Notts County á morgun

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Mikið hrikalega er það nú fínt þegar svona stutt er á milli leikja. Þessi deildarbikarsleikur kemur í rauninni á fínum tíma, sér í lagi þar sem verið er að reyna að spóla leikbannið hjá Luis nokkrum Suárez niður. Sigur annað kvöld gegn Notts County myndi gera það að verkum að Luis myndi “aðeins” missa af 4 deildarleikjum Liverpool núna í upphafi tímabilsins þar sem 3ja umferðin fer fram helgina 21-23 september. Leiðrétt, hann missir af 5 deildarleikjum. En við skulum ekki hlaupa fram úr okkur, það er enginn leikur unninn fyrirfram og sér í lagi ekki gegn þessum neðrideildar liðum sem koma á stóran völl eins og Anfield og eru að fara að keppa leik lífs síns. Það er því ekkert gefið fyrirfram þó að á pappír ætti þetta að verða leikur kattarins að músinni.

Notts County er elsta félagið í veröldinni sem spilar í atvinnumannaboltanum, en þeir mega svo sannarlega muna sinn fífil fegurri. Þeir keppa núna í þriðju efstu deild á Englandi og hafa vægast sagt ekki farið vel af stað á tímabilinu. Þeir hafa spilað fjóra leiki í deild, tapað þremur og gert eitt jafntefli og sitja í fjórða neðsta sætinu, sem er fallsæti. Þeir sigruðu lið Fleetwood (sem spila í fjórðu efstu deild) til að komast í þennan leik á Anfield. Í þessum fjórum deildarleikjum sínum hafa þeir náð að skora 4 mörk, en á móti kemur að þeir hafa fengið heil 8 mörk á sig. En það er á tæru, þetta skiptir engu máli þegar í leikinn er komið, þeir eiga eftir að henda öllu sínu í leikinn og gera okkar mönnum lífið leitt. Ég held að það hafi lítið upp á sig að fara að kryfja þetta lið þeirra, enda viðurkenni ég fúslega að ég þekki ekki einn einasta leikmann sem er innan þeirra herbúða. Eina nafnið sem maður hefur heyrt er Chris Kiwomya, en hann er stjóri liðsins.

Framherjarnir hjá County, þeir Enoch Showunmi og Yoann Arquin hafa báðir sett 2 mörk í leikjum liðsins á tímabilinu og virðist því vita hvar marknet andstæðinganna er. Það má þó fastlega reikna með því að leikmenn County komi til með að sitja tilbaka og reyna að sækja hratt á okkar menn, næla sér í föst leikatriði og keyra þannig á vörnina. Showunmi er hvorki meira né minna en 1,96 metrar á hæð og má búast við því að boltanum verði dælt á kollinn á honum. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Brendan ætlar að stilla þessu upp með það í huga. Bikar er alltaf bikar og þó svo að þessi sé sá “minnsti” þá þrífst þetta félag okkar á því að rembast við að vinna titla, hvaða nafni sem þeir heita nú. Ég býst því við talsverðri tilraunastarfsemi í þessum leik, það má þó ekki verða um of.

Eins og áður sagði, þá reikna ég fastlega með því að einhverjir af lykilmönnum okkar verði í hvíldinni á morgun, sér í lagi þeir sem eru komnir á seinni hluta ferilsins. Þó spyr maður sig hvort við höfum hreinlega efni á að hvíla mann eins og Kolo í svona leik, því hann virðist vera sá leikmaður sem geti stöðvað svona stóra trukka eins og við komum til með að mæta á morgun. Hann er okkar besti skallamaður og ég sé ekki hvernig við getum ekki notað hann í svona leik. Martin Skrtel virðist ekki vera orðinn leikfær ennþá og ég býst fastlega við því að Agger verði hvíldur, sömu sögu er að segja af Glen Johnsons. Aly Cissokho mun svo væntanlega fá sitt fyrsta start í byrjunarliði á kostnað Enrique og það er leikmaður sem ég ætla að fylgjast vel með í leiknum. Ég hef trú á því að sá strákur eigi eftir að koma með fullt af gæðum inn í liðið. Ég hef síðan trú á því að Mignolet verði í markinu, menn reyna að hrista stressið úr honum núna í upphafi tímabils, því þótt hann hafi átt frábærar vörslur, þá sér maður vel á honum að hann er stressaður, sér í lagi þegar kemur að því að koma boltanum í leik.

