leiki á seinasta ári?

  71. Árni Jón (#77) segir:

    Þið eruð væntanlega með það á hreinu elskurnar mínar, að í fyrra hefðum við í mesta lagi verið með 2 stig eftir nákvæmlega þessa tvo leiki, nema fyrir Mignolet og Kolo.

    Við fengum 4 stig úr þessum leikjum í fyrra. 0-0 á Anfield gegn Stoke og sigur á Villa Park. Við hins vegar töpuðum fyrir Villa á Anfield og Stoke á útivelli.

    Við erum að bæta okkur um 2 stig nú þegar, eftir tvo leiki, sem er mjög jákvætt, en það er óþarfi að mála skrattann á vegginn. Skoðum stöðuna eftir næstu umferð en það er einmitt leikur sem við töpuðum í fyrra, United á Anfield. Þannig að í fyrra vorum við með 4 stig af 9 mögulegum úr þessum þremur leikjum. Vonandi erum við að fagna fimm stiga bætingu eftir viku.

  72. Það eru klárlega 1-0 sigrarnir sem eru að skipta hrikalega miklu máli í þessari deild. Sérstaklega að vinna þrátt fyrir að spila illa. Að fá þessi 3 stig í staðinn fyrir þetta 1 stig. Liverpool gerði alltof mörg jafntefli í fyrra sem geta verið dýr.
    Þannig ég er bara sáttur með þessa byrjun 🙂 Mér er alveg sama hvernig Liverpool nær í 3.stig bara þeir fái þessi 3 stig sem eru í boði 🙂

  73. Mjög kaflaskiptur hálfleikur. Við stjórnuðu fyrri enn Villa átti skillið jafntefli miðið við hvernig þeir spiluðu seinni. Ég fannst Sturrigde frábær i fyrri hálfleik og markið glæsilegt. Enn ég vel Mignolet sem mann leiksins. Hann átti stærsta þátt við lönduðum 3 stigum i staðinn fyrir 1.
    Jæja við eru að byrja vel og vonandi höldum við því áfram. Ég vill þó við styrkjum okkur með minnsta kosti um 2 leikmenn áður enn gluggin lokar. Þurfum við ekki einhven sem getur dekkað bæði miðvörð og spilað sem varnarsinnaður miðjumaður. Svona versitale leikmann. Auk þess þurfum við sóknarmann.
    Við erum enn i plúsi svo ég er gattaður að við eyðum engu fyrir lok gluggans.

  74. Thetta tottenham lid virkar langt fra tvi ad vera eitthvad betra en Liverpool. Their geta varla skorad ur opnum leik. Virdast treysta bara á slaka dómara til thess ad gefa theim vitaspyrnur a silfurfati.

  75. Aðeins fjögur lið eiga enn eftir að tapa stigum á tímabilinu. Annað kvöld fækkar þeim og Liverpool verður í hópi þeirra þriggja, eða bara tveggja, liða sem hafa náð í öll stigin sem eru í boði.

    Vel gert, strákar!

  76. Þessi sigur var frábær þótt vissulega hafi maður verið orðinn verulega stressaður þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Við getum ekki gert lítið úr AV liðinu sem er mjög massíft lið með lurkinn Benteke í forsvari fyrir þá.

    Núna er komin upp sú staða sem ég vonaðist eftir og hef beðið eftir síðan BR tók við. Það er að liðið er að spila þennan flotta bolta með tilheyrandi árangri, liðsandinn er í góðum málum og hann er að ná nokkurn veginn sínum hópi saman. Hins vegar er alveg klárt að hópinn þarf að stækka fyrir komandi vetur og vonandi tekst það á lokaviku gluggans.

    Ég er bjartsýnn að eðlisfari og hef tröllatrú á þessari þróun sem er í gangi hjá liðinu okkar.

  77. GOTT FÓLK. ÞAÐ ERU SVONA LJÓTIR SIGRAR SEM SKILA TITLUM Í HÚS.

    Hvað ætli manutd hafi hoft unnið einmit svona??

    Djöfull hef ég góða tilfinningu fyrir þessu liði.