Ég er svo ekki alveg klár á því hvort það verður Martin Kelly eða Andre Wisdom sem muni spila í hægri bakvarðarstöðunni, hallast í rauninni frekar að Kelly, þar sem verið er að tala um að senda hinn út á lánssamning. Ég reikna svo með því að Stevie fái hvíld á miðjunni og sömu sögu er að segja af Lucas. Joe Allen er alltaf að fara að byrja þennan leik og reikna ég með því að Luis Alberto fái líka að byrja leikinn. Sterling mun verða úti á öðrum vængnum og þeir Borini og Aspas verða líka í byrjunarliðinu. Ég hef einhvern veginn enga trú á að bæði Ibe og Sterling verði látnir byrja þennan leik og ég ætla að tippa á að Henderson verði þriðji maður inni á miðjunni. Svona ætla ég að spá liðinu:

Mignolet

Kelly – Touré – Wisdom – Cissokho

Allen – Alberto

Borini – Henderson – Sterling
Aspas

Bekkur: Jones, Johnson, Lucas, Ibe, Coutinho, Enrique, Sturridge.

Vissulega ekki leikreyndasta liðið í boltanum, en ef þessum guttum er ekki gefinn sénsinn í svona keppnum, hvenær þá? Auðvitað lítur það illa út ef svona lagað springur í andlitið á mönnum, en svo sannarlega verða menn að fá reynslu og leiki einhvers staðar. Ég er einna helst hræddur við Wisdom vinstra megin í vörninni, en maður veit að Agger hefur verið tæpur á meiðslum og því held ég að það verði enginn séns tekinn með hann. Stevie er ný kominn úr aðgerð og hann verður að fara varlega inn í þetta og svo er sömu sögu að segja af Sturridge. Þetta lið á samt alla daga, allan tímann að geta klárað Notts County á heimavelli, gæðin eiga einfaldlega að vera miklu meiri en hjá þeim. Þetta er góður vettvangur til að sýna sig og sanna, og það á við um okkar stráka líka, sér í lagi þá sem ætla sér að banka á aðalliðsdyrnar í komandi leikjum. Þetta er lykilleikur fyrir menn eins og Allen, Borini og Sterling. Þeir ætla sér eflaust að vera í og við byrjunarliðið á tímabilinu, og nú er það þeirra að sýna af hverju þeir eiga slíkt skilið.

Ég ætla að spá því að við komum vel stemmdir inn í leikinn og tökum hann bara nokkuð örugglega 3-0. Borini mun setja eitt, Aspas verður með annað og svo ætla ég að tippa á að Allen setji það þriðja og við áfram í næstu umferð. En liðið hér að ofan sýnir svo sannarlega að við erum tæpir mannskapslega séð þegar kemur að miðvörðunum okkar. Skrtel meiddur og Agger tæpur (Coates frá í langan tíma), þá erum við bara tæpir í þessari stöðu. Ég yrði ekki hissa á því að það yrði kominn nýr miðvörður fyrir næstu helgi.

Áfram og upp

61 Comments

 1. Einhver ástæða fyrir því að þú spáir 4-4-2? Myndi ekki meika sens að spila það kerfi sem aðalliðið spilar, svona upp á að menn læri betur inn á það?

 2. Nei, sá þetta eftirá að þetta kom út sem 4-4-2, það er frekar erfitt að setja upp þessa mynd með leikkerfinu eins og maður spáir því. Held að við verðum með svipað kerfi og áður, Sterling vinstra megin, Borini hægra megin, Aspas á toppnum og Henderson fremstur á miðjunni (í holunni). Allavega átti það að vera þannig 🙂

 3. Ég myndi nú frkar hallast að því að Allen og Hendo væru á miðjunni og Luis Albero væri í holunni enda hans staða á vellinum.
  En ég er bjartsýnn á þennan leik og þetta ætti að verða nokkuð þægilegur sigur ef allt er eðlilegt sem að er svo sem aldrei hægt að stóla á.

  Svo er spurning hvort að Assaidi verði gefið tækifæri á morgun til þess að sýna sig, en allavega þá held ég eins og áður sagði að þetta verði nokkuð þægilegur 4-0 sigur.

 4. Alltaf gaman að fá leiki með Liverpool, skiptir engu máli móti hverjum við erum að spila, krafan er alltaf sigur. Við erum með mjög þunnan hóp eins og SSteinn minnist á, og vonandi getum við bætt það fyrir lok gluggans.

  Ég ætla að spá að Liverpool vinni þennan leik 4-0, Notts County koma auðvitað brjálaðir til leiks, en það dregur af þeim fljótt. Það verður gott fyrir útlendingana í liði okkar að fá að mæta liði sem kemur og berst eins og þeir eiga lífið að leysa og tækla allt sem hreyfist, þá fá þeir að kynnast enskum fótbolta vel, vonandi höndla þeir það, og meiðast ekki.

 5. Fínasta upphitun hjá þér SSteinn

  Sé það ekki gerast að allen og Alberto geti stýrt miðjunni almennilega. Held að Henderson bakki niður og Alberto spili fyrir aftan Aspas. Verður gaman að fylgjast með þessum leik

 6. Verður fróðlegur leikur!… Býst við að sja Ibe,Sterling,Allen og Borini alla byrja á morgun… Fór yfir Aston Villa og hitaði upp fyrir Notts County a blogginu mínu: http://www.kopice86.wordpress.com endilega tékkið a þvi….. @KOPICE86

 7. Er það miskillningur hjá mér að halda að Serezinn (Suarez) megi vera með á þriðjudaginn ? Á ekki bannið einungis við deildina hjá honum en ekki bikar og deildarbikar ?
  Spyr sá sem alls ekki veit 🙂

 8. Takk fyrir upphitunina 🙂

  Ja, alltaf gaman ad fa leiki og vonandi førum vid alla leid i thessum bikarkeppnum i vetur. Hef goda tilfinningu fyrir thvi amk.

  Spai thungum leik thar sem tæklad verdur og tøluvert stress. Vinnum 2-0 en thad verdur ekkert lett verk. Hef reyndar miklu meiri ahyggjur af urslitum thessa leiks en ur theim sem er eftir tæpa viku (sem ma ekki minnast a).

  YNWA!

 9. Það er misskilngur já þér 🙂
  Þetta bann á við alla leiki hjá enska knattspyrnusambandinu.

 10. Skipta öllum út ef það er hægt. Fókusinn er á deildina. Það væri grátlegt ef einhverjir lykilmenn meiðast í svona leik. Reyndar þunnir með miðjumenn þannig að erfitt að skipta öllum út: Jones, Flanno, Wisdom, Kelly, Cissokho, Hendo, Allen, Alberto, Sterling, Assaidi og Borini. Fyrst að leikurinn er á Anfield þá trúi ég ekki öðru en að þetta lið klári N. County. Ef þetta lítur illa út í seinni þá má henda Coutinho, Sturridge og Gerrard inná. Spái öruggum 4-0 sigri. Fringe players æstir í að sanna sig.

 11. Takk fyrir HR 007 🙂
  Þá fer nú að styttast í kallinn, svo lengi sem að hann fari ekki fyrir 2 sep. Samkvæmt því ætti mannætmógúlinn að vera laus úr banni þann 29 sept.

 12. Ég held að liðið verði enn meir breytt en steini spáir því…

  Jones i markinu,

  sterling og Ibe spila báðir held eg.

  Annar a ekki að skipta neinu hverjum verður stillt upp, þetta er skyldusigur

 13. Veistu ég held að Kolo spili þennan leik með Wisdom með, Wisdom gerir vel að læra af honum og býst ég við að rodgers sé meira að fara spila saman gömlum + ungum í þessum leik frekar en complete varaliði, Kelly og Cissokho verða þarna líka.

  Þó ólíklegt sé þá grunar mig að við sjáum assaidi þarna eitthverstaðar.