  78. Ljótir sigrar skila titlum já… verst að Tottenham eru að vinna enn ljótari sigra en við!

  79. Ég er ekki alveg nægilega sáttur ef að Victor Moses sé svar okkar við að missa af Mkhitarian og Willian

  80. Kristján Atli, rétt hjá þér ef þú horfir á head to head samanburð. En ég vil meina eins og ég segi í innlegginu mínu, að það sé bæting fyrir liðið að hafa Kolo og Mignolet.

    Hinsvegar fer maður yfirleitt ekki að ibba sig mikið fyrr en eftir svona 10 leiki en það verður e.t.v. fyrr ef við fáum ekki góðan liðsauka.

    Sjáum hvað setur.

  81. Nú talar Gróa a leiti um að Liverpool vilji Viktor Moses a lani fra Chelsea. Gott mal en einnig fylgir frèttinni að Liverpool vilji ekki borga öll launin hans 55.000 pund pr viku. Ef svo er rètt synir þad svo ekki verdur um villst ad pungurinn a FSG er enginn. Þeir hafa ekki getuna nè viljann til ad keppa vid “topplidin”! Vissulega erum við a skyi nuna eftir flotta byrjun en hvað þegar meiðsli og annað fara að herja a þunnan hóp? FSG verða að fara að sýna að þeim sem alvara um ad koma LFC i fremstu röð. Hafa núna út vikuna til að bjarga andliti, cryin outloud við erum í plus í glugganum!

  82. Malið með að kaupa topp menn er dálitið erfitt, malið er að til að fa topp men þarf að vera i meitaradeildinni, en til þess að komast i hana þarf topp menn.

  83. Mér finnst þetta byrjunarlið okkar í dag vera helvíti gott. Langt síðan maður er nokkuð sáttur við hvern einasta dude í liðinu. Maður fær allavega vatn í munninn ef allir haldast heilir og þetta verður byrjunarliðið í vetur.

    Coutinho – Sturridge – Suarez
    Henderson – Lucas – Gerrard
    Enrique – Agger – K.Toure – Johnson
    Mignolet

  84. 95 Helginn, ég skal gefa þér milljón ef það gerist. Það er ekki sjéns í helvíti að enginn leikmaður meiðist af 11 sem þú telur upp í byrjunarliðinu okkar. Þú ættir að vita það ef þú fylgist með enska boltanum.

    Ég held að við sem erum að vonast eftir að fsg taki upp veskið og kaupi eins og tvo til þrjá leikmenn núna á síðustu dögum gluggans verðum fyrir miklum vonbrigðum að morgni 3 sept. Því miður, það er ekki nóg að vinna fyrstu tvo leikina til þess að enda í topp 4 eða topp 6, það þarf að vinna miklu fleiri leiki en það. Enska deildin er ekki spretthlaup, heldur maraþon.

  85. Nr. 96. Höddi.
    Auðvitað er ekki nóg að vinna 2 leiki til þess að enda í 4 sæti, en það þarf einhverstaðar að byrja. Hvort sem það er spretthlaup eða maraþon þá þurfa öll lið að byrja við sama rásmark, og er þá ekki ágætt að okkar menn séu vel stemmdir og klárir í þetta maraþon sem þú talar um!? Skil ekki alveg hvað maður á að vera horfa á ef ekki þegar liðið er taplaust og með Núll mörk fengin á sig 😉

  86. Auðvita getur ýmislegt gerst, eins og þegar cardiff vann MC í gær og við höfum í gegnum tíðina oft verið betra liðið á vellinum en orðið að lúta í gras oft fyrir svokölluðum verri liðum. Held að BR sé einmitt að vinna í þeim málum. Gleðjumst þegar vel gengur og látum stjórann laga liðið ef illa fer. 🙂

  87. Og þá er ballið byrjað!

    Tweets
    Billy Liddell ?@Liddellpool 22s
    Real Madrid have opened talks with #LFC over the transfer of Luis Suarez. acc to AS journalist Javier Matallanas

    Þetta verða erfiðir dagar fram að 3.sept.

  88. Það virðist vera eitthvað til í þessu annars hefði Rodgers ekki komið upp úr þurru með comment um að það yrði erfitt fyrir Real að ná í hann. Þetta var eftir að Suarez á að hafa beðist afsökunar og málið grafið.

  89. Varðandi Suarez, þá er nokkuð ljóst að hann vill fara og mun fara við fyrsta tækifæri sem gefst. Ef hann fer ekki í þessum glugga þá mun hann líklega reyna að komast í Janúar glugganum og eftir það næsta sumar.