 14. Vil ekki sjá neinn byrjunarliðsleikmann koma nálægt þessum leik. Eigum United um næstu helgi og megum engan mann missa. Við eigum að klára þetta lið með þeim leikmönnum sem spila lítið í bland við unglingana. Þeir hafa gott af því og fá þarna kjörið tækifæri til að sanna sig.

 15. Rossiter æfði víst með aðalliðinu í dag gæti vel verið að við sjáum hann á bekk á morgun. Mjög efnilegur leikmaður og það hjálpar að hann er scouser

 16. Ég held að Liverpool muni leggja meiri áherslu á bikarkeppnirnar en í fyrra, fyrst þeir eru ekki að spila í neinni Evrópukeppni, og stilli upp blöndu af aðalbyrjunarliði og mönnum sem eru nálægt sæti í byrjunarliðinu – kannski 1-2 fleiri byrjunarliðsmönnum en í spánni í pistlinum.

 17. Get ekki betur séð en að það séu tveir frábærir leikmenn á lausu sem myndu smellpassa inn í Liverpool liðið. Kagawa og Mata….hvað er að Moyes og Mourinho?

 18. oooohhhh…var að vona að Man Utd hefði unnið í kvöld þar sem að Liverpool hefur yfirleitt gengið betur gegn toppliðunum á heimavelli heldur en miðlungsliðunum.

 19. Skil þig núll nr. 20 ??? Ég er drullu tussu sáttur með stöðuna eins og hún lítur út eftir helgina!

 20. Varstu að vonast til þess að man pú myndi vinna!!! Svona segir maður ekki!!!

 21. Ég hef séð strengjasveitir meira ógnandi en þetta United lið. Hlakka til næstu helgar.

 22. ef messan verður svona í vetur þá mega þeir alveg sleppa þessum þætti, rétt svo sýna mörkin og tala í eina mín.

 23. Er búinn að horfa á bloodzeed í allt kvöld með HD gæði á besta straum ever, Monday night football svo strax á eftir þar sem Carra og Nevill ræddu leikinn og leiki helgarinnar. Hver þarf að borga 9000 + fyrir þessa hörmung á Stöð 2?

 24. Ég hef séð strengjasveitir meira ógnandi en þetta United lið. Hlakka
  til næstu helgar.

  Þeir voru meira ógnandi gegn Chelsea en við vorum gegn Aston Villa. Sé ekki hvernig (meint) getuleysi þeirra getur verið ástæða tilhlökkunar.

  Nenniði í alvöru ekki missa ykkur af því að við erum tveimur stigum fyrir ofan þá eftir tvær umferðir. Ætlum við aldrei að læra ? Muna menn ekki eftir O´Shea markinu hér um árið þegar það vantaði hálft byrjunarlið þeirra á Anfield og öllum hlakkaði til leiksins.

 25. Mæli með að menn kíki á samantektina ur leiknum i kvold sem Kristján i kommenti nr 25 er með link á, algjorlega frábær samantekt.

  Annars var leikurinn í kvöld lelegasti leikur timabilsins ásamt Crystal Palace gegn Tottenham í fyrstu umferð…

  Annars var jafntefli ágætis úrslit, hefði verið mun erfiðara að mæta Man Utd a sunnudag hefðu þeir tapað í kvöld, þeir tapa seint 2 leikjum í röð.

 26. Mér þætti það vægast sagt mjög undarlegt ef að Alberto, Sterling, Allen, Kelly og Borini fái ekki sæti í byrjunarliðinu.

 27. Miðað við recordið hans Sturridge og vitleysuna sem oft er í gangi á markaðnum þá ætti rússneski gullkóngurinn og múrínhó að hafa áhuga á að kaupa Sturridge tilbaka á 88 milljónir punda!

  Sá seinni hálfleikinn í leiknum í gærkvöldi og svei mér þá ef Sturridge er ekki akkúrat leikmaðurinn sem þá vantaði, a.m.k. í þessum leik.

  Hlakka til leiksins í kvöld!

 28. Nenniði í alvöru ekki missa ykkur af því að við erum tveimur stigum fyrir ofan þá eftir tvær umferðir. Ætlum við aldrei að læra ?

  Enski boltinn er eitt af merkilegustu menningarfyrirbærum í íslenskri þjóðarsál. Það að tugir þúsundir Íslendinga skuli fylgja sér á bak við fótboltalið í Englandi og styðja við það af lífi og sál er rannsóknarverkefni útaf fyrir sig. Á hverjum leikdegi frá 5 eða 6 ára aldri Liverpool hefur fylgist með liðinu, upplifað sigra, töp, dramatík, áföll og allskyns ævintýri.

  Eitt af því sem gerir enska fótboltann enn skemmtilegri er að það halda ekki allir með sama liðinu. Fyrir viðureignir ákveðinna liða (erkifénda) myndast oft ólýsanleg stemmning sem kryddar lífið og aðdáendur liðanna nota hvert tækifæri til þess að skjóta nettum skotum á andstæðinginn. Í 99% tilfella er um nett grín að ræða sem má í raun segja að sé einfaldlega hluti af leiknum og að hafa gaman af lífinu.

  Það er mín skoðun að maður eigi að njóta augnabliksins. Ég hef gaman af fótbolta og þykir gaman að ræða fótbolta, bæði í gríni og alvöru. Þegar Liverpool tapar, þá tekur maður við nettum skotum frá félögunum, þegar Liverpool vinnur notar maður tækifærið og svarar fyrir sig. Þegar sá dagur kemur að ég get ekki grínast með fótboltann þ.e. notið þess að skjóta nett á vinina þegar mínu liði gengur vel eða tekið skotum þegar Liverpool gengur illa. þá er rétti tíminn að hætta fylgjast með liðinu.

  Gott og vel ef menn taka leikinn svo alvarlega að það megi ekki hafa gaman af, ég bara virði þá skoðanir. Það eru víst til prestar sem ekki vilja láta klappa í kirkju. Þeir eru ekkert verri prestar fyrir vikið. Bara öðruvísi, fylgja öðrum áherslum og venjum. Mér finnst hins vegar frekar lágkúrulegt að vera pirra sig yfir mönnum sem eru að njóta augnabliksins og aðeins skjóta á erkiféndurna í Manchester, enda gerist það sko ekki á hverju tímabili að við sjáum Liverpool fyrir ofan Man. Utd á töflunni.

  Af hverju ekki að njóta augnabliksins? Af hverju má ekki grínast? Hvað eigum við að læra?… Að það má aðeins gera gera grín af liðinum fyrir neðan Liverpool? Frábært, megum við þá bara skjóta á aðdáendur Stoke, Southampton, Hull? og jafnvel þá ekki fyrr en í lok leiktíðar þegar endanleg staða í deildinni er staðfest?

  Sorry, en ég get ekki tekið fótboltann svona alvarlega frekar en lífið sjálft. Fyrir mér snýst þetta allt saman um að njóta hvers augnabliks. Í augnablikinu er Liverpool fyrir ofan Man Utd. Ég ætla að nóta þess augnabliks, hugsanlega gætu þetta verið síðustu 5 dagarnir af tímabilinu á meðan svo er en jafnvel náum við 5 stiga forystu á Man Utd. sem hefur ekki gerst í X mörg ár. Ef að það gerist þá er rétt að vara menn hér við miklu fastari skotum næsta sunnudag. Ég ætla bara leyfa mér að hlakka til þessa leiks og njóta þess að fylgjast með mínu liði taka á móti ríkjandi meisturum. Það er minnsta kosti klárt að ég verð ekki að hugsa um eitthvað mark sem ég var nú þegar búinn að gleyma frá einhverjum O’Shea þegar það vantaði hálft byrjunarlið þeirra á Anfield og öllum hlakkaði til leiksins.

 29. Ég hef lagt það í vana minn að vera ekkert of bjartsýnn á þessa leiki þegar við erum að spila gegn neðrideildarliðum. Af einhverri furðulegri ástæðu hefur Liverpool átt það til að skíta uppá bak í þessum leikjum sbr. Oldham leikinn í fyrra (3-2 tap), Mansfield í fyrri (utandeildarlið og LFC marði 2-1 sigur), Brighton í hitteðfyrra (mörðum 2-1 sigur), jafntefli við gegn Northampton Town 2010-2011 Liverpool var jú að leika á Anfield Road gegn liði úr fjórðu deild og féll úr leik.