    Ef klúbburinn getur selt hann núna fyrir góðan pening ,út fyrir ensku úrvalsdeildina og notað eitthvað af peningnum í að versla staðgengil, þá er það bara gott mál.

  90. Æji er þessi fjandans Suarez umræða kominn aftur í gang.

    En varðandi þennan Moses þá tel ég hann henta okkur vel en ef þessir eigendur geta/vilja ekki borga honum þessi laun þá er eitthvað mikið að og klárt mál að það mun ekki koma inn stærra nafn.

  91. Getum við ekki fengið leikmann í skiptum bara fyrir Suarez hjá Real? Þá væri ég einna helst til í Gareth Bale.

  92. Það væri sniðugt að fá pening+leikmann frá Real. Þeir eiga nú Meira en nóg af þeim

  93. Real hafa keypt leikmenn fyrir 63.8 mill punda á þessu sumri og selt fyrir 53.76 mill punda, nett eyðsla 10.04 mill punda, svo er Bale að fara koma inn á 86 mill punda sem gerir eyðslu uppá 96.04 milljónir punda !!!
    Hvernig geta þeir átt pening fyrir Suarez líka einhverstaðar á milli 40-50 milljónir ??

  94. miðað við yfirlýsingarnar, þá er hann ekkert að fara á 40-50k, þeir selja hann ekki fyrir minna en 60

  95. Moses er ofmetinn leikmaður sem stóð sig ágætlega hjá Wigan. Er ekki búin að geta Rassgat hjá chelsea ..kantmaður með 1 mark í 25 leikjum hja þeim eða eh . Nei takk það var einn gaur þannig hja okkur um daginn sem heitir Downing. Hvað er það nákvæmlega við Moses sem hentar okkur ?

  96. Það er talað um að Real séu reiðubúnir að selja Di Maria, Benzema, Özil og Coentrao til að fjármagna Suarez kaupin.

    En ég sé sosum ekki hvernig Liverpool geti selt Suarez á þessum tímapunkti þar sem þeir gætu aldrei keypt almennilegan leikmann í staðinn. Nógu erfiðlega hefur gengið að landa gæðaleikmönnum í allt sumar, hvað .þá með viku eftir af glugganum.

    Annars fer mann nú að þyrsta í einhverjar fréttir af leikmannakaupum hjá Liverpool. Þetta virkar eitthvað dautt þessa dagana.

  97. Ef Liverpool selja Suarez nuna i lok gluggans er greinilegt að John W Henry er með vagínu. Yfirlysingar hafa allar verið þess edlis að Suarez verdi ekki seldur i þessum glugga. Yrdi skita aldarinnar uppa bak ef Henry myndi akveda sölu til Real (þratt fyrir 60m boð)

    Byrjun okkar lofar godu en samt er maður stressaður þvi okkur vantar inn 2-3 menn. Breidd okkar er ekki mikil, held að LFC se í plus i þessum glugga. Vika eftir og nánast ekkert ad fretta nema hvad vid timum ekki ad borga laun Moses. “Storu” lidin hvika ekki ef þau þurfa leikmann, FSG verda ad hamra járnid a medan það er heitt!! Flott byrjun LFC en hvad svo er menn lenda i meidlsum? Leikbönnum? Ætlum vid þá að grenja i enn eitt àrið yfir skelfilegum leikmannaglugga?

    Koma svo FSG, sýnið ykkur að markið se raunverulega sett a topp4

  98. það er greinilegt að það eru ekki til peningar hjá okkar klúbbi, í allt sumar hefur ekkert tilboð borist í þessi “stóru kaup” nema þá einna helst diego costa og það var eitthvað á reiki, mikki mús, willian,eriksen, diego costa, papadoupolus eða hvað hann nú heitir, allir hafa verið bendlaðir við okkur…. en ekkert tilboð… þjálfarinn er farinn að skjóta föstum skotum í áttina að eigendum og við erum farnir að fá hina og þessa lánaða… meikar ekkert sense í mínum augum…. og eins og hefur verið talað um að eignarhald og umboðslaun séu aðalástæður þess að leikmenn séu ekka að koma og annað bara hef ég ekki trú á…….. ég held að við séum búnir að fá að sjá kaup sumarsins

    kveðja silli svartsýni

  99. Mér finnst nú fullkomlega eðlilegt að reyna að fá Chelsea til að borga hluta af launum lánsmanns. Pungur, vagína eða hvað sem er undir mönnum hefur lítið með það að gera.