  Þannig að í þessum leik er ekkert gefið og eins gott fyrir þá menn sem koma inná að standa sig. BR var ekki sáttur við leikmenn liðsins gegn Oldham í fyrra og kom það engum á óvart. Er skíthræddur við þennan leik en treysti á að BR láti drengina heyra það all svakalega og þeir komi ákveðnir til leiks og slátri þessu í fyrri hálfleik. Ef ekki, verður þetta helvíti…

 30. Suarez á 4 leiki eftir í banni. Þrjá eftir leikinn í kvöld. Þeir þrír leikir eru: m.u., Swansea og Southampton sem fer fram 21. sept.

  Þriðja umferð deildarbikarsins hefur aldrei farið fram um helgi og engin breyting á því þetta árið. “All ties to be played during the week commencing 23 September 2013”.

  Suarez mætir því ferskur í þriðju umferð deildarbikarsins 24. eða 25. sept að því gefnu að við vinnum í kvöld.

 31. Núna var Rodgers að gefa það út að Kelly muni ekki spila þennan leik því hann sé svo langt frá því að vera í formi þannig að það má búast við því að Daggerinn muni verða fyrirliði í kvöld.
  Wisdom Toure Dagger Cissohko

 32. Spái því að byrjunarliðid verði svona: Mignolet, Johnson, Wisdom, Toure, Cissokho, Allen, Lucas, Luis Alberto, Sterling, Aspas, Borini. – Ibe og ef til vill Kelly og/eða Henderson komi svo inn á í seinni

 33. Er Skrtel meiddur? En ja sammála að það þarf að koma Borini og Alberto i gang.

 34. Hugsanlegt thrádrán…en hvernig er thad, finnst mønnum thad áhugaverdur kostur ad kíkja á Alfred Finnbogason? Talad um ad Cardiff hafi bodid 6 milljónir í hann. Drengurinn er audvitad búinn ad fara kostum í Hollandi, er med 34 mørk í 37 leikjum (svipad skor hlutfall og Nistelroy var med hja med i Hollandi) sem er audvitad afar gódur árangur. Finnst í thad minnsta meira adladandi ad hafa mann eins og Alfred á bekknum heldur en Borini.

  …kannski er madur bara med thetta klassíska íslenska ofmat.

 35. Samála þér Snæthor 6 milljónir fyrir toppskorara í hollensku er ekki mikið

 36. Já, Skrtel er ennþá meiddur

  …kannski er madur bara med thetta klassíska íslenska ofmat.

  Í mínum huga, já. Væri ekki einu sinni í umræðunni hjá okkur ef hann væri t.d. frá Nígeríu. Bony var lang markahæstur á síðasta tímabili í Hollandi, lítið rætt um hann í sumar og endaði hjá Swansea.

 37. Snæthor #40, ég er algjörlega ósammála. Þótt Alfreð hafi staðið sig frábærlega í hollensku, finnst mér hann alls ekki spennandi kostur fyrir LFC. Tel ad hann sé ekki nægjanlega góður og að þetta væri allt of stórt stökk fyrir hann.

 38. hvernig er það er nákvæmlega ekkert í gangi hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum?? maður heyrir ekkert um það allavega.

 39. Assaidi á leið til Stoke……. Stöðugt þynnist hópurinn. Þetta getur bara ekki endað með öðru en að við bætum við mannskap….Þetta er nú farið að líta hálf fáránlega út en maður VERÐUR að vera bjarstsýnnnnnnnnnnnnnnn.
  🙂

 40. Suso. Thad má algjørlega vera. Finnst bara áhugavert hvad thessir toppskorarar í Hollensku eru ad fara á lítinn pening. Bony hefur t.d. spilad nuna 4 leiki med Swansea og skorad 4 mørk.

  Virdist vera ad toppskorarar sidustu 15 ára í Hollandi séu sitt á hvad búnir ad meika thad feitt eda floppad.

  A medal toppskorarar i Eredivisie fra 1998 eru:

  Van Nistelroy
  Kezman
  van Hooijdonk
  Kuyt
  Huntelaar
  Afonso Alves
  Suarez
  Bony

  Dæmi um leikmenn sem ekki voru markahæstir en hafa engu ad sidur sannad sig i ødrum deildum sem snillingar eru Ibrahimovic og Kluivert. Man einmitt eftir umrædunni thegar Ferguson keypti van Nistelroy ad hann kæmi ur deild sem ekki væri mark takandi á. Hann afsannadi thad.

  Thetta thydir audvitad ekki ad Alfred se næsti Nistelroy eda Ibra. Thydir bara ad hann veit hvar markid er og ad hugsanlega gæti hann plummad sig i stærri deild.

 41. 32

  http://www.wiziwig.tv/index.php?part=sports

  Þetta er síða þar sem þú getur streamað leiki í tölvunni.
  Þú smellur á leikinn sem þú vilt horfa á og upp kemur listi af stream linkum.
  Einn þeirra heitir Bloodzeed og þú smellur á hann.
  HD gæði…tekur smá tíma að ná fullu flæði (þ.e.a.s. hann laggar ekki), en þú ert nokkur mínútum á eftir fyrir vikið. Enskir þulir frá sky og allt eins og við viljum hafa það. 🙂 Ef þig vantar meiri upplýsingar þá er http://www.google.com mjög góður vinur þinn, en annars geturðu örugglega spurt okkur hér inni. Góða skemmtun og gangi þér vel 😉

 42. Afhverju bjóðum við ekki bara í Mata?
  Allt með með þessi nísku og e-r lánstilboð. Það vita allir hvað Mata getur og hann er löngu búinn að sanna sig. Myndi smellpassa inn í liðið okkar.

 43. Takk fyrir upphitunina Ssteinn. Áhugaverður leikur í kvöld, sérstaklega til að sjá hvernig jaðarmenn spjara sig þegar þeir fá tækifærið í byrjunarliðinu. Maður vonast eftir að Aspas & Borini komist á blað upp á sjálfstraustið og Sterling & Ibe tæti vörnina í sig með sínum háhraða. Skv. Rodgers þá virðist Kelly ekki vera til í slaginn strax og spurning hvort að Johnson verði þá í bakverðinum. Persónulega væri ég mjög spenntur fyrir því að sjá McLaughlin fá sénsinn því hann er ansi efnilegur sem sókndjarfur bakvörður. Ég er samt ekkert stressaður fyrir úrslitum leiksins sem slíkum.

  En maður skilur alveg Rodgers vel að vera ögn íhaldssamur og vilja halda góðri byrjun á tímabilinu gangandi með því að spila nokkrum af sínum aðalmönnum í kvöld. Ég er eins og flestir okkar hrifnastur af því að hvíla sem flesta í svona leik en ég skil BR ef hann er vill taka sem fæsta sénsa. Þreytustig vegna ManYoo ætti ekki að vera mikil faktor enda voru þeir að spila stórleik í gærkvöld og þar sem leikurinn er ekki fyrr en á sunnudag þá er nægur hvíldartími. En meiðsli og rauð spjöld eru annað mál….7…9…13…

  Ég spái 5-0 sigri með mörkum frá Sterling (2), Aspas, Borini og Allen.

  Í öðrum fregnum þá er Assaidi að kveðja okkur. Fyrir mér minnkar það í raun ekkert breidd liðsins frá því í fyrra þar sem að hann var svo lítill partur af liðinu og var ekkert að fara að spila merkilega rullu núna. Var mest að spila í Europa League sem við erum ekki í núna þannig að honum er ofaukið og passar alls ekki í taktík BR. Jordon Ibe mun fylla hans “skarð”. Ég hef ekkert á móti svona ódýrri tilraunamennsku en kaupin á Assaidi voru eiginlega byggð á misskilningi. Rodgers var alltaf að tönglast á “as I said” og Ian Ayre tók hann eitthvað bókstaflega og keypti Assaidi. Smá klúður sem kaupnefndin mun koma í veg fyrir í framtíðinni.