  100. Það er farinn að laumas sá grunur í mína sprungnu peru að FSG sé bara loftbóla, allt ljómandi á yfirborðinu en geta lítið sem ekkert fjármagnað í liðið. Það eina sem virðist komast að er að lækka launakostnað, og maður spyr sig fyrir hvað eða fyrir hvern? Enn talað um að fá LÁNAÐA leikmenn sem segir bara að þeir hafa ekkert bolmagn jah eða vilja til þess að kaupa leikmenn til að styrkja liðið varanlega. Úff er að fá sömu ónotatilfinningu fyrir FSG og fyrir ljótu köllunum tveimur sem má ekki nefna 🙁

  101. Fyrir mér er þetta augljóst, Rodgers hefur ekki fengið krónu til að eyða í sumar nema það sem hann selur fyrir og þess vegna gæti Rodgers alltíeinu nuna verið til í að selja Suarez til að reyna fjármagna eitthvað af því sem hann bað um og vildi fá í sumar. Það var alveg nýtt hljóð í Rodgers fyrir helgi er hann var spurður útí Suarez, þar þvertók hann ekki fyrir neitt eins og þeir felagar höfðu áður gert, þar sagði hann að það yrði erfitt fyrir Real að fá hann núna og blablabla, ALLT ANNAÐ HLJÓÐ EN FYRIR NOKKRUM VIKUM.

    Það er allavega a kristaltæru að ef Henry selur Suarez núna þá drullar hann svo feitt í buxurnar sínar að hann mun líklega aldrei eiga afturkvæmt aftur til Liverpool borgar nema einhverjir menn þar hreinlega gangi frá honum..

    Að vísu er eg alveg til í að losa Suarez út ef það myndi þýða að okkar menn mundu tryggja sér þennan Andrey Yarmalenko frá Dinamo Kiev plús einn annann…

    Ég held að Liverpool sé alveg félag sem getur fengið til sín stór nöfn, vandamálið hjá okkur er ekki meistaradeildin nema af litlum hluta til, vandamálið er að 95 prosent af knattspyrnumönnum hugsa bara um launaseðillinn og Liverpool virðist ekki tilbuið til að borga há laun í dag því miður, þeim er skítsama hvar þeir spila og drullusama um meistaradeild eða ekki, vitiði til ef Suarez fer núna þá munu koma menn ansi snöggt inn í hans stað enda okkar menn þá með fulla vasa af seðlum og búnir að losa einn mjög launaháan af launaskrá.

    Ég var nú samt að vonast til að okkar menn myndu halda Suarez og bæta við sig 2 öflugum leikmönnum en núna lýtur ekki út fyrir það.

    Ballið er byrjað, sprengjurnar eru að fara falla, eru ekki allir komnir með nýjan F5 takka og vel af róandi töflum inní skáp svo menn verði ekki of stressaðir þessa viku sem framundan er ? eg býst við öllu, akkúrat i dag er eg meira svartsynn en bjartsýnn á leikmannagluggann en eg fer á hnén 2 á dag og bið guð um að þetta endi ekki í martröð eins og í fyrra. Liðið hefur byrjað vel í deildinni og nú er tækifæri fyrir FSG að veita Rodgers smá stuðning og gefa honum færi á að koma liðinu í meistaradeild að ári. Boltinn er hjá FSG, á næstu 7 dögum kemur í ljós hvað þeir ætl sér með felagið okkar. eruði menn eða mýs FSG ? Eitt má John Henry vita ef hann veit það ekki nú þegar, milljónir manna setja pressu á hann núna og nú verður maðurinn að gera eitthvað…

    Hvenær ætla menn annars að fara vera andvaka allann sólarhringinn á F5 takkanum með popp og kók við tolvuskjainn ? eru menn byrjaðir á því eða slaka menn á fram a fimmtudag eða föstudag með slikar aðgerðir ?

    Annars bara gleðilega viku kæru félagar….

Liðið gegn Aston Villa

Notts County á morgun