  Mér líst líka vel á linkinn við Victor Moses og tel það klókan díl ef af honum verður. Ég skil ekki alveg eitthvað pungatal í þessu samhengi þegar sagt er að við viljum prufukeyra kauða á lánsdíl og ekki yfirborga honum í launum. Mörgum manninum hefur reynst það dýrkeypt að hugsa um of með miðsvæðinu og frekar vil ég hugsa með höfðinu hinu efra þegar kemur að leikmannainnkaupum Liverpool.

  Moses finnst mér afar áhugaverður leikmaður, bæði vegna sinnar getu (sterkur, flinkur og fljótur) en einnig sem karakter. Það þarf mikinn innri styrk til að komast í gegnum það að vera 11 ára munaðarlaus flóttamaður í ókunnu landi eftir að foreldra hans voru myrtir. Hefur skarað fram úr þrátt fyrir þann persónulega harmleik. Rafa hafði trú á honum á síðasta tímabili og það eru góð meðmæli í minni bók. Mér sýnist hann smellpassa í þá stöðu sem okkur vantar að styrkja (réttfættur vinstri kantframherji) og einnig í kaupstefnu FSG. Nú vantar bara að landa Sakho eða Papa í miðvörðinn og þetta væri orðinn stórfínn gluggi að mínu mati.

  Mér finnst það einmitt skína í gegnum innkaupin á árinu 2013 að allir eru þeir hungraðir, þrautseigir og sterkir karakterar og ólíklegir til að vera með stjörnustæla og skítlegheit. Að lokum legg ég til að menn renni í gegnum stórfínan nýjasta pistil Tomkins og vona að okkur Púlurum gangi sem best að komast lifandi í gegnum síðustu viku sölugluggans; bæði kaupnefndin okkar og einnig áhangendum. Munum að við höldum allir með sama liðinu og því mikilvægt að halda í gleðina og styðja málstaðinn. Lestrarefni til að fylgja því eftir. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!

  YNWA

 44. Hægt að nálgast einhver streymi á þennan leik eða er þetta einn af þeim leikjum sem er ekki sýndur neinstaðar?
  Með von um góð viðbrögð , Krummi.

 45. Ég verð bara að fá að spyrja Peter # 51. Ekki að það komi þessum þræði við en af hverju keypti BR Assaidi ef hann passar ekki inní leikkerfi hans ? Er hann ekki einmitt leikmaður sem væri hægt að nota í leik eins og leikinn í kvöld á móti Notts County ? Til hvers að lána hann ? passar hann inní stórkalla boltann hjá stoke ? getur hann frekar gefið fyrirgjafir á Peter Crouch heldur en Sturridge ?

  Er fsg með útsölu á öllum nema 16 leikmönnum ? þvílík vitleysa. Þunnur hópur þynnist enn, eru menn að “vona” bara að Liverpool spili BARA í deildinni, og gefi skít í bikarkeppnir ?

  Samt 4-0 í kvöld er mín spá, afsaka pirringinn og þráðránið að hluta, en Sisshoko skorar sitt fyrsta mark fyrir LIVERPOOL í kvöld.

  YNWA

 46. Er einhver meistari hér sem follow-ar Bloodzeed á twitter og getur sagt mér núna hvort hann sé með leikinn í stream í kvöld, ef ekki þá verður maður nefninlega að kíkja á pubbinn!!

 47. Liverpool FC

  LFC team to face Notts County. Come on Redmen!

  LFC team to face Notts County. Come on Redmen!.

  Líkar þetta · · Deila · 1.43011173 · Fyrir 4 mínútum ·

  ..

  .

  .

  ..

  .

  ..

  ..

 48. Afhverju í andskotanum eru Sturrige, Gerrard og Toure í hóp, þetta eru allt menn sem þarf að hvíla!

 49. Veit ekki hvers vegna Sturridge byrjar en ég held bara að pælingin sé að byggja upp fitness hjá Gerrard. Kolo byrjar líklega vegna þess að það er enginn annar til að spila með Wisdom í miðverði. Agger á að hvíla í svona leikjum, Skrtel er ekki klár enþá, ekki Kelly heldur og Coates er meiddur.

Aston Villa 0 Liverpool 1

Liðið gegn Notts County